Þjóðviljinn - 05.08.1979, Blaðsíða 19

Þjóðviljinn - 05.08.1979, Blaðsíða 19
Steve McQueen leikur aöaihlutverkiö I Junior Bonner. Regnboginn: Junior Bonner Leikstjóri: Sam Peckinpah Þessi mynd var reyndar sýnd I sjónvarpinu fyrir ekki löngu, en hæpið er, að hún hafi notið sin i imbakassanum, þvi að þetta er breiötjaldsmynd og það er augnayndi, hvernig Packinpah notar þann möguleika, sem breiðtjaldið býður upp á. Myndin greinir frá fjölskyldutengslum, sem eru um þaö bil að rofna. Faðirinn, sem haldinn er ævin- týraþrá, vill helst flytja til Astraliu til að leita aö gulli og synirnir tveir halda hvor i sina áttina. Ann- ar er nýrlkur námueigandi; hinn vinnur fyrir sér með þvi að taka þátt I kúrekamótum þar sem hann situr ótamda hesta og villt naut. Móðirin má sitja ein eftir heima. Myndin ber vitni um persónulegan stil Peckin- pahs og fagmannleg vinnnubrögð hans, þó aö varla sé hægt að segja, að hún sé meöal þeirra bestu, sem frá honum hafa komiö. Austurbæjarbió: í sporðdrekamerkinu Enn ein klámmyndin frá Danskinum, en hann hefur þó löngum haft lag á þvi aö krydda slikar myndir með léttum húmor. Þróunin hefur hins veg- ar verið sú, að eftir þvi sem þessar myndir hafa orðið djarfari og djarfari þvi þy.nnri hefur húmorinn oröið. Efniviðurinn er harla rýr, enda er hann al- gjört aukaatriði. Þvi til sönnunar, að Danir geta lika búið til kvik- myndir i gæöaflokki, þó að litið hafi borið á þeim hérlendis, skal bent á kvikmyndasiðuna i dag. Háskólabió: Lookingfor Mr. Goodbar Bandarisk frá 1978 Leikstjóri: Richard Brooks Aðalhlutverk: Diane Keaton Þaö getur veriö dýrt spaug að vera frjálslyndur i ástamálum — sérlega ef i hlut á ung heiövirð kona og mennirnir, sem hún velur fyrir rekkjunauta, eru af sitt hverju sauðahúsi. Theresa Dunn hefur þann starfa meö höndum að kenna heyrnarlausum börn- um. Hún hefur ekki lengur áhuga á þvi aö lifa eftir siðareglum sins strangtrúaöa föður, fer aö heiman og leitar lifshamingjunnar á skemmtistöðum þar sem vafasamir náungar veröa á vegi hennar. Létt- lyndi hennar á þó eftir aö koma henni i koll. Þaö er alveg óhætt aö mæla með þessari mynd, en sýningum fer senn aö fækka. Diane Keaton, sem fékk Óskarsverölaun fyrir leik sinn I Annie Hall, leikur aöalhlutverkiö ágætlega. Regnboginn: Hjartabanir (The Deer Hunter) Leikstjóri: Michael Cimino. Þessi viðfræga og umdeilda óskarsverðlauna- mynd er að mögu leyti mjög vel gerð og leikurinn er frábær. En sú mynd, sem hún dregur upp af striöinu i Vietnam, er ekkert annað en lymskulegur áróður, þvi að Vietnamarnir eru sýndir sem fantar og ill- menni, en aftur á móti er látið aö þvi liggja, að Bandarikjamenn hafi lítinn sem engan hátt átt i þeim hrottaskap og þeirri spillingu, sem þar við- gekkst á þeim tima, — heldur hafi þeir aðeins verið leiksoppar örlaganna. Gamla bíó: Lukku-Láki og Daltonbræður Teiknimyndasögur hafa átt sivaxandi vinsæidum aö fagna hjá börnum og unglingum undanfarin ár. Teiknimyndahetjurnar Tinni og Astrikur gallvaski eiga nú orðiö tryggan aödáendahóp hér á landi. Ein þessara hetja er kúrekinn Lukku-Láki, en þegar hafa komið út á islensku á annan tug myndasagna um viðureign hans við ýmsa skúrka í villta vestr- inu. Háskólabió: Elvis! Elvis! Leikstjóri: Kay Pollack Sænsk frá 1977 Hér eru tekin fyrir vandamál, sem i eðli sinu eru ósköp hversdagsleg, en meðferö þeirra og túlkun er slik, að útkoman verður eftirminnileg kvikmynd, sem hrifur áhorfendur? ekki