Þjóðviljinn - 05.08.1979, Blaðsíða 16

Þjóðviljinn - 05.08.1979, Blaðsíða 16
16 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 5. ágúst 1979. Dönsk kvikmynda- gerð er í framför Kvikmyndahúsgestir hér- aö hverfa frá æskustöövunum vandamáli á einkar nærfærinn lendis gera sér sjálfsagt margir hverjir i hugarlund, aö megin- partur danskrar kvikmynda- framleiöslu sé eintómt pornó þar berstrfpaöar yngismeyjar skaka mjaömirnar framan I áhorfendur og ung pör sýna margbreytilegar samræöis- stellingar. Engin furöa, þvi bid- in hafa veriö einkar iöin viö aö sýna þess konar tegund kvik- mynda. Fyrst voru þaö rúm- stokks-myndirnar, en nú hefur ný „seria” hafiö göngu sina, kennd viö stjörnumerkin. (Sbr. i sporödrekamerkinu, sem Austurbæjarbfö sýnir um þess- armundir). Hvortætlunin sé aö framleiöa slikar myndir jafn- margar stjörnumerkjunum skal ósagt látiö. En til allrar guöslukku er danskurinn ekki „allur í pornó- inu”. í Danaveldi eru lika framleiddar kvikmyndir meö alvarlegum undirtón, myndir, sem hafa eitthvaö aö segja áhorfandanum og hafa til aö bera listrænt gildi, ef þannig mætti aö oröi komast. Já, gott ef „hinar djörfu gamanmyndir” eru bara ekki i algerum minni- hluta, þegar allt kemur til alls. En snúum okkur aöeins aö hinni „jákvæöu” hliö danskrar kvikmyndageröar. Christian Braad Thomsen, tæplega fertugur aö aldri, er einn af virtustu kvikmyndaleik- stjórum i Danmörku i dag. Meöal kvikmyndaunnenda i Danmörku (og kannski viöar) var hann alls ekki óþekkt nafn, áöur en hann fór aö búa til kvik- myndir, þvi þá haföi hann um nokkurra ára skeiö veriö meöal þekktustu kvikmyndagagnrýn- enda þar i landi, auk þess sem hann haföi sinnt ýmsum öörum menningarmálum, m.a. veriö leikhússtjóri. En þrátt fyrir þaö aö kvikmyndagerö sé hans aöal- áhugamál, hefur hann ekki lagt önnur störf á hilluna, þvi á milli þess sem hann leikstýrir mynd- um vinnur hann hjá útvarpinu, skrifar um kvikmyndir og starf- ar sem plötusnúöur þar sem hann hefur kynnt ameriska sveitamúsik. CJiristian Thomsen læröi leik- stjórn I danska kvikmyndaskól- anum.Siöan hann útskrifaöist þaöan hefur hann gert fjórar langar myndir auk nokkurra styttri. Myndir hans bera merki um persónulegan stil höfundarins og oft á tiöum hafa þær pólitlskan og siöferöilegan boöskap fram aö færa. Annaö hvort hafa menn skipst i ein- læga aödáendur hans eöa fyllt flokk hatursmannanna. A þetta reyndar ekki sist viö um skrif hans um kvikmyndagerö i Danmörku, en Thomsen er óvæginn i' skrifum sinum um þau mál og hefur sagt sina meiningu ubúöalaust. En þrátt fyrir þaö eru þeir fáir, sem efast um einstaka hæfileika hans. Smertens börn (Börn sárs- aukans) heitir ein af myndum Thomsens og var gerö fyrir tveimur árum. Þetta er hálf- gildings heimildarmynd, sem byggir á viötölum viö fólk um bernsku þess. Sumir minnast æskuáranna meö söknuöi, en flestir höföu þó oröiö fyrir dýr- keyptri reynslu vegna syndsamlegs athæfis foreldr- anna. Sérstök tækni, sem ekki veröur útskýrö nánar hér, er notuö, þegar endurminningar þessa fólks eru kvikmyndaöar, en form myndarinnar minnir á ævintýrasögur. Nýjasta mynd Christians Braads Thomsens, sem frum- sýnd var á þessu ári, heitir Drömmer stöjer ikke nSr