Þjóðviljinn - 18.02.1979, Qupperneq 10

Þjóðviljinn - 18.02.1979, Qupperneq 10
10 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 18. febrúar 1979 — Blessaöur/ er veðriö slæmt? Djúp röddin drynur einhvers staðar aöofan og niður í anddyri, þar sem vind- hrakinn blaðamaður bograr við að koma sér úr skjólföt- unum. Svo þarf að ganga upp hringstiga andsælis til að komast upp á sama plan og eigandi raddarinnar: Indriði G. Þorsteinsson. Teikning og texti: Ingóifur Margeirsson Hann er I skyrtu, sem strekkist aö gildum llkama hans og bindiö ber vott um borgaralega innræt- ingu, þ.e.a.s. ef maöur fer aö hætti dólgamarxista og dæmir pólitiskar skoöanir manna eftir ytri búnaöi. En Indriöi hefur yfir- leitt ekki veriö dæmdur eftir klæöaburöi, heldur eftir bókum sinum og ekki sist blaöagreinum, sem fengiö hafa margan vinstri manninn til aö stimpla rithöfund- inn og blaöamanninn sem ófor- betranlegan afturhaldssegg og Ihaldsgaur. Þaö er þvi best aö koma aö efninu strax. — Indriði, ertu fasisti? — Nei, segir sá ákæröi og bendir blaöamanni aö fá sér kaffi. Ég er skynsemistrúarmaöur i pólitiskum skilningi. Þaö er aö segja, ég tel, aö samfélagiö ætli sér ekki meira i ötgjöld til góöra mála en þaö hefur efni á. — Hvaö eru góð mál? — Þaö eru til mörg góö mál. T.d. ellistyrkur og heilbrigöis- mál, en þetta er náttúrlega spurning um kerfi, spursmál um hagræöingu. Ég er meö sósialis- eringu, ef viö fengjum hana gefna. En hún strlöir á móti pen- ingamöguleikum, og hún er nei- kvæö aö tvennu leyti: Innheimta kemur oftast rangt niöur, og hún kostar of mikla peninga. Sem dæmi get ég nefnt, að 80% fjár- laga eru lögbundin útgjöld. Sem skattgreiöandi er ég þvi á móti sósialiseringu. Þaö er þvi hart fyrir mig, gamlan Framsóknar- mann og húmanista, aö þurfa aö reka upp harmakvein gegn sóslaliseringu. En viö þetta verð- ur maöur aö búa. Gallinn er , aö ákveönir þjóöfélagshópar leggja undir sig flokkana, eöa flokkarnir höföa til ákveöinna stétta. Þannig er t.d. alltaf talaö um, aö Sjálf- stæöisflokkurinn sé flokkur kaup- manna, Framsóknarflokkurinn flokkur samvinnumanna og bænda, Alþýðubandalagiö flokkur verkamanna osfrv. Þvi ekki þá aö stofna sérstakan flokk fyrir Hjúkrunarkvennafélag Islands? Af hverju þurfa allir flokkar allt- af aö vera flokkar ákveðins hóps? Nú býöur Indriöi upp á sigar- ettu og teygir sig i rauöum hæg- indastólnum. Viö skiptum um umræöuefni og taliö berst aö blaöamennskunni, fyrr og nú. — Blessaöur vertu, fagiö hefur breyst óskaplega. I gamla daga voru menn ekkert aö spekúlera i timavinnu. Þá var unniö eins og menn drógu. Nú eru komnir ýms- ir samningar um vinnutima. Allt i einu er maöur kominn I eftirvinnu I miöri grein. Þetta finnst manni skrýtið. En blaöamennskunni hefur lika hrakaö. Hún hefur fariö niöur á viö. Þaö er llka meira streymi i blaöamannastarfinu. Menn koma og fara. Aöur fyrr voru þetta miklu færri menn, sem unnu miklu meira. Þaö var meö þaö eins og allt hérlendis, viö veröum aö vinna miklu meira og hraöar en aörar þjóöir. Erlendis þykir þaö hreinn heiöur ef blaöa- maöur fær grein sina birta. Samt er hann á fullu kaupi allan tim- ann. Ég byrjaöi i blaöamennskunni 1951 og var i henni sleitulaust til miösumars 1972. Blaöamennskan hefur breyst mikiö á þessum tima; hún er orðin' frjálslegri; leiöin frá blaöamanninum til fjöldans er oröin styttri. Við vor- um svo fáir i gamla daga, og urö- um aö kunna skil á öllu. En ööru hverju „skúpuöum” viö — náöum I stórfréttir — og þaö hélt I okkur vinnuþrekinu. Þá var lika neitaö aö birta greinar, sem ekki voru á nægilega góöri islensku, og marg- ir féllu út, af þvi aö þeir voru ekki nógu liprir pennar. Þetta gerist vist ekki núna. Ég ætla einhvern timann aö skrifa bók um þessi gömlu blaða- mannaár, um þennan tima papp- irs og prentsvertu. Þaö var nefni- lega alltaf pappirslykt af manni og maöur velti Sér upp úr pappir allan daginn, þaö lá viö aö maöur æti hann. Ég er ekkert búinn aö hugsa út i efni bókarinnar i smá- atriöum, en titilinn er ég kominn meö: „Pappirsveislan”. 