Þjóðviljinn - 05.08.1979, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 05.08.1979, Blaðsíða 7
Sunnudagur 5. ágúst 1979. ÞJÓDVILJINN — StDA 7 *mér datt það í hug Siguröur_ Blöndal_ skrifar: UM PLASTMAT Og samkunduhús bílaþjóðfélagsins Margt er skrýtiö i niitiman- um. Ný tækni hefir leitt af sér nýja hætti I mannfélaginu. Bill- inn er merki um þá tækni, sem kannski hefir valdiö augljósust- um breytingum á háttum fólks I vélvæddu þjóöfélagi. Hinn franski háöfugl Jaques Tati fékk okkur þetta aö umhugsun- arefni svo um munaöi i nýjustu kvikmynd sinni „Traffic”. Billinn hefir i rauninni tekiö ráöin í hinu vélvædda þjóöfé- lagi. Viö mannskepnurnar beygjum okkur undir lögmál hans rétt eins og þyngdarlög- máliö. Meö illum og góöum af- leiöingum. Og viö vökum um nætur yfir þeirri tilhugsun, aö afliö, sem hreyfir bilinn okkar, kunni aö vera á þrotum. Miljónir fólks viöa um lönd smiöa bilinn og enn fleiri mil- jónir i enn fleiri löndum þjóna honum. Þaö mætti skrifa langar bækur um þetta, enda hefir þaö veriö gert. Þessi þjónusta viö bilinn nær einnig til landsins okkar kalda. Tökum bensinstöövarnar, sem viö finnum nii „frá efstu Arnar- vatnshæöum ofan i lægstu ber- lómshliö”, eins og einu sinni var kveöiö. Þær eru eins konar sam- kunduhós bilaþjóöfélagsins. Þær hafa tekiö viö þvi hlutverki, sem trúarleg samkunduhús höföu á fyrri tima þjóöfélagi. Þær eru staöirnir, þar sem fólk mæt is t. Tilbeiöslan hefir flust ilr samkunduhúsunum eöa kirkj- unum yfir i bensihstöövár meö plast og stálgljáandi grill- tilfæringum. Mér datt þetta i hug, af þvi aö núna er verslunarmannahelgin á íslandi, þegar þjóöin flykkist út á akvegi landsins og fyllir hin nýju samkunduhús. Plastmat- urinn, sem þar er framreiddur i stil viö gljáandi stáliö og plastiö á boröum og eldhúsbekkjum, veröur aöalfæöa þjóöarinnar um þessa helgi: Pylsur meö öllu. Hamborgarar og franskar kartöflur meö kokkteilsósu og hrásalati. Kók og Prince Polo. Jafn staölaö og gljáandi frá fyrstu bensinstöö til hinnar fimmtugustu á hringveginum. Sama hvar komiö er inn áhann. Eins og plastiö og stáliö, sem setiö /er viö. Foröum var tónaö i kirkjum (meö oröum Joe Hill): ,,Þú færö föt, þú færö kjöt, þegar upp ljúkast himinsins hliö”. Nú liöa frá hinum nýju sam- kunduhúsum andvörpin um pylsur, hamborgara og kók og þjónar þeirra veita söfnuöinum ekki ávi’sun á himininn, heldur uppfylla óskina á stundum meö sömu vélvæddu nákvæmni og sama hraöa og bOlinn rennur eftir veginum — gegn hóflegri greiöslu aö sjálfsögöu. Blllinn sjálfur fær sinnskammt til þess aö bera okkur á hrjúfum vængj- um hringvegarins, aö visugegn sifellt hærri greiöslu með hverj- um mánuði. En það er Rússum og Rotterdammarkaönum að kenna, eins og allir vita. Plastásýnd hins nýja þjóöfé- lags er i stil viö bilinn, sem skin, svo aö spegla má sig I honum, hvar sem er. Enda hefir billinn framkallaö hana og skapað i sinni mynd meö hraöa og ná- kvæmni og virkni. Hvaö á aö kalla þessa ásýnd? Hag- kvæmni? Einföldun? Leiöinleg- heit? Stöölun er þaö allavega, hvort heldur plastásýndin birt- ist I bílnum, grillgræjunum, húsbúnaöinum eöa matnum sjálfum. Staölaöar hitaeiningar i plastbúningi? Ef menn fara eftir reglunni aö borða til aölifa, eru