Þjóðviljinn - 17.06.1978, Blaðsíða 7
Laugardagur 17. júni 1978 'WÓÐVILJINN — StÐA 7
Herinn er þess háttar aðskotahlutur að heilbrigt
þjóðareðli rís öndvert, neitar að aðlagast honum,
hafnar nærveru hans. Þessu heilbrigða lífseðli
eru herstöðvaandstæðingur trúir
Játvaröur Jökull
Júliusson/
Miðjanesi
Nú er þó komið nóg
Illkynjaður aðskoðahlutur.
Það er bandarikjaherinn á Is-
landi. Hann er óræstisbakteria 1
tungu og þjóðerni. Hann hefir
lagst á drjUgan hluta tveggja
kynslóða eins og virus i vefi,
valdið pólitiskri sýki i fleirum
en einum stjórnmálaflokki.
ekki hafa áhrif hans og afleið-
ingar farið betur með svonefnt
efnahagslif. Ólæknandi sýnist
verðbólgan vera. Hún er nefni-
lega afsprengi frá hórleikjum
hermangsins.
Herinn er þessháttar að-
skoðahlutur, að heilbrigðt þjóð-
areðli ris öndvert, neitar blátt
afram að aðlagast honum,hafn-
ar nærveru hans. Það er eðlis-
lægur eiginleiki, einn innsti
kjarni hverrar liftegundar.
Þessu heilbrigða lifseðli eru
Herstöðvaandstæðingar i Is-
landi trúir. Það er vel þess virði
að leggja sér á minni. Okkar
styrkur er að skilja þau rök.
Okkar kraftur felst I að þekkja
okkar vitjunartima.
Bandariski herinn var svikinn
inná okkur. Þvertofani öll opin-
ber fyrirheit, þvert gegn yfir-
lýsingunum um engan her á
friðartimupi. Allt fals og
fláræði. Allt rakin ómerkileg-
heit. Enda f ramhaldið eftir upp-
hafinu, allt á sömu bókina lært.
Og þettaer nefntvarnarlið til að
freista þess að gefa þvi réttlæt-
ingu og tilgang. Já, varnarstöð!
Allt hefir þetta snUist upp i and-
stæðu þess sem yfir var lýst.
Það vill svo einstaklega vel til,
að sjálfir hafa þeir lagt mest af
mörkum til að afhjúpa blekk-
inguna. Varnarstöð á Langanesi
norður með pomp og pragt!
Hvað er hún nú? Tóm þvæla og
vitleysa. Gapandi draugaborg.
Andstyggð. Viðbjóður. For-
smán. Ekki vörn frekar en 1
skugganum af tunglinu. Tóm
þvæla og vitleysa, enda til stofn-
að með falsi.
Varnarstöð norður á Horn-
ströndum. Onnur endaleysan
frá, önnur yfirgefin drauga-
borg. Tóm þvæla og vitleysa
varnarstöðin þar. Einhver
mislukkaður skrifborðsidiót
á einhverri herstjórnar-
skrifstofu diktaöi upp nauö-
syn á varnarliðsstöð þar.
Tóm þvæla og vitleysa. Það er
gott að nU er það löngu sannað
mál jafnt á Langanesi og á
Hornströndum. Varnarliðs-
stöðvar kana tóm þvæla og vit-
leysa. Það er það fina við þær.
Fólk ætti að fara á þessa staði,
hver sem betur getur. Sjálf
varnarliðsstöðin i Miðnesheið-
inni speglast einmitt i hinum
sem nefndar voru. Gapandi
draugaborgir: Eyðilegging,
óhugnaður, viðurstyggð and-
styggðarinnar, tortiming i til-
gangsleysi. Allt tóm þvæia og
vitleysa.
I tuttugu og sjö ár hafa þeir
sóðað Ut himingeiminn með
þotuskýjum. I tuttugu og sjöár
hafa þeir splundrað loftinu og
ært eyrun með þotudrunum,
gert övært eins utan dyra sem
innan. I tuttugu og sjö ár hafa
þeir reist pýramida Ur sorpi,
migið öllum andskotanum um
öll iður jarðar svo kvíði um
landauðn af völdum mengunar
frá ollusora og hver veit hvers-
konar eitrun hefir læðst að fólki.
