Þjóðviljinn - 18.02.1979, Blaðsíða 5
Sunnudagur 18. febrdar 1>7> ÞJÓÐVILJINN — StÐA S
Dæmigerð saga fyrir
mannkynið í heild
Stephane Audran og Bruce Dern I HIiAarhoppi.
Hliðarhopp í
Háskólabíói
Mánudagsmyndin í
Háskólabíói aö þessu
sinni verður franska
myndin HLIÐARHOPP
og er Claude Chabrol
leikstjóri. Chabrol er í
flokki frumherja frönsku
„nýbylgjunnar" (nou-
velle vague) ásamt
Truffaut/ Godard, Rohm-
er og Rivette. Áðurnefnd-
ir leikstjórar eiga það
sameiginlegt að hafa
starfað við franska kvik-
myndaritið Cahiers du
Cinéma með góðum
árangri. Allir eru þeir
aldir upp með annan fót-
inn i kvikmyndahúsum.
Góð f rammistaða þeirra í
kvikmyndagerð byggist á
fræðilegum athugunum
þeirra á uppbyggingu
kvikmynda auk þeirrar
reynslu sem þeir öðluðust
með því að skoða myndir
og sjá þannig handbragð
annarra leikstjóra. Eftir
þvi sem árin liðu þróaðist
siðan stíll þeirra i mis-
munandi áttir.
bótt enn sé deilt um aö hvaöa
marki hægt var aö tala um ,,ný-
bylgju” á þessum árum i
Frakklandi þá var Chabrol
fyrstur úr hópnum til aö gera
kvikmynd. baö var áriö 1957
sem hann geröi Le Beaux Serge
og hlaut ári siöar verölaun fyrir
hana á kvikmyndahátfö i
Locarno. Siöan hefur Chabrol
veriö mjög virkur leikstjóri og
gert fjölda kvikmynda. Há-
punktur hans til þessa i kvik-
myndagerö er aö flestra dómi
þrenningin Vinkonurnar (Les
Biches), ótrú eiginkona (La
Femme Infidéle) og Dýriö skal
ekki deyja (Que La Béte Meure)
allar geröar á árunum
1968—1969. Háskólabló hefur
sýnt allar þessar myndir á
mánudagssýningum sinum auk
annarra verka Chabrols svo
sem Slátrarinn (Le Boucher),
Terror (La Rupture), Doktor
Popol (Docteur Papoul) og
Blóðugt brúökaup (Les Noces
Rouges). Ætti þvi nafn Chabrols
aö vera oröiö nokkuö þekkt
meöal kvikmyndaunnenda hér á
landi.
Hliöarhopp eöa Foiies
Bourgeoises sem Chabrol geröi
1975 er meö eiginkonu hans
Stephane Audran i aöalhlut-
verki ásamt Bruce Dern. Auk
þess koma fram i myndinni
fjöldi úrvals leikarar svo sem
Ann Margret.Charles Aznavour
og Jean Pierre Cassel. Myndin
fjallar um hjónaband banda-
risks rithöfundar og franskrar
stúlku af heföarættum. bótt þau
hafi hist I N.Y. ákveöa þau aö
stofna heimili i París. Eiginkon-
an ýtir óspart undir ritstörf eig-
inmannsins og uppskeran verö-
ur hver metsölubókin á fætur
annarri. En hjónabandiö og
samkomulagiö er ekki eins heil-
steypt og þaö litur út á yfirborö-
inu.
Inúk hefur um langt skeiö veriö
á dagskrá i blööum og er enn. Nii
siöast i byrjun febrúar (sunnu-
daginn 4. febr.) veröur okkur
nokkuö á I messunni — birt var i
þýöingu og endursögn grein um
Inúk úr desemberhefti timarits-
ins Theater der Zeit (DDR) en
Inúk haföi oröiö mikiil auöfúsu-
gestur á leiklistarhátið I Berlin i
haust leið'. 1 þessum texta gætti
mjög ónákvæmni og beinlinis
rangra þýöinga.
Til dæmis aö taka sagöi þar, aö
látbragösleikur leikaranna væri
„ekkertfrumleguren I norrænum
stil”. Hér ætti aö standa „lát-
bragð þeirra var tengt daglegum
athöfnum þeirra sem noröriö
byggja og einmitt meö þessari
óþvinguöu og eölilegu framkomu
geröu leikararnir sig strax
skiljanlega” — eöa eitthvaö I þá
, veru.
Ýmislegt annað er missagt,
einkum undir lokin. bar segir i
textanum, aö 1 lok sýningarinnar
hafi leikararnir gengiö fram og
rétt fram hendurnar eins og til aö
leita hjálpar. Höfundur
umsagnarinnar lýkur þá máli
sinu á þessa leið: „Eftir þessa
áhrifasterku sýningu virtist svo
áleitiö látbrigöi of smátt i boöun
sinni. Svo virtst sem fremur væri
látin I ljós eftirsjá eftir horfnum
sæluheimi en sigursæl samstaöa.
Engu aö siður var þessari hrif-
andi sýningu mjög vel fagnaö”. 1
textanum sem áöur kom i blaöinu
varö þessi kafli umsagnarinnar
mjög kyndugur.
