Þjóðviljinn - 18.02.1979, Síða 8

Þjóðviljinn - 18.02.1979, Síða 8
8 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 18. febrúar 1979 Bassaleikarinn Benjamin Franklin Brown kom á óvart. Leikni hans var mjög mikil. Hann er fær undirleikari sem og sólóisti. Þaö var greinilegt á öllu, aö Dizzy Gillespie og félagar voru útkeyröir eftir erfiöa hljóm- leikaferö um Evrópu.þegar þeir komu til tslands á sunnudags- eftirmiödag. Engu aö slöur voru tónleikarnir mjög góöir og drógu þau ekkert af sér. Dizzy lék viö hvurn sinn fingur og hreif áhorfendur meö sér I gáska og sveiflu. Eini meölimurinn sem virtist tilbaka var gitarleikarinn Ed Cherry, enda fársjúkur, meö flensu og kvef.... Eftir tónleikana náöum viö aö spjalla við Dizzy og jazzliö hans. Lét meistarinn mjög vel af fslendingum, en helst vildi hann ræða um stjórnmál og Bahaitrú. „Þaö er i rauninni meiri tign i þvi aö vera jazzkonungur en þjóöhöföingi einhvers rikis. Þegar Jimmy Carter bauö íranskeisara til Whasington, var mér boðið aö spila fyrir hann. Maður lifandi, þaö var allt brjálaö i óeiröum fyrir utan Hvita Húsiö þegar keisara- hjónin komu. Iranskir stúdentar meö mótmælaspjöld réöust á keisarann og reyndu aö berja hann. Carter var náttúrlega mjög vinalegur og þaö voru haldnar ræöur og allt þaö. En núna hafa Bandarikjamenn snúiö algerlega viö honum bak- inu. Skiluröu hvað ég meina? Meira aö segja Carter, sem er nú góöur vinur minn, veröur ekki forseti nema smá tima. Og hvaö svo? Ég er svartur, en samt erum viö bræöur. Þú ert hvitur á hörund en hvaöa máli skiptir þaö? Viö skiljum sama mál og jazzinn er okkar áhuga- mál. Þaö er sama sagan allstaö- ar. Eg spilaöi t.d. á Kúbu I fyrra og Kúbanarnir tóku mér alveg einsog gömlum vini. Ég var bara einn úr fjölskyldunni. Ég hitti ekki Castró, en var samt mjög nálægt honum. En ég hitti nokkra ráöherra. T.d. þegar ég hitti menntamálaráðherrann, rétti ég náttúrlega fram hönd- ina til aö heilsa honum, en hann tók ekki I hana, heldur faömaöi mig einsog viö værum eldgaml- ir vinir. Þetta var svo einlægt aö tárin runnu niður eftir kinnun- um á mér. Ég grét af gleöi. Þiö eruö lika mjög gott sýnishorn af islensku þjóöinni. Þiö eruö náttúrlega hvit, en þiö eruö á- gæt. Þaö er jazzinn sem þiö sækist eftir og hann er I sálinni okkar.” Dizzy talaði siöan mikiö um trú sina og hversu indælt þaö yröi þegar allar þjóöir væru orönar ein stór f jölskylda, sama af hvaöa litarhætti þeir væru. Dizzy er Bahai-trúar, en var áö- Dizzy er ágætur ásláttarleikari jafnt sem trompetleikari. Og ekki er hann siðri á pianó, þó ekki sýndi hann Islendingum leikni sina á það hljóðfæri. Ed Cherry var heldur daufur að sjá allt kvöldið, enda fárveikur. Enn ekki spillti það gitarleik hans neitt. Strákurinn er þræl- góður. Mickey Roker hefur starfað meö Dizzy frá 1970. Er hann mjög fjölbreyttur trommuleik- ari og dór hvergi af sér I takt- gjöfinni, einsog myndin ber með sér. tugnum. Já og á fimmta ára- tugnum. Hann hefur alltaf veriö funký. Ég er nú farinn aö eldast aöeins, en þetta er ekkert ný tónlist handa mér. Strákarnir gefa henni bara ferskan anda.” „Þaö er samt svo skrýtiö,” gripur Dizzy fram i, ,,aö ég er búinn aö vera aö spila I Evrópu núna og fólkiö vildi bara heyra gamalt be-bop, sérlega þó I Frakklandi. Þar vildi fólkiö bara heyra I mér einsog ég var hérna áöur fyrr. Ekkert nýtt. Maöur veröur aö þróast og breytast. Þaö þýöir ekkert aö standa i staö og spila alltaf gömlu lögin. Ég er ekki staön- aöur enn.” Dizzy sprellaði á ýmsan máta. Hér er hann að lýsa ágæti slnu I upphafi tónleikanna og meðlim- ir kvartettsins rymja I kór eftir hverja setningu. Shevonne Wrighter efni I stórsöngkonu. Söngur hennar var tilþrifa- mikill og mikil tilfinning I túlkun hennar. Hún á framtiöina fyrir sér stúlkan þvi hún er ekki nema 23 ára gömul. Umsjón: Jónatan Garðarsson

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.