Þjóðviljinn - 29.04.1979, Blaðsíða 16

Þjóðviljinn - 29.04.1979, Blaðsíða 16
16 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 29. apríl 1979 Óttinn viö „óamerískt athœfi” McCarthyisminn The Great Fear. The Anti-Communist Purge Under Truman and Eis- enhower. David Caute. Secker & Warburg 1978. Höfundurinn starfaði við háskólann i Oxford, einnig sem gestaprófessor við bandariska háskóla ög hefur undanfarinn áratug stundað samantekt bóka. Bækur eftir hannm.a. „Fellow Travellers”, ,,Cuba, Yes” og „Fanon”. Auk þessa hefur hann skrifað skáldsögur, leikrit og gagnrýni. t þessari bók fjallar hann um iskyggilegustu afleiðingar „kalda striðsins” og McCartyismann og tilkomu og fóðrun þeirrar hýsteriu sem grasseraði i Bandarikjunum á forsetaárum Trumans og Eisen- howers, „óttans við kommúnismann”. hófst og Monroe var grafinn fyrir fullt og allt. Eigingæfusmiöirnir Einnig gerðist það um sömu mundir að örla tók á nýjum mönnum i bandariskum stjórnmálum, austur- strandar-patriciarnir sátu ekki einir lengur aö mótun banda- riskrar utanrikisstefnu, „eigin- gæfusmiðirnir” skriðu nú upp á yfirborð, hvattir af harðasta plútokratii Bandarlkjanna, sem heimtaði gróða og aftur gróða og algjöran stuðning bandariskrar utanrikisstefnu við útþenslu- Siglaugur Brynleifsson skrifar Það hefuroftgerst, þegar hags- munum einhverra aðila er ógnað eða hætta er á að valdahlutfall raskist, með þeim afleiöingum að vissir voldugir aðilar eöa hópar telja hættu á þvi að afstaða þeirra til gróða eða áframhaldandi valda raskist, að þeir gripi til þess sem löngum hefur reynst hentug aðferö: að hræða fólk eða þjóðir meðutanaökomandi ógnun eöa með samsærum og mold- vörpustarfsemi innan rikja eða lands. Þetta getur eins gerst innan flokks eða hóps i baráttu um völd yfir hópnum eða flokknum. Ef hrekja á frá völdum aðila, sem viss klika innan hópsins telur sér andsnúna, þá er reynt aö gera þá sömu aðila tortryggilega og þeim eru eignuð stefnumörk eða ein- kenni, sem almennt eru talin hættuleg. Með kjarnorku- sprengjuna sem tryggingu Cautelýsir þeim aöferðum sem vissir hópar manna i Banda- rikjunum notuðu til þess að magna óttann við njósnir og sam- særi kommúnista um og eftir 1950. Eftir styrjöldina var svo komið, að eina rikið, sem gat miðlaðöðrum af gnægösinni voru Bandarikin, og auk þess voru þau hernaðarlega sterkust allra rikja meðan þau sátu ein að þeirri þekkingu sem varö nýtt til beit- ingar kjarnorku til hernaðar. Hið þýöingarmikla „valdajafnvægi stórveldanna” raskaðist, og af þessu hlutust þær breytingar aö Evrópa skiptist i tvennt og áhrif stórveldanna jukustsitt i hvorum helming. „Pax Americana” átti nú að tryggja frið i heiminum, með kjarnorkusprengjuna sem tryggingu. Þegar frá leiö náðu Rússar þvi forskoti, sem Banda- rikjamenn höfðu haft um hernaðaryfirburði með kjarna- sprengjunni. Meöan þetta kapp- hlaup um þá yfirburöi stóð og þar til Rússar uröu kjarnorkuveldi, var reynt að gæta „kjamorku- leyndarmálsins” eins og fjör- eggs, og þá brast á njósna- hýsterian. Njósnir höföu vitaskuld alltaf átt sér stað og eiga sér alltaf staö, en óttinn við njósnara Rússa og kommúnismann var blásinn upp einmitt á þessum árum vegna sérstakra aðstæðna. Breska heimsveldið tók að liöast i sundur, Frakkland var ekki leng- ur nýlenduveldiog Þýskaland var gjörsigrað. Hin fomu stórveldi Evrópu stóöust Rússum engan veginn snúning, nema meöaðstoð Bandarikjamanna, ognú var svo komiöað