sist þá sem þekkja vandamálin af eigin raun. Stjörnubió: Dæmdur saklaus Leikstjóri: Arthur Penn Bandarisk frá 1966 Arthur Penn er — eða öllu heldur var — meðal eft- irtektarverðustu kvikmyndahöfunda frá Banda- rikjunum, þvi svo virðist sem litið eða ekkert mark- vert hafi komið frá honum hin siöari ár. Liklega er myndin Bonnie og Clyde toppurinn á listamanns- ferli hans. 1 The Chaseer viöfangsefniö múgæsing, ofbeldis- hneigð og yfirdrepsskapur. Aö vissu marki er þetta krufning á þjóöfélagi þar sem hópsefjun og lág- kúrulegur hugsunarháttur blómgast. ■ rósa Ég er gull og gersemi. . . Markús B. Þorgeirsson skipstjóri óskar eftir bókaútgefanda. Titill bókarinnar er: „Markús skip- stjóri, þetta eru perlur”, en þau orð lét Þórbergur Þórðarson rit- höfundur falla um verk Markús- rátt verðinu, nærri þvi eins og kjósandinn meö atkvæði sinu hverjir ná kjöri. Visir Lausn oliukreppunnar? Siglt á brennivini Fyrirsögn f Dagblaðinu. Seig sú gamla. . . Tjarnargatan flutti sig Fyrirsögn I Dagblaðinu. Stigsmunur 1 siöasta þætti sr. Areliusar Nlels- sonar „Við gluggann”, sem birt- ist I Mbl. þann 21.7. sl. standa orö- in „venjulegir námsmenn”, sem á að vera „venjulegir ráns- menn”. Þetta leiöréttist hér með. ar. Auglýsing I Þjóðviljanum. Morgunblaðið. Rjómatertur eru betri Vill ekki vera i drullukökustriði. Dagblaðið Er kjósendum sjálfrátt? Kosturinn við frjáls markaðskerfi er sá, að neytandinn ræður ósjálf- öðruvísi mér áður brá . Sömu helgi og Þjóðviljaritstjór- inn segir að sósialistar eigi ekki annars úrkosti en leggjast I borg- araskap meö fyrirmannaveislum i ráðherrabústaönum og Höfða, dýrum veiðiferðum og kjólum úr Parisartiskunni, fyrir þá sök að framtiöarrikið sé ekki lengur til, heimtar einn af lögfræðingum og knattspyrnumönnum Sjálf- stæðisflokksins togaraskyldu i stað herskyldu, sem þekkist með öðrum þjóöum. Heimsmyndin er sannarlega breytt. Svarthöfði i VIsi. Ekki segi ég það nú kannski. . . í sætunum snertast bill og maöur, og þau eru þvi ekki siður mikils virði I sambandi bils og manns en t.d. snertifletirnir I sambandi konu og manns! Ómar Ragnarsson I Visi. ömurleiki bændastéttar- innar — Niðurgreiðslur eða norðan- rok? Steingrimur Hermannsson, land- búnaöarráöherra, er um þessa dagana að reyna að hugsa ný úr- ræði fyrir bændur, en bænda- stéttin virðist um þessar mundir hafa orðiö einhverjum sérstökum ömurleika að bráð. JG iTimanum. Sunnudagur S. ágúst 1979. ÞJÓÐVILJINN — StÐA 19 visna- mál 4t Umsjón: Adolf J. Petersen Raddir valla ijúfa frið Þvi er spáð að um þessa helgi farimargt fólk með sin farteski og i þeim farkostum nútimans, sem eru sjálfrennireiðar, en svo voru bifreiðar nefndar I upp- hafierþærfyrstkomuhingaö til lands. Oröið bill þótti þá vond „danska” og sjálfsagt aö gefá farartæki þessu islenskt nafn. Ekki þótti það lipurt I munni að segja sjálfrennireið, en blll varð öllu tamara og festist I málinu. Nú þykir það ekki leng- ur við hæfi að kalla þessar hjólaruggur bila heldur blikk- beljur, eins og þó að ekkert blikk sé I þeim „beljuskrokk- um” sem menn þeysa I um þær öræfaslóöir sem við i stolti okkar köllum þjóðbrautir. Þreytuþjáninguna af þeim akstri má svo reyna aö lækna með þvl að kveða visu þessa eins og gamli bllstjórinn geröi: Þó á malar vondum veg velting illan finni, út um héruð hristist ég i hjólaruggu minni. Hvað er svo fólk að ferðast og til hvers? Gjarnan segjast menn fara til að skoða landið eða