Þjóðviljinn - 17.06.1978, Page 14

Þjóðviljinn - 17.06.1978, Page 14
.1*4 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN!Laugardagur 17. júni 1978 10 ÁR frá sögulegum forsetakosningum Það er ein af þverstæð- unum í pólitísku líf i islend- inga/ að kannski hafa eng- ar kosningar vakið annan eins áhuga og tvennar for- setakosningar. Fyrst árið 1952 — og þó einkum 1968. þegar þeir buðu sig fram Gunnar Thoroddsen, þá- verandi sendiherra, og Kristján Eldjárn, þá þjóð- minjavörður. Þetta var fyrir réttum tiu árum, kos- ið var sunnudaginn 30. júní. Gífurlegur áhugi Við getum nefnt fleiri en eitt dæmi sem sýna þennan mikla áhuga. Kjörsókn var91%(83,7% kusu hér i sögulegum borgar- stjórnarkosningum nýafstöðn- um). Forsetaefnin og stuðnings- menn þeirra héldu marga fundi um allt land, og dagblöðum frá þessum tima ber saman um að þeir hafi verið mjög fjölsóttir. Kosningabaráttunni lauk með tveim fundum i Laugardalshöll- inni og Timinn gat skýrt frá þvi á kjördag, að daginn áður hefðu stuðningsmenn Kristjáns Eldjárns haldið fjölmennasta fund sem hingað til hefði verið haldinn á Islandi — i Laugardals- höll (og að henni) hefðu komið 10—12 þúsundir manna. Þetta er allt þeim mun fróð- legra sem allir vita, að forseti Islands er ekki valdamikill, það mun ekki hafa áhrif á efnahag raanna, hvorki laun né lánakjör né samneyslu, hver sest i virð- ingarstól aö Bessastööum. Engu að siður urðu þessar kosningar aö stórmáli i vitund fólks, eins og dæmin sanna. Stilltir fiölmiðlar Kosningabaráttan var einnig mjög sérstæð. Það hafði gerst árið 1952, að flokkslinur höfðu nokkuö riðlast vegna forseta- kjörs, en engu að siður fundu stjórnmálafiokkar hjá sér þörf til að gefa út meðmæli frá sér — stjórnarflokkarnir sem þá voru, Sjálfstæðisflokkur og Fram- sóknarflokkur, lýstu t.d. báðir stuðningi við sr. Bjarna Jónsson — sem tapaði fyrir Asgeiri Asgeirssyni eins og menn muna. En 1968 gerðist það, að stjórn- málaflokkarnir lýstu þvi yfir, að þeir mundu ekki hafa afskipt af forsetakosningunum „sem slik- ir”. Dagblöðin ákváðu lika að gæta hlutleysis: Þau birtu frétta- tilkynningar um kosningafundi, og þegar myndir voru af þeim birtar þá voru það1 alltaf myndir sem teknar voru frá sem hagstæðustu sjónarhorni fyrir fundarboöendur. Lesendabréf sem mæltu með Gunnari eða Kristjáni voru ekki birt; I einum ritstjórnardálki Timans er það sérstaklega tekið fram að ekki þýði að senda slikar ritsmiöar inn. Morgu^blaðið sýnir lit Hlutleysið var nokkuð vel hald- ið, þótt greina mætti vissa Kristjánsslagsiðu bæði I Timan- um og Þjóðviljanum. Aðalfrá- vikið frá þessu „drengskapar- samkomulagi” var leiðari i Morgunblaöinu sunnudaginn siðasta fyrir kosningar, 23 júni. Þar segir á þá leið, að það hafi Þegar valdakerfið fór úr skorðum... verið „hyggilegt” af stjórnmála- flokkunum að ákveða, að þeir „sem slikir” hafi ekki afskipti af forsetakosningum. En svo kom nokkuð sérstæð formúla: „Morgunblaðið er gefið út af sjálfstæðu fyrirtæki, og þótt það styðji Sjálfstæðisflokkinn ein- dregið, er þvi i sjálfsvald sett að taka afstöðu til