Það er ekki imyndun heldur
staðreynd, að herdótið er að-
skotahlutursemsýkir Utfrá sér.
En hórleikir hermangsins hafa
setiö i fyrirrúmi fyrir öllu öðru.
Það eru varnir varna og leikir
leika. Þar þekkti sá sina sem
vanastur er. Til þess var leikur-
inn gerður. En eru tuttugu og
sjö ár ekki ndg og meir en nóg
og næsta nóg? NU er fyliing tim-
ans að nálgast. NU fara augun
að opnast. Nú fara þjóðleg öfl
að risa á legg. Nú þarf að blása
á þokuþvæiuna um varnarlið.
NU opnast ný Utsýn eftir lær-
dóma niðurlægjandi reynslu
tuttugu og sjö ólánsára. Þess
óskum við. Þaö viljum viö. Þvi
heitum við. Þvi fögnum við. Þá
fáum við aftur um frjalst höfuð
strokið, þá finnum við okkur
sjálf .
Játvarour.
Þingmenn
Alþýðubandalagsins hafa
margsinnis lagt fram til-
lögur um herlaust og
friðlýst Island. Allir
þingmenn f lokksins stóðu
að slíkri tillögugerð bæði
á siðasta þingi og árið
áður. Hefur Gils
Guðmundsson jafnan
verið fyrsti flutnings-
maður og mælt fyrir mál-
inu.
Orðalag tillögunnar er þetta:
„Alþingi ályktar að segja upp
aðild Islands að Norður-Atlants-
hafssamningnum, er gekk i gildi
24. ágUst 1949. — Enn fremur
alyktar Alþingi að fela rikis-
stjórninni að æskja nU þegar
endurskoðunar á varnarsamn-
ingi milli Islands og Bandarikj-
anna frá 5. mai 1951, i samræmi
við ákvæði samningsins, svo og
að leggja fyrir Alþingi frum-
varp til uppsagnar samnings
þessa, þegar er endurskoðunar-
Úr þingmálasyrpu Alþýðubandalagsins
Þjóðfrelsi gegn
heimsvaldastefnu
frestur sá, sem i samningnum
er ákveðinn, heimilar uppsögn
hans".
Bann við kjarnorkuvopn-
um
- Alþýðubandalagið leitast við
að takmarka hætturnaf~Taf her-
stöðinni á meðan hún enn er og
ekki tekst að losa landið við
hana. Svava Jakobsdóttir hefur
ásamt MagnUsi Torfa Ólafssyni
lagt til að rikisstjórnin und-
irbUi löggjöf er banni
geymslu hvers konar kjarn-
orkuvopna á islensku yfir-
ráðasvæði og lendingu flugvéla
sem flytja kjarnorkuvopn. Jafn-
framt verði kveðið á um eftirlit
Islendinga til að tryggja að
þessi lög verði virt, — 1 greinar-
gerð var bent á, að bandarisk
yfirvöld neita að gefa upp hvort
hér séu kjarnorkuvopn eða ekki,
og við nUverandi skipan mála
eiga islenskir ráðamenn ekki
annars kost en flytja yfirlýsing-
ar sem þeir hafa sjálfir -engin
tök á að sannreyna að séu rétt-
ar.
Stuðningur við
Grænlendinga
Magnús Kjartansson hefur
lagt til að tslendingar beiti sér
fyrir þvi aö Grænlendingar fái
fulla aðild. að Norðurlandaráði
og velji fuIltrUa sina sjálfir. 1
rökstuðningi fyrir málinu segir
Magnus að nýlendustefna Ðana
a Grænlandi hafi náð hámarki á
siðustu áratugum, eftir að
Grænland var gert „amt i
Danmörku". Þyrftu
NorðurlandabUar að lita á það
sem hlutverk sitt að styrkja
Grænlendinga til að ná þjóðlegri
fótfestu á nýjan leik og akveða
sjálfir framtiðarörlög sin.
