Þjóðviljinn - 29.04.1979, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 29.04.1979, Blaðsíða 7
Sunnudagur 29. apríl 1979 ÞJÓÐVILJINN — StÐA 7 Mér datt það í hug I. Annaö slagiö veröur brestur, allt fer til fjandans, eöa þvi sem næst. Þóaö vaxi sömu trén og i gær, bakaö sé brauö meö svip- uöum hætti, hænsnin verpi eggj- um eftir heföbundnu sniöi,. kýrnar éti gras og umbreyti þvi I ágæta mjólk — þá er alltíeinu komin kreppa eöa einhver slik örg uppákoma. Viö höfum þá I blindu mis- gripiö okkur svona herfilega á raunverulegum verömætum og þvi sem viö notum tilaö tákna þessi raunverulegu verömæti, gefiö spekúlöntum og föntum fritt spil, gleymt þvi aö pening- ar eru tákn, pappirsrusl, gull aöeins vondur málmur, gim- steinar aöeins grjót sem glamp- ar skemmtilega á. Viö vesælir ruglum oft saman peningum og raunverulegum verömætum, táknum og þvi sem tákniö stendur fyrir. Og þaö er afdrifarikt. Þvi vissulega étur enginn peninga, ekki fremuren maöur tekur i höndina á ein- kennisbúningi eöa hefur sam- farir viö flaggstöng. En þvi miöur, veröldin er krökk af táknum, sem viö tök- um alltof bókstaflega. Menn háma i sig matseöilinn i staöinn fyrir málsveröinn, kaupa fata- auglýsingar i staöinn fyrir föt, éta litaljósmyndir utanaf niöur- suöudósum i staöinn fyrir græn- meti. Kannski er þetta hástig hughyggjunnar — firringarinn- ar — aö éta ljósmyndir I staöinn fyrir grænkál, aö spóka sig i auglýsingum 1 staö þess aö gánga i fötum. Tengsl neyslunn- ar viö veruleikann eru þá oröin býsna losaraleg. Maöur sem er villtur úti hinni ræpugulu eyöimörk Sahara hef- ur ósköp litiö aö gera viö gull- klump eöa tékkahefti, jafnvel þóaö hann hafi riflega yfirdrátt- arheimild i Alþýöubánkanum. Og litt stoöar þaö skipbrots- mann sem velkist um á fleka á Indlandshafi aö eiga hlutabréf i skipafélagi; honum kæmi sýnu betur aö hafa viö höndina veiöarfæri og nokkrar flöskur af heimabrugguöu öli. Hin raunverulegu verömæti eru undirstaöa lifsins þegar allt kemur til alls (einsog þaö gerir auövitaö aö lokum). Og þaö er nóg af öllu á þessarri ágætu plánetu ef menn hætta aö haga sér einsog fifl, nenna aö hugsa sitt ráö, koma á sósialisma og láta sér nægja uppfyllingu raun- þarfa sinna. Peningar sem tak- mark eöa verömæti i sjálfu sér eru hræöileg skynvilla. Margur veröur af aurum api, hefur veriö sagt, og þarf ekki annaö en lita kringum sig i skripasamfélagi okkar hér á eynni tilaö fá þessi visdómsorö rækilega staöfest. Þaö eru ein- mitt aparnir sem ráöa lögum og lofum, þó kannski sé þaö móög- un viö apana aö bera islensku sigarettuheildsalana saman viö þá. Þaö eru ekki hinir hugvit- sömu, visu eöa þeir sem vinna aö undirstööuframleiöslu sem njóta viröingar eöa stýra skút- unni — þaö eru aparnir. Þaö er fyrir þeirra tilstilli aö samband- iö milli gjaldmiöilsins og þess sem hann á aö tákna, semsé vinnunnar og vörunnar, hefur dofnaö, jafnvel rofnaö. Raunveruleg verömæti eru til dæmis góö heilsa, heilbrigt fæöi, hentugur fatnaöur, orka án mengunar aö þvi marki sem slikt er mögulegt, hús, iistaverk og örvandi samgángur viö ann- aö fólk. Þetta þarf aö fara sam- an i réttri blöndu til þess aö fólk geti lifaö mannsæmandi lifi. Þetta eru hin raunverulegu, varanlegu verömæti og grund- vallarþarfir okkar. En þessar