Þjóðviljinn - 05.08.1979, Blaðsíða 13

Þjóðviljinn - 05.08.1979, Blaðsíða 13
12 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN.Sunnudagur 5. ágúst 1979. Sunnudagur 5. ágúst 1979. ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 13 Margir staldra við gluggann. Þar er margt girnilegt að sjá. Gunnar Valdimarsson frá Teigi, verslunarstjóri i Bókinni: Góð bók er betri gjöf — þó að gömul sé — heldur en slæm bók I sellófanpappir. GRÚSKAÐ í FORN- BÓKAVERSLUNUM t Reykjavik eru nú 13-14 forn- bókaverslanir og hefur þeim farið fjölgandi siðustu ár. Sumar eru glerfinar og virðulegar en aðrar óttalegar holur. Sumar kapp- kosta að hafa á boðstólum dýrt og ævafornt prent en aðrar lifa aðal- lega á kiámrita- og vikublaða- sölu. Allar eiga þó sameiginlegt að i þeim fer fram fjölbreytilegt manniif. Þær eru eins konar „kjaftaklappir” og þar hittast menn til að grúska og grufla og ræða máiin. Blaðamenn Þjóð- viljans iitu inn I tvær meiriháttar fornbókaverslanir i vikunni. Þær eru báðar við Skólavörðustig, önnur stendur á gömlum merg, Bókin, en hin er nýrri, Bóka- varðan. Bækur á sjóinn og Vikan á 100 krónur t Bókinni eru nokkrir viðskipta- vinir á kafi i bókagrúski og við snúum okkur að nokkrum þeirra til að forvitnast um eftir hverju þeir eru að leita. Fyrstur verður á vegi okkar ungur maöur, Björgvin Bergsson sjómaður á togaranum Þorláki frá Þorláks- höfn. Hann segist vera fastur viðskiptavinur fornbókaverslana og kaupa sér fyrst og fremst bækur til að lesa úti á sjó. Þar er alltaf einhver timi til lestrar ogiég kaupi alls konar bækur t.d. skáld- sögur og endurminningar, segir hann. Þarna er lika gamall maður sem er að rýna i bunka af göml- um Vikum. Hann heitir Geir Geirmundsson fyrrverandi verkamaður. Ég er að reyna að safna Vikunni I framhaldi fyrir mágkonu mina, segir hann. Vikan frá þessu ári kostar þarna 100 kr. stykkið en frá fyrri árum aöeins 50 krónur. Það borgar sig ekki að kaupa nýja Viku beint út úr búð, segir Geir. Sjálfur segist hann aldrei hafa haft áhuga á að safna bókum þó að hann hafi haft gaman af að lesa þær. „Ég hef aldrei haft pláss til að geyma þær og nú er ég orðinn svo sjóndapur að ég get ekki lesið.” En hann er þarna sem sagt til að kria út Vikuna fyrir mágkonu sina. Fullorðin kona er að lita I nýleg dönsk blöö sem eru þarna I bunka og kosta 100 krónur blaðið. „Það hefur enginn efni á að kaupa ný blöð,” segir hún. Mein Kampf frá 1926 Nú snúum við okkur að Snæ Jóhannessyni sem er innan- búöar. Hann dregur okkur inn fyrir og segir: Nú skal ég sýna ykkur bók sem þið eigið aldrei eftir að sjá aftur. Og hann dregur fram lúna skruddu sem vekur upp hroll þegar titill hennar er lesin: Mein Kampf eftir Adolf Hitler i 2. útgáfu frá 1926. Snær sýnir okkur fleira fágætt en vlsar svo á Gunnar Valdimarsson frá Teigi sem er verslunarstjóri eins og stendur. Eftirspurn ræður verði — Er lifleg verslun i fornbókum núna, Gunnar? — Sæmileg.en þessar verslanir eru samt orðnar það margar i borginni að það dregur úr. — Lækkar þá ekki samkeppn- in verð á gömlum bókum? — Mér finnst það ekki, heldur fremur hið gagnstæða. — Hvernig verðleggið þið? — Við höfum aðgang aö góðum sérfræöingum og