Viðurkenning á
baráttu Víetnama
Veturinn 1974—75 þegar
alþýða Vletnams háði enn
varnarstrlð sitt gegn innrásar-
herjum Bandarikjastjórnar,
lagði Magnús Kjartansson til að
Island viðurkenndi bráða-
birgðabyltingarstjórnina i
Suöur-Vietnam og legði fram fé
í þessum dálkum
er getið nokkurra
mála sem
þingmenn Alþýðu
bandalagsins hafa
flutt á alþingi á
siðasta
kjörtimabili
til endurreisnarstarfa i landinu.
Þingmenn Ur Alþýðuflokki og
Samtökum stóðu einnig að til-
lögunni. Flutningsmenn bentu á
að vinstri stjórnin viðurkenndi
rikisstjórnina I Hanoi i þvi skyni
að mótmæla loftárásum Banda-
rikjanna á Noröur-VIetnam.
Tillögunni væri ætlað að stuðla
siðferöilega að þvi að
styrjaldarátökunum i Vietnam
sloti sem fyrst og landsmenn
geti einir og frjálsir tekist á við
hin risavöxnu vandamál sin.
Geir
GHs
Helgi
Magnús
Kagnar
Stefán
Svava
Almannaréttur og sameign þjóðar
A dögum vinstri stjórnarinnar
komst fyrst verulega á dagskrá
að taka orkuna á háhitasvæ&um
til hagnýtingar. Varð þá þegar
ljóst að lögfræðileg álitamál gætu
risið um eignarrétt. Fyrir þvi
flutti vinstri stjórnin frumvarp til
laga um umráðarétt rikisins á
háhitasvæðum og til hagnýtingar
jarðhita þar. Þetta stjórnarfrum-
varp náði ekki fram að ganga,
en siðan hefur það verið flutt sem
þingmannafrumvarp á hverju
þingi en ekki heldur orðið útrætt.
Fyrsti flutningsmaður hefur
ævinlega verið Magnús
Kjartansson, en þingmenn Ur
Framsókparflokki, Alþýðuflokki
og Samtokum hafa einnig staðið
að frumvarpinu. Formælendur
afturhaldsins á þingi hafa snUist
hart gegn málinu og talið að það
rækist á ákvæði stjórnarskrár-
innar um friðhelgi eignarrétt-
arins, en ýmsir færustu lög-
fræðingar þjóðarinnar fyrr og
siðar hafa verið öndverðra
skoðunar.
St jó r na rskrá rbrey ti nga r
Alþýðubandalagið telur brýnt
að taka af öll tvimæli um eignar-
rétt á náttUruauðæfum og landi.
Þess vegna hafa Ragnar Arnalds,
Stefán Jónsson, Helgi Seljan og
Geir Gunnarsson flutt frumvarp
til stjórnskipunarlaga sem breyti
eignarréttargreininni i stjórnar-
'skrá lýðveldisins. Viðbótin viö
stjórnarskrána er svohljóðandi.:
„011 verðmæti i sjó og á sjávar-
botni innan efnahagslögsögu, svo
og almenningar, afréttir og önnur
óbyggð lönd utan heimalanda,
teljast sameign þjóðarinnar allr-
ar, einnig námur i jörðu, orka i
rennandi vatni og jarðhiti neðan
við 100 m dýpi.
Eignarrétti á islenskum
náttUruauðæfum, landi og land-
grunni skal að öðru leyti skipað
með lögum. Tryggja ber lands-
mönnum öllum rétt-til eðlilegrar ,
umgengni og Utivistar i landinu.
Við eignarnám á landi, i þéttbýli
sem dreifbýli, skal almennt ekki
taka tillit til verðhækkunar, sem
stafar af uppbyggingu þétt-
býlissvæða i næsta nágrenni,
opinberum framkvæmdum eða
öðrum ytri aðstæðum hafa óveru-
leg áhrif til verðhækkunar.
Með þeim takmörkunum, sem
hér greinir, skal við það miða, að
bændur haldi eignarrétti á jörð-
um sinum, beitirétti i óbyggðum
og öðrum þeim hlunnindum I
heimalöndum og utan þeirra, sem
fylgt hafa islenskum bUskapar-
háttum á liðnum öldum."