Þjóðviljinn - 05.08.1979, Blaðsíða 21

Þjóðviljinn - 05.08.1979, Blaðsíða 21
Sunnudagur 5. ágúst 1979. ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 21 Hve dátt Framhald af 5. siöu. Bjarna söng þessi lög og allur manngrúinn:,söng með svo að undir tók i dalnum. Svo kom hann Svavar Gests ár eftir ár, meðan Surtsey lýsti upp himininn i suðvestri og bætti enn einu sjónarspilinu við fegurð kvöldsins. Siðan tekur minni greinarhöf- undar að gerast skýjað með köfl- um. Allt rennur saman i eina mynd, enda stóðu Bítlarnir og Rolling Stones mér nær hjarta þessi ár en, gleðskapur meö Log- um eða Steina spil. Og nú hafa Halli og Laddi tekið við, meö sitt kóka kóla lið. Kona nokkur komst svo að orði eftir þjóðhátiö siðasta árs að það hefði verið mikill léttir að vera laus við þá kumpána, sem ekki varð þverfótað fyrir á sumarhátiö um og I útvarpinu. Nú eru þeir sem sagt mættir tilleiks og veröa liklega til þess að við sem sitjum á okkar rassi á fastalandinu sætt- um okkur við hlutskipti okkar, þreyjum ágústnæturnar hér við flóann, fegin að vera laus við eft- iröpun á amerisku rokki og diskó- gallann sem fylgir, en látum nægja að hugsa með hlýju heim i Eyjar þegar kveikt verður i brennunni a Fjáakletti og bjarma slær á tinda. Snorri Framhald af bls 8. þótt sögur Snorra fjalli fyrst og fremst um höfingja, eru atferlis- forsendur, jafnvel hinna smæstu, nægilega ljósar til þess að vekja samúð”, segir ólafur Halldórs- son. Við ættum aö minnast þess aö Islandssagan veröur aldrei skýrðeða skilin án heimskringlu- sjónarmiöa Snorra Sturlusonar. Hann var harður fjáraflamaö- ur, en mat andans auð mest allra hluta. Til Eyjólfs nokkurs Brúna- sonar skálds, sem taldist „bú- þegn góður, en eigi férikur”, orti Snorri: Þvit skilmildra skálds skörungmann lofak örvan; hann lifir sælstur und sólu sannauöigra manna. Skiimild skáld voru þeir menn sem gerðu yrkisefni sinu full skil, höfðu fullan skilning á þvi og getu til þess að koma þeim skilningi til annarra manna. Hið skilnings- rika góðskáld var sælstur maður und sólu og sannauðugur að dómi Snorra Sturlusonar. Ég biö ykkur og Snorra fyrir- gefningar á málæði minu og mál er að linni. Samdrykkja Framhald af bls. 10. b-rýnarnir þegar þeir héldu að einn snjall heimspekisinnaður kennari hér i Konstanz, tJlfgáng- ur Iser að nafni, væri aö kippa undan fótum þeirra jörö merk- ingarinnar. Hannkenndi að i Júli- seif væri það minnst jafnmikil- vægt að gá aö þvi hvernig lestur- inn færifram einsog að hinu, sem hefðbundið er, að leita að merk- ingunni réttu. Þaö var spurt: en hvað eigum við að að gera i kennslustofunni, hvað aö segja nemendum okkar þegar þeir spyrja hvaö eitt eða hitt merki i textanum, hvað hann merki i heild? Vandinn liggur I þvi að þessi ræddi texti er svo margræð- ur, að hann stendur alls ekki jafn- fætis öðrum skáldskap, eða a.m.k. eldri skáldskap, heldur mætti helst likja honum við veru- leikann sjálfan, þann sem ekki er orðaöur við uppspuna eða dikt. Með óréttu eða réttu. Bókin Finnegans Wake kom á eftir Ulisissi og gekk allmiklu lengra I orðabrellum og marg- ræðri dellu af öllu tagi. Orð- ið sjálft er á jaðri þess að tapa merkingunni, texti einsog draumur, mótsagnir jafnvel innan einstakra orða, einsog i „áframafturábak” eöa „löngulið- iðókomið”. Þó Jólaseifur hafi verið þýddur á nokkrar tungur, ekki fjarskyldar, þá er hlægilegt aö ætla sér að þýða Finnegans Wake. Eða hvernig skyldi þessi setning hljóma á islensku: „We have highest gratifications in announcing to pewtewr publik- umst of pratician pratyusers, genghis is ghoonfor you.”