Þjóðviljinn - 05.08.1979, Blaðsíða 17

Þjóðviljinn - 05.08.1979, Blaðsíða 17
Sunnudagur 5. ágúst 1979. ÞJÖÐVILJINN — SIÐA 17 mhg ræðir við Steindór Árnason um útgerð f rá Reykja- vík fyrr og nú. Steindór fór á sjóinn 15 ára gamall, sem „léttadrengur" á kútter Hákoni, sem áður hét reyndar Haraldurog umvar kveðiðhið lífseiga Ijóð: „Kátir voru karlar á kútter Haraldi". Árið 1920 f ór Steindór á togara og á þeim eyddi hann ævinni næstu 34 árin. Nú er þessi aldni víkingur sestur í helgan stein, en áhuginn á sjónum og sjómennskunni er enn samur við sig. — Reykjavik byggöist upp á út- geröinni. Hún var fyrst og fremst fiskimannaþorp. Sjómenn og út- vegsmenn lögöu grunninn aö þessari höfuöborg okkar eins og viö þekkjum hana nú. Hér var auövitaö eitthvaö af kaupmönn- um, islenskum, hálfdönskum og aldönskum. Dálitiö af iönaöar- mönnum: járnsmiöum, trésmiö- um, skósmiöum, söölasmiöum o.s.frv. En fyrst og siöast var þaö sjórinn og þeir, sem úr honum drógu björg i bú, sem allt annaö byggöist á. „En guð og menn og allt er orðið breytt” Nú er öldin önnur. Nú er þessi gamli undirstööuatvinnuvegur Reykvikinga vanræktur og hefur svo veriö lengi. Þetta þarf aö breytast. Eg er ekki aö segja aö viö eigum eöa gætum horfiö aö upphafinu. En viö eigum aö hefja þennan gamla höfuöatvinnuveg okkar til veröugs vegs á ný. Ekki vegna fortiöar hans, heldur vegna okkar eigin framtiöar. Þaö gengur ekki til lengdar aö ætla sér aö byggja upp síóra og sivaxandi höfuöborg mestmegnis á þjónustustörfum viö fram- leiöslustarfsemi, sem illa er búiö aö og stööugt færri vinna viö. Þaö er þó framleiöslan og hún ein, sem veröur aö standa undir öllu hrófatildrinu. Þannig er þaö nú, karl minn, og þannig verður þaö. Og þetta veröur þjóðin aö skilja ef hún ætlar ekki aö fara aö lifa á sandi, sól og brennivini suöur á ' Mallorka, Costa del Sol og hvaö þessi fjandi heitir nú allur sam- an. Hver er maðurinn? Duus átti Hákon en Miljónafélag- iö Langanesiö. Fiskaö var á handfæri og viö unglingarnir vor- um hálfdrættingar. Kútterunum var ekki haldiö úti yfir veturinn. — Varstu snemma ákveöinn i þvi aö leggja fyrir þig sjó- mennsku? — Ég býst viö þvi, já. Aö minnsta kosti var þaö svo, aö 1918 fór ég I Stýrimannaskólann, sem þá var tveggja vetra skóli. En menn höföu ekki miklu úr aö spila, og þvi var þaö, aö fyrri vet- urinn fóru flestir á vertiö frá ára- mótum, til þess aö hafa upp 1 kostnað viö skólavistina. Þarna lauk ég svo stýrimannaprófi. Á togurum í 30 ár — Og geröistu svo stýrimaöur? — Nei, ekki varö þaö nú strax. Ég haföi aö visu prófskirteinið upp á vasann en mér fannst ég þyrfti samt aö kunna ýmislegt fleira fyrir mér áður en ég tæk- ist á hendur slikt ábyrgöarstarf. Stýrimaöur þarf að þekkja hvert handtak, sem vinna þarf um borö. heltist úr lestinni komu önnur I staðinn. Og þau borguöu sig vel I siöari heimsstyrjöldinni. Þá skil- uöu þau mörgum kringlóttum á land. Gísla þáttur Jónssonar Strax 1 striösbyrjun var hafist handa