frambjóöend- anna. Blaðið hefur ákveðið að lýsa fyllsta stuðningi við Gunnar Thoroddsen i kosningunum og tel- ur sér það rétt og skylt, vegna þekkingar hans og mannkosta”. Þetta var á dögum viðreisnar- stjórnar Sjálfstæðisflokks og Alþýöuflokks. Þegar svo Kristján Eldjárn sigraði i kosningum með miklum yfirburðum, með 65.6% gildra atkvæöa gegn 34.4% Gunn- ars, þá gat ekki farið hjá þvi að mikið væri lagt út af stuðnings- yfirlýsingu Morgunblaðsins — sem allir ráðherrar Sjálfstæðis- flokksins höfðu reyndar tekið undir. Menn töldu að þau merku tiðindi hefðu gerst, að stuðnings- yfirlýsing stórvelda (ráðherra, langstærsta blaðsins) hefði jafn- vel skaðað frambjóðanda þeirra fremur en hitt. Og kosningarnar voru túlkaðar sem vantraust á stjórnina öðrum þræði — eins og siðar veröur að vikið. En meðan dagblöðin þögðu að mestu fór kosningabarátta fram i blöðum stuðningsmanna forseta- efnanna. Hún var einnig mjög sérstæö: með þvi aö báðir hópar þurftu að skirskota til sem flestra skoðanahópa fengum við I skrif- um þessara blaða kannski i fyrsta sinn i sögu pólitiskrar baráttu á tslandi mjög skýr dæmi um það sem Bandarikjamenn kalla „image-building” — það er fyrst og fremst haldið aö kjósendum ákveönum persónulegum einkennum, framgöngu og afrek- um — sem um leið hafa meira eða minna dulbúna pólitiska skirskot- un. Hinir mætustu menn Algengt þema I skrifum Þjóðkjörs (blað Gunnarsmanna) og 30. júní (Kristjánsmenn) var það, að eiginlega væru frambjóð- endur báðir hinir ágætustu menn, þótt stundum væri það lof nokkru galli blandið þegar „hinn” átti i hlut. Það er happ að mega velja á milli svo mætra manna, segir á einum stað. En siðan komu hinar mismunandi áherslur. Það var ekki hvaö sist persónulýsing Gunnars Thoroddsens sem var mjög tilfinningasemi hlaðin. Hann var vel ættaður, gáfaöur, margreyndur og átti stórglæsi- lega konu — stundum tóku þessar formúlur aðdáendanna á sig nokkuð spaugilegan danskan vikublaðablæ með skrýtnum til- vitnunum i útlit og yfirbragð Gunnars og konu hans við danska krýningarhátið. S'tuðningsmenn Kristjáns héldu aftur á móti fram ágætum kostum fræðimanns og rithöfundar, þeir minntu á kunnáttu hans I þjóö- legri skáldskapariþrótt, þá minntu þeir og á að hann væri af alþýðufólki kominn og trúr upp- runa sinum i lifi og háttum. Að þvi er varðar neikvæðan hluta hinna persónulegu þátta barátt- unnar, þá áttu talsmenn Gunnars Thoroddsens bersýnilega fullt I fangi með að reyna að berja niöur þaö viðhorf, að það væri einskon- ar erfðahylling en ekki kosning,ef tengdasonur Asgeirs Asgeirsson- ar tæki við á Bessastöðum, og svo það, að Gunnar væri liklegur til að viðhafa ýmislega kóngatil- burði sem illa færu islensku for- setaembætti. Voru Gunnarsmenn þá ekki sist að beina spjótum sin- um að áhrifamiklum Sjálfstæðis- manni I röðum stuðningsmanna Kristjáns Eldjárns, Pétri Benediktssyni þingmanni og bróður forsætisráðherra. Pétur átti það til að skopast meinlega að persónudýrkuninni kringum Gunnar, eins og þegar hann segir á einum fundi um sjónvarpsþátt Gunnarsmanna: „1 upphafi skap- aði guö himin- og jörö