Þjóðviljinn - 18.02.1979, Blaðsíða 11

Þjóðviljinn - 18.02.1979, Blaðsíða 11
Sunnudagur 18. febrúar 1979 ÞJÓÐVILJINN — StÐA 11 Þóroddur Guðmundsson: FYRIR STRIÐ Um ljóðabók Erlendar Jónssonar Þegar ný kvæðabók kemur i mínar hendun verð ég jafnan feginn og les hana í einni lotu. Síðan legg ég bókina til hliðar, en les hana aftur, ef hún hef- ur eitthvað orkað á mig við fyrsta lestur, og þá eftir dálítinn tíma. Loks kryf ég hana til mergjar, þegar frá líður, ef mér þykir hún þess verð. Þannig fór um þessa nýju bók Erlends Jónssonar. Bókin skiptist i þrjá kafla: Barnaskapur fyrir strlð, Alvaran fyrir strfð og Norðurrútan ’39. Allir fundust mér þessir kaflar auöskildir og eiga við migerindi. Mér fannst bókin hefjast likt og ferðasaga yfir heiði, dálitið lang- dregin fyrst, en svo var hert á göngunni, eins og ferðamaðurinn þyrfti að ná háttum I taeka tiö. Ég sagði, að ljóðin væru auð- skilin. Þau eru einföld aö hugsun og gerð og þvi ólik flestum nú- timaskáldskap, sem viða er tyrf- inn og óaðgengilegur. Ég sagöi lika, aö þau heföu átt við mig er- indi, og ég ætla að skýra það ofur- litið nánar. Það veröur bezt gert með þvi aö fjalla um kafla bókar- innar hvern fyrir sig og siðan sameiginlega. Fyrsti hluti bókarinnar er meir en þriðjungur hennar að vöxtum, 25 blaðsiður, annar hlutinn 17 siö- ur og sá þriðji 13. I fyrsta hlutan- um er bernskuárunum lýst, eins og nafnið bendir til. Það er ung- æðisleg skilgreining. Svo segir i kvæðinu Draumalönd: Ég ætla að verða bilstjóri. Ég ætla að keyra boddlbil, smala fólki á héraðsmót og aka fullur heim um miðja nótt með aðra höndina utan um stelpu, hina á stýrinu. En honum svarar kona á svörtu pilsi. Hún segir svo meðal ann- ars: „Vertu bara bóndi, það er miklu betra en vera verkamaður I kaupstað. i Reykjavlk býr fólkið i kjöllurum, étur fisk og sætsúpu, deyr úr tæringu.” Viöhorfin eiga eftir að breytast Heimurinn kallar á drenginn há um róm. Fáeinum blaðsíöum slð ar birtist kvæðið A liðandi stund Þaö hefst meö þessum ljóðlínum sem eru allt annars eðlis: Sigurður Einarsson les erlendar fréttir. Stofan fyllist framandi nöfnum. Halastjörnur og einræðisherrar vekja ugg i brjósti. Barist er i Abesslnfu og á Spáni. Aðdragandi heimsstyrjaldar- innar siðari er hafinn, eins konar forspil hennar. Ég var staddur i Reykjavik, þegar Italir réðust inn I Abessiniu með landvinning fyrir augum. Mér er enn I minni, þegar ég mætti Gunnari M. Magnúss i Bankastræti og hann sagði mér fréttirnar, hvilikri hryggð og vandlætingu hann var sleginn, og svo var um fleiri. „Æskan er braut og blómin dauð og borgirn- ar hrundar og löndin auö”, kvaö skáldiö góöa. Og eins var þaö með fórnaldardýröina og drauminn, sem að engu var orðinn. Vonirnar sviku, aðnokkru leyti vegna þess, að vér sjálfir brugðumst, en eink- um af þvi að heimurinn brást. „Stattu og vertu að steini og eng- inn mun finna þig.” segir i kvæð- inu Veður. En skáldiö gerir þó þveröfugt, eins og æskunni er tamt. Menn muni, að kaflinn Fyrir stríð eru ort fyrir munn ungs manns: Óstýrilátur strýkurðu upp fyrir efstu brúnir á eintal við