Þjóðviljinn - 08.10.1978, Síða 8

Þjóðviljinn - 08.10.1978, Síða 8
8 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 8. oktdber 1»78 _ MT 1 Arni k- 1 Bergmann skrifar SJÓNARSPIL Er uppselt? Nei ekki er það nú alveg. Hins vegar hefur eign- um stórlega fækkað á öluskrá okkar vegna mikillar eftirspurnar að undanförnu. Við höf um m.a. ákveðna kaupendur að eftirtöld- um eignum. íbúðir i Breiðholtshverfi óskast Höfum kaupendur að 2ja, 3ja og 4ra herb. ibúðum i Breið- holti. í sumum tilvikum þurfa ibúðirnar ekki að rýmast fyrr en eftir eitt ár. íbúðir i Vesturborginni óskast Höfum kaupendur að 2ja, 3ja, fra herb. fbúðum i Vestur- borginni. 2ja herb. ibúð óskast Ilöfum góðan kaupanda að 2ja herb. ibúð á hæð. Jarðhæð óskast Höfum kaupanda að 3ja herb. kj. eða jarðhæð t.d. i Vestur- borginni. Útb. 11 millj. 5 herb. hæð óskast Höfum verið beðnir að útvega 5 herb. ibúð á hæð i Reykjavík. Sérhæð eða raðhús óskast Höfum kaupanda að góðri sér- hæð eða raðhúsi i Austurborg- inni. Há útb. i boði. Einbýlishús í Reykjavík óskast Höfum kaupanda að 200-300 ferm. einbýlishúsi i Reykja- vik. Þarf ekki að losna strax. Útb. a.m.k. 30 millj. Gamalt hús óskast Höfum verið beðnir að útvega eldra einbýlishús sem má þarfnast standsetningar. Raðhús óskast Höfum fjársterkan kaupanda að raöhúsi á Seltjarnarnesi Raðhús i Fossvogi óskast Höfum kaupanda að raðhúsi i Fossvogi. Skipti á 4ra herb. ibúð i sama hverfi kæmi vel til greina. Höfum kaupanda að raðhúsi i Norðurbænum i Hafnarfirði. Höfum kaupanda að einbýlishúsi í Garðabæ. Góð útb. í boði. Skipti Einbýlishús i smáibúðahverfi óskast i skiptum fyrir 5^herb. íbúð i Háaleitishverfi. Skipti Einbýlishús á Seltjarnarnesi óskast i skiptum fyrir sérhæð i Vesturborginni. Góð milligjöf i pen. Verzlunarpláss óskast Höfum kaupanda að 40-80 ferm. verzlunarplássi sem næst miðborginni. Jörð óskast Félagasamtök hafa bið okkur að útvega jörð. Mætti vera 1-3 klst. akstur frá Reykjavík. Góð útb. i boði. Skoðum og metum sam- dægurs. Allar frekari upplýsingar á morgun og næstu daga. EKntvniÐLunin VONARSTRÆT112 slmi 27711 Söiust}ött Swerrir Krtetinssan Slgurðor Ótesosbrl. Leiklistarskrif Hvergi i heiminum leggja dagblöð eins mikið pláss undir leiklist og á íslandi, hvort sem er til kynningar eða umsagnar. Og leiklistarmál eru líka eitt af því sem menn eru tilbúnir til að lenda í rit- deilum út af eins og verð- bólgunni eða sterkum bjór. Lesendur Þjóðviljans hafa verið minntir á þessa staðreynd nýlega, þegar nýr leiklistar- rýnir gerði röggsamlega grein fýrir þvi hvað hann treysti sér til að lesa i siðasta leiktexta Jökuls Jakobssonar og svo þeirri skoðun sinni, að Þjóðleik- húsmenn hefðu spillt mögu- legum árangri með þvi að fara aðrar leiðir i uppfærsl , sinni á leikritinu. Fyrir þetta iákk Jón Valur ákúrur fyrir vont innræti og þarf það ekki að koma á óvart, allra sist gömlum hundi á dagblaði. Þvi miður hefi ég alltof sjaidan heyrt annað frá leikhúsmönnum i ádrepu þeirra á leiklistarrýna en að helst kjósi þeir, að blöðin láti sér nægja að hafa uppi almenn