Þjóðviljinn - 05.08.1979, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 05.08.1979, Blaðsíða 9
Sunnudagur 5. ágúst 1979. ÞJÓÐVILJINN — StÐA 9 Einar Már Gumundsson flytur pönkljóö sin i Jónshúsi. Gestur Guðmundsson skrifar: íslenskum Góðir vibrar i Jónshúsi. slóðum í Kaupmanmhöfn Æ fleiri Islendingar búa nú er- lendis, sumir við nám, en flestir við störf. Eflaust eru flestir þeirra að sækjast eftir einhverju, sem tsland býður ekki upp á, s.s. sérnámi, bjór eða þolanlegum lifskjörum, en að öðru leyti er hæpið að alhæfa um „landflótta Islendinga”. T.d. eiga nýlendur islenskra iðnaöar- og verka- manna i Suður-Sviþjóð og islensk- ar lista- og námsmannanýlendur I Paris og Amsterdam fátt annað sameiginlegt en þjóðaruppruna. Hér verður sagt nokkuð frá stærstu tslendinganýlendunni, þ.e. i Kaupmannahöfn, en þar eru nú um 200 tslendingar i námi og nokkur þúsund i vinnu. Verður bæði reynt að gefa nokkra hug- mynd um þaö, hvað íslenskir Hafnarbúar fást viö, og sagt verður frá félagslifi þeirra. Greininni verður fylgt eftir með viötölum við tvo hópa islenskra listamanna, sem starfandi eru i Kaupmannahöfn. Við nám og störf Hinn dæmigerði islenski hafn- arstúdent er ekki lengur ógifti pilturinn i hanabjálkakompunni, sem át rúgbrauð með margarini, en saup löngum i bland úr skálum hámenningar og bjórs og tók lestrarskorpu við próflok, ef bakkus var ekki búinn að taka öll völd. Hann er ekki heldur kommi, freudisti, dópisti og visnasöngv- ari eins og i órum hleypidóma- fullra jónasa. Um þessar mundir er; dæmigerði islenski hafnar- stúdentinn kvæntur karlmaður með börn. Konan vinnur fyrir honum á meðan hann vinnur 50-60 stunda vinnuviku við að lesa verkfræði eða arkitektúr og sparkar fótbolta með „strákun- um” tvisvar i viku. Hann er póli- tiskt sinnulaus eða litið eitt til vinstri, stundar lifsnautnir um helgar og hefur það markmið að koma heim með mubblur i ibúð- ina. Hann blandar litt geði við Dani, en sækir félagsskap til Is- lenskra skólabræðra og vina- hjóna. tslendingar við vinnu i Kaup- mannahöfn eru samsettari flokk- ur. Þar er fólk sem lokið hefur námi og Ilengst við störf á sinu sviði. Þar er ungt fólk, sem hefur brugðið sér út fyrir pollinn til timabundinnar dvalar i ævintýra- leit, til að kynnast öðru mannlifi eða til aö sannprófa hvort hægt sé að lifa af 40 stunda vinnuviku. Sumt af þvi fólki eignast danska maka og sest þvi að, aðrir verða um kyrrt einfaldlega vegna þess að þeir kunna betur við sig. Fólk sem ekki treður alfaraveg, s.s. hómósexúalistar, sest oft að I Danmörku, þreytt á fordómum og þorpsmóral landans. Rétturinn til letinnar íslendingar i Kaupmannahöfn eru oft litnir hornauga meðal landans og álitið að þeir stundi vafasaman lifnað upp til hópa. Sérstaklega þykir það fólk for- dæmanlegt, sem vinnur óreglu- lega en þiggur framfæri sitt i lengri og skemmri tima af at- vinnuleysisbótum eða „sósial”. íslendingar eru samdóma um aö þetta fólk sé afætur og aumingjar. Sósialistar hljóta hins vegar að leggja annaö mat á vinnufælni. Kapitalisminn hefur atvinnuleysi i för með sér, og er þar ekki við atvinnuleysingjana að sakast. Enn fremur hefur þróun hans gert flest störf innihaldslaus og mannskemmandi, auk þess sem