Þjóðviljinn - 18.02.1979, Qupperneq 23
Sunnudagur 18. febrúar 1979 'ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 23
kompan
Umsjón:
Vilborg
Dagbjartsdóttir
Meira um Lindu og Tínu
EFTIR V.D. 13 ARA
I desember birtist i
Kompunni saga eftir 13
ára stelpu/ sem á heima í
þorpi úti á landi. Hún
vildi ekki láta nafns sins
getiö að svo stöddu.
Kompan óskaði eftir að
fá meira frá henni. Nú
hefur hún skrifað aftur:
Kæra Kompa.
Eins og þú manst
kannski, þá sendi ég þér
fyrir nokkru sögu sem hét
„Þegar Linda eingaðist
hvolp". Þessi saga er
nokkurs konar framhald
af henni. Þegar hún var
birt, baðst þú um að f á að
birta nafn, en samt sem
áður vil ég geyma það
enn um sinn, enda skiptir
það engu fyrir börnin.
Jæja, ég vona að þú
getir lesið hrafnasparkið
mitt.
Bless, bless,
V.D. 13 ára
Það var einn dag sem
oftar að Linda var úti
með hvolpinn sinn, hana
Tínu, og var að kenna
henni ýmsar listir. Þó
Tína væri aðeins átta.
mánaða kunni hún að
ganga á afturfótunum,
setjast þegar henni var
sagt, hoppa yfir prik og
leika feluleik við Lindu.
Og alltaf fékk hún kex-
köku fyrir, ef hún gerði
rétt. Þó gleymdi Linda
ekki orðum mömmu:
„Hundar eru ekki leik-
föng, heldur lifandi dýr."
En Tínu þótti kexið svo
gott að oft stóð hún á
afturfótunum óbeðin, til
þess að fá kex að launum.
Núna var Linda að
kenna henni að sækja
eitthvað, ef henni var
sagt, t.d. bangsa eða
tusku, enda þótt það
gengi ekki sem best, var
Linda þolinmóður kenn-
ari. En loksins, eftir allt-
of langan tíma (að dómi
Tínu), sagði hún: „Nógur
lærdómur í dag. Nú skul-
um við skreppa til Kötu
og gá hvað hún er að
gera."
Kata var góð vinkona
Lindu, en hún átti stórt
bardagafress, sem Tínu
stóð mikill stuggur af.
Þegar þær voru komnar
rétt fyrir götuhornið
mættu þær Kötu. Hún bar
tvær fötur með lokum á,
og sagðist einmitt hafa
verið á Seið til Lindu, til
að biðja hana að koma í
berjamó. Jú, jú, Linda
vildi það, því þetta var í
ágúst og berin voru orðin
vel þroskuð.
„Komdu upp i hlið, hér
fyrir ofan, þar er góð
berjalaut," sagði Kata.
Og þær voru þar tíu
mínútum seinna og tíndu
meira í „botnlausu tunn-
una" en föturnar. Það
kom í Ijós að Tínu fannst
bláberin ágæt, en hún leit
ekki við krækiberjum.
Klukkutíma seinna,
eftir mikið át, borðuðu
þær nestið sitt, djús og
kex, þrátt fyrir öll berin.
Tína tók strax eftir kex-
inu, og byjaði að hoppa
um á afturf ótunum.
Stelpurnar hlóu og gáfu
henni nógar kökur. Svo
tóku þær aftur til við að
tína og hættu alveg að
borða. Eftir fimmtán
minútur voru báðar föt-
urnar fylltar og með
erfiðismunum tókst þeim
að tosa Tínu frá berjun-
um. Á leiðinni heim fóku
stelpurnar eftir stórum
trépalli. „Hvað er nú
þetta?" sagði Linda og
stökk upp á. Hún fékk
svarið nær samstundis,
því fjalirnar brotnuðu
undan þunga hennar, og
hún lenti í ísköldu vatni.
„Hjáááálp." æpti hún.