fagnaðarlæti yfir þvi, að það skuli margt og mikið vera leikið i landinu. Sú ósk virðist ráða furðu miklu um tal manna, þótt vitaskuld megi og heyra aðrar raddir og skyn- samlegri öðru hvoru. Uppáþrengjandi áróður Hitt er svo rétt, að leiklistar- rýni i blöðum verður öðru hvoru svo undarleg að manni liggur við að stansa. Baldur Hermannsson skrifar til að mynda langa grein i Dagblaðið nú i vikunni um upptöku sjón- varpsins á Skollaleik Alþýðu- leikhússins. Baldur tekur sér fyrir hendur mjög einkennilegt verkefni. Annarsvegar lofar hann leikara Alþýðuleikhússins fyrir frábæra framgöngu og kvartar yfir þvi, að þeir hafi ekki fengið opinberan stuðning vegna fordóma ráðamanna gegri pólitiskum skoðunum hópsins. („Leikararnir munu vera kommúnistar i fristundum sinum og þess vegna fóru þeir á mis við opinberan stuðning”). En eftir að Baldur hefur með ofangreindum athugasemdum eins og baktryggt sig fyrir ásök- unum um pólitiskt ofstæki, tekur hann sig til og sal'.ar niður leikritið fyrir það sem hann kallar „uppáþrengjandi áróður sem truflar atburðarásina á sviðinu og samband áhorf- andans við verkið”. Það sem fer einkum i taugarnar á greinar- höfundi eru þau Lassi og Matt- hildur. Um þau segir hann á þessa leið: Billy' Graham „Boðskapur verksins er sýni- lega á þá lund, að sakleysingj- arnir þýsku séu fulltrúar kommúnisma og mannelsku, eins konar Evrópu- kommúnisma á sautjándu öld. Friðlan Matthildur er runnin upp i öreigastétt, en piltgufan Lassi gæti verið fulltrúi þeirra ungmenna úr auðvaldsstétt, sem leggjast i félagsvisindi og snúast þar af leiðandi til fylgis við Lúðvik Jósepsson og Evrópukommúnismann. Þor- leifur Kortsson er aftur á móti vondi kallinn, holdtekja þeirra afla sem öllu ráða i Morgun- blaðshöllinni, CIA og Pentagon og er einlægt að svekkja góðu og hjálpsömu Evrópu-kommana og gera þeim ýmislegt til miska” / Ur mismunandi efni Það er i sjálfu sér ekki nema skemmtilegt að menn láti texta fara svo i taugarnar á sér að þeir oftúlka eins og hundrað manns og gleyma jafn sjálf- sögðum hlut og þeim, að galdra- della Þorleifs Kortssonar á sér mjög margvislegar hliðstæður á okkar öld. En hitt er svo ekki nema rétt, að Þorleifur Korts- son er skemmtilegri persóna frá hendi höfundar heldur en ung- mennin ágætu, og sama má reyndar segja bæði um biskup og lögmann. Astæðan er að minu viti ekki sú, að nútimalegt tal („talar eins og heilaþveginn stúdent nýskriðinn úr róttæklinga- hreiðri vestur i bæ”) er lagt i munn þeirra Lassa og Matthildar. Ekki heldur sú, að Böðvar er með þeim að lýsa „jákvæðum” persónum i grimmdarheimi — þótt vel getum við viðurkennt að það verkefni er alltaf erfitt. Biskupinn og lögmaður eru til að mynda „jákvæðar” persónur einnig og einkar vinsamlegir ungmennunum þýsku. Það sem stendur Matthildi og Lassa fyrir þrifum i sýningunni er að minu viti það að þau eru gerð úr öðru efni en aðrar persónur og þá leiknar öðru visi — þau eru „venjulegt” fólk, allar aðrar persónur staðfestast i vitund okkar i mögnuðum og út- smognum ýkjustllleikflokksins. Það er