heimsækja fjarlæga kunningja. Hvað sjá menn svo? Liklega eitthvað svipaö þvi sem séra Sigurður Norland i Hindisvik sá er hann kom eitt sinn til Reykja- vikurog ráöa má af eftirfarandi vísum hans: Þú mátt horfa hátt og lágt hér um loft og sveitir, holt og urðir, allt er grátt, engan fögnuð veitir. Regnið baðar allt hvað er, ekkert það, sem lokkar. Það er skaði að hafa hér höfuðstaðinn okkar. Þá er ekki þingið best, það sem völdin hefur. Eyðiieggur framtak fiest flókinn iagavefur. A þeim leiða lagastig liggur eins og mara, varla er hægt aö hreyfa sig hvað þá lengra aö fara. Aöeins fjöll og óbyggð lands er I fyrra sniði. Ættarleifö og óðul manns enginn sér i friði. Engri jörð er eftir sótt, um þær rætt i háði. Sveitir landsins'eyðast ótt eins og Krukkur spáði. Fólkið sendist sitt á hvað, sjaldan vinnu stundar. Allar nefndir elta það eins og grimmir hundar. Helst er ráð aö hljóta friö, hvað sem lögin banna. Ævikjör að una við útiiegumanna. Viö slikar aöstæður reikar hugurinn til fyrri kynna, ekki óllkt þvi sem Angantýr Jónsson frá Maridandi á Skaga kvað um: Löngum finn ég yndi i alheims kynningunni, að þér hlynni enn á ný æskuminningunni. Himins gijáa veldi vRt vonir lágar greiðir. tJt I bláinn angurblitt ein mig þráin seiðir. Svo þegar dvalið hefur verið á áfangastað um skeiö, þá er aö halda heim, þvi heima er best eins og Bragi Jónsson I Hoftún- um segir: Hlær i brjósti hugur minn, heim ég alltaf þrái. Atthögunum i ég finn ilm frá hverju strái. Þegar lesinhafði verið grein I Þjóöviljanum nú nýlega um sexi komu manni I hug visur um kenndina eftir Lárus Salómons- son I Kópavogi: Ævíntýra ólmu þrá illt er við að glima. Kynin hafa holdlegt rjá t haft um alki tima. tJt hún brýst i margri mynd, misjafnt hijómar stefið, þetta kalla sumir synd, sem er meö oss gefið. Allir fara misjafnt með mannlegustu kenndir, enda verður ekki séð allt hvað suma hendir. Þráin heimtar efnis yl, Ailt vill neistinn fyrsti Annars væri ekkert til, ef aö kenndin brysti. Til hvers er verið að slæpast þetta I syndugri tilverunni ef svo ekki má drýgja neina synd, eins og gert er ráð fyrir I hinum helgu bókum? Jakob Thoraren- sen kunni svar við þvi: Oft er lifsins úfinn mar. Ast og hatri ei lyndir.— Eina leið til auðmýktar er aö drýgja syndir. Samkvæmt almannarðmi, þá hafa menn alltaf haft eitthvert Samneyti við syndina t.d. taldi I Siguröur Guömundsson á Heiði i | Gönguskörðum ástæöu til aö vara menn við henni og kvað I Varabálki: Ósamlyndi elur synd, illsku kyndir brælu, flekkar yndis fagra mynd, frá sér hrindir sælu. Eins þó að veðurfar hafi ekki veriðsem bestá þessusumri, að minnstakosti hluta landsins, þá vona menn nú á miðju sumri, aö góð verði feröaveður svo hægt sé aö taka undir með Karli Friö- rikssyni, fyrrverandi brúar- smið, þegar hann kvað á ágústkvöldi: Raddir valla rjúfa frið rósir fallið mynda. Sóiin hallar höfði viö hæstu fjalla tinda. Hverfur uggur, allt er hljótt, eins og huggun finni, hljóðum skuggum hlúir nótt hægt i ruggu sinni. Það má ætla að náunginn sem Bólu-Hjálmarkvaöum hafi haft dálitið af syndum á samvisk- unni; Ó þú hrip i syndasjó, sálarskipið manna undan gripið allri ró, ills til lipurt jafnan þó. Svo slæmt var þetta sálartet- ur að mati Hjálmars, að það átti ekki neina vlsa vist aö lok- um: Óskapnaðar út i rið öndin nam sér steypa, þvl sjálft helviti væmdi við vofu slika að gleypa.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.