Þjóðviljinn - 08.10.1978, Qupperneq 17

Þjóðviljinn - 08.10.1978, Qupperneq 17
Sunnudagur 8. oktdber 1978 ÞJOÐVILJINN — StÐA 17 Mánudagsmyndir á næstunni Ingibjörg Haralds- dóttir skrifar um kvikmyndir Mánudagsmynd Há- skólabíós um þessar mundir er eftir Spánverj- ann Luis Bunuel og heitir ,,Belle de jour" eða Fegurð dagsins. Því miður tókst ritara þessarar síðu ekki að komast i bíó á mánu- daginn var, en tekst það væntanlega á morgun. Það þarf Itklega ekkert að útlista það fyrir lesendum hver BuHuel er; hann er einn fremsti kvikmynda- snillingur okkar tíma og höfundur margra mynda sem markað hafa tímamót fjallar um engilfagra unga konu sem finnur hjásér hvöttil aö selja sig gestum og gangandi meðan maðurinn hennar er i vinnunni. Ég hef þaö fyrir satt að aðsókn hafi verið mjög göð s.l: mánudag og einnig að ef framhald verður á þvi muni Friðfinnur jafnvel sýna myndina oftar en þessa þrjá mánudaga. Næsta mánudagsmynd verður svo væntanlega Le Milieu du mondeeftirSvisslendinginn Alain Tanner. Sú mynd er reyndar á dagskrá Fjalakattarins i dag. Stundum dettur manni sisona i hug að þessir tveir aðilar sem bera þaðvið að sýna okkur góðar kvikmyndir hér i höfuðborginni mættu að skaðlausu hafa meö sér nánara samband. Cr mynd Truffauts. „Vasapeningar”. í kvikmyndasögunni. Nægirþar að nefna'Anda- lúsíuhundinn, Viridiana, Engil dauðans. Buiiuel á rætur sinar að rekja til súrrealismans. Hann hóf feril sinn með þvi að framleiða Anda- lúsiuhundinn i samvinnu við Salvador Dali. Myndina kölluðu þeir „örvæntingarfulla, ástriöu- fulla morðhvatningu” og hneyksluðu þá margan góðborgarann. Siðan eru liðin 50 ár og enn er Bunuel svarinn and- stæöingur borgarastéttarinnar. En timarnir breytast, og nú vilja sumir gagnrýnendur halda þvi fram að borgarastéttin sé farin aö hafa gaman af Bunuel. „Belle de jour’ ’ er einmitt oft nefnd sem hin fyrsta af myndum hans sem kom- ið hafa góðborgurunum i gott skap. Hún er frá árinu 1967, og „Le milieu du monde” eða Miðja heimsins er gerð 1974. Höfundurinn, Tanner, er einn þeirra svissnesku kvikmynda- stjóra sem þótt hafa athyglis- verðir á siöari árum. Hann er einnig höfundur myndarinnar „Jónas sem verður 25 ára árið 2000”, sem hefur vakið mikla hrifningu hvarvetna. Eitt heista viðfangsefni Tanners er sam- tengingstjórnmála ogeinkalifs — vandamál sem virðist einkum hugleikið þeirri kynslóð Evrópu- manna sem kennd er viö 1968. Af öðrum mánudagsmyndum sem væntanlegar eru innan tiðar má nefna „Vasapeninga” eftir Francois Truffaut, „Thc Twist” eftir Claude Chabrol og „Mean Streets” eftir Martin Scorsese. „Vasapeningar” (L’argent de poche) er framleidd árið 1975. Truffautskrifaði handritið sjálfur i samvinnu við konu að nafni Suzanne Schiffman. Hann hefur sagt að meö þessari myndi hafi • Blikkiðjan Ásgaröi 7, Garðabæ önnumst þakrennusmiði og uppsetningu — ennfremur hverskonar blikksmíði. Gerum föst verðtilboð SIMI 53468 Auglýsið í Þjóðviljanum Ofbeldi er snar þáttur i lífi New York-búa, og einnig í myndinni „Mean Streets”. þau viljað laða fram hlátur, en ekki á kostnað barna eða full- orðinna, heldur hafi þau viljað hlæja með áhorfendum. Myndin fjallar um bernskuna. Truffaut hefuroft verið mjögpersónulegur i myndum sinum, sagt frá eigin lifi, bernsku sinni (t.d. i fyrstu mynd sinni, „400 högg”) og sokkabandsárum („Stolnir koss- ar”).Nú ereinsoghannsnúi aftur til þessara liönu tima, en i þetta sinn segirhann ekki söguna útfrá sjónarhorni barnsins, heldur er hann fullorðinn maður aö rifja upp bernskuminningar sínar, og sér atburðina i ljósi seinni reynslu. Myndin hefur hvarvetna fengiö mjög góða dóma, þótt ekki sé hún talin beinlinis timamóta- markandi. Söguhetjurnar eru 12—13 ára skólakrakkar og grein- ir myndin frá ýmsum atburðum i lifi þeirra, skoplegum, sorglegum og allt þar á milli. Um Chabrol-myndina „The Twist” veit ég þvi miður alls ekki neitt, en „Mean Streets ” er þriðja mynd Martins Scorsese, þess er gerði Leigubilstjórann (Taxi Driver) og „New York, New York”.Mean Streets er eldri en þessar tvær, gerð 1973. Ari slðar gerði hann myndina „Alice býr hér ekki lengur” með Ellen Burstyn i aðalhlutverki, og hefur sú mynd farið viða og vakið mjög mikla athygli. Persónulega hefði ég nú fremur kosið að sjá hana en „Mean Streets”. Sú siðarnefnda fjallar um italska smáglæpona i New York. Robert de Niroleikur aðalhlutverkið, einsog i Taxi Driver. Gagnrýnendur vilja halda þvi fram að Scorsese sé af- ar sannferðugur i umhverfislýs- ingum sinum, enda sé hann aö lýsa þvi sem hann þekkti manna best: hverfinu Little Italy i austurhluta New York, hverfi itölsku innflytjendanna, þar sem hann er alinn upp. Þar þykjast smákallarnir vera miklir menn, en samanburður við hina raun- verulegu Mafiuforingja og guð- feður er þeim ekki i hag. Þetta er semsé það sem Háskólabió verður meö á mánu- dagssýningum næstu mánuðina. brosið

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.