Þjóðviljinn - 18.02.1979, Side 2
2 StÐA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 18. febrúar 1979
Umræ&urnar um leikritagerb
islenska sjónvarpsins i Vöku i
miövikudaginn var vöktu senni-
lega fleiri spurningar en þar var
svaraö. Ýmislegt kom fram i
þættinum sem vert væri aö gefa
nánari gaum. 1 sjálfu sér er þaö
merk nýjung og þakkarverö, aö
sjónvarpiö skuli nú loks rjúfa
þann þagnarmúr sem þaö hefur
reist um starfsemi sina — ég
minnist þess a.m.k. ekki aö þaö
hafi gerst áöur aö stofnunin hafi
tekiö starfsemi sina til umræöu
á þennan hátt.
Vissulega var snúist i kring-
um heita grautinn og stundum
einblint á hluti sem ekki veröa
taldir til aöalatriöa, en allt um
þaö voru þarna viöraðar hug-
myndir sem löngu er timabært
að séu ræddar. Ég hef ekki i
hyggju að rekja hér þessar um-
ræöur eöa tina til þaö sem hver
einstakur þátttakandi haföi til
málanna aö leggja, heldur mun
ég fjalla litilsháttar um þær
spurningar sem umræöurnar
vöktu hjá mér, og sem ég vona
aö vaknaö hafi viöar.
Gömul bemska
Islenska sjónvarpiö er ung
stofnun, og hingaötil hefur þvi
fyrirgefist margt af þeirri
ástæöu. Menn hafa sagt: sjón-
varpið er enn á bernskuskeiöi,
þetta lagast meö timanum, meö
reynslunni.
En þaö er talsvert alvarlegt
mál ef satt er sem fram kom i
Vöku, aö þessi unga stofnun sé
stöönuö i föstum og vondum
hefðum, aö þar séu tiökuö
vinnubrögö sem minna meira á
elli og þreytu en bernskuskeiöiö
margumrædda. Til þess aö fá
skýringar á þessu veröur lik-
lega aö leita aftur i timann, til
upphafs sjónvarpsreksturs á ís-
landi og athuga hvernig staðiö
var aö undirbúningi þessa
reksturs. Hér og nú veröur ekki
kafaö djúpt i þá sögu, enda hef
ég ekki aðstöðu til þess, og mál-
iö þar aö auki viökvæmt vegna
þess aö svo skammt er liöiö og
þeir sem nú starfa viö sjónvarp-
iö hafa margir starfaö þar frá
upphafi.
Eitt af þvi sem hvaö mesta
furöu vekur I sambandi viö upp-
haf sjónvarps á tslandi er, aö
ekki skyldi leitað til menntaöra
kvikmyndageröarmanna, sem
þá þegar voru nokkrir i landinu,
heldur var tekiö það ráö aö
senda nokkra menn sem ekki
höföu áöur fengiö nasasjón af
bransanum á stutt námskeið er-
lendis og láta þá sjá um alla inn-
lenda framleiöslu þegar heim
kom. Yfirmennirnir voru svo
auövitaö ráönir meö þeim póli-
tisku hrossakaupsaöferöum
sem tiökast i okkar sérkenni-
lega þjóöfélagi.
Þetta fyrirkomulag bauö upp
á það ástand sem rikt hefur siö-
an: sjónvarpiöhefur veriö lokuö
stofnun, sem hefur breitt væng-
ina yfir ungana sina og stuggaö
flestum öðrum burt. Hvaö eftir
annaö hafa menn komiö heim
frá löngu námi I kvikmyndagerð
og sótt um vinnu hjá sjónvarp-
inu en veriö synjað. Þaö er engu
likara en þeir sem ráöiö hafa
feröinni þar hafi verið og séu
hræddir við aö ráöa til starfa
fólk sem hugsanlega mundi
koma meö nýjar hugmyndir og
búa yfir meiri þekkingu og
kunnáttu en vernduðu ungarnir
sem fyrir eru.
Vitanlega eru til undantekn-
ingar á þessari reglu einsog öör-
um, en þær breyta ekki megin-
stefnunni.
Blekkingaraöferöir leikhússins eru aörar en gilda i sjónvarpi eöa kvikmynd. 1 Svörtum sólargeisla
fengum viö t.d. aldreiaö sjá barniö sem allt sneristum. Þaögetur gengiö I leikhúsi, en kvikmyndaform-
iö gerir aörar kröfur.