„Brunnuri" Kata æpti
lika og rétt þorði að kíkja
ofan í gapið, þegar Linda
sagði: „Hæ, Kata,
komdu, vatnið nær bara
upp í hné, ég stend á
hrúgu af steinum."
En Kata sá strax að
ómögulegt var f yrir hana
að reyna að draga Lindu
upp, því brúnin var fyrir
ofan höfuð hennar. „Þú
verður að ná í hjálp,"
sagði Linda. „Mér er
skítkalt." Og hún steig
varlega aðeins framar,
en þá ultu nokkrir stein-
ar. Hún fálmaði með
höndunum upp fyrir sig,
og Kata greip í þær. „Æ"
hrópaði Linda. „Róleg,"
sagði Kata, „ég held í
þig"
„Ekki sleppa, þá dett
ég."
„Nei, en þá get ég ekki
náð i hjálp," svaraði hún.
„Við sendum Tínu eftir
hjálp,"sagði Linda með
grátstafinn í kverkunum.
„Tína, Tína mín. Komdu
hér." Og litli hvolpurinn
kom hlaupandi þegar
hann heyrði kallað. „Tína
mín, þú verður að sækja
pabba." Og svo endurtók
hún þetta nokkrum sinn-
um þar til hvolpurinn
skildi: „Farðu, sáektu
pabba." Og svo hentist
Tína af stað. „Hún hjálp-
ar okkur örugglega,"
sagði Kata þó hún efaðist
í huga sér.
Nú víkur sögunni til
pabba Lindu. Hann var
undir bílnum að gera við,
þegar Tína kom geltandi.
Hann hélt að Linda væri
þarna lika og sagði:
„Halló." en fékk ekkert
svar annað en hátt gelt.
„Linda," sagði hann og
kíkti undan bilnum, en þá
varð hann undrandi, því
Tína var ekki vön að víkja
frá Lindu. Og núna lét
hún alveg eins og vitlaus
væri, gelti og urraði, og
gerði sig líklega til að bíta
i buxnaskálmar pabba.
„Nei hættu nú Tína.
Þegiðu." sagði hann, en
Tína ýlfraði aumingja-
lega og hljóp út fyrir
garðshliðið. Þar hélt hún
áfram að gelta. Það er
eins og hún vilji að ég elti
hana, hugsaði pabbi. Það
skyldi þó ekki hafa komið
eitthvað fyrir þær, hugs-
aði hann skelfdur. Og
hann skreið i flýti undan
bílnum og hljóp til Tínu.
„Hvar eru stelpurnar?
sagði hann.
Voff, gelti Tina og þaut
aftur af stað upp eftir
brekkunni. Pabbi elti og
innan nokkurra mínútna
var hann kominn til
stelpnanna.
„Hvað hefur skeð?"
másaði hann.
„Ég datt í brunninn."
hrópaði Linda upp um
gatið. „Fljótur mér er ís-
kalt. „En þá hefur henni
skrikað fótur því hún
steyptist of an í vatnið um
leið og hún sleppti síðasta
orðinu. Pabbi hennar
hrópaði upp og flýtti sér
að opinu. Þar lagðist
hann á magann og rétti
niður höndina. Það brak-
aði óheillavænlega í
fúnum fjölunum, þegar
hann teygði sig niður og
greip í fálmandi hendur
dóttur sinnar. Og hann
togaði hægt og hægt í þær
þar til hann náði í öxl
hennar og gat dröslað
henni einhvern veginn
upp á þurrt. Hún var
hálf meðvitundarlaus, því
hún hafði sopið þó nokk-
uð af vatni, og pabbi
hennar varð að bera hana
heim.
Hún varð að liggja í
rúminu í þrjá daga, því
hún fékk hita og kvef, en
þegar hún komst á fætur,
beið hennar óvænt
ánægja. Mamma hennar
fékk henni lítinn aflang-
an pakka, en hún reif upp
með mikilli eftirvænt-
ingu. i kassanum var
hálsband og ól og á band-
ið var grafið á litla sif lur-
húðaða plötu heimilis-
fangið,, Eplastígur 23" og
„Tína ".
KROSSGÁTA