Þjóðviljinn - 05.08.1979, Qupperneq 4
4 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 5. ágúst 1979.
MOWIUINN
Málgagn sósíalisma, verkalýðs-
hreyfingar og þjóðfrelsis
(Jtgefandi: Útgáfufélag Þjóöviljans
Framkvæmdastjóri: Eiöur Bergmann
Ritstjórar: Arni Bergmann, Einar Karl Haraldsson.
Fréttastjóri: Vilborg Haröardóttir
(Jmsjónarmaöur Sunnudagsblaös: Ingólfur Margeirsson.
Rekstrarstjóri: Úlfar Þormóösson
Auglýsingastjóri: Rúnar Skarphéöinsson
Afgreiöslustjóri: Filip W. Franksson
Blaöamenn: Alfheiöur Ingadóttir, Einar Orn Stefánsson, Guöjón
Friöriksson, Ingibjörg Haraldsdóttir, Magnús H. Gíslason, Sigurdór
Sigurdórsson.
Erlendar fréttir: Halldór Guömundsson. Iþróttafréttamaöur:
Ingólfur Hannesson. Þingfréttamaöur: Siguröur G. Tómasson.
Ljósmyndir: Einar Karlsson, Leifur Rögnvaldsson.
útlit og hönnun: GuÖjón Sveinbjörnsson, Sævar Guöbjörnsson.
Handrita- og prófarkalestur: Andrea Jónsdóttir, Elias Mar.
Safnvöröur: Eyjólfur Arnason
Auglýsingar: Sigriöur Hanna Sigurbjörnsdóttir, Þorgeir ólafsson.
Skrifstofa: Guörún Guövaröardóttir, Jón Asgeir Sigurösson.
Afgreiösla: Guömundur Steinsson, Hermann P. Jónasson, Kristin Pét-
ursdóttir.
Simavarsla: Ólöf Halldórsdóttir, Sigrlöur Kristjánsdóttir.
Bílstjóri: Sigrún Báröardóttir
HúsmóÖir: Jóna Siguröardóttir
Pökkun: Anney B. Sveinsdóttir, Halla Pálsdóttir, Karen Jónsdóttir.
útkeyrsla: Sölvi Magnússon, Rafn GuBmundsson.
Ritstjórn, afgreiösla og auglýsingar: Siöumúla 6, Reykjavfk, sfmi 8 1333.
Prentun: Blaöaprent hf.
Kratisminn og
hœgri kratar
• Fjörugar umræðureru nú í gangi á síðum Þjóðviljans
um eðli og stefnu Alþýðubandalagsins. Er kveikjan að
þessari umræðu ýmis þau vandkvæði sem slíkur f lokkur
á viðað etja í borgaralegri stjórn, þótt hún punti sig með
„vinstri titilinum. Sumir hafa orðið til þess að gagnrýna
kratisma flokksins,en aðrir talið að flokkurinn ætti að
viðurkenna það fullum fetum að hann sé krataflokkur.
• Samkvæmt stefnuskrá sinni er Alþýðubandalagið
bæði umbótasinnaður, þ.e. kratiskur, og byltingarsinn-
aður flokkur. Hann varar við einhliða trú á „velferðar-
þjóðfélagið" og bendir á að jafnvel áratuga meirihluta-
stjórn jafnaðarmanna í löndum á borð við Svíþjóð hef ur
ekki breytt grundvallarvaldahlutföllum stétta. Þar
tróna Wallenbergar voldugir sem fyrr.
• En jaf nf ramt er það viðurkennt að um mjög margt á
flokkurinn samleið með jafnaðarmönnum, og enn er
þróunin ekki komin svo langt í vinstri átt hér á landi að
möguleikar umbótastefnu í anda jafnaðarmennsku séu
tæmdir. Langt þvi frá. AAá þar vísa til fjölmargra fé-
lagslegra réttindamála sem náðst hafa fram i krata-
löndum á borð við Norðurlönd„en hafa enn ekki náðst
fram hérlendis.
• En þegar talað er um samleið sósíalísks f lokks, eins
og Alþýðubandalagið telur sig vera, og jaf naðarmanna,
þá verðum við að leggja áherslu á að þar sé um jafnað-
armenn að ræða, sem fá sæmilega risið undir nafni. Og
þá beinast spjótin að hinum makalausa Alþýðuflokki.
Útlendir kratar, og þá öðrum fremur skandinavfskir,
eiga vart orð til að lýsa undrun sinni á þeirri samkundu
íhaldsmanna sem hér á landi kalla sig jafnaðarmenn.
Hafa sumir haftá orði að slíkan f lokk bæri að reka úr Al-
þjóðasambandi jaf naðarmanna, því menn sem væru enn
hægrisinnaðri en Helmut Schmidt ættu þar ekkert erindi.