um undirbúning aö endur- nýjun togaraflotans þannig, aö I striöslok lá allt fyrir um stærö skipa, allan útbúnaö og vélategund aö mestu leyti. Mótor- vélar voru aðeins i fimm af þeim skipum, sem keypt voru; hin voru meö gufuvélar og brenndu svart- oliu. Þessi undirbúningur geröi okkur kleift aö semja um smiðina strax er styrjöldinni lauk. Glsli Jónsson alþingismaöur haföi forystu um aö stefna skipa- byggjendum saman i Hull á ákveönum degi til þess aö undir- rita smiöasamningana. Ef þaö heföi dregist um viku heföi engir veriö til viötals um neina samn- inga. Gisli haföi, á fjoröa ára- tugnum, séö um flestar flokkun- arviögeröir Islenskra togara i Englandi og skipti viö viögeröa- þjónustufyrirtæki i South Sheeld i mynni Thames. Stærstu útgerðarfélögin hér voru þá Kveldúlfur og Alliance. En er til kom aö úthluta skipun- um var sú regla upp tekin aö skip, sem færu til Reyjavikur, skyldu greidd aö 33 hundraöshlutum af kaupendum á meöan kaupendur úti á landi þurftuekki aö greiða nema 15 hundraöshiuta. Þegar „ Útgerö frá Reykja- vík þarfað stórauka og þetta verður þjóðin að skilja ef hún ætJar ekki að fara að lifa á sandi, sól og brenni- víni suður á MaQorka, Costa del Sol og hvað þessi fjandi heitir nú allur” Hver talar svo stritt? Steindór heitir hann og er Arnason, gamall togarajaxl, sem stundaöi sjóinn I meira en 40 ár og veit hvaö hann syngur þegar hann talar um sjó- inn og útgeröina. Lesendum Þjóöviljans er Stein- dór aö góöu kunnur. Hann hefur á undanförnum árum skrifað margar greinar i blaöiö, þar sem hann hefur fjallaö um málefni út- geröarinnar, bæöi til sjós og lands, ef svo má aö oröi komast. Þjóöviljafólk þekkir þvi skoöanir Steindórs á þessum málum. Hitt er annaö mál hversu mikil deili þaö veit á honum aö öðru leyti. Þvi var þaö, aö er viö höföum hreiörað um okkur i stofunni hjá Steindóri vestur á öldugötu hér á dögunum, — og afþakkaö I bili kaffi, sem frúin kvað til reiðu þegar viö vildum, — að ég baö hann fyrst að segja mér eitthvaö af sjálfum sér. En þar var þungt fyrir fæti. — Við skulum ekki eyöa timan- um i aö tala um svo ómerkilegt umræöuefni, sagöi Steindór. Þó fékk ég svo mikið aö vita, aö hann er fæddur noröuri Réttarholti á Skagaströnd áriö 1897, en ólst upp I Höföahólum. Móöir hans var Ingibjörg Pálsdóttir frá Syöri- Leikskálaá i Kaldakinn en faöir Arni Arnason frá Höföahólum á Skaga. Á kútterum — Viö fluttum til Reykjavikur 1911 eöa þegar ég var um ferm- ingaraldur og þar hef ég átt' heima siöan. — Fórstu snemma á sjóinn? — Liklega má segja þaö, ég byrjaði 1912, 15 ára gamall, á kútter Hákoni. Hann hét áöur kútter Haraldur og um hann og áhöfn hans er hin alkunna visa: „Kátir voru karlar á kútter Har- aldi”. En þaö breyttist ekkert viö nafnaskiptin. Þaö voru eftir sem áöur kátir karlar um borö. Svo fór ég á Langanesiö 1913 en þaö var einnig kútter. Þetta voru 70-80 tonna skip og áhöfnin rúmlega 20 manns, þar af tveir unglingar. Þessir kútterar voru svona heldur