0 — Það hefur verið sagt um þig, að þú sért einn hatrammasti and- stæöingur skandinaviskra menn- ingaráhrifa? — Ég las einu áinni grein eftir Sven Stolpe I Farmand, þar sem hann sagöi, aö sænska þjóöin heföi fengið fjögur æöisköst á þessari öld, og síöasta kastiö heföi veriö Vietnam-kastiö... — En Sven Stolpe er tákn krist- ins afturhalds i Sviþjóð, og Far- mand timarit norskra fjármála- manna og skipaeiganda? — Ég vildi bara, aö viö gætum sagt Skandinövum eitthvaö héöan en ekki öfugt. Ég held ekki að viö séum neitt skyldir þeim. Saga er a móti hóphyggju okkar nær ekki aftur fyrir 700, áö áliti flestra. Ég hef aftur á móti miklar mætur á kenningum Barða Guömundssonar og Skúla Þóröarsonar sem halda þvi fram, aö viö séum komin af Herúlum, sem var þjóðflokkur suöur viö Svartahaf, og lögöust þar I viking. Siöan komu Langbarðar á 5. öld og sundruöu þeim. Hópur fór austur, en margir þeirra I vestur- átt, upp vatnaleiöir og til Skandi- naviu, þar sem þeir geröust hálf- danir. Herúlar uröu jarlar (earl á ensku) i Englandi og i Skandi- naviu. Meö Haraldi hárfagra, segja þeir bless og fara til Is- lands. Þetta eru forfeöur okkar. Athugaöu bara: vikingaöldin hefst ekki fyrr en Herúlarnir koma, stjórnskipulag kemst ekki á I Skandinaviu fyrr, þvi þar bjuggu bara súrkarlar, og þeir uröu allir eftir þegar Herúlarnir fóru til Islands. Viö erum þess vegna ekkert skyldir Skandinöv- um, viö erum komnir af Herúlum og Keltum. — Er þetta ekki kynþáttahat- ur? — Nei, nei.ég hef aldrei sagt og mun aldrei segja aö einn þjóö- flokkur sé öörum æöri. Mér leiöist' bara þessi dryssugheit Skandi- nava i garö Islendinga. Þeir eru menn sem eru búnir aö týna tung- unni, viö erum hins vegar aö ljúka viö aö hreinsa hana. Indriði G. Þorsteinsson krafinn svara Skandinavisk áhrif er sama hætt- an og danskan var á sinum tlma. Þeir reka kerfisbundna áróöurs- pólitik, alveg eins og Bandarikin og Sovétrikin. Viö veröum aö vara okkur á slikum straum- um, svo viö veröum ekki enn steriliseraöri en viö erum orðin nú þegar. Þvl er aftur á móti ekki neitaö, að varðandi tunguna erum viö andskoti góöir. Viö höfum staöiö okk- ur mun betur en Skandinavar. Viö höfum nær engin erlend tökuorö. En hitt vil ég segja: Norræna húsiö er gróf móögun viö íslend- inga. Hvers vegna eru ekki byggöar samskonar stofnanir á hinum Noröurlöndunum? Nei, ég hata hvorki Sandinava né lit á þá sem óæöri kynflokk. Þetta er bara spursmál um aö fá aö vera i friði. Og ef við fáum ekki aö vera I friöi og týnum þarafleiðandi tungunni, veröum viö bara ver- stöö I N-Atlantshafi. Þess vegna verðum viö aö verjast menning- arlegu áhlaupi aö utan. Meö póle- mik. En mikiö djöfulli væri gam- an að finna, þó þaö væri ekki nema einn karlskratta viö Svartahaf, sem talaöi bara eitt orö I Islensku. — 0 — Viö tölum um mismuninn á blaöaskrifum og rithöfundar- störfum. — Maður nálgast þetta tvennt meö allt öörum hætti, segir Ind- riöi og drepur i sigarettunni. Blaöagreinar skrifar maöur krltiklitiö; þetta rennur eins og vatn. En ef þú ætlar aö skrifa eitt- hvaö, semá aö standa uppi i hillu á bókasafni i 200 ár, og einhver kemur þá og tekur bókina úr hill- unni til aö lesa og