skaparann... Eins og Fjalla-Eyvindur strýkurðu til óbyggða... Loks hefst siðasti kaflinn: 1 dögun vorið '39 stefnir rútan norður yfir heiðar og fjöll. Fram- undan er sólskinssumariö góða og striðið mikla. Framundan eru dýrlegir timar. Eða er ekki svo? Þarna hittumst við Erlendur Jónsson sem bræður. Lengra er ekki bilið á milli, þó að aldurs- munur sé nokkur. Nú talar skáld- ið á tungu, sem lifsreynslan hjálpar hverjum fullorðnum að skilja til fulls. Svo hjaðnar kreppan fullkom- lega eins og ský, sem sólin gyllir yfir grænni hafsbrún. Strið rís og hnigur llkt og alda, sem brotnar. Og heitt sumar rennur um heitar greipar eins og handfylli af ljósi. Bókin endar á þessum linum: Þvi jafnvel heitt sumar verður gamalt og grefst I sand. Hver verður þá niðurstaðan, út- koman úr dæminu öllu?Að minni hyggju lifsreynsla. Aö annarra dómi kannski gleymska eða óminni. Hver og einn veröur aö finna svar við þeirri spurningu, ráðningu við sitt hæfi. Mitt er aö yrkja, ykkar að skilja, sagði Gröndal gamli. Mér viröast aðalþættir bókar- innar fjalla um þrennt: Kreppuna, hitasumarið 1939 og heimsstyrjöldina 1939-45. Krepp- an er miðaldra fólki og eldra enn þá I fersku minni. Hún gerbreytti öllu llfsviðhorfi heillar kynslóðar, geröi vonir hennar og þrár aö engu, svipti sonu hennar og dætur öllum draumum og dáö, fyllti hana vonleysi. 011 markmið urðu hjóm. Jóhannes skáld úr Kötlum hef- ur lýst sólskinssumrinu mikla 1939 á ógleymanlegan hátt I snilldarlegri grein. Hann var þá við sauðfjárvarnir uppi á Kili milli Jökulfalls, Hofsjökuls og Illahrauns með einhverja mestu fjallasýn á lslandi allt I kring, heiðrikjukafla, þegar varla dró ský fyrir sól þrjár vikur eða meir, öræfin sem takmarkalaus ævintýrageimur, llfið dásamlegt undur. En skyndilega dró ský fyrir sól, ekki raunverulegt, heldur i tákn- rænum skilningi. A öndverðum tvimánuði barst frétt upp i fjöllin þess efnis, aö heimsstyrjöld væri skoilin á, sú er siöar stóð hátt á sjötta ár, gerningaveður, sem tók öllu fram I hrylling og feiknum, er mannkynið hafði áður kynnzt, „strlðið, sem mikilleik mannsins og miskunnsemd breytt gat I skömm og aldadraumnum á árun- um fimm I andstyggð og vömm,” eins og sænska skáldið Sten Selander kemst að orði I ljóði. Sjálfur dvaldist ég þá I sumar- leyfi mínu norður I Þingeyjar- sýslu og greip þar I heyskap. Suð- rænan kembdi skýin noröur af Hólsfjöllum og Mývatnsöræfum allt sumarið, eöa heiðrikjan hvelfdist yfir höfðum fólks, er gerði sér starfiö að leik með orf og hrifur og vélar, knúðar af hest- um i hreinu lofti og heiðum blæ, þvi að þá höfðu dráttarvélarnar enn ekki komizt I tizku með hávaða sinn og eiturloft. Um miðjan tvimánuö gerði ég yfirreið Erlendur Jónsson yfir Sléttu, Þistilfjörö og Langa- nes viö annan mann, sýslubú- fræöing, er mældi jarðabætur; þegar bóndinn á einum bænum, sem við gistum, sagði okkur, að Þjóðverjar hefðu ráðizt inn I Pól- land. Það setti að okkur dimman geig i sólskininu. Svo að björtu hliðanna sé einnig getiö, minnist ég meö fölskva- lausri gleði vopnahlésdagsins voriö 1945. Ég var þá aö segja upp skólanum i