Þjóðviljinn - 18.02.1979, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 18.02.1979, Blaðsíða 3
Sunnudagur 18. tebrúar 1978 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 3 Skoðanakönnun á almennri þekkingu meðal bandarískra unglinga i framhaldsskólum: Angóla er í Síberíu á Filippseyjum Bandarísk ungmenni eru á f læðiskeri stödd varðandi almenna þekkingu á stjórnmálum, landafræði og sögu, ef trúa má niður- stöðum nýlegrar könnunar á þekkingu 17 og 18 ára unglinga i framhalds- skólum, sem gerð var í Bandaríkjunum. Eöa hvaö segiö þiö um þessar niöurstööur: 3% ungmennanna vissu aö Alaska og Hawaii eru tvö yngstu riki Bandarikjanna. Tæp- lega 4% gátu nefnt þrjá menn sem gengt höföu forsetaembætti USA á undan Gerald Ford. 1/4 aö- spuröra vissu aö Kalifornía er ibúahæsta riki Bandarikjanna. Hvar bjó Stalín? Ef þiö haldiö aö ungmennin i USA séu betri aö sér I stjórn- málum og innanrlkispólitik, þá skjátlast ykkur: Aöeins 29% geröu sér grein fyrir þvi aö flokksþingiö útnefnir forsetaefni og einn þriöji haföi ekki hugmynd um hvor flokkurinn haföi meiri- hluta á þingi. 97% vissu aö kosningaaldurinn er 18 ára, en bara 42% höföu heyrt, aö hægt væri aö kjósa utan kjörstaöar. Tilgangurinn meö þessari Gallup-könnun var aö athuga, hvort ungt fólk heföi þekkingu á málefnum sem sæmilega upplýstur kjósandi á aö kunna deili á. tJtkoman var þó i sorg- legra lagi. Þekkingarleysiö virö- ist vera almennt á öllum sviöum meöal nemendanna. Þekkingin á eigin sögu viröist t.d. vera i algjöru lágmarki. Aöeins 57% vissu aö Sovétmenn voru banda- menn USA i heimsstyrjöldinni siöari og 55% gátu sagt hvert var fööurland Jósefs Stalins. Ekki er landafræöiþekkingin betri: 93% gátu þó nefnt höfuöborgina i riki þvi, sem aöspuröir bjuggu i, en aöeins 23% komust nálægt þvi aö giska á fjarlægöina milli New York og San Fransisco. 29% gátu nefnt höföatölu Bandarikjanna svona nokkurn veginn, en hins vegar voru þaö aöeins 40% sem vissu aö mannf jöldi væri mestur i Kina. NATO — hvað er það? Aöstandendur Gallup - könnunarinnar eru mjög hvumsa yfir þessum niöurstööum og yfir- maöur þessara rannsókna gat ekki oröa bundist, en sagöi aö þekkingin heföi veriö mun meiri, er hann var ungur: „Viö vorum látin teikna upp kort af heiminum og merkja allar höfuöborgir inn á þaö.” Aukin samskipti og fjöl- miölun heföi hins vegar ruglaö unglinga i riminu; þeir gera sér ekki lengur grein fyrir vega- lengdum og þjóölöndum aö áliti yfirmannsins. Bandarlkjamenn hafa einnig miklar áhyggjur af þvi, að niöurstööurnar viröast benda til minnkandi áhrifa USA á alþjóðavettvangi, og aö almenn landafræöi skuli ekki vera lengur kennd I skólum, en meira og minna innlimuö I félagsfræöi. Þekkingarleysi I erlendum stjórnmálum er einnig áberandi: 40% höföu heyrt NATO getið, aöeins 18% geröu sér einhverja grein fyrir „detentstefnunni” og innan viö 15% gátu nefnt Ottawa sem höfuöborg Kanada. Aðstandendur skoöanakönnun- arinnar skella skuldini á kennslu- kerfiö og skólann : „Grund- vallarnámsefni eins og saga, landafræöi og átthagafræöi virö- ist vera kennt I minna mæli en fyrr,” segja félagsfræöingarnir bandarisku. „Meiri áhersla er lögð á sérþekkingu og sérnám en á almenna kunnáttu og breiöa menntun.” En litum á nokkrar spurningar og svör I Gallup-könnuninni. Richard Ford Spurning: Hver var forsetaefni Demókrata i forsetakosningunum 1972? Svar: Richard Ford Spurning: —Hvaöa ár fann Kólumbus Ameriku? Svar: 1942. Spurning: — Hvar er Angóla? Svar: — 1 Siberiu á Filippis- eyjum. Spurning: — Ef oliuflutninga- skip geta ekki siglt um Súez- skurðinn, hvaöa leið veröa þau aö sigla frá Saudi-Arabiu til'Banda- rikjanna? Svar: — Gegnum Panama - skuröinn. Spurning: — Hvaöa tvö riki voru siöast innlimuö i Banda- rikin? Svar: — Flórida, Mexikó, Kanada. Spurning: — Hvaöa þjóö hefur’ flesta ibúa? Svar: — Sameinuöu þjóöirnar. Spurning: — Hvaöa tungumál er útbreiddast i Rómönsku Ameriku? Svar: — Franska, latina. Spurning: — Nefniö tvær alþjóöastofnanir á vegum Sameinuöu þjóöanna. Svar: CIA og FBI. Eitt svaranna fól