sjá hvort maöur kunni islensku eöa ekki, hvort maöur var skáld eöa blaöur- skjóöa, já, þá hefuröu allan mun- inn á þvi aö vera blaöamaöur og rithöfundur, vinur minn. — Indriöi, ert þú Svarthöfði? — Ég skrifaöi undir nafninu Svarthöföi I Timanum um nokk- urt skeiö. Svo mörgum árum seinna, kom einhver klausa i Timanum undir nafninu Svart- höföi, og þá brá Þjóðviljinn viö, og kenndi Indriða G. Þorsteins- syni um faðernið. Upp úr þvi byrjaöi Svarthöföi aö koma I Visi meö mlnu samþykki. — Hvernig finnst þér Svart- höfði sem dálkahöfundur? — Hann er mistækur eins og gengur. Hann er eitraður i pólitik og erfiöur i oröfæri um menn og málefni. Hann getur snúiö upp á sig i allar áttir. Þaö hefur verið sagt um hann aö hann hafi gam- alla harma aö hefna viö Fram- sóknarflokkinn. Ekki veit ég nú, hvort þaö sé satt. Hann á nokkra uppáhaldspólitikusa; hann er mjög ánægöur meö Lúðvik, og honum finnst Óli kallinn Jó standa sig nokkuö vel. Hann er hress yfir ungra manna upp- hlaupi. Þeir koma hvort sem er. Ólaf Ragnar Grimsson hefur hann kallaö glókollinn sinn; nú, þaö má vera, aö þaö stafi af fyrri kynnum. Ólafur er mjög hress maður eins og fleiri ungir menn. — Hvert er álit þitt á greinum, sem birtast undir dulnefni? — Staöreyndin er sú, aö ef menn ætla aö finna aö hlutunum og skrifa undir fullu nafni, veröa þeir alltaf aö sveigja framhjá verstu svivirðingunum og skömmunum. Þaö er þess vegna engin leið aö skrifa eitthvaö um- talsvert nema undir dulnefni. Þá má þó ekki misnota dulnefniö, heldur beita þvi til aö fria sig und- an alls konar þvargi. Þaö á aö nota þaö kurteislega, og láta þaö frelsa textann. Menn sem skrifa undir fullu nafni, skrifa annaö hvort eitthvaö alltof ljótt eöa skrifa bara alls ekki um neitt. Dulnefni er þróun I rétta átt, þar er þróun til betri dálkaskrifa. Dálkahöfundar t.d. á Norðurlönd- um eru miklu svivirðilegri en nokkurn timann Svarthöföi. Viö- kvæmnin er svo óskapleg hér. Þaö hefur oft veriö ráöist á mig I blööunum, og þaö hefur alltaf glatt mig. Þaö þýöir aö maöur hafi skrifað eitthvaö, sem fólk þarf aö tjá sig um. Þaö er llka yfirlýsing. Annars setti Austri lappirnar undir mig sem dálka- höfund. Ég var þá ritstjóri á Tlm- anum og þetta var timafrek iöja. En ekki llkar mér I dag þessi skrif min þá. — 0 — — Ertu að fást við einhverjar skriftir þessa dagana? — Já, ég er aö vinna aö lltilli skáldsögu, sem ég byrjaði á I haust, og gengur satt aö segja al- veg bölvanlega. En hún kemur nú samt út næsta haust. Þetta er saga sem fjallar um óviöráöan- lega afleiöingu af ákveöinni hóp- hyggju. Ég er afskaplega á móti hóphyggju. Mér finnst aö ein- staklingar eigi aö vera þannig geröir aö þeir þurfi ekki aö koma saman til aö öðlast stórar hugs- anir. — Hvað finnst þér um unga rit höfunda I dag? — Þaö er afskaplega slæmur standard hjá þeim. Þeir eru alltof tendensiösir. Ég hef oft spurt sjálfan mig: Um hvern andskot- ann ætlar þessi kynslóö aö skrifa, þegar bylgjan er liöin hjá? Ég hef aldrei haft nein svona tiskufyrir- brigöi aö byggja á, en á samt fullt I fangi aö finna mig I samtlðinni. En þeir kunna vel til verka þessir ungu menn. Þeir eru svo verka- lýössinnaöir og golan og þyturinn er svo mikill af þeim, aö maöur fýkur næstum um koll. En þá vantar þessa miklu, gáfuöu tals- menn i hópinn. Svo kemur vinur minn, Tryggvi Emilsson, á gamalsaldri og slær þá alla flata. Þaö er ekkert meira aö segja — alla vega I bili. Hvaö ég hef fram aö færa sem höfundur? Blessaöur vertu, ég hef ekkert fram aö færa. Ég hef aldrei haft neitt fram aö færa. — im

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.