Þjóðviljinn - 05.08.1979, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 05.08.1979, Blaðsíða 3
Sunnudagur 5. ágúst 1979. ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 3 af erlendum vettvangi af erlendum vettvangri •' JBm W? I Vfk. í'J'WKKflKSSrJBKSI: i: *í Josefa Alvarez, eiginmaður hennar og sex af börnunum ellefu. Þau eru heimilislaus einsog hundruö þúsunda landa þeirra. „Somoza tók allt frá okkur Astandiö i Nicaragua aö borg- arastriöinu loknu er vægast sagt mjög alvarlegt. Hungursneyö og drepsóttir eru yfirvofandi, viöa liggja enn lik og rotna i sólinni og mikill hörgull er á drykkjarvatni. Margar borgir eru i rústum og hundruö þúsunda manna hafa misst heimili sin. Fréttaritari Dagens Nyheter i Managua sagöi frá þvi nýlega, aö enginn vissi hversu margir heföu veriö teknir af lifi þá tiu mánuöi sem borgarastriöiö varöi. En hann sagði að flestir þeirra sem hann heföi hitt aö máli væru sam- mála um að sú fjölskylda væri ekki til i landinu sem ekki heföi misst einhvern. A skrifstofu Mannréttindanefndar Nicaragua fékk fréttaritarinn þær upplýs- ingar aö fjöldi fallinna i þessu borgarastriði væri álitinn vera um 40.000 manns, flestir þeirra ó- breyttir borgarar. Somoza tók allt Oti fyrir höfuðstöðvum nýju stjórnarinnar i Managua hitti sænski blaðamaðurinn tvær kon- ur, sem voru aö leita sé>raö hús- næði. — Viö höfum ekkert húsnæöi, engan mat, engin föbenga vinnu og enga peninga — sagöi önnur konan, Graciela Sandega, sem er 65 ára og 16 barna móöir, — So- moza tók allt frá okkur. Þaö eina sem við eigum eftir er lifið og þjáningin. Mest vorkenni ég börnunum, þetta bitnar harðast á þeim. Nágrannakona Gracielu, Jos- efa Alvarez, er 44 ára og á ellefu börn. Rétt áður en striðinu lauk komu þjóðvaröliöar á heimili þessara kvenna i La Reinaga, sem er úthverfi Managua. Þeir rændu öllu sem hægt var aö ræna, helltu siöan bensini á gólfið og kveiktu i. Þetta kvöld brunnu 12 hús i hverfinu til kaldra kola. — Þeir héldu að börnin okkar væru Sandinistar — segir Josefa. — Það voru þau ekki. Ekki þá. En þegar þjóövarðliöarnir höföu brennt ofan af okkur húsiö gengu þrir elstu synir minir i liö meö Sandinistum. Þeir eru nú meö- limir skæruliðaflokks, sem heldur vöröum La Reinaga. Næstum all- ir strákarnir i hverfinu geröust skæruliðar áöur en striöinu lauk. Blaöamaðurinn fór meö konun- um að skoða rústirnar af heimil- um þeirra. Þar stóö ekki steinn yfir steini. — Við sofum með öll börnin á kirkjugólfinu. Viö erum allslaus, en viö erum þó lifandi, guöi sé lof — sagði Josefa. — Ég get ekki byggt nýtt hús aftur — segir Graciela. — Ég er orðin gömul. í fyrra skiptiö sem ég varö heimilislaus — eftir jarö- skjálftann 1972 — var ég duglegri. Þá haföi ég krafta til aö byrja upp á nýtt. Eyddar borgir Langur timi mun liða áöur en fólkið i Nicaragua hefur jafnað sig eftir þau ósköp sem yfir það hafa dunið. Taliö er aö um 40% húsa i höfuðborginni Managua séu i rústum. Enn verra er á- standið i borgunum Leon, Masaya og Chinandega, þar sem höröustu bardagarnir geisuöu. — Fyrst voru gerðar loftárásir á borgirnar, siöan var skotiö á þær úr fallbyssum og loks komu þyrlur með bensinsprengjur og dýnamit. Svo þegar fólkiö flúöi út úr húsunum komu sprengjuflug- vélarnar aftur og úr þeim var skotið