Þjóðviljinn - 29.04.1979, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 29.04.1979, Blaðsíða 10
10 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 29. aprll 1979 l~~-------------- I helgarviðtalið — Þann 15. mai fyrir tveimur árum fór ég meö stór- an blómvönd til Magnúsar Kjartanssonar fyrrum rit- stjóra Þjóðviljans. Hann varð alveg hlessa og vissi ekki hvaðan á sig stóð veðrið. En tilefnið var að það voru liðin nákvæmlega 25 ár frá því að skrif hans um doktorsvörn mína um landhelgi Islands birtust í Þjóð- viljanum. Hann var sjálfur staddur í París og þetta var fyrsta umfjöllunin um ritgerðina í íslenskum blöðum. Teikning og texti: Ingólfur Margeirsson Þaö er ekki auövelt aö taka viötal viöGunnlaug Þóröarson. 1 fyrsta lagi er hann á þönum um allt hús (Hann býr víö Berg- staöastrætiö, i gamla húsinu hans Gunnlaugs Schevings — nafnskilti málarans er enn á huröinni), og í ööru lagi talar hann svo hratt þegar hann tyllir sér aö það er nær ógjörningur fyrir þumalputtablaðamenn, sem ekki kunna hraðritun, að festa hraðmælgi hans og ó- væntar hugsveiflur á blað. — Þegar ég flaug til Frakk- lands 1952 til aö verja doktors- ritgeröina, — heldur Gunnlaug- ur áfram og strýkur hendinni um spámannlegt háriö sem stendur eins og hvitur storm- sveipur aftur úr háu enninu, — þá lenti ég við hliðina á dr. Helga Tómassyni i flugvélinni. Eins og þii manst þá átti hann i deilum viö Jónas frá Hriflu og haföi nær misst mannorö sitt fyrir. Dr. Helgi sagöi viö mig: „Það er eitt sem Islendingar meta alltaf — og það er mennt- un.” Ég var sammála honum þá, en þegar ég kom heim aftur til tslands nokkrusiöar sem doktor og var vændur um aö hafa stolið ritgeröinni frá Hans G. Ander- sen, þá var ekki min menntun metin mikils. — 0 — Gunnlaugur rýkur á fætur. — Biddu, þetta er hérna ein- f " ' min viö Morgunblaöiö fjögur alls, þrjú i þessari lotu og svo eitt árið 1958. En þarna var ég meöal annars kallaöur „feröa- doktorinn”, afþviéghaföi unniö doktorsritgeröina á einu ári. Sannleikurinn er sá aö ég hafði skrifað ritgerðina af óhemju elju I hjáverkum og lauk verk- inu á einu ári. Virtur lög- maður hefurhaldiö þvi fram viö mig, aö margir hefðu getað verið ánægöir að vinna þetta á 30 árum. Þannig var mál meö vexti aö þegaí ég skrifaöi ritgerðina sneri ég mér eitt sinn til utan- rikisráöuneytisins, sem haföi gögn um máliö i sinum fórum, og var þaö greinargerð eftir Hans G. Andersen, sem samin var aö tilhlutan ráðuneytisins. Hins vegar fann ég ekkert sem máli skipti í greinargerðinni og skilaði henni að lestri loknum. Máliö var bara, aö greinargerö- in var gefin út sem trúnaöar- mál, sem ekki var hægt að birta opinberlega. Þess vegna var aldrei hægt aö leggja greinar- gerðina fram sem sönnunar- gögn i málinu. Sem betur fer var ég vel settur, þvi Hans G. Andersen og ég vorum á önd- verðum meiö i landhelgismál- inu, t.d. vildi hann ekki að land- helgin yrði færö Ut meira en I 4 milur meöan aö ég kemst aö þeirri niöurstööu I doktorsrit- gerö minni aö viö ættum aö þf. J ____////' iœsCcx er framúrstefnumaður hvers staðar. Hann grefur snögglega fram nokkrar gamlar Urklippubækur. — Hérna er þetta allt saman. Þeytir i migbókunum, en gefur undirrituðum engan tima til að blaöa i þeim. — Glæpur minn var sennilega sá, að ég hafði bent á aö Ólafur Thors hafi veriö á móti þvi aö færa landhelgina Ur þremur sjó- milum i fjórar mörgum árum áöur þegar Pétur Ottesen vildi gera það. Mánuöislöar