Jochen Gleiss, sá sem skrifaöi i
Theater der Zeit, sá meö öörum
oröum ekki annaö neikvætt viö
sýninguna en ákveöiö atriöi i
leikslokum — og skal rétt vera
rétt i þeim efnum. Sýningin hefur
reyndar vakið mikla hrifningu i
DDR af blaöadómum aö dæma,
sem enn eru aö berast upp hing-
aö. í leikdómi i BZA rá 2. október
segir m.a.:
„Ahrifarikasta atriöið... er
kajaklátbragösleikurinn fallegi,
þar sem þrir leikarar sýna meö
likömum sinum einum saman þaö
samgöngutæki, semfyrr meirvar
ein af brýnustu lifsnauösynjum
Eskimóanna og nú er oröiö sýn
ingargripur á dapurri og ógeö-
fellri sýningu fyrir feröamenn.
Eins og allt i þessari sýningu
gengur atriöiö fljótt fyrir
sig — en hvilikur tjáningar-
kraftur, hvllik nákvæmni I tákn-
máli hreyfinganna. Leikritiö
er engin hvatning um aftur-
hvarf til grútatýra og fiskispjóta.
Markmiö leikstjórans, Brynju
Benediktsdóttur.meö sviösetn-
ingu sinni er: aö leiöa hugann aö
lifsháttum, sem samræmast
ákveöinni þjóö og þvi landi sem
hún byggir; segjum skiliö viö þá
„siömenningu” sem birtist okkur
i gerf i nýrrar nýlendustefnu, sem
miðar aö þvl einu aö ala af sér
gagnrýnislausa leikendur. betta
getur gott leikhús lika gert”.
Ernst Schumacher segir i
Berliner Zeitung meðal annars:
„Saga Eskimóanna veröur i
meðförum reykviska leikflokks-
ins ekki aðeins dæmigerö fyrir þá
menningarlegu smáhópa, sem
glataö hafa upprunalegum lifs-
háttum sínum fyrir ágengni ný-
lendu- og heimsvaldastefnu, held-
ur fyrir mannkyniö i heild. Sú
hlýja, næstum lotningarfulla inn-
lifun, sem fram kemur i túíkun
reykvisku leikaranna á lifi, ást-
um og afkomu Eskimóanna fyrr á
timum — meö söng, dansi, ýmiss
konar helgisiöum, auk „frjálsr-
ar” leiktúlkunar — vikur fýrir
hárbeittri og ádeilukenndri, en
jafnframt samúðarfullri sýn-
ingu á þvi, hvernig Eskimóarnir
glata bæöi einstaklingshugsun
sinni og félagsvitund I nútiöinni,
eftir aö þeir hafa mátt taka viö
„náöargjöfum vestrænnar
menningar”. begar leikararnir
fleygja táknum vestrænna
„framfara”, kókflöskum, biikk-
dollum, úöadósum og alls kyns
glingri i „Essó” tunnu, klæddir
litskrúöugum „fjöldafram-
leiöslu”-flikum, framandlegir á
svip meöútbrunna vindlinga milli
varanna og syngja um leiö eins
konar ásökunarljóö, þá fær
sýningin á sig mynd, sem visar til
ákveöinna sögulegra aöstæöna.
bessi tilvisun til ákveöins sögu-
legs veruleika er undirtónn þeirr-
ar spurninga, sem beint er til á-
horfenda:
„Ég óttast um okkur menniná.
Skyldi fara eins fyrir okkur og
hinum gömlu og sjúku, sem skild-
ir voru eftir úti á isnum, þegar
þeir gátu ekki lifaö lengur?”
Spurningin veröur áö ákalli til
okkar um aö svara henni á annan
og mennskari hátt.
ENN UM INÚK í BERLÍN:
Búlgarlu - Skemmtikvöld á Hótel Loftleiöum
22. febrúar - 4. mars 1979 (Víkingasal)
Soffía Pétursdóttir. Vladimira Oreshkova
• Búlgarskur matur og vín
• Búlgarskir dansar
• Búlgörsk tónlist
• 6 dansarar dansa þjóðdarisa á hverju kvöldi
• Tríó leikur undir og kemur sérstaklega fram.
• Hver matseðill er með númeri og dregið er úr þeim á
hverju kvöldi, eitt eða fleiri númer, og að síðustu úr
öllum númerum — Búlgaríuferð fyrir 2 í þrjár vikur.
• Húsið opnað kl. 19.00
Tekið á móti borðapöntunum í símum 22321 og 22322.
• Kynningarfundir og kvikmyndasýningar verða á
Hótel Loftleiðum (Víkingasal) laugardagana 24.
febrúar og 3. mars kl. 14.00 e.h. Sýndar verða myndir
frá Búlgaríu og hótelstjórinn og aðallæknirinn á
heilsuræktarstöðinni á Grand Hótel Varna mæta og
svara fyrirspurnum.
• öllum heimill aðgangur.— Kaffi á eftir.
• Búlgaríufarar, fjölmenniðá þessi kynningarkvöld og
hafið með ykkur myndir frá dvölinni s.l. ár.
Sjáumst á Hótel Loftleiðum
Stofnfundur í vináttufélaginu „(sland — Búlgaría" verður miðvikudaginn
28. febrúar kl. 8.30 e.h. á Hótel Loftleiðum (Víkingasal).
Búlgörsku gestirnir mæta.
öllum sem áhuga hafa á aðgerast meðlimir heimil þátttaka.
Feröasknfstote
KMRTANS
HELGASONAR
SkóiavörOusiig 13A Reykiavik simi 29211