Þjóðviljinn - 29.04.1979, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 29.04.1979, Blaðsíða 4
4 StÐA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 29. aprfl 1979 UOBVIUINN Málgagn sósíalisma, verkalýðs- hreyfingar og þjóðfrelsis t'tgefandi: Útgáfufélag þjóöviljans F'ramkvæmdastjóri: Eiöur Bergmann Ritstjórar: Arni Bergmann. Einar Kar\ Haraldsson. Fréttastjóri: Vilborg Haröardóttir Rekstrarstjóri: Úlfar Þormóösson Auglýsingastjóri: Rúnar Skarphéöinsson Afgreiöslustjóri: Filip W. Franksson Blaöamenn: Alfheiöur Ingadóttir, Einar Orn Stefánsson, Guöjón Friöriksson, Ingibjörg Haraldsdóttir, Ingólfur Margeirsson, Magnús H. Glslason, Sigurdór Sigurdórsson. Erlendar fréttir: Halldór Guö- mundsson. tþróttafréttamaöur: Ingólfur Hannesson. ÞingfréttamaÖ- ur: Siguröur G. Tómasson. Ljósmyndir: Einar Karlsson, Leifur Rögnvaldsson. Útlit og hönnun: Guöjón Sveinbjörnsson, Sævar Guöbjörnsson. Handrita- og prófarkalestur: Andrea Jónsdóttir, Elias Mar. Safnvöröur: Eyjólfur Arnason Auglýsingar: SigríÖur Hanna Sigurbjörnsdóttir, Þorgeir Ölafsson. Skrifstofa: Guörún Guövaröardóttir, Jón Asgeir Sigurösson. Afgreiösla:Guömundur Steinsson, Hermann P. Jónasson, Kristín Pét- ursdóttir. Símavarsla: Ólöf Halldórsdóttir, Sigriöur Kristjánsdóttir. Bflstjóri: Sigrún Báröardóttir Húsmóöir: Jóna Siguröardóttir Pökkun: Anney B. Sveinsdóttir, Halla Pálsdóttir, Karen Jónsdóttir. Útkeyrsla: Sölvi Magnússon, Ráfn GuÖmundsson. Ritstjórn, afgreiösla og auglýsingar: Slöumúla 6, Reykjavlk, gfmi 8 13 33. Prentun: Blaöaprent hf. Að stjórna í kreppu • Fyrsti maí er enginn dagur lofsöngva: Þann dag er f jallað um það sem ekki hefur verið gert og blásið til átaka. Ríkisstjórn er að jafnaði mikill skotspónn þennan baráttudag. Sú sem nú situr er engin undantekning, nema síður vaeri. Hún má einmitt búast við sérstaklega harðri hríð. Vegna þess að íslenskt þjóðfélag er í kreppu og vegna þess að í stjórninni sitja verkalýðsflokkar. • Greinahöfundar, sem mæla fyrir vinstri viðhorfum hafa ekkert verið að hlífa þessari stjórn í vetur. Þeir hafa sumir viljaðsýna fyllstu sanngirni, aðrir hafa hins- vegar varla átt orð til að lýsa andstyggð sinni. Hvað um það: samnefnari þessarar gagnrýni er sá, að það sé illt og bölvað, að vinstristjórn, sem svo vill heita, geti ekki beitt öðrum úrræðum en þeim sem hægristjórnir nota. Er þá bæði rætt um niðurskurð á verðbótum og svo út- gjöldum til samneyslu. Með þessu móti, segja menn missir almenningur allra átta, fær engan mun séð lengur á vinstri og hægri og fyllist pólitískri deyfð og vonleysi. • Aðrir vilja gefa stjórninni líf og tækifæri. Þeir draga fram dæmi um ráðstafanir sem hægristjórnir ekki gera — félagsmálapakka,niðurfe!lingu söluskatts af matvæl um o.fl. öðru fremur er þó vísað til þeirrar nauðsynar sem segir að allt sé betra en íhaldið. Ennfremur sé það mikil nauðsyn, að vinstristjórn glími við vandamál þjóð- félagsins í sæmilega skikkanlegan tíma, til að svarað verði þeim íhaldsáróðri, að Sjálfstæðisf lokkurinn sé sú hrygglengja í íslenskri stjórnsýslu, sem ekki verði brott numin án þess illa fari. • I framhaldi af þessu heyrast brigsl um bæði aumingjaskap og svik í garð forystumanna eða þá hvatningarorðog vonartal til sömu forystumanna um að þeir standi sig sem best í stríðum straumi. Sem vonlegt er — þetta fer allt f ram hið næsta okkur sjálf um. • Hitt er svo sjaldgæfara, að sá vandi, sem ríkisstjórn- in