Þjóðviljinn - 18.02.1979, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 18.02.1979, Blaðsíða 7
Sunnudagur 18. febrúar H79 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 7 erienaar bækur Carolingian and Romanesque Architecture 800-1200. Kenneth John Conant. 2nd paper- back edition. The Pelican History of Art. Penguin Books 1978. Það er fremur fátt um viBa- mikil rit um rómanskan byggingarstill, höfuöritið hingað til er P. Frankl: Die frumittelalterliche und roman- ische Baukunst frá 1926. Þess vegna var.þetta rit mjög þarft þegar það kom út fyrst 1959 og er ekki siður i endurskoðuðum út- gáfum og er þessi útgáfa sú nýjasta. Höfundurinn Kenneth John Conant er lærður arkitekt og meðal kunnustu fræðimanna um rómanskan byggingarstíl. Hann hóf feril sinn sem sllkur með rit- gerð um dómkirkjuna i Santiago de Compostella, og 1927 tók hann aö rannsaka klausturkirkjuna I Cluny og sögu hennar og dóttur- kirkjur. Höfuðrit hans um þau efni er Cluny — Les Églises et la Maison du Chef d’Ordre, sem kom út 1968. Timabilið sem hér er fjallað um er frá 800 til 1200, en er vitaskuld ekki þrælbundiö þessum tima- takmörkunum. Höfundur segir i formála að til þess að skilja rómanskan stil veröi að átta sig á siöklassiskum byggingarstil og þeim breytingum sem á honum urðu á timabili Karlunga og þeirri stefnu sem þá var mörkuð og fram var haldið i rómönskum stil. Forsenda þessara stila var klaustralifið og kristnihaldið. Höfuðþema ritsins er þvi kirkju- stillinn og byggingar á vegum kirkjunnar og klaustranna. Klaustrin stuðluðu að efnalegri endurreisn, þau urðu tengiliður milli fruimstæðra innrásarþjóða og þeirra þjóöa sem höfðu búið við rómverskt stjórnarfar, þau tók.u upp i reglur sinar marga þætti rómversks réttar, og loks stúðluðu þau að festu lénsskipu- lagsins. Klaustrin urðu þvi með timanum stórfyrirtæki, sem rökuðu saman miklu fjármagni og landeignum, og jafnframt menningarmiðstöðvar. Fyrirmynd byggingarstils klaustra og kirkna var rómversk byggingarlist aðlöguö þörfum stofnananna og reist á getu og kunnáttu þeirra sem mótuðu byggingarstilinn. Rómanski still- inn varð langlifur á norðlægari breiddargráðum og aðlagaður þar efniviöi og þörfum. Timbur Framhald á bls. 22 LITAVER - LITAVER — LITAVER - LITAVER— LITAVER — LITAVER — LITAVER — LITAVER Hvernig ætlar á þú að gleðja ■ konuna á konudaginn? Góa byrjar í dag. I tilefni konudagsins, fór einn af rannsóknarblaðamönnum Þjóðviljans á stúfana og spurði hluta af karlpeningi blaðsins, hvernig þeir hyggðust gleðja konu sína, sambýlissnót eða viðhald. Svörin fara hér á eftir. Eiður Bergmann, fram- kvæmdastjóri: — Ja, ég hef nú ekkert hugsað út i það. Ég hef oft gefiö henni blóm, ætli maður reikni ekki bara með þvi. Rúnar Skarphéöinsson, aug- lýsingastjóri: — Ætli að ég færi ekki kon- únni kaffi i rúmið, eða hún mér. Hún vinnur aðfaranótt sunnu- dags og ætti þvi að eiga hægt með að færa mér kaffið i rúmiö þegar hún kemur heim. Annars verða það vist blóm, ef þau eru enn á gamla verðinu. Jón Asgeir Sigurösson, út- breiöslustjóri: — Ég ætla að gefa henni kall — ég meina þúsund kall. Einar Karl Haraldsson, rit- stjóri: — Ég ætla að vera ljúfur og kátur eins og ég er á hverjum degi. Og ljósið á heimilinu eins og börnin. Annars verð ég norð- ur i landi i vellystingum á konu- daginn. Magnús H. Gfslason, blaöa- maöur: — Ég á ekkert þægilegt með það. Konan min er fyrir norðan, og ég yröi þá að fara noröur i land. Arni Bergmann, ritstjóri: — 1 minni hátið eru allir dag- ar konudagar. Þetta er samfelld hátið. Sigurdór Sigurdórsson, blaöa- maður: „ , , — Ég ætla að gefa konúnm kost á þvi að færa mér kaffi i rúmið. Hannibal ö. Fannberg, for- maöur Alkuklúbbsins: — Ætli aö ég sendi hana ekki i gufu og nudd. Þetta er svo sveitt eftir vikuna. Eyjólfur Arnason, safn- vöröur: — Ekkert. Ekki nokkurn skapaöan hlut. Hef engar áhyggjur af þessum konudegi. Filip W. Franksson, af- greiöslustjóri: —■ Ég ætla að þvo bilinn fyrir konuna. Hann hefur nefnilega ekki verið þveginn frá áramót- um. GÓLFTEPPI — GÓLFDÚKUR VEGGSTRIGI — VEGGFÓÐUR MÁLNIN G ARM ARK AÐUR % / Allt á Litaverskjörverði. / Lítið við í Litaveri því það hefur / ávailt borgað sig___________________ Grensásvegi, Hreyfilshúsi, sími 82444. LITAVER — LITAVER — LITAVER — LITAVER - LITAVER — LITAVER— LITAVER — LITAVER

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.