• En sökum þess hve Alþýðuflokkurinn hefur verið
hægrisinnaður og máttlaus til félagslegra verka allar
götur síðan hann villtist inn í björg Nató í kalda stríðinu,
þá hefur Alþýðubandalagið yfirleitt ekki átt samleið
með hinum opinbera jafnaðarmannaf lokki þjóðarinnar,
heldur hefur það orðið að hafa forgöngu um að koma
fram ýmsum helstu baráttumálum jafnaðarmanna og
það oft í andstöðu við Alþýðuflokkinn. Og þau eru enn
mörg framundan erindin sem Alþýðubandalagið mun
reka í nafni umbótastefnu af vinstra taginu. Þar má
nefna hin stóru mál atvinnulýðræði og efnahagslýðræði.
• Um nokkurt árabil hefur farið fram mikil umræða
um það meðal vinstri manna hvernig standa skuli að
auknum áhrifum vinnandi fólks á fyrirtækin. Þar hefur
verið rætt um hluti allt frá þjóðnýtingu til svonefnds at-
vinnulýðræðis, sem fólgið er í þátttöku starfsfólks í
stjórn viðkomandi fyrirtækis.
• Þær hugmyndir sem athyglin hef ur beinst mest að hin
síðari ár eru hugmyndirnar um efnahagslýðræði, sem
gengur verulega lengra en atvinnulýðræðið að því leyti,
að þar er farið að hrófla við eignarétti atvinnurekenda
yfir fyrirtækjunum. Þessar hugmyndir byggja meðal
annars á heldur biturri reynslujnanna af atvinnulýðræð-
inu, því þegar á reyndi voru áhrif starfsfólks á rekstur
fyrirtækjanna heldur lítil gagnvart „eigendum" þeirra.
• Þarna er um stórt mál að ræða og Alþýðubandalagið
hlýtur að fara að móta endanlega afstöðu sína til mögu-
leikanna á breyttum eignaformum innan núverandi
þjóðskipulags. Frá Alþýðuf lokknum er einskis góðs að
vænta í þeim efnum.
— eng.
* úr aimanakinu /
Spilling og ÍJiJ
gölluð steypa
Steypuskemmdir i islenskum
húsum komust i hámæli s.l. vet-
ur þegar Rannsóknastofnun
byggingariönaðarins birti niöur
stööu af rannsókn á ástandi
steyptra Utveggja hUsa. Komu I
ljós aö miklar skemmdir voru
þá orönar á hUsum m.a. vegna
svokallaörar alkalivirkni i
steypuefni.
Ytri einkenni skemmdanna
eru Utbreiddar netsprungur á
veggjum. Astæöur eru taldar
þær aö eftir 1958 var fariö aö
nota felenskt háalkalisement
svokallaö hérlendis og I ööru
lagi var áriö 1962 fariö aö nota
sjávarefni sem fylliefni I steypu
en þau hafa reynst alkalivirk.
Saltiö i þessum efnum hækkar
lika alkalimagn steypunnar.
Notkun sjávarefnanna hefur
aukfet stööugt og veriö nær alls-
ráöandi á Reykjavikursvæöinu
slöustu árin.
Viöbrögö við þessum válegu
tiöindum uröu þau aö i bygg-
ingarreglugeröir voru teknar
inn reglur um alkalivirk efni,
borgarverkfræðingurinn i
Reykjavik setti reglur um þvott
á sjávarefni sem tekiö er úr sjó
og Sementsverksmiöju rikisins
hóf framleiðslu á efnum sem
draga blandaö er efnum sem
draga eiga úr alkalivirkni.
Þess skal hér getiö aö vitaö
hafði veriö um langan tima aö
hætta væri á alkaliskemmdum
og voru þvi gerðar strangar
varúöarráöstafanir meö tilliti
til sements og fylliefna þegar
um var aö ræöa opinber mann-
virki eins og stíflur, hafnir og
brýr. Má þar nefna stórvirkjan-
ir á Þjórsár- og Tungnársvæö-
inu.
Annaö var upp á teningnum
gagnvart almennum húsbyggj-
endum I Reykjavik. Þrjú fjár-
sterk fyrirtæki á Reykjavikur-
svæöinu afla fylliefna og steypu
fyrir allan almennan markaö
þar. Þau eru Björgun h.f. sem
dælir sjávarefninu af sjávar-
botni og flytur þaö til lands og
steypustöðvarnar tvær BM.
Vallá og Steypustööin.
Þessum stóru fyrirtækjum
hraus hugur viö þeim mikiu
breytingum og kostnaöarauka
sem samfara yröi þvi aö breyta
um aöferöir og útvega öruggt
steypuef ni. Þau kusu þvi aö nota
áfram alkalivirkt sjávarefni
meöan stætt væri og þegar hiö
slæma Hvalfjaröarefni haföi
endanlega veriö bannaö fóru
þau aö notast viö sjávarefni sem
dælt var upp úr Saltvik á Kjalar-
nesi þó aö engar rannsóknir
lægju fyrir um alkalivirkni
þess. Eftirlit meö þessari
steypuframleiöslu hefur þvi
miöur veriö i algjöru lágmarki
m.a. vegna þess aö borgaryfir-
völd í Reykjavik hafa ekki veitt
fé til að ráöa sérstakan steypu-
eftirlitsmann eins og geröar
hafa verið tillögur um og i ööru
lagi vegna þess aö ýmsir em-
bættfemenn létu undan kvein-
stöfum steypustöövanna um aö
veita undanþágur fyrir mjög
vafasamt steypuefni.