situr í og þá ekki síst verkalýðsf lokkur eins og Alþýðu- bandalagið, sé settur í stærra samhengi, og þá að spurt sé um f leira én frammistöðu forystumanna. Þessi vandi er snar þáttur af kreppu sem gengið hefur yf ir verkalýðs- hreyfingu og vinstrihreyfingu um alla Evrópu. Sú kreppa á sér ýmsar orsakir. Ein er sú, að austur- evrópskt fordæmi, sem þar um slóðir er kallað „raun- verulegur sósíalismi'', er ekki aðlaðandi. Þessi stað- reynd undirstrikar enn frekar en áður nauðsyn þess, að verkalýðsf lokkar Evrópu skapi sér eigin svör og stjórn- list. Og það kemur á daginn, að þegar kapítaliskt hag- kerfi staðnar í blöndu af miklu atvinnuleysi og / eða verðbólgu þá skortir mikið á að þau svör séu mótuð. Með öðrum orðum: meiriháttar verkalýðsflokkar í okkar hluta heims reynast geta náð umtalsverðum árangri í baráttu fyrir hag verkafólks meðan hagvöxtur er greið- ur. En þegar hagvöxturinn hef ur gufað upp þá er ekki til pólitísk stefna til að mæta þeim tíðindum, og skiptir þá ekki höf uðmáli, hvort verkalýðsf lokkar eru í stjórn eða stjórnarandstöðu. Haf i þeir f jöldafylgi komast þeir ekki hjá þvi að móta sínar „kreppuaðgerðir". Og þótt ýmsir merkir talsmenn evrópskrar verkalýðshreyfingar hafi reifað nauðsyn þess að Ijá einnig slíkum ráðstöfunum „stéttarinntak" þá hafa leiðir til þess ekki fundist. Meira en svo: kreppan hefur m.a. leitt til þess, að van- rækslusyndir á sviði jafnlaunastefnu hafa komið skýrar f ram en áður og þar með f ylgt möguleikar á að borgara- stéttin notfæri sér ágreining milli einstakra hópa launa- fólks. • Um leið kemur í Ijós, að verkalýðshreyfingin hefur tapað margri orustu um vitund alþýðu við herskáa ein- staklingshyggju og neysluhugsjón. Orustum um það hvað fólk telur eftirsóknarvert, telur miklu varða í lífi sinu. Því miður hef ur aðeins minnihluti vinstrisinna gef- ið því sæmilegan gaum á síðari árum, að jafnvel þótt ýmsir ágætir kjaramálasigrar ynnust varð staðan á víg- velli gildismatsins æ tvísýnni eftir því sem lengur leið. —áb lausri misnotkun pólitlsks valds.” Ja,- bragB er aö þá barnið finnur. Embættismannakerfi Reykjavíkurborgar er af- sprengi og ýking þess dæmis sem ég tók hér I upphafi af sjálfri mér I3eöa 14 ára gamalli skólastelpu. Þessi stærsti at- vinnurekandi I höfuðborginni Siðlaus misnotkun pólitísks valds” Ég var þrettán eða fjórtán. Sumarið var í nánd og ekki seinna vænna að f ara að leita sér að vinnu. Flestar skóla- systur mínar og vinkonur höfðu þegar tryggan samastað í sumarfríinu, annað hvort i Bæjarút- gerðinni og fsbirninum, þar sem fékkst stór peningur fyrir mikla vinnu, eða þá í skrúð- görðunum og kirkjugörð- unum þar sem nóg var af útilofti og sól, sem ekki veitti af eftir veturlanga skólasetu. Þetta var eiginlega fyrsta sumarið sem maður hafði það á tilfinningunni að nú gæti maður f arið að vinna f yr- ir sér á annan hátt en að vera i sendiferðum og barnapössun. Þvl var það að ég fór niöur I Hafnarbúðir, þvl þar var Ráðningarstofa Reykjavlkur til húsa. Ég sótti I grandaleysi um vinnu hjá bænum og var alveg sama hvað ég fengi. Auðvitað var mér tekið eins og hverjum öðrum hundaskit, en ég fékkst ekki um það, hafði þegar frétt frá öðrum hvernig starfsfólk Ráðningarstofunnar væri I viðmóti við skólastelpur á þess- um aldri. Nafn, fæöingardagur og eitt- hvaö þess háttar var tekiö niður á blað og mér sagt að blöa, þangað til ég heyrði eitthvaö frá þeim. Timinn