Þjóðviljinn - 17.06.1978, Blaðsíða 18

Þjóðviljinn - 17.06.1978, Blaðsíða 18
18 StÐA — ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 17. júnl 1978 BROTTFÖR HERSINS i er forsenda þess að unnt sé að takast á um innanlandsmál með árangri til frambúðar Ollum er okkur vitaskuld ljóst hvaö nærtækast er i baráttunni nú þessa dagana, þ.e. af> hnekkja kjararánslögum þeirrar óvin- veittu rikisstjórnar sem v iö höfum haft yfir okkur i 4 ár. Baráttan er þvi miöur enn varnarbarátta, viö erum ekki aö marka skref framá- viö, viö reynum aö • láta ekki hrekja okkur afturábak. Þannig hefur staöa okkar i raun og veru veriö sl. 35 ár. Allt frá þvf 1942 höfum viö veriö aö andæfa gegn einhverskonar kjaraskeröingar- lögum. Ávinningar ef sótt er á Vissulega hefur nokkuö áunnist og ég ætla ekki aö halda fram aö viö stöndum nákvæmlega I sömu sporum aö öllu leyti. Þaö sem hefur áunnist eru t.d. betri efna- leg kjör alþýöufólks og þaö sem etv. er mikilvægara, opnari aö- gangur unglinga úr verkalýös- fjölskyldum til náms. Betri heilsugæslu, læknisþjónustu og fleiri atriöi gæti ég lika nefnt. Þetta er aö sjálfsögöu þróun sem barátta verkalýöshreyfingarinn- ar hefur leitt af sér og haldist hef- ur i hendur viö aukna efnahags- lega velmegun þjóöarheildarinn- ar. En hlutfalliö er enn hiö sama. öjöfnuöurinn er sá sami. Viö erum enn i vörn. Og ef viö höldum áfram aö beita sömu baráttuaöferöum getum viö hald- iö áfram þessu varnarstriöi lengi enn og hjakkaö i sama farinu. Þaö er kannski heldur ekki þaö versta, amk. skárra en aö láta undan. En ef viö viljum láta okk- ur muna nokkuö á leiö, þá veröum viö aö breyta um baráttuaöferöir og setja okkur hærra mark en aö vera i vörn og gæia fengins árangurs. Höfnum stéttasamvinnu Ef viö viljum áfram, ef viö hyggjum á sókn, þýöir ekki annaö en gera ljóstogsegjaþaö skýrtog skorinort, aö verkalýbsbaráttan er pólitik, hún er fyrst og fremst pólitik og ekkert annaö og I raun- inni sú eina pólitlk sem virkilega er þaö nafn gefandi. Þvi hvaö er pólitik annaö i raun en barátta stéttanna um skiptingu þjóöar- teknanna? Þessvegna er allt tal um samvinnu stéttanna algerlega úti hött og ekki til neins annars en tefja fyrir þeirri þróun sem viö viljum vinna aö. Aö íhaldinu blöskri Þaö ætti auövitaö aö fella rikis- stjórn auöstéttarinnar i kosning- unum og þaö ætti auövitaö aö koma i veg fyrir myndun rikis- stjórnar sem beitir sér fyrir hags- munum auövaldsins. En þaö er ekki nóg aö viö skiljum aö hér þarf ööruvlsirikisstjórn. Þekking og skilningur eru aö visu grund- vallaratriöi, en duga þó ekki til. Sist af öllu dugar aö pakka þaö I einhverjar mjúkar umbúöir sem viö höfum aö segja, eöa setja markiö lægra en viö raunveru- lega stefnum aö. Slikt leiöir aöeins til hugsanavillu, sljóleika og lamaös baráttuþreks. Mein- ingu sina veröur aö segja hreint út og þaö veröur aö taka upp þannig kröfur, aö Ihaldinu blöskri, þám. Ihaldinu i verka- lýöshreyfingunni sjálfri. Þar gagnar engin tillitssemi. Til hvers lika? Stéttasamvinna á þessu sviöi leiöir i besta falli til kyrrstööu, en samfara henni er yfirvofandi hætta á tapi, á flótta til baka. Sagði Einar satt? Mál, sem verkalýöshreyfingin hefur látiö liggja i láginni sl. 30 ár, ma. i nafni „friöar” innan hreyfingarinnar, er baráttan gegn ásælni erlends stórveldis og hersetu i landinu. 