mjög djarft að reyna að sameina á einni sýningu persónur, sem i leiksmiðjunni verða til úr svo óliku hráefni og elskendurnir ungu og allir hinir, og vart hægt að búast við þvi að dæmið gangi upp til fulls. í þvi efni verður höfundur textans ekki sakaður um pólitiskar timaskekkjur xiðru fremur — hann hefur einmitt gert margt vel i að láta 17. öld og sam- timann tengjast saman, heldur vararhann sig ekki nógsamlega á vissum hættum sem lengi hafa fylgt þvi að gera son eða dóttur alþýðunnar að flekklausum ber- anda allra dyggða i spilltum heimi. Sú óvarkárni er ekki runnin undan rifjum nýlegs kommúnisma eins og Baldur Hermannsson virðist halda, heldur er hér um nokkurra alda gamalt fyrirbæri að ræða, sem hver maður má minnast bæði úr klassiskum gamanleikjum og úr verkum frumherja ensku skáld- sögunnar. Vel æfðar sýningar En þessa dagana hefur fleira verið leiklist og sjónarspil en það sem sést á fjölunum eða af skerminum. Billy Graham er i bænum að visu ekki i eigin persónu heldur á myndsegul- bandi; samkomur þar sem Grahamsspólum er snúið hafa verið fjölsóttar. Nú i vikunni mátti sjá hér i blaðinu greinargóða lýsingu á samkomu af þessu tagi og svo á áleitnum leik Billy Grahams að ótta manna við refsingar guðs og við dauðann. Um þennan farandprédikara hefur margt verið skrifað, meðal annars setti sænskur maður, Sigbert Axelsson, saman fróðlega bók um herferð Billy Grahams i Gautaborg i fyrra. Hann hefur skoðað aðferðir hans mjög ræki- lega og lýsir þvi, hvernig með þeim sé reynt að láta mjög útspekúlerað fundaform lita út fyrir að ráðast á staðnum af innblæstri og skyndihrifningu. Hinn amríski draumur Einna algéngast er að fyrir- bærið Billy Graham sé gagn- rýndur fyrir skyldleika við aug- lýsingaskrum og annan sölu- mennskugauragang, eða þá fyrir ofstopa i boðskap. Fróðir menn hafa á það bent, að það sé i raun miklu merkilegast við Billy Graham hve auðvelt hann á með að laga sig að aðstæðum. Þegar allt kemur til alls hugsar hann eins og Meðaljóninn i bandariskri millistétt. Hann gætir sin vel á að fara aldrei svo neinu nemi út fyrir hans hugar- heim og viðhorf. Þegar Meðal- jóninn er á vaidi kalda striðsins er Billy Graham það lika. Billy lætur mjög sjá sig i fylgd forseta og tignarmanna, sem allir Meðaljónar vilja sitja til borðs með — en hann gagnrýnir ekki valdamenn. Þegar hann heldur að Meðaljóninn vilji innleiða dauðarefsingu aftur þá forðast hann að taka afstöðu i málinu. Billy Graham getur skrúfað sig upp I striða tóna i prédikun sinni um synd og náð — en I raun er öll hans aðferð við það miðuð, að Meðaljóninn geti kastað sér i laug hefðbundins vakninga- kristindóms án þess að hverfa frá kjötkötlunum eða breyta svo nokkru nemi lifsstil velmegandi smáborgara. Billy Graham er eitt tilbrigði við það sem kallaið hefur verið hinn amriski draumur — enda lét hann óspart að þvi liggja, a.m.k. hér áður fyrr, að það væri alveg sérstakt samband milli guðs rikis og Bandarikja Ameriku. Arni Bergmann. | SUINHMUPAGSPISTILL

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.