en fórst það ekki alltof vel úr hendi, en til allrar hamingju kom Gunnar Thoroddssen og lagfæröi þó a.m.k. Reykjavik og kristnaöi hana á eftir”. Grýlur tvær Sem fyrr segir reyndu hóparnir að ná einhverri fótfestu I sem flestum pólitiskum straumum. Engu að siður varð það höfuðúr- ræði Gunnarsmanna að reyna að gera Kristján Eldjárn tortryggi- legan vegna þess að hann hefði verið Þjóðvarnarmaður og þar með „I meira en 20 ár verið ákveðinn baráttumaður I hópi þess minnihluta sem er á móti öll- um meginatriðum þeirrar utan- rikisstefnu sem 80% þjóöarinnar fylgir”. (leiðari i Þjóðkjöri). Hér eftir fóru ýmsar dylgjur um að Kristjáni Eldjárn væri ékfci að treysta, hann mundi kannski laumast með landið úr Nató fyrr en varði — Bjarni Benediktsson likti þvi I einni ræðu við að kaupa köttinn I sekknum að kjósa Kristján. Nokkrar rokur voru og reknar upp út af þvi, að Kristján hefði skrifað undir ávarp sextiu- menninga gegn kanasjónvarpinu og þar með haft af alþýðu góða skemmtun. En það var eitt merkilegt einkenni þessara kosn- inga að bæði Natóvináttan og kanasjónvarpið urðu ekki tromp heldur lághundar á hendi þeirra sem reyndu að spila úr spilum Gunnars. Meginstefið En algengasta stefið i annars fremur kurteislegum skeytasend- ingum milli stuöningsmannahóp- anna var andstæöan: hinn æfði stjórnmálamaður gegn menntamanni utan flokkaátaka. Talsmenn Gunnars þreyttust ekki á að brýna það fyrir mönnum, að hann „þaulþekkir stjórnmál samtiðarinnar” og hefði firna- mikla stjórnsýslureynslu og diplómatíska reynslu sem fyrrum borgarstjóri, ráðherra og sendi- herra. Að sama skapi var það talið Kristjáni i óhag, aö hann hefði farið á mis við allt þetta — gæti jafnvel framið afglöp ein- hver þess vegna. Kristjánsmenn höfðu það hins vegar sem sitt aðaltromp, að ágætur fulltrúi „hins farsælasta og heilbrigðasta i islenskri menningu” væri miklu betur til þess fallinn að vera ein- ingartákn þjóðarinnar en at- vinnustjórnmálamaður. Þegar rætt var um „nýjan og ferskan anda” sem fylgdi framboði Kristjáns var það einatt sett i samband við það að hann hefði ekki staöið i flokkspólitisku vafstri. A forsiðu 30. júnl á kjör- dag segir Ragnar i Smára berum orðum: „Það er kosið á milli full- trúa stjórnmálamanna og full- trúa þjóðarinnar”. Þarna var bersýnilega komin upp staða sem nýstárleg var, og menn lögðu siðan út af — hver með sinum hætti. „Dauðir sem leiðtogar” Sem fyrr segir höfðu dagblöðin reynt að gæta pólitiskrar þagnar fyrir þessar kosningar. Þegar úr- slit voru fengin, fengu þau málið aftur eins og vænta mátti. Hin flokkspólitiska útlegging var mjög á tvo vegu. Stjórnarand- stöðublöðin, Timinn og Þjóðvilj- inn, gerðu sér mat úr þvi, aö fjór- ir ráðherrar Sjálfstæðisflokksins og svo Eggert Þorsteinsson, einn af ráðherrum Alþýðuflokks, og við hlið hans Benedikt Gröndal, hefðu gengið fram fyrir skjöldu og barist fyrir Gunnar Thorodd- sen. Þvi væru úrslitin meðal annars vantraustyfirlýsing á þá. 1 Menn og málefni i Timanum þann 7. júli Pólitísk nauðhyggja beið mikinn hnekki

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.