1945-46 beitti ASI sér mjög harkalega gegn Keflavikursamningunum þannig aö eftir var tekiö viöar en hér á landi. En núer svo komiö, aö Ein- ar Agústsson utanrikisráöherra getur vitnaö til þess viö umræöur á Alþingi, aö herinn og hans um- svif I Keflavik séu þar I fullri þökk verkalýöshreyfingarinnar, enda komi suöurnesjaverkalýösfor- ingjarnir sjálfir uppi ráöuneyti þegar samdráttur veröur i fisk- vinnu þar suöurfrá og beinlinis biöji um meiri framkvæmdir á Vellinum, svo þeirra fólk geti fengiö þar vinnu. Þaö var nú ekki þægilegt aö sitja undir þessu og vita, aö hann var sennilega aö segja satt. Ályktun ASÍ-þings Þaö bar reyndar til gleöilegra tiöinda á siöasta þingi ASt, aö þar var samþykktályktun gegn hern- um og NATÓ. En siöan hefur framkvæmdastjórn ASI ekkert gert meö þá ályktun til eöa frá. Og ég þori vart aö hugsa þá hugs- un til enda, hvaö upp kynni aö koma ef taka þyrftiákvöröun sem stangaöist á viö skammtima hagsmuni þeirra suöurnesja- krata. En þaö skulum viö lika gera okkur ljóst, aö þar eru svo sannarlega meiri hagsmunir i veöi en daglaun einhverra verka- manna. Herinn sem sumum virö- ist nú grúfa svo mildilega yfir öliu, sérstaklega þvi fjær sem fólk er frá honum á landinu, er i senn þýöingarmikil auösupp- spretta fyrir voldugustu ættir landsins og um leiö ákveöin bak- trygging auöstéttarinnar. Meö herinn aö bakhjarli getur rikis- stjórnin leyft sér svotil hvaö sem Vilborg Haröardóttir. Úr ræðu Vilborgar Harðardóttur á fundi Alþýðu- bandalagsins á Akureyri 1. maí í vor er, og ef svo óliklega skyldi vilja tilaö islenskalþýöaætlaöiaöfara aö láta hendur skipta, þá er her- inn til taks. Enda hefur fastaher i landi ævinlega veriö tæki einnar stéttar til aö ráöa yfir annarri og vernda aröránsaöstööu sina. Undirrótin efnahagslegs eðlis Ma. af þessum ástæöum er baráttan gegn hernum óaöskilj- anleg baráttunni fyrir bættum kjörum og ekki hægt aö berjast af viti um pólitik á Islandi fyrr en hann er farinn. Meö þvi aö reka hann af höndum okkar og komast úr hernaöarbandalaginu sem viö nú erum þátttakendur I, sköpum viö okkur aöstööu til frekari baráttu. Um leiö leggjum viö okk- ar lóö á vogarskálina i alþjóölegri baráttu I mun viöara samhengi. 1 ágreiningnum um herinn er und- irrótin efnahagslegseöliseinsog I flestum ágreiningsmálum öörum enda pólitikin i raun fyrst og fremst baráttan um brauöiö. Herstööin hér er ekki annaö en hlekkur I heimsvaldastefnu Bandarikjanna og vestrænna auövaldsrikja sem stefna aö þvi aöná ftökum æ viöar um heiminn fyrir fjölþjóölega auöhringi og peningastofnanir. Náttúruauö- lindir Evrópu eru sem næst gjör- nýttar svo ekki er þar oröiö eftir miklu aö slægjast, nema þá helst fólkinu, sem lengra er komiö i almennri menntun og tækniþjálf- un en i þriöja heiminum og þaö má nota til aö nýta auölindirnar þar. Um þær er enda sannarlega tekist a, einsog sést á keppni stór- veldanna um áhrif og Itök i Afriku, Arabalöndunum og reyndar viöar. Auðlindapólitik hervaldsins Vegna vaxandi áhrifa þjóö- frelsishreyfinga sem krefjast yf- irráöa yfir eigin auölindum og réttláts verös fyrir hráefnin er nú ekki lengur hægt aö stela hráefn- um og aröræna þjóöir þriöja heimsins á sama hátt og gert var I skjóli nýlenduvaldsins. En þá er bara skipt um aöferö og nú reynt meö gffurlegum tilkostnaöi aö grafa undan sjálfstæöi þjóöanna til aötryggja aöstööuna. Fyrst og fremst beinast þessar tilraunir aö Afriku sem uppbygging vestræns iönaöar og vestrænt auövald hef- ur aí miklu leytigrundvallastá og þykir fyrir öllu aö halda þar áfram aröránsaöstööunni. Þetta er gert meö aö stuöla aö myndun vilhallra rikisstjórna meö mútum og spillingu. I nafni þróunaraö- stoöar er iöulega á sama hátt unniö fyrst og fremst aö eigin hagsmunum og búiö um sig i landinu þar sem „hjálpin” er þegin. A tslandi eigum viö ómetanleg- an auö þar sem eru orkulindir okkar. Enda stendur ekki á, aö eftir