þó I sér djúp- an visdóm. Spurningin hljóðaði eitthvaö á þá leiö, aö efnahags- kerfi Sovétrlkjanna væri nefnt kommúniskt, sænska efnahags- kerfið sóslaliskt, en hvaöa efna- hagskerfi rikti i USA? Og svariö var: — Veröbólgukerfi. Þaö væri kannski gaman aö gera skoöanakönnun hérlendis á almennri þekkingu hjá ung- lingum i framhaldsskólum. Skyldi útkoman vera betri en I Bandarikjunum? (—im tók saman úr THE GUARDIAN) Guömundur Björgvinsson Forsíðumyndin Forsiöumyndin er eftir Guömund Björgvinsson, f. 1954. Aö loknu námi á Islandi hvarf Guðmundur til Banda- rikjanna og nam mannfræöi, sálfræöi og listasögu, Mynd- listaráhugi Gubmundar kviknaöi þá fyrir alvöru og sótti hann mörg myndlista- námskeiö. Eftir tveggja ára dvöl i USA sneri Guömundur aftur til tslands og hélt áfram námi I fyrrnefndum greinum viö háskólanr^ áuk þess sem hann las Islenska bókmenntasögu. Guömund- ur hefur fengist mikiö viö myndsköpun á undanförnum árum og haldiö tvær einka- sýningar, i Arkitektafélags- húsinu 1976 og i Norræna húsinu 1978. Hann tók einnig þátt i haustsýningu FIM 1977. Fátækraveikin: 64 ungbörn hafa látist í Napólí NAPÓLI, (Reuter) — Stúlkubarn lést á sjúkrahúsi i Napóll i fyrra- dag úr svokallaðri fátæklinga- veiki. Um er aö ræöa dularfullan virus sem hefur valdiö dauöa 64 barna I Napóli á einu ári. Litla stúlkan sem lést var átta mánaöa gömul og hét Maria Buonincontro. Hún átti þaö sam- eiginlegt meö öörum fórnarlömb- um þessarar veiki, aö vera af fátæku fólki. Börnin hafa fengiö næringarsnauöa og litla fæöu og búiö I heilsuspillandi húsnæöi i fátækrahverfi. Sjö sérfræöingar frá Banda- rikjunum, Bretlandi og Júgó- slaviu eru nú komnir til Napóli til aö komast til botns i þessum dularfulla sjúkdómi. Sovétmenn sakaðir um afskiptasemi KABUL, 15/2 (Reuter) — Banda- rikjamenn hafa gagnrýnt Sovét- menn fyrir aö hafa skipt sér af aðgerðum lögreglunnar i Kabúl i gær. Þá var sendiherra Banda- rikjanna rænt og hann siöan myrtur, þegar ráöist var inn á hótelherbergi þar sem hann var f haldi hjá ræningjunum. Banda- rikjamenn höföu beöiö lögregluna I Afghanistan um aö gera ekki áhlaup, en nú segja þeir aö Sovét- menn hafi blandað sér inn f störf lögreglunnar og fyrirskipaö hiö gagnstæöa. Sögöu Bandarikja- menn þetta sýna aö Sovétmenn bæru ekki viröingu fyrir manns- lifum. islensk stúlka í Gauta- borg, Sigrún Sigurðar- dóttir að nafni, sendi Þjóð- viljanum um daginn blaða- úrklippu úr Aftonbladet 25. janúar 1979. Hún segist senda greinina þar sem hón sá svo oft Berec-raf- hlöður auglýstar í íslenska sjónvarpinu, þegar hún var hér um jólin. Þetta er orðsending frá Metall (IMF) vegna BEREC-rafhlaðna sem m.a. eru framleiddar í SUÐUR-AF Rl KU. I byrjun nóvembermánaöar lögöu 250 svartar verkakonur niður vinnu i verksmiöjunni Evereday i Port Elisabeth i S- Afriku, en þar eru rafhlööurnar framleiddar. Verkfalliö stendur enn og er þar mótmælt óréttlátum vinnukjörum. Fyrst og fremst er þess krafist aö hætt sé aö ofsækja trúnaðar- menn verkafólksins og samiö sé viö þaö. Einnig krefjast þær hliföarklæöa, svo sem hanska. Nú verða konurnar aö vinna með alls konar sýrur meö berum höndum. Þá er þess krafist aö þeim sé ekki refsaö eöa þær séu beittar bönnum, en atvinnurekendur hafa reynst vera nokkurs konar einkadómstóll. Hreinlæti I matstofum má einnig bæta. Atvinnurekendur hafa brugöist viö meö þvi aö reka verkfalls- menn og ráöiö verkfallsbrjóta I staðinn. En margir þeirra hafa einnig hætt við vinnu þar sem vinnuskilyrði reyndust þeim einnig of erfiö. Samtökin (Metali) hvetja þvi Svia (og hvers vegna ekki Islend- inga?) til aö kaupa ekki Berec rafhlöður á meðan verkfalliö stendur yfir i S-Afriku. Sænska Alþýöusambandiö hefur lýst yfir stuöning sinum viö verkfallið. Berec er framleitt af breska auðhringnum Berwick, sem á verksmiöjur i S-Afriku, Bret- landi, V-Þýskalandi, Hong Kong og Japan. Ekki er vitaö hvar rafhlööurnar sem á boöstólum eru i Sviþjóö (eöa Islandi) eru framleiddar. Það birtir BEREC NIÐUR MEÐ BEREC!

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.