Þjóðviljinn - 05.08.1979, Síða 15

Þjóðviljinn - 05.08.1979, Síða 15
Sunnudagur 5. ágúst 1979. ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 15 Gengið góðu fólki inga. Meöan viö hækkum okkur til Hrafntinnuskers höfum viö fyrir augum sum af fegurstu fjöllum landsins, Kirkjufell, Hágöngur i Vatnajökli, Báröar- bungu og noröar Kerlingafjöll og Hofsjökul og Loömund, nær og i hallandi vestri blasir viö Lang- jökull, Hrútfell og Rauöfossa- fjöll og Hekluhryggurinn,. Eftir góöan spöl i gulhvitum sandöldum komum viö aö vatna- skilum. Jökulgiliö er á vinstri hönd, en Austur-Reykjadalir á hægri hönd. Hér eru upptaka- kvislar Markarfljóts. Viö æjum viö viö volgan læk á grasbala milli bleikra hvera. Þaö er léttur tónn i félögunum i fótabaöinu og eins og engum liggi á. Erum viö kannski aö losna undan streitu daganna og timans? Flestir þekkja Markarfljótiö þar sem þaö brýst ógnandi og brúnaþungt undan Merkur- bæjunum og fellur suöur um Landeyjar. Færri þekkja þaö hér friösælt og hjalandi undir sólar- himni. Hér er fljótiö ungt vatn, en eldist á leiö sinni til sjávar og gránar á lund, þvi aö i þaö fellur vatn sem hefur legiö I hundraö ár, kannski þúsund — i frysti- geymslum Suöurjöklanna. Siöasta brekkan er fram- undan. Viö stefnum i skaröiö á milli Reykjafjalla og Skersins og náum skálanum eftir fjögurra tima göngu. Sigurbjörg Þorsteinsdóttir er þegar búin aö sækja vatn og brátt taka primusarnir aö suöa á miöj- um degi og fólkiö tekur pásu meö tei og brauöi. En dagurinn er ekki aldeilis allur. Magnús Guömundsson far- arstjóri gefur ekki nema klukku- tima hvíld. Viö örkum uppi Sker og eftir þvi endilöngu aö ishellun- um margfrægu sem aö visu eru nú i stærra lagi en þó ekki form- fagrir sem stundum áöur. 1 bakaleiö til skála geng ég á bæjarfjallifynafnlausan hnúk sem tengist Hrafntinnuskeri en er jaröfræöilega skyldari Reykja- fjöllum. Þarna sit ég klofvega á vöröu nokkra stund, sól hefur sigiö i vesturveg og skin bleik á Hábarminn, ofani Hnausa og Hattver og Jökulkvislin er eins og fléttaö silfurband. Viö hringborösviöræöur I skála um kvöldiö komu upp áhyggjur vegna nafnleysis þessa hnúks og komu fram tillögur ýmsar; Skeri, Skerhóll, Skerhnúkur, sem mest fylgi hlaut. A fjöllum boröar enginn sér til afþreyingar ef veöur er blitt og þvi tók boröhald þessa sextán manna hóps furöu skamma stund. Eftir kaffidrukk fer ég aö huga aö tjaldi minu og er rétt aö klára aö hæla þaö niöur i vikurinn þegar framvaröarsveitn, Böövar, Sigurbjörg, Þorsteinn, Guörún og Guömundur steöja framhjá á leiö uppá kolla Reykjafjalla, en hinir félagarnir tinast á eftir hver eftir sinni tegund, en ég,sem hef fengiö snert af djúphugsunum og er hálf utanviö mig af allri feguröinn\ kýs aö rölta einn og sér teljandi f huganum gufustrókana af hvera- svæöunum i Reykjadölum og Jökultungunum. Svo faöma ég sveitta jöröina, þreifa mosann og teyga ilminn af fáskrúöugri flór- unni og hveraleirnum og hálf skriö upp fjalliö til aö lita dýrö Torfajökuls meö hinum. Hann er likastur skaröri silfurskál meö gullleggingum. Svo leggst ég á bakiö og horfi i himininn. t Hrafntinnuskeri. Séö til Fjallabaksvegar og Eyjafjallajökuls. ■ Gengiö upp hjá Brennisteinsöldu Hrafntinnusker — Landmannalaugar — Hrafntinnusker — Landmannalaugar

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.