mesta stórveldi heims- ins voru þessir „bandarisku uppstartar” og þeir sáu sig sem nokkurs konar Rómverja 20. aldar, bandarisk útþenslustefna stefnu sina. „New Deal”-menn- irnir voru litnir hornauga og meira en það, þeir voru álitnir hálfgerðir kommar, það þurfti aö gera þá sem hneigðust til frjáls- lyndis óskaðlega. Þessi togstreita átti mikinn þátt i þvi aö magna hýsteriuna og kommahræðsluna. Caute fjallar nokkuö um þetta atriöi, en gerir e.t.v. ekki nóg úr þvi. Þessi togstreita átti sér einnig staðá dögum Kennedys, og nú bendir margt til þess að ein- hver botn finnist I morðmáli Johns Kennedys og þær ástæður sem voru hvati þess, en þar af virðist þefurinn ekki ósvipaöur þeim sem gaus upp með McCarty og þeim pöpli sem fylgdi honum fastast. Að gera fólk tortryggilegt Caute lýsir á greinargóðan hátt aöferðunum við aö gera fólk tor- tryggilegt og þeirri herferð sem hófst um öll Bandarikin innan stofnana rikisvaldsins, I hernum, i háskólum og blaðaheiminum, gegn áhrifum og einkum Imynduöum áhrifum og mold- vörpustarfsemi kommúnista. Lögregla og leyniþjónusta stóðu fremst I þessari baráttu, beitt var hinum lævislegustu aðferöum til þess að gera fólk tortryggilegt, Joseph McCarthy: Samnefnari fyrir undirferli, svik og rógburð og falskan vitnisburð. einkum það sem hafði orð á sér fyrir frjálslyndi og það sem stakk eitthvað I stúf við viöteknar skoöanir um „bandariska lifs- hætti” og samlöguðust ekki algjörlega einfeldingslegum hug- myndum um „ameriskt frelsi”. Njósnarar voru á sveimi, nágrannar njósnuðu um ná- granna og bréfhelgi var freklega brotin, einkum ef bréfin bárust erlendis frá. Siðan komu ameriskú nefndirnar, svardag- arnir, tilvitnanir I stjórnarskrána og útlistun Hæstaréttar á vissum atriðum stjórnarskrárinnar, sem Caute segir að hafi I rauninni gengið þvert á skilning þeirra sem hana settu i upphafi. Undir- ferli ogsvik, rógburður og falskur vitnisburður voru höfuðeinkenni þessarar baráttu „sannra Banda- rikjamanna”. Fórnarlömbin og millistéttin Fórnarlömb þessarar her- ferðar urðu f jölmörg. Caute segir að um 15 þúsund rikisstarfsmenn hafi sagt upp störfum meðan rannsókn I málum þeirra fór fram, á lOnda þúsund var sagt upp störfum, auk þess var grisjaö vlðar I starfsmannakerfinu, og má svo lengi telja, auk þeirra sem urðu að þola alvarlegri dóm. Listamenn urðu margir fyrir barðinu á „óamerlsku nefnd- inni”, og voru forsendur nefndar- manna fýrir ásökunum á einstaka Baráttuhátíð Samelningar 1. maí gegn kjaraskerðingu DAGSKRÁ: Kl. 14 Kröfuganga Safnast saman á Hlemmi gengið niður Laugaveg Kl. 15 Útifundur á „Hallærisplani” 1. ræða Pétur Pétursson þulur 2. ræða Sigurður Jón Ólafsson iðnverkamaður 3. Upplestur Rútur flytja útifundarfólk á innifund í Sigtúni. Kl. 16 Innifundur í Sigtúni Skemmtiatriði: 1. Sönghópurúr Kennara- háskólanum 2. Kjarabót syngur 3. Hjördis Bergs syngur um Palestinu 4. Kristinn Einarsson flytur frumort ljóð 5. Fjöldasöngur Ræða: Edda Atladóttir iðn- verkakona Ávarp: Elias Daviðsson kerfis- fræðingur Barnadagskrá í efri sal: Söngur, dans og kvik- myndir. Leikþættir leiknir af börnum Leiktæki, spil og bækur á staðnum. Malað og skapað Kl. 20-24 kvöld- fundur í Hreyfilshúsinu 1. Söngleikurinn Dægur- lagabrot samið og flutt af nemendum i Kennarahá- skólanum. 