Reykjanesi. Fáninn var dreginn að hún og fögnuöur nemendanna óumræöilegur. Löngum og hræöilegum hildar- leik var lokið og heimurinn aftur frjáls. Þannig skirskotuðu þessir þrlr aöalþættir I bók Erlends til mln, hver á sinn hátt, rifjuðu upp æsku- og manndómsár min, vitn- uðu gegn mér, sem aðgerðalaus og máttvana sat hjá I þessum háskaleik. Þannig talaöi hún til min hljóðu máli eins og aldar- spegill. Sú bók sem það gerir, er ekki til einskis rituð. Mér liggur við að segja, að hún ræði hin djúpu rök lifsins og tilverunnar. Þóroddur Guðmundsson Washington: Moröingjar Leteliers dæmdir WASHINGTON, (Reuter) i vik- unni var dómur kveðinn upp Washington vegna morðsins á Orlando Letelier. Hann var utan- riksiráðherra i stjórn Allendes i Chile en eftir valdarán Pinochets og félaga bjó hann i Washington. 21. september 1976 var sprengju komið fyrir I bifreið hans og olli hún dauða Leteliers og aöstoðar manns hans, Ronni Mofitt, en hún var bandarisk. Tveir Kúbanir Gulliermo Novo og Alvin Ross voru dæmdir fyrir morðið. Ignacio Novo var dæmd- ur fyrir að þegja yfir moröinu. Allir eru þeir félagar i kúbönsku þjóðernishreyfingunni (Movi- miento Nacional Cubano), en hennar markmið er að steypa Fidel Castro af stóli. Þeir tveir fyrrnefndu geta átt fyrir sér llfs- tlðarfangelsi en hinn þriðji allt að átta ára fangelsisvist. Bandariskur starfsmaður DINA (leyniþjónustu Pinochets) Michael Townley kom reyndar sprengjunni fyrir, en hann er aöalvitni I máhnu og þá væntan- lega gegn mildari refeingu. Þrir yfirmenn DINA eru einnig sekir, en þeir munu vera i varðhaldi i Santiago. Þeirra á meðal er Manuel Contreras hershöfðingi fyrrv. yfirmaöur DINA, sem nú kallast ICN. Pinochet sjálfur neitar allri vitneskju um málið, en DINA skipuiagði morðið. Ekkja Leteliers, Isabel sagði i gær að nú væri byrjaö að full- nægja réttlætinu, en samt gengi morðinginn ennþá laus, þe Pinochet. Gagdaeemt traust Sparilánakerfi Lands- bankans hefur frá byrjun árið 1972, byggst á gagn- kvæmu trausti bankans og viðskiptavinarins. Ef þú temur þér reglu- semi í viðskiptum, sýnir Landsbankinn þér traust. Landsbankinn biður hvorki um ábyrgóarmenn né fasteignarveð. Einu skilyrðin eru reglu- bundinn sparnaður, reglusemi íviðskiptum, - og undirskrift þín og aka þíns. iðjið Landsbankann um bæklinginn um sparilánakerfið. Sparifjársöfnun tengd rétíi til lár KJJS1 Sparnaður þinn eftir 12 mánuði 18 mánuði 24 mánuði Mánaöarieg innborgun hómarksupphæð 25.000 25.000 25.000 Sparnaður í lok tímabils 300.000 450.000 600.000 Landsbankinn lánar þér 300.000 675.000 1.200.000 Ráðstöfunarfé þitt 1) 627.876 1.188.871 1.912.618 Mánaðarleg endurgreiðsla 28.368 32.598 39.122 Þú endurgreiðir Landsbankanum á 12 mánuðum á 27 mánuðum á 48 mánuðum 1) í tölum þessum er reiknað með 19% vöxtum af innlögðu fé, 24% vöxtum af lánuðu fé, svoog kostnaði vegna lántöku. Tölur þessar geta breytzt miðað við hvenær sparnaður hefst. Vaxtakjör sparnaðar og láns eru háð vaxtaákvörðun Seðlabanka íslands á hverjum tíma. LANDSBANKINN Sparilán-fiygging í fiwntíð

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.