þegar ég var i framboöi fyrir Alþýöu- flokkinn fyrir vestan, sagöi ég frá þvi á fundi aö mér finndist Ólafur hafa dregið mjög taum erlendra aðila, einkum Breta, og væri i' þvi ljósi fulltrUi al- heimsauövaldsins. Og þegar ég hugsaum þetta svona eftirá, þá tel ég ólaf Thors i raun eina fulltrúa heimsauövaldsins á Islandi sem hefur setið á þingi fyrr og siöar. Þótt hann vildi Islandi og Islendingum vel, þá mátti aldrei styggja Breta og breska heimsveldið aö hans mati. Þessi ummæli min voru tekin til umfjöllunar i Morgunblaö- inu. Við skulum sjá, þaö var... já, hérna er þaö.... 11. júni 1952. Sko, hérna stendur orðrétt: „Ólafur Thors hefur m.a. bent á þaö, að íslendingar hefðu ekki þekkt rétt sinn fyllilega i land- helgismálinu fyrr en á siðustu árum. Hin aukna þekking á þeim væri fyrst og fremst árangur af starfi og rannsókn- um Hans G. Andersen þjóö- réttarfræöings, sem ráöherrar Sjálfstæöisflokksins réöu til þess að starfa aö undirbUningi sóknar íslendinga i málinu.” Svo kemur rUsinan: „Krata- frambjóðandinn fór til Pari'sar eftir að hafa kynnt sér rann- sóknir Hans Andersen og nældi sér i doktorstitil út á þær.”- Ég fór í mál viö Morgunblaö- iö. Reyndar urðu meiöyröamál gera kröfu til 50 sjómilna landhelgi og a.m.k. færa út landhelgina i fjórar milur. Ég stefndi Morgunblaðinu fyr- ir meiöyröi og vann máliö. Ritstjórarnir voru dæmdir i hæstu miskabætur: Valtýr Stefánsson fékk 1500 krónur I sektir en Siguröur Bjarna- son 1000 krónur. Sjálfur fékk ég 4000 krónur I miskabæt- ur. Móögandi og meiöandi um- mæli voru dæmd dauð og ó- merk. Miskabætur voru auövit- að hégómi miðað viö sársauk- ann — mér hefur ailtaf sviðið undan þessu máli siöan. Og frá þeirri stundu ákvaö ég að titla mig alltaf doktor. 0 — Siminn hringir. — Já, segir Gunnlaugur og flækir upphandlegginn I snúr- unni. Taka að mér vörn? Fyrir hvaö er hann ákæröur? Jahá. Situr hann I gæsluvaröhaldi- Ha? Er hann hvar? Uppi í Saka- dómi? Allt i lagi, ég kem i hvelli! Skellir á. — Ég var fyrstur meö 50 mil- urnar, sem var kjarni rit- geröarinnar, og var búinn aö komastaöþeirri niöurstööu áöur en landhelgin var færö Ut i 4 sjó- milur 1952 , þegar ég varöi rit- gerðina 1952. En á alþjóðaráð- stefnunni í Genf áriö 1958 var búiö aö gefa út ritgeröina I Borðað biskví með Dr. Gunnlaugi Þórðarsyni bókarformi og var bókin, sem var á frönsku, send öllum sendi- nefndum. Þar vakti krafan um 50 sjómilur mikla athygli. Blaðamaður Morgunblaösins á ráöstefnunni, Gunnar Schram, sendi fréttaskeyti þess efiiis aö bókin spillti málstaö Islands. Það var fjóröa og siðasta meiðyröamáliö sem ég átti við Morgunblaðið. Heyrðu, kíktu á þetta — ég þarf rétt aö skreppa upp i Sakadóm og taka að mér mál; ég kem eftir hálfa mínUtu. Og Gunnlaugur er þotinn. Það eru varla liönar 10 mi'nút- ur fyrr en Austin-Mini-billinn hans bremsar fyrir utan. Inn snarast Gunnlaugur á fífilgulri skyrtunni. — Já, svo ætlaði ég að segja þér frá þegar ég fór i kosninga- slaginn fyrir vestan. Hann flissar strákslega. — Ég mætti i málinu og fékk þvi frestaö vegna málsvarnar til 7. mai. Þeir I Sakadómi uröu alveg hlessa þegar ég kom æö- andi inn á skyrtunni. Einn dómaranna sagöi viö mig: „Hvað, ætlarðu aö slást I dóm- salnum?” — 0 — Gunnlaugur segir frá fyrri kosningabaráttu sinni, þegar hann var frambjóöandi Alþýðu- flokksins i Baröastrandarsýslu. Svo vikur málinu aö Hræðslu- bandalaginu, þegar Framsókn og Alþýðuflokkurinn hófu