2. Bubbi Mortens syngur 3. Pétur Guðlaugsson syngur 4. Avörp 5. Dans undir hljómfalli frá Harmoniku, hljóm- plötum og Kjarabót listamenn vafasamar og þó oftar hlægilegar og sýndu úr hvers- konar umhverfi nefndarmenn voru sprottnir. Margir tóku það ráð að flytja úr landi um lengri eða skemmri tlma, aörir fyrir fullt og allt. Hljómgrunnur fyrir þessar of- sóknir var lengi vel góður I Bandarikjunum og skipti þar mestu máli að með forpokun öreiganna og útþenslu millistétt anna, þar af leiöandi, var myndað breittlag, „self made men”, sem haföi tekist að krafsa saman ein- hverjum reytum og gekk erfið- legaað sjá út úr þeim sjónarhring san reyturnar luktu um og þeir höföu aflað með þeim hætti, sem þar þykir við hæfi. Þessi menningarsnauði hópur, sem er óbundinn allri hefð eða tengslum við allt nema peninga, óttaðist hvað mest að tapa af fé þvi sem aflað hafði verið og þvi var auövelt að magna upp skelfingu og ótta viö allt það sem bent var á sem „óamerlskt athæfi” og þær stefnur sem stefndu að öörum markmiöum en peningakrafsi. En þó kom að þvl að furðu margir þreyttust á þessum hæpna leik og þegar valdajafnvægið I heiminum var komið á það stig að nokkurt jafnræði var tekið að myndast með stórveldunum, þá slaknaöi á spennunni og sumir hverjir vöknuðu við vondan draum. Rússarnir voru þarna ennþá, en þeir komu ekki og „Ike sagði að við yrðum að lifa með þeim” Rússaóttinn og bandarísk útþenslustefna Þessiherferö og skeKing hafði áhrif iangt út fyrir bandariskt samfélag, eins og henni var einnig ætlaö. Rússaóttinn var nýttur bandarlskri útþenslu- stefnutil framdráttar. Með hálf- sannleikogefnahagslegum sposl- um voru ýmsar persónur og hópar lokkaðir til samstöðu við bandariska utanrlkisstefnu, og þurftu margir ekki að lokkast. Bandarikin sköpuðu sér á for- sendum þessa magnaða ótta bandamenn vitt um heim sem gengu erinda þeirra oft undir fögrum nöfnum ýmissra sam- þjóðlegra stofnana eða bandalaga til varnar frelsinu. Þannig varð McCartyisminn Bandarikja- mönnum „geysihagleg geit”, sem þeir gátu mjólkað afturgengna um allan heim, étið og notað að eigin viló. Það var auðvelt fyrir slétt- málga Bandarikja-agenta aö lokka einfalda tegund stjórn- málamenna, þá tegund sem enn telur til aö mynda, að ýmsar alþjóðlegar stofnanir séu hlut- lausar og alþjóðlegar, og stefni að betra heimi, eins og Alþjóða- bankinn, en fjármagn hans er komið frá bandarískum auðhringum og hagsmunir hans eruþeirra.Ekkigekkþeim miöur að lokka slika grænjaxla I hernaöarbandalög og leggja þar að veði lif þjóða og lönd. Rís ófreskjan upp aftur? Eftirleikur inn hefur verið stundaður af útsmoginni kunnáttu með því aö ná tangar- haldi á auðlindum og starfs- kröftum heilla þjóða, og enn koma hlaupatlkurnar flaörandi, sem hljóta annaöhvortaðverafffl eða> glæpamenn, þ.e. landráöa- lýður, nema hvorttveggja sé. Rit Caute er merkilegt fyrir margra hluta sakir, þótt Bandarikjamenn hafi boriö gæfu til þess að hrinda af sér versta svartnætti McCarty- ismans, þá hljóta þarlend skárri öfl aö halda vöku sinni ef ófreskj- an á ekki að rlsa upp aftur, sem hún hefur alla tilburði til og hefur gert svoeftirminnilegt er. Nixon- arnir eru alltaf til reiðu og bíöa færis. Rit Davids Cauteser alls tæpar 700 blaösiöur, þar af eru athuga- greinar og heimildaritaskrá um 150 siður. Höfundur skrifar um málefnið af vandlætingu, og ritið er skemmtilegt aflestrar. Persónulýsingar sumra þeirra • sem koma við sögu eru vel gerðar, og forsendurnar sem Caute rekur að skoöunum þeirra eykur skilning á atferli þeirra.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.