þeim sé sóst af auöhringun- um. En til aö tryggja fjárfesting- ar sinar og til varnar gegn hugs- anlegri andstööu, tam. verkföll- um, skemmdarverkum eöa jafn- vel þjóönýtingu — ef til kæmi sjálfstæöissinnuö rikisstjórn — vilja auöhringarnir hafa hér Nató-herstöö og hermenn aö gr|pa til. Viö þekkjum dæmin þegar úr öörum löndum þar sem fólkiö vildi fara aö yfirtaka eign- irnar. Óheilindi — vonleysi Eg sagöi áöan aö ég áliti, aö varla væri hægt aö berjast af nokkru viti um abra pólitik á Is- landi á meban hér er erlendur her. Ég held lika aö meirihluti þjóöarinnar sé I hjarta sinu mót- fallinn þvi aö hafa hér þennan her. En þvi miöur er einnig oröiö nokkuö um, aö fólki sé sama, þab yppti öxlum og segi sem svo: Gerir þaö nokkuö til? Er ekki bara ágætt aö fá lítá hann vegi, flugvelli og jafnvel hafnir? Og þvi ætla ég þessu máli svo mikib af tima minum hér, aö jafnvel meö- al þeirra pólitisku afla, sem lengst og fastast hafa staöiö i baráttunni gegn hernum er fariö aögæta nokkurs vonleysis. Tvisv- ar hefur Alþýbubandalagiö átt aöild að rikisstjórn og beitt sér fyrir, aö inni stjórnarsamninginn væru tekin ákvæöi um uppsögn herstöövasamningsins. En Ihvor- ugt skiptiö stóöu samstarfsflokk- arnir viö samninginn, þeir voru óheilir I afstööu sinni og ráöandi öfl innan þeirra reyndar frá upp- hafi ákvebin aö koma f veg fyrir framkvæmd samkomulagsins. Brottförin er skilyrði Vegna þess aö viö erum hér á fundi sem Alþýöubandalagiö heldur og afþvi aö kosningar eru ánæstaLeiti, ætla ég aöleyfa mér aö oröa þá skoöun mina, aö þaö megi ekki ske oftar, aö Alþýöu- bandalagiö fari I rikisstjórn nema brottförhersins sé fyrirfram gerö aö skilyröi. Þaö er bjargföst trú min, aö brottför hersins er bæöi tákn og forsenda þeirrar breyt- ingar eöa byltingar sem yröi aö veröa á stjórnmálalifi i landinu til aö unnt væri aö fara aö takast á um innanlandsmál meö árangri til frambúöar. Aö öörum kosti verbur bara haldiö áfram aö sækja sósialista og vinstri menn inni rikisstjórn á nokkurra ára fresti til ab lappa uppá efnahags- lifiö þegar búiö er aö klúöra öllu meö taumlausri græögi og skammsýni gróöabrallaranna, — og sparka þeim siöan út aftur meö einhverju móti þegar þeir hafa unniö bót á verstu göllunum — svo hinir geti aftur brugöiö á leik. Verkefnin eru hvarvetna Vitaskuld er ég ekki svo barna- leg aöhalda, aö allt sé fengiö meö aöfá herinnburteöaað ekki þurfi jafnframt aö vinna að öörum málefnum. Verkefnin eru vissu- lega nægileg og viö þurfum aö láta hendur standa framúr erm- um, sósialistar, vera virk i baráttunni og virkja aöra. Ég vU leggja áherslu á, aö þaö er ekki nóg aö tala um baráttu- mál verkalýðsins fjóröa hvert ár i kosningaslagnum né heldur einu sinni á ári. 1. mai. Þeim oröum san þá hljóma veröur ab fylgja eftiráhverjum degi, hvarsem þú ert staddur, félagi, hvenær sem tækifæri gefst. I þeirrisókn gagn- ar engin sameining stéttanna eöa „fagleg eining” einsog viö heyr- um stundum prédikaö. Þar kem- ur ekkert annaö aö gagni en harö- vitug barátta gegn þeim sem koma I veg fyrir jöfnuö og rétt- læti. Baráttangegn auövaldi gegn hervaldi, gegn heimsvaldastefnu. Tökum að okkur smiði á eldhúsinnréttingum og skápum, bæði i gömul hús og ný. Sjáum ennfremur um breytingar á innréttingum. Við önn- umst hvers konar húsaviðgerðir, úti og ‘ inni. Verkið unnið af meisturum og vönum mönnum. Trésmíðaverkstæðið Bergstaðastræti 33 — Simar 41070 og 24613 Blikkiðjan Asgaröi 7, Garðabæ önnumst þakrennusmiði og uppsetningu — ennfremur hverskonar blikksmíði. Gerum föst verðtilboð SIMI53468

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.