? Dæm- um mætti fjölga, en i tilgangs- leysi: lesi hver þetta verk, sem hefur nokkur ár aflögu og reyni þá að lesa það upp til agna Og gefi út bók um málið á eftir að sjálfsögðu. Kannski verður mað- ur hér að f ara eins að og þekkt is- lensk menningarfigúra af yngri Rabb un^ogmyndal. list — Kristinn G. Harðars Einn sólakan dag um þrjú leitið — Lilló FrægSirwljóð) — Gunnajjlal Ingi Lár (\g) — KrisUSri R Menningarpólitík? ASeins út fyrir (Ijsl — Þorsteinn Eintal I, Eintal Málverk Yoko Bubbi Kristi Uppákoman Glerbrot (Ij Timar (Ijóð) ‘HÍÍðioite (árháí Isbjarnarblúsi — Sjón Sigurl ns segir frá terdam — Danf nn K. Bjarnaj hw Engil Edga^Mlan Pc lúsinn (texti við lag) — Bubbi Kynning á' forsíðu & verk e. A. L. Áskrifjarsimi 16421, Skaftahlíð 12. Fæst i bókavlrslunum. Verð: 1000 kr. Blönduós Þjóðviljinn óskar að ráða umboðsmann til að annast dreifingu og innheimtu fyrir blaðið á Blönduósi nú þegar. Upplýsingar á skrifstofu blaðsins i sima 91-81333. DJOÐVIUINN Hreint land — fagurt land kynslóð kvaðst hafa gert, að lesa Júliseif einhverja helgina strax i æskuogláta þaðduga. þessar 700 siður eru má henda þrátt fyrir allt ekki svo mikið merkilegr i en hver önnur simaskrá. Eöa hvaö? Kannski er eina svariö viö þvilik- um skáldskap meiri skáldskapur. Eða heimspeki. Eða hvaö. 26/6 1979. Konstanz. Útgerð Framhald af 17. siðu. Lúðvik sá auðvitað i hendi sinni að ef þessu færi fram myndum við missa allan flotann. Skipin fengu ekki það verð, að þau gætu borgað rekstrarkostnaðinn. Það er alveg óhætt að segja það, að Islensk útgerð hefur enn ekki náð sér eftir áföll sjöunda ára- tugsins. Það getur tekiö langan tima að heimta til baka þá féflett- ingu, sem hún varð þá fyrir. Ætli það séu nema 12 togarar hér nú á meöan mörg bæjarfélög eru meö 2 og 3. Er nokkurt við i þessu? Aðstöðuna þarf að bæta — Þú sagðir áöan að bæta þyrfti aðstööuna I landi. Hvað áttu einkum við með þvi? — Já, jafnframt þvi sem f jölga þarf skipunum þarf að sjá fyrir betri vinnuaðstöðu. Athafna- rými Bæjarútgeröarinnar verður ekki aukiö nema með þvi að taka Bótina. Og meö aukinni stórút- gerö frá Reykjavik verður ekki hjá þvi komist að gera nokkrar breytingar I Vesturhöfninni. Við- legukantinn frá Bótinni og noröureftir þarf aö lengja. Fjar- lægja nú þegar spilavitið á Granda. Utanvert viö Slysa- varnahúsið gæti komið viðlegu- kantur. Reykjavikurhöfn ber að taka að sér alla björgunarstarf- semi á hafnarsvæðinu. Spilavitið tefur stórlega alla umferð að hafnarvoginni, Bæjarútgerðinni og Grandabryggjunni. en þarna þarf aö vera sem greiðastur gangur á mili. Umferðartafirnar þarna hafa ekki verið reiknaðar 1 krónum. En þeim fjölgar nú óðum spilavitunum þarna, ætli þau séu ekki oröin þr jú? Þetta er algjör óhæfa og þekkist hvergi nema hér á landi. Það væri fróð- legt aö vita hvaö svinastian greiö- ir Hafnarsjóði i leigu fyrir við- legukantinn. Fyrir utan slysa- hættuna, sem það skapar, að vera að láta þetta fólk þvælast þarna. Enn hefur Noröurgarðurinn ekki verið styrktur að marki siöan hann var byggöur, sem þó er aðkallandi vegna þess að aldan, sem fer gegnum hann, veldur mikilli ólgu I austanverðri höfninni og eftir styrkinguna fengist þarna viölegukantur, sem er nokkurs viröi þegar þrengist I höfninni.