sam- starf, og Gunnlaugur bauö sig fram á tsafiröi. — Samkvæmt samanlögðu at- kvæöamagni Framsóknar og Alþýöuflokks átti ég aö ná kosningu sém kjördæmiskos- inn. En ég varö ekki einu sinni uppbótarþingmaöur. Og ég held frekar að þaö hafi verið Alþýöu- flokksmenn sem brugöust. En þaö munaöi bara 20 atkvæöum — og það I höfuövigi Hannibals! Um nóttina þegar tölurnar lágu fyrir, hringdiGylfi Þ. Gislasoni mig frá Reykjavlk og óskaöi mér til hamingju meö varnar- sigurinn. Ég var þá alveg óút- sofinn eftir margra sólarhringa sleitulausa vinnu — og ég skammast min ekkert fyrir að segja þaö — ég brast I grát þvert yfir alla landsimalinuna, þvi mig dreymdium aöfylgja land- helgismálinu um 50 sjómilurnar inn I þingsali, 1956, en sú von varð ekki aö veruleika. En aö tapa kosningunum var holl lexla. Þvi maður lærir meira á þvl aö tapa og taka ó- sigrinum en að vinna sigur. Og þessa nótt ákvaö ég að heiöra einhvern tlmann tsfiröinga fyrir þessalexlu. Og um morguninn var ég oröinn sáttur viö allt saman. Mörgum árum síðar — á 100ára afmæli bæjarins— lét ég svo veröa af þessu og sendi þeim mörg listaverk eftir Gunn- laug Scheving og aöra lista- menn. — 0 — — Ég hef alltaf taliö mig framúrstefnumann. Ég hélt erindi i Utvarp 1960, þar sem ég hvatti landsmenn aö gangast fyrir alþjóölegri ráöstefnu um vöruvöndun og lágmarksgæöa- mat ámeöferö fisks.Þá hafði ég skömmu áöur komið viö i frysti- húsi fyrir vestan og vaöið i hrognum upp á ökkla. Annars komst ég fyrst i samband viö sjómenn i togaraverkfallinu mikla, þegar togararnir lágu inn á Kleppsvik. Þá var ég sjö ára gamall, og hef alltaf haft áhuga á Utgerð siöan. Viltu kaffi? Ég þigg kaffi. Gunnlaugur segir mér frá Rune-Janne, nýjum sænskum vini sinum sem var staddur á Islandi nýlega og hélt fýrirlestur um rúnasteina. — Hann varsammála mér um að Karl Kvaran væri góður listamaöur, en hann málar abstrakt og er mesti núlifandi abstrakt-málari á Norðurlönd- um. Si'öan bersttalið aö málaralist og fasteignum. Gunnlaugur segir söguna af þvi þegar islenskarlkiö (Listasafniö) fékk Austurstræti 10 nánast ókeypis. Gunnar Stefánsson og systir hans GuðrUn, sem áttu húsiö, seldu Listasafninu þaö gegn „próventu”, m.ö.o. arfleiddu þau safnið að húsinu. Slöar arf- leiddi hann safniö að öllum eignum sinum og þannig eignaðist Listasafnið húsiö fyrir mína milligöngu. Nokkru eftir þetta voru höfð makaskipti á húsinu við Austurstræti og brunarústum Glaumbæjar, en þaö tel ég ekki hafa veriö nógu hagstæð skipti, en engu aðsiöur ætti safniö aö vera vel sett aö eiga Glaumbæ. Eftir dauöa Gunnars gaf ég Listasafninu málverk eftir Scheving til minningar um heibursmanninn Gunnar Stefánsson. — 0 — Gunnlaugur Scheving. Nafn hans ber stööugt á góma. Hvernig geröist þaö aö þessi innhverfi hægi listamaður varö besti vinur og trúnaöarmaöur hinnar mannlegu andstæöu sinnar, Gunnlaugs Þóröar- sonar? — Ég fékk áhuga á myndlist þegarégvar I6ára, segirGunn- laugur. Þa eignaöist ég eftir- prentanir eftir Renoir. Þessi bók var mér dýrgripur full af dýrlegri list og nöktum konum. En myndlistaráhuginn blossaði íyrst upp fyrir alvöru þegar ég fór aö stunda myndlista- sýningar. Ég varö strax gagn- tekinn af verkum Gunnlaugs Scheving. Hann var þá bláfá- tækur listmálari, þegar ég bankaöi fyrst upp hjá honum sem ungur maður og vildi kaupa af honum mynd. Hann sagöi mérseinna að hann ætlaöi aö fieygja méí umsvifa-

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.