Er sjónvarpið leik-
hús eða kvikmynd?
eða hvorugt?
gramsa í og leita að rótum og
uppruna. Viö sitjum gapandi og
reynum aö imynda okkur aö sá
framandlegi heimur sem birtist
okkur á hvita tjaldinu — og siö-
ar á skjánum — sé okkar eiginn
veruleiki. Kvikmyndavélin er
eitt mesta blekkingatól sem
maöurinn hefur fundiö upp fyrr
eða siöar. Hér mætti ef til vill
skjóta inn nýlegu dæmi þessu
til sönnunar: Háskólabió sýnir
nú kvikmyndina Grease, eitt-
hvert mesta kassastykki ver-
aldarsögunnar. Þar eru þrítugir
leikarar í þykjustuleik og þykj-
ast vera unglingar I mennta-
skóla. Þeir syngja og dansa frá
varp. íslenska sjónvarpið dundi
semsé yfir okkur áöur en inn-
lend kvikmyndagerö varö aö
viðurkenndum þætti i menning-
arlífi okkar. Þaö hlaut því aö
byggja á aðfluttu efni fyrst og
fremst. Nú mega menn ekki
halda aö ég sé á móti erlendu
sjónvarpsefni yfirleitt. Vita-
skuld hlýtur sjónvarpiö aö sýna
okkur erlendar kvikmyndir og
sjónvarpsefni af öllu tagi. Meö
þvi ætti sjóndeildarhringur
áhorfenda aö vikka og þaö væri
beinllnis skaölegt aö einblina
stööugt á eigin nafla og sjá ekk-
ert út fyrir túniö heima.
Innlend framleiösla þarf þó aö
vera veigamikill þáttur af dag-
skránni. Ef vel ætti aö vera
þyrfti hún aö vega nokkurnveg-
leidd frá 5 og upp 111 sjónvarps-
leikrit á ári. Þaö er engin tilvilj-
un aö talaö er um leikrit fremur
en sjónvarpskvikmyndir. Eins-
og áöur sagöi var ekki fyrir
hendi nein kvikmyndahefö sem
hægt var aö gripa til þegar Is-
lenska sjónvarpiö var sett á
laggirnar. Hinsvegar á íeikhús-
heföin nokkuö langa sögu á Is-
landi, og því kannski ekki nema
eðlilegt aö þangaö væri leitaö.
Islensku sjónvarpsleikritin
hafa flest verið lltiö annaö en
sjónvarpað leikhús. Leikhúsfólk
hefur yfirleitt verið skrifaö fyrir
hinni „listrænu” hliö þeirra, og
sjónvarpiö lagöi til „tæknilegu”
hliöina. Þessu tvennu hefur ver-
ið haldiö rækilega aöskildu.
Þannig hefur sjónvarpiö oröiö
Skólaferö Agústs Guömundssonar er eitt af fáum sjónvarpsleikritum þar sem sjónvarpsformiö var nýtt
i staö þess aö fylgja leikregium leikhússins.
morgni til kvölds og lifa i
TT » • ✓ ____o skrautlegum diskódrauma-
Hvaö er Sjonvarp . heimi, i þægilegri fjarlægö frá
J A öllum veruleika. Islenskir ungl-
Enhvaöersjónvarp? Hvernig
varö þaö til, og hvert er eðli
þess?
Sjónvarpiö varö til I löndum
þar sem kvikmyndagerö var
háþróuö. Þar var þaö aöeins
nýtt skref I langri og samfelldri
þróunarsögu. Hér á landi dundi
þaö hinsvegar yfir einsog
skrattinn úr sauöarleggnum,
rétt einsog kvikmyndirnar
geröu á sinum tima. I báöum til-
vikum erum viö óvirkir þolend-
ur — eöa neytendur — erlendrar
framleiöslu. Viö höfum enga
tanga þróunarsögu til aö
ingar þyrpast i bló og hrlfast
auövitaö af þessari skrautsýn-
ingu, sem eölilegt er. En þeir
gera meira. Þeir fullyröa aö
svona sé þetta I raun og veru,
lika I skólanum hjá þeim. Innlif-
unin i myndina veröur svo
sterk, aö áhorfendum finnst
sem þeir eigi þarna heima.
Þetta er hreint ekkert nýtt,
svona hefur þetta alltaf veriö og
á þessu byggir afþreyingariön-
aöurinn, sem Grease er dæmi-
geröur fulltrúi fyrir.
En viö vorum aö tala um sjón-
inn jafnþungt á vogarskálinni
og hiö erlenda. Einsog allir vita
er þó mjög langt frá aö svo sé,
og ástæöurnar jafnan raktar til
peningaskorts, sem er vafalaust
satt.
Jón Þórarinsson upplýsti i dö-
urnefndum umræöum aö á siö-
ustu árum heföu veriö fram-
Ingibjörg Haraldsdóttir skrifar
aö einskonar hækju fyrir leik-
húsiö, hjálpartæki til aö koma
leikritinu til fleiri áhorfenda en
rúmast á einni sýningu I venju-
legu leikhúsi.