grundvallarþarfir hafa veriö afskræmdar. Her manna vinnur aö þvi aö af- skræma þær. Óprúttnir sölu- menn gera sér veikleika okkar og hégómagirni aö féþúfu. Hug- viti og tima alltof margra er beint aö mannskemmandi verk- efnum, eöa hreinlega sóaö meö markvissum hætti. Bein afleiö- ing af formöngun mannlegra samskipta er aö manngildis- hugmyndir allar snúast á haus. Þaö eru ekki verksnillin, þekk- ingin, listfengiö eöa visdómur sem ákvaröa manngildiö, held- ur peningaeign, aöstaöa eöa sölugildi persónunnar. Þaö er Ólafur Haukur Símonarson skrifar: Að éta matseðilinn í staðinn fyrir máls- verðinn tlmanna tákn aö menntaöasti heimspeklngur þjóöarinnar fær ekki aumt kennslustarf viö Há- skóla íslands. Islendingar telja sig búa viö velmegun. Þar er átt viö efna- lega velmegun. Sú velmegun byggist þó augljóslega á rán- yrkju og vinnuþrælkun ákveö- inna hópa launamanna, þeirra sem veröa aö leggja nótt viö dag til þess aö fylla útl þá mynd sem innrætingariönaöur sóunarsam- félagsins dregur upp af vel- heppnuöum borgara. Þar er ekki tekiö tillit til þess hvort sá velheppnaöi borgari ælir eöa skitur blóöi. Þrældómur, hversu gull- renndur sem hann er, getur aldrei oröiö velmegun. Velmeg- un eöa gott lif er ekki aö kreista úr sér skitinn til þess aö fylla hús sitt af skrani, sem er fleygt á haugana þegar næsta tisku- bylgja nær landi. II. Viö Islendingar höfum gleypt viö hughyggju neyslunnar. Viö kaupum allt sem er auglýst nógu harkalega. Viö erum ein- asta þjóöin I heiminum sem greiöir fé fyrir aö láta teyma sig inná auglýsingasýningar. Kannski erum viö ekki slikir efnishyggjumenn sem viö héld- um. Viö höfum aö þvi er viröist hverfandi tilfinningu fyrir efni yfirleitt. Þaö eru ekki margar þjóöir, svo dæmi séu nefnd, sem nenna aö éta margfryst og margþitt rollukjöt i miöri slát- urtiöinni, einsog hér er tiökaö. Þaö eru varla miklir efnis- hyggjumenn sem kaupa dýrum dómum gervikartöflur bras- aöar upp úr gamalli, rammri fitu — hinar svonefndu frönsku kartöflur, sem eru alls- ekki franskar, heldur ameriskar og I fjölskyldu meö hamborgaranum, sem er ekki frá Hamborg, heldur frá Sam frænda, enda sumsstaöar drýgöur meö maökahakki, sam- kvæmt upplýsingum ameriskra fjölmiöla. Þaö er eitthvaö brenglaö efnisskyn aö baki þvi aö kaupa og éta fremur eldgam- alt, vatnsúldiö grænmeti upp úr dós, en nýtt, vitaminauöugt grænmeti beint úr gróöurhúsi. Undir hvaö flókkast ódrykkur á borö viö Coca Cola, sem nær sterkari tökum á landsmönnum meö hverju ári sem llöur, enda ekki sparaö aö lýsa þvi i fjöi- miölum hve viöbjóöur þessi eykur kynferöislegt skiptagildi neytenda. Og hvernig stendur á þvi aö þaö sem nefnist kjúkling- ur bragöast einsog loönumjöl og dúar undir tönn einsog plast- obbláta? Og á meöan þjóöin mokar i sig innfluttu óæti, þá er helst ekki hægt aö drifa upp ferskan fisk i mesta troslandi heimsins, jafnvel i heimsfræg- um slorbæjum útá landi kaupir fólk og étur gaddfreöinn, hund- gamlan fisk! Skárri eru þaö nú efnishyggjumennirnir sem ekki sjámuninn á fersku og úldnu, finna ekkert bragö, sjá engan lit, kunna ekki einusinni aö éta sæmilega! Speglar þetta skynleysi á matvæli kannski sitthvaö fleira? Tilaömynda rínglaöan smekk á hýbýli og innanstokks- muni? Þaö er alltaf veltibrim á strönd tiskunnar, eitt áriö eru öll baöherbergi i landinu meö plastflisar i hólf og gólf, næsta áriö skellur yfir mósaikbylgja, þá lemur grjótiö rósótt plast- veggfóöur, og loks er klætt yfir allt klabbiö meö furupanel, þvi nú er tiskan aö vera dáldiö gam- aldags. Sundurleitari og iskyggilegri minnismerki yfir smekkleysi og hégómleik en hverfi efnamanna á Islandi eru vandfundin. Og aldrei hætti ég að furöa mig á þvi hvaö menn endast tilaö skera sundur sætin i strætisvögnunum, eöa hvernig umferöarmerkin, jafnvel þau rammgeröustu, eru beygö og brotin, sum hreinlega slitin upp- úr jöröunni og hnýtt á þau snyrtileg slaufa. Og það viröist samræmd stefna einstaklinga og sveitastjórna að láta hina fjölskrúöugu skranhauga bliva sem tákn um þjóölegt hugarfar, og jafnan skulu öskuhaugar settir niöur þarsem umhverfi er fegurst og útsýni stórbrotnast; kannski er þaö gert tilað þroska feguröarskyniö hjá rottunum. Sá sem ekki skynjar efniö, en lifir á kafi í sinum sjálfsblekk- ingum, i sinni botnlausu hug- hyggju, hvurnig getur hann ver- ið efnishyggjumaöur? Efnis- hyggjumaöur ber viröingu fyrir efninu, hann veit hvaö hann ét- ur, hann sér hlutina I kringum sig, kann aö meta form þeirra og lit, hann ber viröingu fyrir náttúrunni. Peningar kaupa engum lifs- hamingju. Viö veröum aö reyna aö greina i moldviörinu hver eru hin raunverulegu lifskjör okkar, hvort þaö lif sem viö lifum upp- fyllir nokkrar af þeim kröfum sem viö gerum, þegar viö ræö- um um „gott lif”. Svartsýnis- heimspeklngar láta aö vanda móöan mása um aö okkur sé ekki áskapað aö njóta hamingju og friöar. Þeir eru vitlausir aö vanda. 1 skapandi störfum, i ástum, i viti borinni skemmtun, i samúö og samstööu meö öör- um mönnum getum viö nálgast þaö besta i okkur og náttúrunni. Viö neyöumst til þess aö trúa á útópiur, annars förum viö til fjandans. Viö neyöumst til þess aö halda á lofti útópiskum hug- myndum. Agætt er aö byrja á þvi aö hætta aö kaupa Moggann, boröa nýja soöna ýsu , vinna eft- ir getu og neyta eftir þörfum, gera kröfu um aö Alþýöubanda- lagiö snúi sér aö sósialismanum og hætta aö trúa á annaö lif og byrja aö trúa á þetta lif. Sjáumst i Alþýðuleikhúsinu. VÆNDI BARNA I byrjun barnaárs fór lögreglan í Osló í herferð og handtók fjölda vændis- kvenna á einu bretti. I höndum þeirra lentu 40 gleðikonur undir lögaldri og varð mönnum hverft við. Norska Dagbladet skýrði frá því að höfuð- borgir annarra Norður- llanda ættu við sama vanda að striða, ekki síður en aðr- ir stórborgir álfunnar. Barnavændi hefði aukist /erulega á síðustu tveimur árum. Frakkar gætu tekiö undir þau orö, en þar i landi fannst fyrir skömmu klámkvikmyndaver þar sem börn voru notuö i ýmis hlut- verk. Barnaklám er ekki nýr hluti af allri bylgjunni, en mörgum varö óþægilega viö þegar upþ Itomst um þessa iðju. Tilhugsunin or ekki notaleg þótt vitaö sé aö klám byggist á afskræmingu mannlegrar náttúru og er þá tavorki barnaklám né dýrasex undanskiliö. Drengjavændi Nýlega kom drengur fram i Ifrönsku sjónvarpi og sagöi þar frá ireynslu sinni af vændi. Hann var jþaö sem Danir kalla trække- tireng, en þýöa mætti sem vænd- iisstrákur, sbr. vændiskona. Þótt '3aga drengsins reyndist vera mörgum splunkunýr sannleikur á hún sér margar hliöstæöur. I Paris, Marseilles, Lyon, Bor- deaux, Strasbourg, Nice og mörg- um öörum borgum Frakklands eru sérstakir barir, götuhorn, al- menningsgaröar og skemmti- .staöir þar sem atvinnugrein þessi þrlfst. 1 dreifbýli og minni bæjum >er vændi drengja ekki eins áber- andi. 8000 að staðaldri Franska innanrikisráöuneytiö gefur þær upplýsingar aö 2,5% allra vændiskvenna sem lögregl- an hefur haft afspurnir af séu undir lögaldri. Jafngildir þaö töl- unni 500. Lítiö sem ekkert er þar minnst á vændisstráka. Nk. barnaverndunarnefnd sem komið var á fót fyrir tveimur ár- um gaf nýlega út merkilega skýrslu. Þar kemur fram aö 3000 telpur og 5000 drengir undir 18 ára aldri stundi vændi aö staöaldri. Hins vegar sé erfitt aö festa tölu á þá sem stundi vændi óreglulega. Vændi telpna er yfirleitt hetero- sexuelt (þe. kynmök viö annaö kyn en sitt eigiö), en vændi drengjanna homosexuelt (þe. kynmök viö sitt eigiö kyn). Meö- alaldur þessara barna er 14-15 ára, en dæmi voru um 10 ára börn i þessum hópi. Fátækir foreldrar Starfsmaöur barnadeildar lög- reglunnar, Ernest Lefeuvre aö nafni, segir aö flest þau börn sem stundi vændi eigi þaö sameigin- legt aö koma frá barnmörgum fjölskyldum. Foreldrar séu fá- tækir eöa jafnvel skildir. Börnin hafi gengiö I skammah tima i skóla og standi þvi ekki sterkt á hinum fullmettaöa vinnumark- aði. AÖ visu komi sum börn úr millistétt, þvi „frjálslyndi hlifi engri stétt”, en flest séu þau þó úr Kvöld á Saint-Germain-des-Prés: Mig langaöi ekki aö vinna erfiöa vinnu fyrir litinn pening lægri stéttum þjóöfélagsins. Krakkarnir gefi bliöu sina fyrir blóferö, leöurjakka, gullúr, fal- legan kjól eöa mótorhjól. Josiane er fimmtán ára. Hún segir: „Mig langaöi ekki til aö vinna þreytandi vinnu fyrir lágt káup. Auk þess langaöi mig ekki til aö lifa sama lifi og foreldrar minir.” Verndarar? Sumir segja aö stelpurnar séu óháöar svokölluöum verndurum og hafi sinar eigin vinnustofur. Sama gildi um stráka og standi þeir á gangstéttinni og fái allan gróöann I sinn hlut. Lefeuvre hinn fyrrnefndi segir aö verndarar barnanna séu ekki skipulagöir, enda væri slikt starf geysilega áhættusamt, t.d. ef lög- reglan kæmist I spiliö. Þeir biöi frekar eftir aö bráöin nái lögaldri. Ein hinna ungu vændiskvenna sagöi hins vegar aö auövitaö hefðu þær allar sina verndara. Ekkert væri aö marka lögregl- una. Hún geröi hvort sem er ekki neitt, nema aö handtaka þær, rannsaka og sleppa aftur. Lögreglan ráðalaus Lögreglan segist vera ráöalaus. Hún fari meö krakkana til dóm- ara, en hann láti þau bara laus. Þá fari þau beint á götuna aftur. Einn dómari varöi þetta og sagöi aö áöur fyrr heföi lögreglan hald- ið börnunum inni i marga daga. Nú sleppti hann þeim, en þau vissu aö þau gætu leitaö til hans ef þau vildu sleppa úr bransanum. Nú, timinn liöur og kemur aö þvi aö börnin ná lögaldri. Enginn viröisthafa hug á aö bæta ástand- iö, eins og þaö sé ómögulegt. Eit- urlyfjaneysla er oft samfara þessari atvinnugrein. 1 Osló kom i ljós aö margir eiturlyfjaneytend- ur leiddust út i vændi til aö vinna sér fyrir skammtinum. Ef þau eru ekki háö sterkum eiturlyf jum fyrir, er hætta á að þau veröi samt sem áöur fyrir áhrifum af umhverfinu. Ekki er heldur hægt aö horfa fram hjá þeim möguleika aö fullorðnir menn Framhald af bis. 22

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.