þetta fram- farir. öllu verra er þaö fyrir þá, sem lifa til aö boröa. Ég á viö þetta meö plastmatinn. Fyrir siöari hópinn, þann sem lifir til aö boröa, sem veröur æ fámenn- ari i þvf þjóöfélagi, þar sem bill- inn hefir tekiö ráöin, veröa sporin þung inn á fimmtugustu bensinstööina á hringveginum á mánudagskvöldiö þessa miklu feröahelgi. Þaö er hætt viö, aö þeim fari likt og hundunum á Hvltárvöllum foröum, er þeir fundu lyktina af soönum laxi: Aö labba út, er þeir finna lykt- ina af frönsku kartöflunum. Og myndu leggja niöur skottiö, ef þeir heföuskott. Þaöveröur alla vega hressandi aö fá saltfiskinn á þriðjudagskvöldiö og saltkjöt- iö og baunirnar á miövikudag. Og iskalt vatn eöa mjólkurglas eftir allt kókið. Þetta er nútiöin meö góðu og illu. Og liklega mun framtiöin ekki snúa hjólinu til fyrri hátta. Hraöi bilsins og hraöi mann- legra athafna krefst lika hraöa við matboröiö. Helst ekkert borö. Bara standa meö pylsurn- ar og kókiö. Krafan um hraöa og lágt verö þýöir einföldun. Spurningin er, hvort viö sætt- um okkur viö þetta lffsform. Ef Iifiö er aðeins kalóriur, gerum viö þaö liklega. En veröur þaö lif skemmtilegt til lengdar? Kannski eru svona bollalegg- ingar hégóminn einber I heimi, þar sem spurningin um llf eða dauöa fyrir hundruö miljóna snýst einmitt um kalóriur. Hins vegar höfum viö á þessu eylandi stært okkur af þvi aö vera komnir af þvi stigi mann- legrar tilveru. Og þess vegna er þrátt fyrir allt ekki út i hött á tyllidegi eins og er um þessa helgi aö velta fyrir sér, hvort framfariri tækni þýöa fábreytt- ara eöa fjölbreyttara lif, þegar ekið er frá fyrstu til fimmtug- ustu bensinstöðvar á hringveg- inum. Sig Blöndal. Til minnis í ferðalagið | Skiljið hvergi eftir ykkur rusl. Munið að vökvinn sem notaður er til að kveikja i grillkolun- um er stórhættuleg- ur. Fjarlægið hann frá kolunum strax og búið er að nota hann og hellið aldrei yfir kolin eftir að búið er að kveikja i þeim. Fleigið aldrei siga- rettustubbum út úr bil eða á viðavangi. Slitið blóm ekki upp með rótum, ef þið viljið tina ykkur vönd. Klippið eða I skerið af villtum blómum. Gangið vel um vatnsból og setjið engin óhreinindi út i Ilæki eða vatnsból, þar sem sótt er vatn I til drykkjar. Staður hagstæðra stórinnkaupa Opið til ki. 22.00 á föstudögum Hveiti 10 lbs. Strásykur kg. Matarkexpk. Kremkex pk. Cocoa puffspk. Cheerios pk Co-op morgunverður pk. Ryvita hrökkbrauð pk. Wasa hrökkbrauð pk. Korni flatbrauð pk. Kakó, Rekord 1/2 kg. Top-kvick súkkulaðidr. Kjúklingar kg. Rauðkál ds. 590 gr. Gr. baunir Co-op 1/1 ds. Gr. baunir rússn. 360 gr. 929 kr. 170 — 277 — 285 — 440 — 318 — 554 — 144 — 349 — 268 — 1599 — 1572 — 2200 — 521 — 320 — 140 — Niðursoðnir ávextir: Bl. ávextir 1/1 ds. 918 kr. Bl. ávextir 1/2 ds. 429 — Perur 1/1 ds. 785 — Aprikósur 1/2 ds. 367 — Two Fruitl/2 ds. 336 — Ananasmauk 1/2 ds. 237 — Jarðarber 552 gr. 756 — Belgbaunir 1/2 ds. 367 — Tjaldborð m/4 stólum 16.149 — Svefnpokar 17.334 — Garðstólar 6.714 — Bakpokar 11.076 — Strigaskór. verð frá 1.460 — Gúmmistigvél,verð frá 5.563 — Tjalddýnur 7.500 — Úrval af ferðavörum væntanlegt næstu daga STORMARKAÐURINN SKEMMUVEGI 4A KÓPAVOGI ,

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.