de dör. (Eins og oröin hljóöa, þýö- ir þetta eitthvaö á þá Ieiö, aö draumar hafi ekki hátt, þegar þeir deyi). Myndin gerist i þorpi úti á landi og fjallar fyrst og fremst um samband fööur og sonar. Sonurinn hefur ákveöiö og flytja til Kaupmanna- hafnar. Til hans er hringt dag nokkurn oghonum tjáö, aö faöir hans liggi fyrir dauöanum. Myndin greinir ekki einungis frá sambandi þeirra feöga, heldur vekur hún spurningar um samband manneskjunnar viö þaö umhverfi, sem hún hef- ur alist upp i og tengsl hennar viö þaö. Jörgen Leth hefur einbeitt sér aö gerð kvikmynda um hjól- reiöakeppni og hefur gert þrjár slikar. Sú sem hvaö mesta athygli hefur vakiö er En forðrsdag i helvede (Vordagur i helviti) og er um keppni, sem fram fer á leiöinni frá Parls til Roubaix, meö þátttöku margra af fremstu hjólreiöaköppum Evrópu, s.s. Eddie Merckx, De Vlaminck, Maertens, Moser, Poulidor og Thevenet, ef ein- hver skyldi kannast viö þessi nöfn úr Iþróttaþáttum sjón- varpsins. Viö töku þessarar myndar notaöi Leth 27 kvik- myndatökuvélar. Myndin þykir sýna vel fram á, hversu hættuleg þessi keppni er, enda hefur Leth tekist aö skapa einkar raunsætt og filmiskt kvikmyndaverk. kvikmynda- kompa Umsjón: ÆaM Sigurður ÍT Jón ■«: Ölafsson % vc. A kvikmyndahátiö Noröur- landanna, sem haldin var I námunda viö Helsingfors i ár, en Island var þar meöal þátt- tökuþjóöa i' fyrsta sinn, þótti danska myndin Honning mðne (Hunangsmáni) skara fram úr öörum þeim kvikmyndum, sem sýndar voru á þessari hátiö. Þaö er am.k. mat Lars Ahlanders, ritstjóra sænska kvikmyndatimaritsins Chaplin. Aöalpersóna myndarinnar er Jens, verkamaöur aö at- vinnu. Hann er rúmlega tvitugur aö aldri og býr meö móöur sinni. Jens er góölyndur náungi en seinþroska og kemur þvi fyrir sjónir eins og stórt barn. Jens kynnist ungri konu, Kirsten aö nafni, þar sem hún vinnur á bókasafni. Kirsten býr heima hjá foreldrum sinum, sem eru millistéttarfólk ogeiga sitt eigiöhús. Hún er dekurbarn og mjög háö móöur sinni. Jens og Kirsten gifta sig og fara i' brúökaupsferöalag til sólarlanda. Þegar heim kemur telur Jens Kirsten á aö hætta aö vinna úti og sinna eingöngu heimilisstörfunum. „Konan min á ekki aö þurfa aö vinna,” segir hann. Kirsten reynir sitt besta til aö þóknast Jens og lifa samkvæmt þeirrihugmynd sem hann hefur gert sér um þroskaða gifta konu og heimavinnandi hús- móöur. Þaö tekst hins vegar ekki; hún reynir aö fyrirfara sér, er fhitt á sjúkrahús i skyndi þarsem lifi hennar er bjargaö á seinustu stundu. En þar meö er endir bundinn á samvist þeirra. Aö lokinni sjúkrabúsdvölinni snýr hún aftur til slns fyrra heim- ilis.Jens er niöurbrotinn maöur; hann ráfar um götur borgarinnareinmana og eiröar- laus. Eins og sjá má er efniö harla hversdagslegt en höfundi myndarinnar, Bille Auguste, hefur tekist aö lýsa þessu og mannlegan hátt. Jafnframt er mynd þessi ádeila á þaö neysluþjóöfélag, sem viö búum i. Þó erenginn predikunartónn I þessari ádeilu né heldur setur August fram pólitiska lausn þessara vandamála. Þaö sem August vill segja okkur með þessari mynd er þaö aö i þjóö- félagi þar sem allt er svo þræl- skipulagt og kerfið nánast fúll- komiö, hafa hlutirnir i raun snú- ist viö. t staö þess, aö skipu- lagið eigi aö þjóna manneskj- unni og veita henni þá aöstoð, sem hún þarfnast, hefur þaö þvert á móti leitt til þess, aö maöurinn er oröinn undirgefinn þvi kerfi, sem hann hefur byggt I kringum sig. Hann er orðinn þræll þess skipulags sem átti aö vera i þjónustu hans. Afleiðingin er sú, aö maöurinn einangrast og mannleg samskipti vikja fyrir hinum ómannlegu kröfum neysluþjóöfélagsins. Þessi kvikmynd þykir þeim mun athyglisveröari þar sem þetta er frumraun Billes Aug- usts sem kvikmyndaleikstjóra, en áöur haföi hann unniö fyrir sér sem kvikmyndatökumaöur. Ýmsir af yngstu kynslóö danskra kvikmyndageröar- manna hafa gert unglinga- vandamálum i Danmörku sér- st(8c skil I verkum sinum. Af sllkum myndum má nefna Drenge (Drengir). Mig og Charly (Ég og Charly). Du er ikke alene (IÞÚ ert ekki einn). Nils Malmros er handrits- höfundur og leikstjóri aö Drenge. Hún fjallar um þrjú tfmabil I ævi ungs manns: bernsku hans, unglingsárin og þegarhanner kominná þritugs- aldurinn. Ole, en svo heitir þessi ungi maöur, er vingjarn- legur en fámæltur og hann er fremur áhorfandi en þátttak- andi þeirra atburða, er tengjast lifi hans. Mig og Charly segir frá samskiptum Steffens, 16 ára unglings, viö Charly, sem send- ur hefur verið á betrunarhæli, unnustu sina, Majbritt, og ein- stæöa móöur sfna. Meöhöndlun leikstjórans, Mortens Arnfreds, er einkar trúveröug og raun- sönn lýsing á vandamálum unglinga nú til dags. Ghita Nörby leikur móöur Steffens, en meö hlutverki sinu I þessari mynd hefur hún aftur snúiö sér aö kvikmyndaleik eftir nokk- urra ára hlé. Ætti hún aö vera hérlendum kvikmyndahús- gestum ekki ókunnug þar eö margar af þeim myndum, sem hún lék i áöur fyrr, hafa veriö sýndar hér. Þaö vakti talsveröar deildur, þegar kvikmyndaeftirlitiö i Danmörku ætlaöi aö banna Du er ikke alene innan tólf ára aldurs vegna þess aö i henni er sýnt atriöi sem snertir kyn- feröislegt samband drengja, en myndin gerist á heimavistar- skóla fyrirdrengi. Um siöir greip menntamálaráöuneytiö i taumana og lét undan þessari gagnrýni, þannig aö nú getur fólk á öllum aldri séö myndina — a.m.k. I Danmörku. Eigi aö siöur olli myndin nokkrum von- brigðum miöaö viö fyrri mynd leikstjórans,Lasse Nielsen , La’ os være (Látiö okkur I friði) sem einnig fjallar um samskipti unglinga. Hér hefúr aöeins veriö drepiö á þaö helsta, sem hefur veriö aö gerast i kvikmyndamálum Dana uppá siðkastiö, en dönsk kvikmyndagerð hefur veriö I stööugri framför siöustu árin. Þeir standa þvi miklu framar I þessum efnum en annars mættiætla sé tekiö miö af þeirri kvikmyndaframleiöslu danskri, sem okkur er boöiö uppá af forsvarsmönnum bió- anna ár eftir ár. (Viö samningu þessarar greinar er stuöst viö heimildir úr International Film Guide, Chaplin og Levende Billeder). V Claus Strandberg og Kirsten leika aöalhlutverkin i Honning mane eftir Bille August. Christian Braad Thomsen. Atriöi úr nýjustu mynd stöjer ikke naar de dör. Christians Braads Thomsens, Drommer Hjólhestakeppni getur veriö hættuleg iþrótt. Myndin hér aö ofan er úr kvikmynd Jörgens Leths, sem sýnir slika keppni, er fram fer ár hvert á leiöinni Paris—Roubaix.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.