á fólkið úr 35 og 50 mm vél- byssum. Þetta var hreint og klárt þjóöarmorð — sagöi Sandinista- foringinn Michel, sem tók þátt i bardögum i Masaya og Rivas. — Við biðjum Guö aö láta So- moza aldrei koma aftur, — segir Graciela. —■ Viö vitum ekki hvepnig framtiöin veröur, en hvernig sem allt fer getur lifiö ekki oröið verra en það var. —ih (endursagt úr Dagens Nyheter) írak tekið blóð Enn ein „hreinsunin” stendur yfir þessa dagana i trak og llk- iega sú blóðugasta i yfirleitt blóði drifinni valdatið baþistaflokksins þar I landi. Að minnsta kosti 34 háttsettir menn hafa þegar verið teknir af lifi og um 250 aðrir — en ef til vill miklu fleiri — handtekn- ir. Meðal þeirra Ilflátnu eru fimm úr æðsta vaidahópnum og meðal þeirra handteknu tugir háttsettra herforingja, stjórnmálamanna, forustumanna i valdaflokknum og hinum ýmsu stofnunum stjórn- kerfisins. Haft er fyrir satt að engin fyrri „hreinsana” i trak i valdatið baþista hafi höggvið svo stór skörð i flokk þeirra sjálfra sem þessi viröist ætla að gera. Furðumargar og mótsagna- kenndar tilgátur um ástæðurnar til þessa háttalags eru komnar á kreik. Sumir fréttaskýrendur vestrænu pressunnar slá þvi fram aö nú sé nýi Iraksforsetinn, Sadd- am Hússein Takriti, að losa sig við þá félaga sina er vilji vægari afstöðu til Egypta og friöarsamn- ings þeirra við lsrael, aörir þykj- ast á hinn bóginn hafa sannfrétt að aftökurnar og fangelsanirnar gangi út yfir þann arm valda- flokksins sem hliöhollastur sé Sovétrikjunum og megi þess þvi vænta að Irakar, sem lengi hafa hallað sér meira að Rússum en vesturveldunum, skipti nú um. Siöarnefnda kenningin styðst viö það að upp á siökastiö hefur mátt merkja nokkra þykkju milli Iraks og Sovétrikjanna, i fyrra lét Ir- aksstjórn drepa yfir tuttugu menn úr iraska kommúnista- flokknum, sem er sovétsinnaður, og nú nýverið bjargaði KGB, sov- éska leyniþjónustan,aö sögn all- mörgum kommúnistum úr dý- flissum íraksstjórnar, og höfðu þeir verið ætlaðir til dráps. Þar sem þesskonar afskiptasemi er Sovétmönnum ólik bendir hún til þess, að sovéskir valdhafar telji i bráðina vonlitiö að reyna aö bliðka Iraksstjórn i sinn garö. Kúrdar og Sjitar En liklegast er að yfirstandandi „hreinsun” standi ekki nema aö litlu leyti i sambandi við viðhorf Iraksstjórnar til vesturveldanna og Sovétrikjanna, og sama gildir um Egyptaland og tsrael. Hins- .vegar koma Sýrland og sérstak- lega Iran hér við sögu auk einnar ósjálfstæðrar þjóðar (Kúrda) og trúarflokks (Sjita). Fyrsta og helsta ástæöan til hryöjunnar er þó liklega einfaldlega sú, að Saddam Hússein hyggist i eitt skipti fyrir öll ganga milli bols og höfuðs á öllum þeim i kerfum flokks og rikis, sem hugsanlega gætu orðið honum óþjálir. Séð frá þeim sjónarhóli er ólik- legt að hann geri stóran greinar- mun á Rússavinum og þeim er lita vesturveldin og Egypta hýru auga. Andinn frá tran Saddam Hússein er rúmlega fertugur aö aldri og haföi i mörg ár verið álitinn hinn sterki maöur stjórnarinnar áður en hann tók nýlega formlega viö æöstu völd- um I riki og flokki. Hassan al- Bakr, fyrirrennari hans i æöstu embættum, var tekinn aö eldast, hafði aldrei verið neinn skörung- ur og þar aö auki ekki nógu harö- snúinn gagnvart andstööuöflumað dómi Hússeins. Al-Bakr kvað hafa sagt af sér eftir aö hann neit- aði að undirrita dauöadóma yfir hópi herforingja og Sjita-klerka. Andstaöa bæöi Sjita og Kúrda gegn íraksstjórn hefur mjög auk- Saddam Hússein —er „hreinsun- in” mikla var svar viö auknu and- ófi Sjita og Kúrda? ist eftir að keisaranum var steypt i Iran og los komst á flest þar- lendis. Þaö öldurót hefur sem vænta mátti náð til grannlandsins Iraks og hreinsanahryðja Sadd- ams Hússeins er liklega meö- fram gerö með það fyrir augum að lægja þær öldur. Sjitar úthreinsaðir Sjitasiður er sem kunnugt er rikistrú i Iran, enda játar mestur hluti landsmanna þá grein Múhameðstrúar. En meirihluti Araba I Irak er einnig Sjitatrúar, og á þaö einkum viö um fólk i suö- urhluta landsins. Engu aö siöur hafa flestir valdamenn I Irak allt- af veriö af Súnnatrú, sem er hin aðalgrein Islamstá það liklega aö einhverju leyti rætur aö rekja til þess, aö i flestum löndum Múh- ameðsmanna hefur löngum veriö litiö á Sjita sem villumenn. For- ustumenn Sjita, klerkar og aörir, hafa þvi löngum verið vansælir með stjórnarvöld íraks og eftir þjóðaruppreisn trúbræðra sinna I Iran hafa þeir fyllst nýjum hug og dug, fullir af anda Komeinis. Iraksstjórn haföi e.t.v. aö vilja al-Bakr, um skeið gert sitthvaö til aö bliðka Sjita, til dæmis hleypt þó nokkrum þeirra i stööur hátt uppi I kerfinu. Saddam Húss- ein hefur greinilega ekki trú á þesskonar aöferöum, þvi aö hamagangur hans nú virðist ein- mitt ekki hvaö sist til þess geröur að hreinsa Sjitana út úr kerfinu. Fjórir af fimm þeim háttsettustu, sem teknir hafa verið af lifi svo vitað sé, voru Sjitar. Kúrdar magnast á ný I Iran fóru Kúrdar sem kunn- ugt er á kreik eftir fall keisarans og munu nú sjálfir ráða mestu i sumum héruðum iranska Kúrd- istans. Það varð til þess að hleypa nýju lifi i Kúrda i Irak, sem höfðu farið heldur lágt frá þvi aö vörn þeirra brast fyrir Iraksher — vegna svika Iranskeisara, sem hafði stutt þá — 1975. Nú er svo að heyra að náiö samráð sé meö Kúrdum i báðum rikjum og fari þeir allra sinna ferða yfir landa- mærin. Skæruhernaður þeirra i Norður-Irak hefur færst i aukana og munu þeir nú á ný hafa einhver fjallasvæði á sinu valdi þar. All- margir iraskir kommúnistar, sem flúið hafa ofsóknir Iraks- stjórnar, hafa gengiö i liö með Kúrdum. Ýmislegt bendir til þess að stjórnir rikjanna beggja, Irans og íraks, reyni að etja Kúrdunum hvor á aðra. Aö mati Komeinis, hæstráö- anda i andlegum og veraldlegum efnum i Iran, eru stjórnendur Ir- aks áreiðanlega svivirðilegir guð- leysingjar og er þvi ekki út i hött að ætla að hann — eða iraskir Sjitar undir leiðsögn hans — muni láta einhverja króka koma i móti grimmilegum brögðum Saddams Hússeins. En lika gæti hugsast að þeir Komeini og Hússein gerðu sátt sin á milli, þótt ólikir séu, vegna þess sameiginlega áhuga- máls sins að berja Kúrda niður, rétt eins og Iraksstjórn og trans- keisari á sinni tið. — dþ. FI#S_ MTIÍÍ <1 kCVMÍt Mataruppsknftir Nýjasta blaðið í lausblaðaútgájunni okkar er komið í kjötverslanir. Viðkomum meðgóðatillöguað matreiðsluá lambakjöti ásamt nýstarlegri pylsuuppskrift. Biðjið um eintak í nœstu kjötbúð og notfcerið ykkur holí og hagkvœm matarkaup. ^ Afuröasala Kjötíönaðarstöð :'^§p Kirkjusandi sími:86366

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.