Þjóðviljinn - 29.04.1979, Blaðsíða 24

Þjóðviljinn - 29.04.1979, Blaðsíða 24
UOÐVIUINN Sunnudagur 29. aprll 1979 A&alsimi Þjóöviljans er 81333 kl. 9 — 20 mánudaga til föstudaga, kl. 9—12 f.h. og 17 — 19 e.h. á laugardögum. Utan þess tima er hægt aö ná i blaöamenn og aöra starfs- menn blaösins i þessum simum: Ritstjórn 81382, 81527, 81257 og 81285, afgreiösla 81482 og Blaöaprent 81348. 81333 Einnig skal bent á heima- sima starfsmanna undlr nafni Þjóöviljans I slma- skrá. Nafn vikunnar Hallgrimskirkja gnæfir yfir hinn órólega arkitektúr Reykjavikur, segir I grein Flemming Behrendts um Island. Og ennfremur: „Kirkjan er táknræn fyrir Islenskt þjóöfélag.” félaga Svavar Gestsson viöskiptaráöherra sem tók til starfa glóövolgur úr ritstjóra- stööu Þjóöviljans. Flemming hef- ur eftir kaupmanni nokkrum um Svavar: „Þekking hans á viö- skiptum takmarkast viö þaö , aö hann hefur svivirt okkur i blaöi sinu fyrir að stunda þau.” Svavar segir Flemming aö höfuömáliö sé aö sigrast á verö- bólgunni. Hann segir aö fyrri stjórn hafi reynt þaö meö þvi aö stööva launahækkanir sem leiddi til verkfalla og kosningaósigurs. Hann kveður núverandi stjórn reyna önnur ráö einsog hert verö- lagseftirlit og aukna skattlagn- ingu á fyrirtæki ásamt „ákaflega ihaldssömum samdrætti i opin- berum fjárfestingum”. Mesti eplavíns- framleiðandi landsins Þá vlkur Flemming aö áfengis- málum, ríkiseinokun og bjórleysi. Þar segir: „Ger og malt- eöa ávaxtakjarnar fást I dönskum umbuöum. Utan á pakkanum er islenskur miði um aö bannaö sé aö hafa bjórinn of sterkan. Inni i pakkanum er danskur miöi meö fyrirmælum um hvernig hægt sé aö gera bjórinn sterkan.” Segir Flemming frá því hvernig fjármálaráöuneytiö reyndi aö stööva þetta meö því aö biöja viðskiptamálaráðneytiö aö taka geraf frilista. „Svavar Gestsson, sem er þekktur sem einhver öflugasti eplavínsframleiöandi landsins, svaraöi beiöninni ekki, en sendi hana áfram til dóms- málaráðuneytisins, sem áfengis- löggjöfin heyrir undir.” Hefur ekki frést af málinu siöan. Grein Flemmings sker sig nokkuö úr heföbundnum land- kynningargreinum vegna þess aö hann hefur gaman aö aö staldra viö þverstæöur I íslensku þjóölífi. T.d. aö GIsli Jónsson ihaldsmaöur og menntaskólakennari á Akureyri kveöst eiga sérdeilis góöa samvinnu viö þaö sem hann sjálfur kallar „stalln- kommúniska fulltrúa I bæjar- stjórn”. Þeim hinum sama Gisla þykir hins vegar fráleitt aö rikið styrki starfsemi Alþýöuleikhúss- ins. „Þaö er einsog aö gefa brennuvörgum eldspýtur” er haft eftir Gísla. Það fer í taugarnar á mér... ...,aö þaö er ekki hægt aö feröast um bæinn i strætó eftir ki. sjö og um helgar. Albert Guðmundsson Landsfundur Sjálfstæöis- flokksins hefst n.k. fimmtu- dag og er útlit fyrir aö þar veröitalsverö átök um stjórn flokksins. Sem oftar er það Albert GuÖmundsson alþingismaöur sem kemur róti á hugi manna þar sem hann hefur lýst þvi yfir aö hann sé nálægt þvi .aö taka ákvöröun um aö fara I fram- boö i formannssæti I Sjálf- stæðisflokknum á móti Geir Hallgrimssyni. Viöslógum á þráöinn til Alberts af þessu tilefni og spurðum hann nokkurra spurninga. — Ertu I framboði til for- manns I Sjálfstæöis- flokknum? — Það eru allar likur sem benda til þess. — Hvers vegna? — A hverjum landsfundi er kosiö i trúnaöarstööur flokksins, og það er ekki á öðrum timum sem þessi mál eru til afgreiðslu. Auk þess hefúr veriö hart gengiö aö mér af fjölmörgu fólki sem treystir mér til þessa starfs. — Ertu óánægöur meö Geir sem formann flokksins? — Eg vil ekki svara þess- ari spurningu beint. Hún er of persónuleg til þess. En ég tel aö þaö sé ýmislegt i flokksstarfinu sem betur mætti fara. — Er málefnaágreiningur milli ykkar? — Ég get ekki svarað þvi ööru visi en að við erum báðir Sjálfstæðismenn. — Er þaö rétt aö meiri hluti þeirra f ulltrúa sem