Þjóðviljinn - 05.08.1979, Blaðsíða 23

Þjóðviljinn - 05.08.1979, Blaðsíða 23
Sunnudagur 5. ágúst 1979. ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 23 Umsjón: Vilborg Dagbjartsdóttir Bræðurnir Jakob, 7 ára# og Broddi, 8 ára/ skoða f uglabók. Á borðinu hjá þeim er uppstoppaður haftyrðill (plautusalle). (Ljósm. Leifur) Kannski skrifa þeir Kwnpunni frá Ari/ona Bræðurnir Broddi og Jakob Sigurðarsynir eiga heima í Sporðagrunni 15 i Reykjavík. Broddi varð 8 ára 9. mars en Jakob varð 7 ára 3. maí. Þeir eru góðir vinir og leika sér mest saman tveir einir á blettinum heima. Þegar þeir voru litlir áttu þeir heima í Barcelona á Spáni. Þeim þykir ákaf- lega vænt um Spán og mun eftir mörgu fallegu þaðan. Eftir nokkra daga fara þeir með for- eldrum sínu til Ameríku til að eiga þar heima í nokkur ár. Kompan hitti þá að máli og fyst var tal- að um aðaláhugamál Brcdda, fugla. Kompan: Hvenær fékkst þú áhuga á fuglum? Broddi: Ég man það ekki — líklega í fyrra. Kompan: Hvað hét fyrsti fuglinn sem þú tókst eftir? Broddi: Hef ekki hug- mynd um það. Kompan: Þú ert nýbúinn að vera í sveitinni. Broddi: Já, ég var T Skagafirði. í Akrahreppi í Sumarhúsum rétt hjá Silfrastöðum og Bólu. Þar er stórt gil sem heitir Bólugil. Ég var með afa og ömmu í þrjár vikur. Við afi fórum i gönguferðir og skoðuðum fugla. Þar í kring er slatti af fuglum. Kompan: Hvaða fugla sástu? Broddi: Grágæsir á eyr- unum niður við Norðurá, þær halda þar mikið til, og álftahóp sá ég liggj- andi í grasinu við brúna yfir Héraðsvötn. Þegar ég var uppi á Stallinum í Silfrastaðafjalli sá ég fálka. Hann flaug næst- um yfir okkur. Það hefur fálki verpt þar í f jallinu. Kompan: Hvaða fugla ertu að teikna? Jakob: Lóur, ég kann ekki að teikna aðra f ugla. Ég vil alls ekki teikna spóa. Það er svo erfitt. Nefið er dálitið bogið og vont að ná því. Kompan: Þú teiknar líka blóm. Jakob: Já, biðukollu og sóley. Svo þekki ég líka Baldursþrá og fífil. Broddi: Biðukollan er nú ^AKoB7-ArA Myndin sem Jakob teiknaði. Tvær heiðlóur. Hreiðrið þeirra sést ekki, en það er skammt frá þeim og f imm egg í því. Bak við lóurnar er biðukolla og sóley. bara fífill — gamall og gráhærður. Kompan: Nú þurfið þið að kveðja vinina. Broddi: Vinur okkar heit- ir Jón Bjarni. Hann er núna í hringferð með pabba sínum, mömmu og bræðrum. Viðerum búnir að kveðja hann. Kompan: Ætlið þið að skrifa Kompunni frá Ari- zona? Broddi: Kannski. Rétt ráðning Fyrsta lausnin á „Hver á bréfið?" er frá 12 ára stelpu á Akureyri önnu Vr Sigurðardóttur, Norður- götu 60. Enn er tími til að senda lausnir. Kompan sendir þeim kort sem geta ráðið myndagátuna. Kompan: Sástu fleiri f ugla? Broddi: I Vesturdal sá ég toppönd á f lugi og rétt hjá Sauðárkróki gekk urtönd yfir veginn með sjö unga á eftir sér. Svo sá ég f lór- goða og múkka eða fýl eins og hann heitir víst. Já, og heiðlóur og marga smáfugla sem ég þekki eins og t.d. skógarþröst, steindepil og mariuerlu. Kompan: Og nú eruð þið að fara í langt ferðalag. Broddi: Já, viðf lytjum til Ameríku. Til Tempe í Arizona. Pabbi ætlar að vera þar í framhalds- námi í jarðefnafræði og mamma ætlar að læra sálarfræði. Við Jakob förum í skóla sem er ætl- aður fyrir útlenska krakka. Kompan: Kanntu nokkuð í ensku? Broddi: Já, pinulítið. Ég hlakka til aðsjá fuglalífið og náttúruna í Ameríku og ég ætla að fljúga yfir Grand Canyon. Kompan: Sérðu ekki eftir einhverju þegar þú ferð? Broddi: Jú, þá hitti ég ekki afa og ömmu í Sporðagrunni og afa og ömmu í Efstasundi í langan tíma. Kompan: Hvað er það skemmtilegast sem þið gerið? Jakob: (hann hefur verið niðursokkinn í að teikna) Þaðskemmtilegasta væri að fara út í Drangey. Mig langar út í Drangey. Broddi: Það skemmtileg- asta sem ég geri er að fara út að skoða fuqla. Jakob: Það er sko fugla- líf í Drangey. Þorleifur Hauksson útgáfustjóri Máls og menning- ar- (Ijósm. Leifur) Mikil þátttaka í barnabókasamkeppni Máls og menningar Mál og menning efndi til barnabókasamkeppni í tilefni barnaársins. Besta bókin hlýtur 500 þús. króna verðlaun auk höf undarlauna, enn- fremur munu fleiri bók- anna væntanlega gefnar út. Kompan sneri sér til út- gáfustjóra Máls og menningar, Þorleifs Haukssonar, og spurði hann hvernig þátttaka væri í samkeppninni. Þorleifur sagði að hún væri mjög góð og væru komin 20 handrit. Frestur til að skila rann út núna 1. ágúst. Dómnefndin væri að lesa handritin. í nefndinni eru: Þorleifur Hauksson, Kristín Unn- Unnsteinsdóttir, Silja Aðalsteinsdóttir og Vil- borg Dagbjartsdóttir.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.