Þjóðviljinn - 18.02.1979, Page 17

Þjóðviljinn - 18.02.1979, Page 17
Sunnudagur 18. febrúar 1979 ÞJÓÐVILJINN — StÐA 17 Mihail Mihailovits Bobrof, scm nú þjálfar iþróttafdik Ung- mennafélagsins Breibabiiks t frjáisum fþróttum, fæddist I Leningrad þann 11. ágúst 1923. Faöir hans og nafni, Mihail Bobrof, var frægur sktöamabur á þriöja áratugnum. Hann vaktl áhuga Bobrofs yngra á fþrútt- um. Bobrof yngri hóf aö stunda iþróttir af kappi, þegar hann var 16ára. Ari seinna, eöa 1940, varö hann svo Sovétmeistari sveina f svigi og bruni og vann til tveggja gullverölauna. Auk skföafþrótta og frjálsra iþrótta stundaöi hann mikiö fjallgöng- ur. Ariö 1941 hóf hann nám viö Rikisháskólann Lesgraft I Leningrad. En þegar seinni heimstyrjöldin braust út hætti hann námi og fór ásamt jafn- öldrum sinum aö verja fööur- landið. Að strfðinu loknu, árið 1945, hélt M. Bobrof námi sinu viö háskólann áfram og lauk þvi áriö 1954. Ariö 1946 hafði hann orðiö Sovétmeistari i 5 km hlaupi. A eftirstriösárunum setti hann oft Hver er mmm""""""»"mmmmmmmmtmmmmmmmmmm hann, þessi Mihail Bobrof, þjálfari frjáls- iþróttafólks Breiöabliks. Mihail Bobrof? Leningradsmet og varö Lenin- grads- og Rússlandsmeistari og vann auk þess til verölauna I Sovétmeistaramótum. Sam- timis hélt hann áfram að stunda fjallgöngur og kleif margar erfiðar leiðir i Kafkafjöllunum, Pamir og Tien-Shan-fjöllunum. A þessum tima einbeitti hann sér sérstaklega að þjálfara- og kennslustörfum og auk þess vlsindastörfum. Hann vann aö kynningu og eflingu nýrrar iþróttar, nútíma fimmtar- þrautar (hindrunarhlaup á hesti, skylmingar, skotfimi, sund og hlaup). Þessa iþrótt var fariö að stunda i Sovétrikjunum fyrir 15. olympiuieikana. Bobrof var Leningrad- og Sovétmeist- ari i greininni frá 1950 til 1963. A þeim árum var hann lika I sovéska landsliðsúrvalinu og tók viða þátt I alþjóðlegum keppnum, m.a. I heims- meistaramótum og i 15. og 16. ólympiuleikunum i Helsinki og Melbourne. Fimleika- og iþróttanefnd sovéska rikisráðsins sæmdi hann titlinum Iþróttameistari Sovétrikjanna fyrir frammi- stöðu hans i frjálsum iþróttum, fjallgöngu og nútima fimmtar- þraut. Hann hefur lika hlotiö tit- ilinn „veröskuldaður þjálfari Rússlands”. Margir nemenda M.M. Bro- , bofs hafa unniö til verölauna og oröið Sovétmeistarar i frjálsum iþróttum og nútfma fimmtar- þraut. Einnig hafa sumir þeirra eins og t.d. A. Tarasof og N. Tatarinof hlotið titilinn „verð- skuldaðir iþróttameistarar”, en þeir voru heimsmeistarar i nútfma fimmtarþraut frá 1957 til 1961. M,M. Bobrof hefur margoft verið aðaldómari I frjálsum iþróttum og nútfma fimmtar- þraut á Sovétmeistaramótum. Hann var varadómari i áður- nefndum Iþróttagreinum ■ á heimsmeistaramótum árin 1961 til 1974. Hann hefur dómara- réttindi i frjálsum Iþróttum I öllum lýðveldum Ráðstjórnar- rikjanna og alþjóöaréttindi i nútima fimmtarþraut. Skipu- lagsnefnd ólympiuleikanna i Moskvu hefur staðfest hæfni M.M. Bobrofs til aö gegna starfi varadómara f nútima fimmtar- þraut á ólympiuleikunum 1980. M,M.Bobrof hefur samiö rúmlega 60 kennslubækur. Meðai þeirra eru bækur um kennslu og æfingar i likamsrækt fyrir nemendur framhalds- skóla, æfingar i ýmsum iþrótta- greinum fyrir þjálfara og kann- anir á sviði sálarfræði, kennslu- fræði og lifeðlisfræði. Hann hefur námstitilinn doktor og hefur auk þess dósentgráðu i uppeldisfræöi. Um þessar mundir stjórnar hann leikfimi- deildinni við Rikisháskólann i Leningrad, þar sem margir af bestu Iþróttamönnum Sovét- rikjanna eru við nám. \ — „Hlaup i' þágu lifsins,” eftir lækni frá Nýja Sjálandi. Hann starfar með hinum fræga ný- sjálenska þjálfara Arthur Leadyard. — „Hlaup frá hjartaslagi,” eftir Albert Vollenberg, frægan, austur-þýskan sérfræöing i hjartalinuritum. — „Hlaup, hlaup, hlaup,” e. Arttiur Leadyard frjálsiþrótta- þjálfara á Nýja-Sjálandi. — „Við karlmenn,” eftir Stif Sjenkmann, frægan, sovéskan þjálfara og uppeldisfræöing. — „Hlaupiö öll,” eftir Rimma Motiljanskaja, frægan, sovésk- an vbindamann, prófessor og doctor med. Nákvæmar rannsóknir hafa leitt i ljós, aö ekki er mikill munur á starfrænni hæfni hjarta og æða- kerfa eldra fólks, sem stundar hlaup relgulega, og ungs fólks, sem ekki stundar iþróttir. Kann- anir sovéska prófessorsins R. Motiljanskaja leiða I ljós, að hjá 82 prósentum af gömlum hlaupa- mönnum hefur aðeins verið vart litillegrar aldursbreytingar á starfsemi hjarta, æöa- og tauga- kerfis. Rannsóknir Gillmores frá Nýja-Sjálandi sýna, að fólk sem stundar hlaup reglulega getur reiknaö meö 12 til 15 ára lengri starfsaldri en annars væri. Vollenberg, sérfræðingur i hjartalínuritum, heldur þvi fram, að likur á hjartaslagi séu hverf- andi litlar hjá manni, sem stund- ar reglulega hlaup. Trimmáhugi eykst á Islandi 1 Sovétrikjunum, i mörgum öðrum löndum og sérstaklega á Norðurlöndum, t.d. Islandi, eru margir sömu skoöunar og fyrr- nefndir rithöfundar og margir sem stunda hlaup. Þeir hlaupa einir ogi hópum. Meöal þeirraer mikiö af fullorönu fólki. A kvöld- in, eftir vinnutima, og á fridögum koma sifellt fleiri „trimmarar” á iþróttavöllinn i Kópavogi. Þetta fólk er á mismunandi aldri, og margir koma meö börn sin meö og kynna þeim iþróttina. Aöalat- riðiö er, aö fólk geri sér grein fyrir þvi, að hlaup er ekki aðeins nauðsynlegt vopn til þess að halda heilsu, heldur lika mjög einföld leið til þess. Það skiptir ekki máli hvar eöa á hvaða tima sólarhringsinshlaupiöer. Aðalat- riöið er, að hlaupið sé reglulega Almenningsfþróttir á tslandi hafa oft lent i hinum undarlegasta far- vegi. Hér er mottóið greinilega: „Þú skalt synda helv.... þitt, hvort sem þér likar betur eöa verr.” og að það komist upp i vana. En til þess að venja sig á að hlaupa þarf ekkert annað en vilja, á- kveðni og auövitaö læknisráö. tþróttamenn IBreiðablik sýndu mjög gott fordæmi, þegar þeir skipulögðu, undir forystu Haf- steins Jóhannessonar og í sam- vinnu við ritstjórn Dagblaösins, maraþonboðhlaup að heildar- lengd 369,39 km. Þaö er athyglis- vert, að ekki aðeins frægir iþróttamenn hlupu þetta 39 klst. langa hlaup. Byrjendur i hlaupi voru meðal þátttakendanna 25. Hlaupararnir voru á öllum aldri, frá 9 til 55 ára. Þeir stóðu sig glæsilega í þessu erfiða hlaupi, þrátt fyrir slæmt veður. Sjálft maraþonboðhlaupið, sem svo á- gætlega var sagt frá í Dagblaö- inu, var góö auglýsing fyrir iþróttir og fyrst og fremst fyrir hina góöu æfingu, hlaup. Iþrótta- fólk Breiöabliks hugsar sér aö hlaupa boðhlaup hringveginn um landið árið 1979. Hugmyndin er mjög góð og óskandi að hún verði að raunveruleika. Er þér ógnað af hjartaáfalli? Aðlokum vil ég leggja fyrir les- endur próf, sem búið var til af rannsóknarstofu leikfimideildar Leningradháskóla. Meöþvigetur hver og einn athugað ástand heilsusinnar. Kalla mættiprófið: „Er þér ógnað af hjartaáfalli? I. ALDUR 20 — 30 ára lstig. 31 — 40 ára 2 Stig. 41 — 50ára 3 stíg. 51 —60ára 4 stig. eldri 5 stig. II. KYN Kvenkyn lstig. Karlkyn 2stíg. III. Streita: Býröu viö mikta til- finningalega spennu? Nei Ostíg. Nokkra 4 stig. Já 8 stig. Veldur vinnan þér streitu 9 Nei Ostig. Nokkurri 4 stig. Já 8 stig. IV. ÆTTGENGUR ÞATTUR: Enginn náinn ættingi hefur fengið hjartaslag 1 ættingi hefur fengiö slag en eftír 60 ára 0 stig aldur lstig. 1 ættingi hefur fengið slag, en fyrir 60 ára aldur 2stíg. 2 slikir ættingjar 3 stíg. 3 slikir ættíngjar 8 stig. V. REYKINGAR. Reyki ekki Ostíg. Reyki 0—10 sigarettur. 2 stig. á dag Reyki pipu 3 stig. Reyki 20 sigarettur á dag 4 stig. Reyki 40sigarettur á dag 8 stig. VI. MATARÆÐI: Kjöt fita, brauð og sætindi boröuð: Mjög hóflega 1 stig Nokkuö 3 stig Mikiö 7 stig VII. BLÓÐÞRÝSTINGUR Minna en 130/80 Ostig Að 140/90 l stig. Að 160/90 2 stig. Aö 180/90 4 stig. Meira en 180/90 8. stig. VIII. ÞYNGD Rétt þyngd (hæö -r 100 cm) 0 stig. Skgyfirréttriþyngd 2stíg. lOkg. yfirréttriþyngd 4 stig. lSkgyfirréttriþyngd 6stig. 20 kg eða meira yfir réttri þyngd 8stig. IX. HREYFING: Mikil Ostíg. Nokkur lstíg. Litil 3 stig. Engin 6stig. Leggjum nú saman. Verði stigafpdi 10 eða færri, er svo til engin hætta á slagi. 11 — 18 stig — áhættan er lítil, en hættír til að aukast. 19 — 25 stíg — umtalsverð á- hætta. Reyniðað minnka slæm á- hrif. 26— 32s tig — kannanir sýna aö 5. hver karlmaður i iðnrikjunum deyr af völdum slags. Viljið þér ekki lenda I þeim hópi, farið þá til læknis og semjið með honum á- ætlun tíl þess að styrkja hjartað yöar. 32 stig eða meira — ástandiö er alvarlegt. Fariö strax til læknis. Losið yður strax við skaölegar venjur og byrjið að þjálfa hjarta- vöðvana reglulega. Þá er aðeins eftir að óska les- endum góðrar heilsu, og eftir að þér hafið rætt við lækninn yðar, bjóðum við yöur til reglulegra trimmtima. Mihail Bobrof. ÍÞRÓTTIR — ÚTIVIST ' / IÞROTTAFATNAÐUR í MIKLU ÚRVALI: ÆFINGAGALLAR, ÆFINGASKÓR, LEIKFIMIBOLIR — BUXUR OG TREYJUR, SUNDBOLIR,SUNDSKYLUR. ALLAR ÍÞRÓTTA- OG ÚTIVISTARVÖRUR Sportborg Hamraborg 10 — sími 44577.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.