fáum auk þess lista frá stærri fornbókaverslun- um erlendis svo sem frá Kaup- mannahöfn og Osló, en þar eru mjög oft islenskar bækur á boö- stólum. Þegar bækur fara að verða fágætar þá er það eftir- spurnin, sem ræður verð- inu. Segja má að við stöndum okkur ekki verr i stykkinu en er- lendar fornbókaverslanir þvi að verölag á Islenskum bókum er- lendis er mjög hátt. — Hverjir eru þessir sérfræð- ingar? —Þeir eru ágætir vinir okkar I hópi bókamanna sem hafa lifað og hrærst i bókum allt sitt iif og hafa oröiö rnjög gott verðskyn. Salómonsdómar — Móta ekki bókauppboðin veröið talsvert? — Jú, allmikit^en kveða þó ekki upp neinn Salómons- dóm. Stundum fara bækur þar á hlægilega háu verði og sýna þá aðeins að þar keppa menn með nóg auraráð og ætla sér að fá bók- ina hvað sem hún kost- ar. Stundum fara lika bækur þar á lægra verði en almennu markaðsverði vegna þess aö eng- inn er staddur á uppboðinu sem hefur áhuga. — Hvernig verðleggiö þiö bækur sem enn fást hjá forlög- unum? — Við reiknum þá með að selja þær á þriöjungi lægra veröi en hjá forlögunum en þó miklu lægra ef sér á þeim. Við höfum gertidálitið að þvi fyrir jólin að kaupa af for- lögunum og selja bækur sem enn eru i sellófanpappirnum á mjög lágu verði. Þegar fer að styttast I aurunum sem fólk hefur til jóla- gjafa veröur margur feginn að fá sér ódýra bók hjá okkur. Það má lika mjög gjarnan koma fram að það eru ekki nema ekta bóka- menn sem skilja að góð bók er betri gjöf — þó að hún sé gömul — en slæm bók i sellófan. Dánarbú og þjófar. — Hvernig aflið þið gamalla bóka? —Bestu kaupin eru oft i dánar- búum eða hjá þeim sem af ein- hverjum ástæðum vilja selja söfn sin i heilu lagi. —Er mikil samkeppni milli fornbókaverslana um slik söfn? —Ekki svo mjög. og við höfum það t.d. fyrir reglu að leita aldrei til fólks að fyrra bragði þó að við vitum um dánarbú sem hugsan- lega á að selja. —Lendið þið oft i aö þjófar selji ykkur bækur? — Ef við höfum einhverjar ástæður til grunsemda kaupum við ekki þó að okkur sé illa við aö visa fólki frá. Við höfum lika losnað við hvimleiðan hóp manna meö þvi aö klippa fyrir alla sölu á klámblööum. Eitt blað fyrir tvö — Eru safnarar ykkur bestu viðskiptavinir? — Nei, það er frekar almennt fólk sem er fyrst og fremst að kaupa sér bækur til að lesa þær. Við höfum ákaflega marga fasta viðskiptavini og t.d. margá utan af landi sem lita hér við i hvert sinn sem þeir koma i bæ- inn. Mikið af viöskiptum fer lfka fram með þeim hætti að fólk skiptir. Þaö kemur með pokket- bækur og blöð og fær sér önnur i staðinn. —Hvernig skipti eru það? — Það fær eitt blað eða bók fyrir tvö sem það kemur með. — Ekki kaupið þiö hvaða bók sem er? — Heita má að enginn bóka- slatti sé svo auvirðilegur að ekki finnist ein og ein nýtanleg bók i honum. Stór hluti af okkar starfi og hlutverki er lika að geyma bækur fyrir komandi kyn- slóðir. Við sitjum uppi með stóran lager af bókum sem er óseljanlegur á þessari öld. —Að lokum, Gunnar. Eruð þið með eitthvert fágæti á boðstólum núna? — Meöal þess sem telst til góðra bóka hjá okkur núna er „kom- plet” Safn til sögu tslands sem við verðleggjum á 300 þúsund krónur. Svo að dæmi sé tekið áskotnaðist okkur lika nýlega fallegasta eintak af Virkinu i noröri sem ég hef séð. Mikið nám að versla með gamlar bækur Við skreppum nú i Bókavörð- una sem er svolitiö ofar við Skóla- vörðustiginn og þar er lika fjöldi fólks að skoða. Við röbbum litil- lega við Braga Kristjónsson forn- bókasala. — Að versla með gamlar bæk- ur er 25 ára nám eða jafnvel 50 ára, segir Bragi, og er þvi langt i frá að ég sé fullnuma. — Er þá verðlagt eftir geð- þóttaákvöröunum? — Nei, nei. Ég notast við verð- lista sem ég fæ viðs vegar að úr heiminum. Það er þvi enginn vandi að verðleggja gamalt is- lenskt prent. Verðið á nokkurra áratuga gömlum bókum er hins vegar svipað og það var þegar þær komu út. Ættfræðiæöið hefur þó leitt til aö t.d. Dalamenn og Strandamenn sem komu út fyrir aðeins 20 árum hafa rokið upp I verði. Þessar bækur eru seldar á 50-100 þúsund krónur. Hér má þó geta þess að nýjar bækur eru orönar býsna dýrar. Stjórn- skipunarréttur eftir ólaf Jóhannesson sem kom út nú fyrir jólin kostaöi t.d. 18 þúsund krónur og Kortasaga Islands yfir 70 þús- und krónur. Safnarar leiðast mér — Hverjir eru þinir helstu við- skiptavinir? — Langflestir sem koma hingað inn eru lesarar. Safnarar leiöast mér, þó að þeir séu náttúrlega misjafnir. Sumir þeirra eru orðnir svo gamlir að þeir eru komnir út úr allri verðlagningar- þróun og skilja hana ekki. — Þú ert með fleira en bækur hér? — Já, ég sel ýmsa pappira, skjöl og myndir. — Ég frétti að bók hefði verið stolið frá þér I dag? — Já það var stolið 50 þúsunda króna bók. Slikt kemur fyrir af og til. Hér er t.d. litil bók sem prentuð var i Leirárgörðum 1798. Það er þýddur ruddi sem nefnist Sá guðlega þekkjandi Náttúru-Skoðari. Brotist var inn hjá mér um nótt og þessari bók stolið. Hún fannst seinna I ösku- tunnu i Miðstræti og var skilað til min. — Hvað kostar hún? — Ég hef verðlagt hana á 140 þúsund krónur. Einar Bragi og færeysku bækurnar Nú kemur aövifandi Einar Bragi skáld aö afgreiðsluborðinu með nokkrar bækur, sem hann ætlar að kaupa. Við spyrjum hann hvort hann komi oft I forn- bókaverslanir og segist hann gera það ákaflega oft en kaupi þó ekki mikið af bókum. — Hvað varstu að kaupa núna? — Ég var að kaupa nokkrar færeyskar bækur sem sjást sjaldan i verslunum hérna. — Safnaröu færeyskum bókum? — Já, ég byrjaði á þvi fyrir rælni árið 1941 og hef haldið þvi áfram sfðan. Llklega á ég orðið stærsta einkasafn færeyskra bóka sem til er hérlendis. Við kveðjum Bragana tvo og göngum úr húsakynnum fornbóka út I góða veðrið á Skólavörðu- stignum. —GFr Utan á Bókavöröunni við Skólavörðustig hanga málverk sem eru til soiu. Uppi á vegg I Bókavörðunni er plakat frá árinu 1934. Það er eftir tréristumanninn Beckmann sem hér starfaði og dó og var gert fyrir Alþýðuflokkinn. Geir Geirmundsson fyrrv. verkamaður: Ég er að reyna aö safna Vikunni fyrir ..Nú skalégsýna ykkur bók sem þiö eigið aldrei eftir aðsjá aftur”, sagöi Snær í Bókinni Einar Bragi kaupir nokkrar færeyskar bækur af Braga fornbOkasaia. uann a stærsi einKasam mágkonu mlna. og tók upp 2. útgáfu af Mein Kampf eftir Adolf Hitler frá árinu 1926. færeyskra bóka hérlendis.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.