Þetta listform, sjónvarpaö
leikhús, á vafalaust fullan rétt á
sér sem slikt. Þetta er ekki
skapandi listform, heldur túlk-
andi. Þaö sem hefur algjörlega
vantaö og sést hvergi i sjónmáli
er aö sjónvarpið sjálft sé notaö
sem skapandi listform. Sjón-
varp er i eöli sinu einhversstað-
ar á milli kvikmyndar og leik-
húss, en þó öllu nær kvikmynd-
inni. Kvikmyndin sem sllk
býöur upp á miklu meiri mögu-
leika en sjónvarpiö, vegna þess
aö kvikmyndir eru sýnd-
ar á miklu stærri fleti en
sjónvarpsmyndir og viö allt
aörar aöstæöur. Aö fara I bió
er félagsleg starfsemi, aö horfa
á sjónvarp er andstaöa félags-
legrar starfsemi. Sjón-
varpsáhorfandinn er einangraö-
ur innan fjögurra veggja stof-
unnar sinnar, en bíógesturinn
upplifir samneyti viö fullan sal
af fólki um leið og hann innbyrð-
ir kvikmyndina. Til þessara
óliku aöstæöna hlýtur hinn
skapandi listamaöur aö taka til-
lit þegar hann gefur hugarfóstr-
um sinum myndrænt form.
Þegar viö segjum aö sjón-
varpaö leikhús hafi verið uppi-
staöan i listrænni framleiöslu
islenska sjónvarpsins veröum
viö lika aö gefa þvi gaum
hverskonar leikhús við búum
viö i þessu landi. Hvert hefur
leikhúsiö sótt sinar hefðir? Þvi
erfljótsvaraö: I bókmenntirnar.
1 rauninni er þaö svo, aö eina
listformiö sem segja má aö sé
rótgróiö I islensku menningar-
lifi er bókin. 1 leikhúsi okkar
varö hiö ritaöa orö aö töluöu
oröi án mikillar fyrirhafnar.
Textinn er alltaf þab sem skiptir
okkur mestu máli. Viö hugsum
áreiöanlega oftar i oröum en
myndum. Aö þessu leyti mætti
áreiöanlega kalla okkur bók-
stafstrúarmenn. Viö trúum bet-
ur þvl sem sagt er en þvi sem
viö sjáum. Þetta er vissulega aö
breytast núna, meö öllu þvi
myndaflóði sem streymir yfir
okkur, en slikar breytingar ger-
ast hægt. Viðhorf barnanna okk-
ar, sem nú eru að alast upp viö
sjónvarpsskerminn og fjöl-
þjóöaframleiöslu I barnabókum
veröa áreiöanlega önnur en
okkar, sem ólumst upp viö út-
varp og svotil myndalaust les-
efni.
Námskeið
Sjónvarpiö hefur auglýst eftir
umsækjendum á námskeiö sem
haldiö veröur á næstunni fyrir
sjónvarpsleikritahöfunda. Þar
munu rithöfundar kynnast
vinnubrögöum sjónvarpsins og
læra aö skrifa handrit, og er
auðvitaö engin ástæöa til aö
fetta fingur út I það. En mér
sýnist þetta fyrirkomulag benda
til þess aö ætlunin sé einungis aö
festa i sessi. þetta form sem
hingaötil hefur viðgengist hjá
sjónvarpinu, og hdr hefur veriö
gagnrýnt: þaö á eftir sem áöur
aö framleiöa sjónvarps leikrit
Eftir sem áöur eru kvikmynda-
geröarmenn sniögengnir meö
öllu.
I umræöunum gætti tals-
verörar fáfræöi ýmissa þátttak-
enda um þau mál sem til um-
ræöu voru, og benti Jón Þórar-
insson réttilega á aö ein af
ástæöunum til þess væri sú aö
sjónvarpiö heföi ekki sinnt upp-
lýsingamiölun um sin mál sem
skyldi. En mig langar til aö
ljúka þessum pistli meö þvl aö
leiörétta þaö sem formaöur
leikarafélagsins sagöi um leik-
stjórnarnám.
Hann virtist halda aö leik-
stjórn væri yfirleitt ekki kennd á
skólum, og þegar Þorgeir Þor-
geirsson benti honum á aö kvik
myndaleikstjórn heföi verið
kennd lengi á mörgum skólum
sagöi GIsli Alfreösson aö þar
væri mönnum kennd „tæknilega
hliöin” en ekki vinna með leik-
urum. Þetta er vitaskuld regin-
misskilningur. Þar sem ég
þekki til á kvikmyndaskólum er
leikur og leikstjórn ekkert
minni þáttur I náminu en t.d.
klipping eöa kvikmyndataka.
Þaö þyrfti aö fara aö útrýma
þeirri hugmynd sem oft viröist
grassera hér á landi aö leik-
stjórn sé einhver meðfædd náö-
argáfa sem ekki veröi lærö, um
hana gildir nákvæmlega þab
sama og um aöra listræna starf-
semi, aö hún byggist á vinnu-
brögöum og tækni sem enginn
getur skorast undan aö læra,
ætli hann aö ná einhverjum ár-
angri I listinni. Endanlegur ár-
angur fer vitaskuld eftir þvi
hvort viðkomandi er gæddur
listrænum hæfileikum eða ekki,
en hæfileikarnir einir duga
skammt.
um kvikmyndir: