Þjóðviljinn - 29.04.1979, Blaðsíða 12

Þjóðviljinn - 29.04.1979, Blaðsíða 12
12 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 29. apríl 1979 Sunnudagur 29. aprll 1979 ÞJÓDVILJINN — SIÐA 13 yndir Jón Hermannsson Togveiðar á Nýfundnalands- miðum á 6. áratugnum er sér- stakur kapituli i islenskri fisk- veiðasögu. Þeirri sögu lauk með ósköpum er togarinn Júli fórst með allri áhöfn, 30 manns, i miklu fárviðri er skyndilega skail á viku af febrúar 1959. Voru þá fleiri is- lensk skip hætt komin. Þessi ntannskaði varð til þess að sókn á Nýfundnalandsmið lagöist af frá tslandi. Arið 1958 var mesta aflaár í sögu þjóðarinnar fram að þeim tima. Heildaraflinn varð 505 þús- und lestir. Af þessum afla var karfi um 110 þúsund tonn og hafði aukist um 47 þúsund lestir frá ár- inu áður. Þar voru fengsæl karfa- mið við Nýfundnaland drýgst. Hinn 31. janúar 1959 birtist frétt I Þjóðviljanum um afla hinna 8 togara Bæjarútgerðar Reykja- víkur i þeim mánuði og er hún lýsandi fyrir sóknina á Nýfundna- landsmið. 1 henni segir m.a.: ,,I janúarmánuði hafa togarar Bæjarútgerðar Reykjavikur að mestu stundað veiðar á Ný- fundnalandsmiðum, þar sem afli hefur verið mjög góður, en hins vegar hefur afli á Islandsmiðum verið mjög rýr, miðað við fyrri ár, sökum fiskileysis og einnig vegna hins takmarkaða veiði- svæðis togaranna. Fyrri hluta janúar voru 7 af átta togurum Bæjarútgerðarinn- ar á Nýfundnalandsmiðum, en einn þeirra, Ingólfur Arnarson, var á heimamiðum.” En svo skall reiðarslagið yfir. Einn þeirra togara sem lenti i miklum hrakningum var Þorkell máni. Óveðrið skall á laugardag- inn 7. febrúar og voru brátt komin fyrir 20 árum 12 vindstig með frosti og byl. Yfirisaðist skipið fljótt og voru skipverjar klukkutimum saman að berja is með öllum tiltækum verkfærum. Lagðist skipið hvað eftir annað á hliðina og varð aö láta björgunarbátana fyrir borð til að létta af þvi og logskera báts- uglurnar i sundur. Þegar Júli var endanlega talinn af var i Þjóðviljanum skrifaöur leiðari 19. febrúar sem bar nafnið A raunastundu. Þar segir m.a.: „Svo gæti virst að kappið aukist meir en forsjá, að um of sé treyst á skipin og hin nýju öryggistæki. Rökstudd álit á þá leið hafa komið fram á Alþingi og viðar á opin- berum vettvangi á undanförnum árum. Eittlitið dæmi: Hériblað- inu var nú um jólaleytið flutt að- vörun og ábending togarasjó- manna sem verið hafa á Ný- fundnalandsmiðum i vetur. Kappið var svo mikiö að oft var ekki látið nægja að fylla skipið á örstuttum veiðitima, heldur siglt heim með verulegt fiskmagn á eli ri:.: dekki. Þetta var meira aö segja gert i svartasta skammdeginu i vetur, þó að siglingaleiðin milli Nýfundnalands og Islands sé eitt mesta veðraviti aö vetrarlagi. Má mildi kallast að ekki urðu slys á þeim ferðum.” Einn þeirra sjómanna sem sóttu Nýfundnalandsmið á þess- um árum var Jón Hermannsson á ísafirði. Hann var loftskeytamaö- ur á ísafjarðartogurunum Sól- borgu og ísborgu. Jón er þekktur áhugaljósmyndari og tók fjöl- margar myndir um borð á þess- um árum og eru þær nú orðnar sögulegt verðmæti. Hér birtast nokkur sýnishorn af þeim. Þessar myndir eru að visu ekki teknar við þær aðstæður sem hér var áður lýst,heldur við hin bestu skilyrði eins og eölilegt er. — GFr Netavinna um borð Ibv. Sólborgu (1958 eða'59) Þorsteinn, Lúðvfk og Garðar ,1^ „1

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.