af minni geröinni, þeir stærstu munu hafa verið um 100 tonn. Hann þarf jafnan aö vita hvernig viö þessu eöa hinu skuli bregöast og þá er umhugsunartlminn ekki alltaf langur. Ég taldi mig ekki nægilega undir starfiö búinn fyrr en 1925. Mér þykir óliklegt annaö en sitthvaö frásagnarvert hafi kom- iö fyrir Steindór öll þau ár, sem hann var á sjónum. en ekki segir hann svo vera. — Ég man t.d. ekki eftir þvi aö hafa nokkurntima fengiö slikt veöur aö orö sé á gerandi þótt auðvitaö sigldum viö ekki alltaf sléttan sjó. Versta veöriö sem eg man eftir fengum viö á okkur noröaustur af Horni I nóvember 1929. Ég var þá annar stýrimaöur á Snorra goöa. Sá garöur stóö lát- laust i 40 klst. Viö sigldum ekki i var en héldum upp I veöriö allan timann. Ég vil ekkert giska á veö- urhæöina en þaö komu á okkur slæm brot þvi falliö var á móti veðrinu. Sjórinn tók bómurnar, braut nokkrar rúður i brúnni og losaöi eitthvaö af kojum i lúgarn- um en annaö var það nú ekki. Þetta voru þónokkuð föngulegar öldur, en stærstu öldur sem ég hef séö var þegar hafnargarðurinn i Reykjavik fór 1923. Þá vorum viö staddir 200 milur suöur af Vest- mannaeyjum. — Og þú varst I siglingum öll striösárin? — Já, öll striösárin. Viö byrj- uðum á þvi aö sigla tii Þýska- lands en þá var ég skipstjóri á Agli Skallagrimssyni. Viö sigld- um beint til Noregs og suöur meö honum innan skerja og til Þýska- lands. Þá var reyndar komiö hafnbann á Þýskaland,en af ein- hverjum ástæöum var fjórum togurum leyft aö sigla þangaö meö Isvarinn fisk. Aö ööru leyti sigldi ég til Englands öll striösár- in. — Og ekkert sögulegt viö þá túra? — Nei, viö sluppum. Skipið sjálft mesta öryggið Og út frá þessu berst tal okkar aö öryggismálum sjómanna. — Til þess aö fækka sjóslysum veröur aö vita um orsakir þeirra, segir Steindór. — Þaö er fyrsta skilyröið. En orsakirnar geta ver- ið margvislegar. Stundum togast skipin niöur meö veiðarfærunum, beinlinis þola þau ekki. Stundum kastast eitthvað til i lestinni, af þvi þar er ekki nógu vel frá hlut- unum gengiö. Ég var á togurum frá 1920 til 1954. Framan af var öllu hrúgaö um borð i hvelli og allt óklárt er fariö var af stað. Siöar komu vaktmenn i skipin, sem tóku á móti öllu og geröu skipiö klárt. Ég er þó ekki viss um nema þetta sé stundum vanrækt enn. Steindór telur upp marga báta og skip sem farist hafa siöustu 10 árin. — En ég man þó áreiöanlega ekki eftir þeim öllum. Gúmmi- bátar eru góöra gjalda veröir en þeir eru alltof léttir I miklum vindi. En þaö er fyrst og fremst skipiö sjálft, sem alltaf veröur aö vera öryggi sjómannsins. Ég hef veriö á mörgum togurum og þeir hafa veriö misjöfn sjóskip. Þarna kemur margt til en byggingarlag- iö hefur mikiö aö segja. En svo einkennilegt er þetta samt aö t.d. Þórólfur og Skallagrimur, sem byggöir voru eftir sama módeli, voru mjög ólik sjóskip, sögöu þeir, sem kynntust báöum. Aö þeirra dómi var Þórólfur mun betra sjóskip. Útgerð í Reykjavík — En ég haföi nú eiginlega