annað hvert starf, sem laun eru greidd fyrir, getur ekki talist nyt- samt nema á fáránlegan mæli- kvaröa auðskipulagsins. Vinnufælni er að minu mati afar heilbrigð viðbrögð við sjúku samfélagi. Hitt er annað mál að þau viðbrögð eru sjaldnast far- sæl. Auðskipulagiö býður upp á fá tækifæri til þroskandi iðju, en þeim mun fleiri til að eyðileggja sig á sál og likama. Enda er það algengast með atvinnulaust og vinnufælið fólk, að þaö tekur fljót- lega að reka með straumnum, ver tima sinum I þá sýktu af- þreyingariðju, sem iiggur beinast við, og verður oft úr þvi alger karakterupplausn. tslendingar eiga nokkra fulltrúa meðal rek- alda Kaupmannahafnar, bæði al- menna slæpingja, geðtruflaða, alkóhólista, og jafnvel eru dæmi um það að fólk hafi ánetjast „sprautunni”. En meginþorri islensku ,,sósial”istanna i Kaupmanna- höfn fæst við einhverja skapandi iðju. Þar eru tónlistarmenn, leik- arar, myndlistarmenn, rithöf- undar, stjörnuspekingar og alls kyns mannlífsathugendur. Það fólk tekur undir með Kristjaniu- búum og Kristjáni Pétri: „Rokk er betra en fúl tæm djobb”, vinn- ur óreglulega og leyfir sér af og til þá ósvinnu að fylla flokk atvinnu- leysingja Félagslíf íslendinga Eins og alkunna er, gaf einhver kaupaheðinn isienska rikinu hús Jóns Sigurðssonar, sem I hópi Hafnarislendinga er oft nefnt „House of Gay Johnny”. Það er nú félagsheimili tslend- inga, og er veitingasalur þess op- inn á kvöldin og um helgar. Einn- ig er þar ibúð, sem úthlutaö er islenskum fræðimönnum til þriggja mánaða dvalar. Enn fremur er minningarherbergi um „Jón hýra” og bókasafn og loks prestsibúð. Þar býr islenski sendiráðspresturinn sem messar á mörlensku yfir örfáum hræðum á nokkurra vikna fresti og veitir jafnframt sjúkum og hrjáðum tslendingum misjafna félagslega þjónustu. Er flestum Hafnar- islendingum spurn, hvaða tilgangi þetta embætti á aö þjóna. 1 Jónshúsi fer fram nær allt þaö félagslif, sem tslendingafélagið, námsmannafélagið og SINE gangast fyrir. Er skemmst frá þvi að segja að það er afspyrnu dautt. Helst er fjölmennt á spila- kvöld og fyllerisskröll en fundir hafa undantekningalaust verið fásóttir undanfarin ár. Ef frá eru skilin drykkjusam- sæti og átveislur þar sem menn gæða sér á islenskum mat, var hápúnktur félagslifsins sl. vetur eflaust fyrirlestur Jónasar Páls- sonar, skólastjóra, er hann dvaldi i fræðimannsibúð. Sagði hann frá þróun skólamála á tslandi og komu f jölmargir aö hlýöa á hann og spyrja frétta. Þá var þrjátiu ára veru i NATO minnst á ágætan hátt með heimsókn Vesteins Lúð- vikssonar, sem las úr verkum sinum og Þorgeirs Þorgeirs- sonar, sem las smásögu og sýndi nátengda kvikmynd. Er þá ógetið sönghópanna tvegSja, „falska kórsins” sem hefur æft mikið en litið komið fram, og „rauðu söngsveitar- innar” sem æfði i vetur og söng á 1. mai við ágætar undirtektir margmennis. 1. mai kom lika fram annar sönghópur, oftast rauöur og sjaldnast falskur, rokk- sveitin Kamarorghestar, sem tryllthafa hugi landans þrivegis á siðustu mánuðum. Frá henni verður sagt i viðtali sem birtist i næsta Sunnudagsblaði. gg (Myndirnar tók Haddi.) Jón Ragnarsson sýnir löndum sinum I Höfn frumsaminn' dans.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.