Vegna þessa er nú uggur i
mönnum vegna bygg-
ingaiönaöarins á Stór-Reykja-
vikursvæöinu. Flest bendir til
aö sú steypa sem nú er þar
framleidd geti reynst stórgöll-
uö.
Björgun h.f. var veitt 6 mán-
aða undanþága til aö koma upp
fullkominni þvottaaðstöðu til aö
þvo saltiö úr hinu vafasama
efni. Frestur rann út 30. júni s.l.
og haföi þá ekkert verið gert
nema klóra i bakkann. Kom i
ljós aö þvottaaöstaöan mundi
kosta a.m.k. 132 miljónir króna
og timdi fyrirtækiö ekki aö
leggja út i þann kostnaö þó aö
verölagsyfirvöld heföu heimilaö
25% hækkun á steypuefni vegna
aukins kostnaöar viö þennan
þvott.
Svokölluö steinsteypunefnd
var á sinum tima skipuö af iön-
aöarráöherra til þess aö rann-
saka og gera tillögur um með
hvaöa ráöum sé unnt aö koma i
veg fyrir þenslu og þar af leiö-
andi grotnun i steinsteypu hér-
lendis. Voru i henni fulltrúar
ýmfesa opinberra stofiiana svo
og Halldór Jónsson frá Steypu-
stööinni hf.»Þessi nefnd sem hef-
ur á sér yfirbragö visinda hefur
starfaö eftir mjög einkennileg-
um reglum svo aö ekki sé fastar
aö orði komist. Ýmsir af nefnd-
armönnum hafa litt eöa ekki
mætt á fúndi hennar en i staö
þeir ra hefur hún útvlkkað s jálfa
sig og starfa nú meö henni full-
trúar allra þriggja fyrirtækj-
anna sem mestra hagsmuna
eiga aö gæta án þess aö ráö-
Guðjón
Friðriksson
skrifar:
herra hafi nokkurn tima skipaö
þá.
Afskipti Þóröar Þorbjarnar-
sonar borgarverkfræðings i
Reykjavik af þessu máli eru
lika mjög skiYtin. Hann fór
fram á þaö á fundi bygginga-
nefndar Reykjavikur snemma i
júli aö undanþága væri veitt frá
reglugerö til þess aö nota fyrr-
greint Saitvikurefni. Vitnaöi
hann þar I tillögur Bygginga-
nefiidar Reykjavikur og stein-
steypunefndar. Samþykktu
nefndarmenn undanþáguna
vegna vlsindastimpilsins sem
var á tillögu Þóröar. Seinna
kom i ljós aö borgarverkfræö-
ingur haföi hreinlega blekkt
nefndina. Rannsóknastofnun
byggingariðnaðarins hafði
aldrei neinar tillögur gert
og afgreiðsla hinnar vafa-
sömu steinsteypunefndar er
lika áhhuldu. Eftir að undan-
þágan var veitt kom i ljós
að allt benti til að Saltvikur-
efnið væri mjög alkalivirkt
og kom þá strax fram til-
laga i bygginganefnd aö banna
það en borgarverkfræðingur
hélt samt fast viö fyrri tillögu
sina og var málinu frestaö i
nefndinni meö atfylgi hans og
fulltrúa Sjálfstæöisflokksins og
Framsóknarflokksins. Þess
skal hér getið aö fulltrúi Fram-
sóknarflokksins er Helgi Hjálm-
arsson arkitekt sem er mágur
forstjóra Björgunar h.f. og rek-
ur teiknistofu með ráögjafar-
verkfræöingi Steypustöövarinn-
ar.
Þó að borgarverkfræöingur
hafi þannig misnotaö nafn
Rannsóknastofnunar byggingar
iönaöarins hefur hvorki heyrst
stuna né hósti frá henni. Hér má
einnig nefna aö Viglundur Þor-
steinsson forstjóri BM. Vallár
falsaöi og rangtúlkaöi niöur-
stööur af tilraunum Rannsókna-
stofnunarinnar f viötali viö
Morgunblaðið fyrir rúmum
hálfum mánuöi og var þvf látiö
ómótmælt af stofnuninni.
Hér skal þess getiö aö einn
þriggja manna I stjórn Rann-
sóknarstofnunnar byggingar-
iönaðarins er forstjóri Steypu-
stöðvarinnar og veröur það að
álítast i meira lagi undarlegt.
Vonir eru nú bundnar viö aö
kisiliblöndun i sement geti kom-
iö i veg fyrir alkalivirkni steyp-
unnar en rannsóknir eru svo
skammt á veg komnar aö ekk-
ert er vitaö meö vissu um hvort
svo sé.
Allt þetta steypumál lyktar af
pólitiskri spillingu í opinberum
stofnunum sem til er komin
vegna mikilla fjárhagsmuna
valdamikilla aöila i steypuiön-
aöinum. Fyrir þa spillingu
veröa húseigendur á höfuðborg-
arsvæðinu aö öllum likindum aö
greiöa innan fárra ára.