hugsaö mér aö rabba viö þig um útgeröina hér i Reykjavik, eigum viö ekki að snúa okkur aö henni? — Jú, þú hefur oröiö, Steindór. — Já, ég skal segja þér aö þeg- ar ég kom hingaö til Reykjavikur 1911 þá var legan hér full af skút- um og togurum. Þau lágu viö akkeri þvi hin eiginlega hafnar- gerö hófst hér ekki fyrr en 1913. Fiskinum úr togurunum var skip- að upp á innrásarprömmum, en skúturnar notuöu venjulega upp- skipunarbáta. Togurum fjölgaöi hér mjög á næstu árum fram aö striöinu og þá var togaraútgerö aöal atvinnuvegur hér. En 1916 voru flestir togararnir seldir til Frakklands, nema Kveldúlfur seldi ekki sin skip. Þegar striðiö skall á voru margir togarar I smiöum ytra fyrir Islendinga, en sem auövitað komu ekki. En eftir striöiö fengum viö marga nýja eins og Skallagrim, Þórólf, Njörö, Skúla fógeta, April, Mai o.fl. Þessir togarar voru aö koma fram til 1925,en skútuöldinni lauk upp úr 1920. Togararnir voru einu skipin, sem stóöu af sér heimskreppuna án þess aö lenda I sjóöakerfinu. Þeir seldu fiskinn aö mestu leyti isvarinn til Englands og komu svo til baka fullir af kolum og veiðar- færum. Og þótt eitt og eitt skip þetta varö ljóst drógu stóru skipafélögin sig til baka, tóku aö- eins einn togara hvort. Eldri tog- ararnir voru aö heltast úr lestinni sumir orönir 20 ára gamlir og meir. Þetta er upphaf þess, aö togaraútgerð i Reykjavik hnign- ar. Og þegar bæjarstjórninni veröur ljóst, aö öll útgerö muni innan tiöar leggjast niöur I Reykjavik þá leist henni ekki á blikuna. Og þá gerist það, aö stofnað er til Bæjarútgeröar Reykjavikur. Og ef eg man rétt þá átti Bæjarútgeröin kost á fjör- um eöa fimm skipum I byrjun. Reykjavík öðlist sinn fyrri sess Þó aö málinu hafi þannig veriö „bjargaö i horn,” eins og þeir segja I fótboltanum, — meö stofn- un Bæjarútgeröarinnar þá er samt sem áöur hálfgert hörmungar ástand i útgerðar- málunum hjá okkur hér I Reykja- vik, miðaö viö þaö, sem áöur var. Ég er þeirrar skoöunar, aö Reykjavik geti og eigi aö vera miklu meiri útgeröarbær en hún er nú. Hún hefur ekki hlotiö þann sess, sem hún skipaði um ára- tugaskeiö, — ég hygg fram um 1960, — aö vera stærsta útgeröar- stöö á tslandi. Okkur vantar fleiri skip, og aöstööuna I landi þyrfti einnig aö bæta. Næst aöförinni aö Reykjavik meö stofnlánadeildarreglunum, sem ég minntist á áöan, hefur sjöundi áratugurinn oröiö höfuö- borginni þyngstur i skauti. Þá voru skipin seld úr landi og af þvi aö fiskverð var svo lágt gat engin fleyta borgað rekstr- arkostnaöinn. Lúövik var ekki fyrr oröinn sjávarútvegsráð- herra I vinstri stjórninni 1971 en hann tvöfaldaöi fiskverðiö. Tveim mánuöum siöar tvöfaldaði hann þaö aftur. Þau voru ekki litil afrek viöreisnarstjórnar- innar sálugu aö setja hvert ein- asta skip á Islandi á hausinn. Viö vorum meö 7 kr. fiskverö þegar nágrannar okkar voru meö þaö margfalt hærra. Hvernig halda menn aö þetta sé hægt? Framhald á 21. siöu.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.