leið. Þegar ég var aftur og aftur búin aö Itreka umsókn mina um vinnu bæði I slma og I eigin persónu án minnsta árangurs en aðrir, bæði á undan mér og eftir, fengu skjóta úrlausn, varð ég efins I að þetta þýddi nokkuð. Ekki minnkaði efinn við vitneskjuna um að þeir sem úrlausn fengu á þessari opinberu vinnu- miðlunarstofu bæjarins fengju sin sumarstörf undantekninga- laust i gegnum kliku, — maður þekkti mann, sem þekkti mann o.s.frv. Ég fór ósjálfrátt eftir samtöl við skólasystkin min að leita eftir slikum aðgangi að úti- vinnu eða vel launaðri vinnu I fiski. Þetta voru mín fyrstu kynni af Reykjavlkurborg og þvl viöhorfi sem þar rlkti gagnvart manna- ráöningum. Þessi kynni mln sýndu mér fljótlega aö til var I augum „borgarinnar” tvenns konar fólk, „æskilegt fólk” sem kaus flokkinn og hins vegar „kommarnir”. Ég átti sem 13 ára unglingur engan aðgang aö klíkukerfi þvl sem skólavinnan byggðist uppá og þvl gekk ég at- vinnulaus að mestu það sumarið eins og reyndar fleiri sem eins var ástatt um. Við höfðum eins og græningjar eytt besta vinnu- leitartlmanum til einskis á spjöldum Ráðningarstofunnar. Næsta sumar var ég ekki það vitlaus að láta mér detta I hug að sækja á náöir Sjálfstæöis- flokksins meö vinnu. Ég hafði I eitt skipti fyrir öll komist aö þvi aö til þess þurftu foreldrar eða aðstandendur aö kjósa rétt og það geröu þeir ein- faldlega ekki. Þessi reynsla I byrjun sjöunda áratugsins rifjaðist upp fyrir mér, þar sem ég sat I blaöa- mannastúku borgarstjórnar Reykjavlkur á slðasta fundi hennar 3. aprll s.l., þar sem Birgir Isleifur Gunnarsson lýsti vanþóknun þeirra Ihalds- manna á því að ekki skyldi ráð- inn „æskilegur” maöur á embætti skrifstofustjóra borgarstjórnar. Auðvitað gátu menn ekki ann- að en hlegið þegar þessi oddviti flokksræðisins og kllkuskapar- ins las upp bókun þeirra Sjálf- stæðismanna: 1 fyrsta skipti I 50 ár lýsti embættisveiting á veg- um Revkjavíkurborgar „sið- hefur aldrei látiö sig muna um að sigta gegnum flokkssiuna krakka á skólaaldri sem á náðir hans hafa leitað eöa nær væri kannski aö segja að þeir hafi aldrei látið sig muna um að hygla sínum með vinnu fyrir krakkana þeirra, — hvað þá þegar um feit embætti á borgar- skrifstofunum er að ræða. Það er þvi engin tilviljun að I 38 af 40 æðstu embættum Reykjavikur- borgar sitja flokksbundnir Ihaldsmenn og sú staðreynd sýnir best siðgæði fyrri vald- hafa. Eða hverju heldur Birgir Isleifur og kompani að Reykvikingar hafi viljað breyta þegar þeir felldu 50 ára flokks- ræði ihaldsins I Reykjavlk frá völdum, — ef ekki þeirri siö- iausu misnotkun pólitísks valds sem þeir eru fulltrúar fyrir? Nei, það er ekki hægt að taka mark á þessum mönnum. Þeir fyllast heilagri vandlætingu þegar einn ranglátur kemur i hóp þeirra réttlátu á borgar- skrifstofunum og skipta þá engu mannkostir eða reynsla. heldur stjórnmálaskoöanir viðkom- andi. Ég get hins vegar tekið undir þau orð vandlætarans aö misnotkun pólitisks valds er siö- laus þó mér finnist reyndar eins og komið hefur fram hér aö framan að hann ætti ekki að taka sér þessi orð I munn. Og þegar 38 af 40 starfsmönnum Reykjavikurborgar eru orðnir flokksbundnir kommúnistar, kratar eða frammarar þá kem ég til meö að fordæma það á sama hátt og ég fordæmi það flokksræði sem embættis- mannahópur Reykjavlkurborg- ar er skýrt dæmi um. r Alfheiður Ingadóttir skrifar

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.