ólgan i höfninni hefur stundum valdið þvi, að þeir hafa oröið að flytja skip frá Faxagarði og inn i Sund, þegar Suðvestan- og vestanaldan herjar á garðinn. Vegna þess að bærinn þarf aö auka sin umsvif, bæöi meö fleiri skipum og sildarverkun, verður ekki hjá þvi komist aö laga til hjá BÚR af myndarskap; þar má enginn kotuungsskapur ráða ferðinni. Bæjarútgerðin á hik- laust að búa við þau skilyröi, sem besteru fáanleg. Þaö er sannar- lega timi til þess kominn að hún fari aö sækja um og tryggja sér lóöarréttindi i Bótinni og þar fyrir noröan. Sérstaða Reykjavíkur Reykjavik hefur algera sér- stöðu sem útgerðarbær. Hún hljóp beina leið frá árabátnum til haf- færra skipa, sem voru stórar skútur og frá skútunum til ný- tiskulegra togara. Smábátatima- bilið fór hér hjá garöi og þvi hefur aldrei verið gerð smábátahöfn I Reykjavik. Aðstaða fyrir smá- báta er þvi mjög slæm I höfninni. Það hafa verið notaðir fláar eins og við Ægisgarð og viðar fyrir smærri fleyturnar, en sú aðstaöa er mjög slæm fyrir þá, sem þurfa að nota hana. Yrði úr þvi bætt má vel vera að smábátaútgerð ykist frá Reykjavik en það ættu menn að vera búnir að læra, að slika út- gerð verður ekki stunduð sumr- inu. Ctgerö smábáta árið um kring er glæfraspil, sem hefur reynst okkur dýrkeypt i manns- lifum og efnislegum verömætum. —mhg UTBOÐ Rafmagnsveitur rikisins óska eftir tilboð- um i 132 kV sæstreng yfir Gilsfjörð og Þorskafjörð. Útboðsgögn fást afhent á skrifstofu Raf- magnsveitna rikisins, Laugavegi 118, Reykjavik, frá og með miðvikudeginum 8. ágúst 1979, gegn óafturkræfri greiðslu kr. 1000.- fyrir hvert eintak. Tilboðin verða opnuð þriðjudaginn 4. september kl. 14.00 að viðstöddum þeim bjóðendum er þess óska. Rafmagnsveitur rikisins. REKTÖRSTJANSTEN við NORDISKA FOLKHÖGSKOLAN I KUNGXLV ledigförklaras hhrmed. TjSnsten, sem inte hánföres till visst 'ámnesomráde, tilltrSdes den 1. januari 1980 eller efter överenskommelse. Lön och övriga anstallningsvillkor enligt avtal. Ansökan med i folkhögskoleförord- ningen föreskrivna handlingar skall inges till Styrelsen för Nordiska foikhögskolan, 44200 Kungalv, senast den 1. oktober 1979. Narmare upplysningar lamnas per telefon 0303/10745 eftir den 15/8. Rannsóknamaður í efnafræði Rannsóknamður óskast til starfa við efna- fræðistofu Raunvisindastofnunar Háskól- ans. Æskileg menntun: BS próf i efnafræði eða hliðstæð menntun. Laun samkv. launa- kerfi opinberra starfsmanna. Umsóknir, ásamt upplýsingum um aldur, menntun og fyrri störf, sendist fram- kvæmdastjóra Raunvisindastofnunar Há- skólans Dunhaga, 3, fyrir 15. ágúst n.k. AKUREYRARBÆR AUGLÝSIR Sérkennarar — tónmenntakennarar Sérkennara vantar að Glerárskóla og sérkennsludeild Lundarskóla. Aðstoð veitt við útvegun ibúðar. Ennfremur va;n tar tónmenntakennara að grunnskólum Akureyrar. Umsóknarfrestur \til 9. ágúst n.k. Skólanefnd Akureyrar Umboðsskrifstofa í Mosfellshreppi Að Markholti 5 (viðbygging) i Mosfells- hreppi hefir verið opnuð umboðsskrifstofa fyrir sýslumannsembættið i Kjósarsýslu. Skrifstofan er opin virka daga kl. 12.00- 15.00. Starfsmaður skrifstofunnar er Hrólfur Ingólfsson, simi 66253. Sýslumaðurinn i Kjósarsýslu.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.