fuU- trúaráö Sjálf stæöisféla g- anna I Keykjavlk kaus á landsfund séu fylgismenn þínir? — Égveitekki hvortmeiri hlutinn er fylgjandi mér, þvi aö ég þekki ekki afstööu einstakra fuiltrúa, en veit aö visu að sumir eru f ylgismenn minir. — Teluröu aö þú hafir mikiö fylgi á lands- fundinum? — Ég vona aö ég fái sæmi- lega útkomu. — Nú er höfuövigi þitt i Reykjavik. Ertu fylgislaus úti á landi? — Ég á eflaust and- stæðinga i Reykjavik lika, en ég held aö ég sé ekki fylgis- laus úti á landsbyggðinni. — Nú hefur Matthias Kjarnason sagt i viötaU i Morgunblaöinu aö það sé lifsnauösynlegt fyrir SjáU- stæöisflokkinn aö fylkja sér um formann sinn. Hvaö viltu segja um þau ummæii? — Ég vil litið um þau segja, en finnst þó skfna I gegnum þau, aö Matthias viröist ætlast til þess aö fólk notfæri sér ekki þennan rétt til aö kjósa sér forystu á landsfundi. — Hvert viltu aö Sjálf- stæöisflokkurinn stefni? — Eg vil að hann stefni i frjálsræöisátt á öllum sviöum. —GFr „Enginn þekkir muninn á hægri og vinstri” Ætli maður að hætta sér út í að telja eitthvað einkennandi fyrir íslenska þjóðarskapgerð/ þá væri það helst ,/þetta lagast"- viðhorf ið. Svo segir Flemming Behrendt í langri grein í Weekend- avisen danska sem gefinn er út á vegum Berlingske Tidende. Flemming þessi dvaldist hér á landi i þrjár vikur, og greinar- gerö hans birtist 23. mars. Einstaka punktar i greininni kunna aö vekja forvitni okkar Islendinga umfram þá kitlandi barnslegu ánægju sem viö höfum af þvi aö sjá skrifaö um okkur i útlendum stórblööum og rekja má til djúpstæörar minnimáttar- kenndar. Að þekkja muninn á hœgri og vinstri Danski blaöamaöurinn fer af staö á heföbundinn máta: Vitnar i útlending sem búsettur hefur verið hér i 20 ár sem segir aö hér þekki menn ekki muninn á hægri og vinstri. Þær skörpu hug- myndafræöilegu andstæöur sem setja svip sinn á Vesturlönd sé ekki nema i litlum mæli hér aö finna. Reynir Flemming aö renna fleiri stoöum undir þessa full- yröingu meö þvi aö vitna til um- mæla Ólafs Ragnars Grimssonar stjórnmálafræöings — „ljósrauö- hæröur og iturvaxinn noröan- maöur” — um aö þaö sé tæpast til sá valkostur i stjórnarsamstarfi sem islensku stjórnmálaflokk- arnir hafi ekki reynt. Eftir Ólafi hefur Daninn lika kenningar um nána samtengingu og fjölskyldu- bönd þeirra ætta sem hér hafa lengst af haft töglin og hagldirnar i stjórn- og efnahagsmálum. Hannbendir jafnframt á aö þetta sama fólk hafi lengi boriö hitann og þungann af allri menningar- starfsemi, kirkju og visindum. Verðbólga Þar til Háskóli Islands var stofnaður sótti þessi menningar- framvörður menntun sina og lær- dóm til Kaupmannahafnar. Og j Flemming spyr sig hvort alþýða manna hafi e.t.v. þess vegna nokkra óbeit á dönsku — tungu- máli fina fólksins. Að minnsta kosti telur hann sig hafa orðiö illilega varan við aö fáir séu mæl- andi á dönsku hér uppi á klaka. Hins vegar hafi létt mjög yfir fólki þegar hann greip til ensk- unnar. Þessu fylgir kunnuglegt spjall um áhrifamátt enskrar tungu og ýmis einkenni islensks sam- félags. Einkum veröur Flemming tiörætt um veröbólguna sem eöli- legt er, og dáist hann aö þessari nafngift á „inflation” (sbr. barniö sem öfundaöi leikfélagana af sjúkdómmum meö finum nöfn- um: „Mamma, mamma ég meö veröbólgu”). Þá vikur Flemming aö stjórnmálunum og segir um rikis- stjórnina: „Þetta er stjórn sem þarf aö vinna jafnóvinsæl verk og sú danska ef takast á aö rétta viö islenskan efnahag. Þaö var skilj- anlegt aö hvorugur vinstri flokk- anna vildi leyfa hinum aö sitja eftir i stjórnarandstööu”. Þetta hafi oröið til aö koma sósialdemó- krötum og Alþýöubandalaginu (sem hann likir viö danska SF) I stjórn saman i fyrsta skipti i tuttugu ár. Félagi Svavar fyrir svörum Flemming kveöst hafa rætt viö r

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.