Þjóðviljinn - 05.08.1979, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 05.08.1979, Blaðsíða 2
2 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 5. ágúst 1979. Að leggjast íferðalög Það þótti hið versta mál hér áður fyrr að leggjast i ferðalög. Engir nema ónytjungar og auðnuleysingjar tóku uppá þess- um fjanda og jafngilti 1 raun flakki. Menn fóru helst ekki aö heiman nema i brýnum erindum eða nauður ræki til. Þjóðfélagið var i kyrrstööu, hvermaður sat á sinni þúfu og ræktaði sinn garð. Nú er öldin önnur. Menn þeys- ast um allar þorpagrundir i leit að sól, friðsæld, félagsskap, óspilltri náttúru og jafnvel fegurö. Hefði margur gildur bóndinn einhvern- tima fussað og sveiaö duglega yfir sliku og þviliku háttalagi og heiðvirðar sómakonur slegið sér á lær. Fridagur verslunarmanna á miðju sumri verður mörgum kærkomin átylla til flandurs um byggðir og óbyggðir. Sumir sa*ja þau fyrirbæri sem kölluð eru útihátlöir. Þær hafa veriö fjölsóttar viða um land á undanförnum árum. Island er reyndar flestum löndum verr fallið til útiskemmtana, en land- inn er aftur á móti orðinn svo vanur vondum veörum á svona samkomum, aö hann lætur ekki sjá sig þegar svo furöulega vill til að þær fara fram i góðu veöri. Þetta kom I ljós á hátið sem átti að vera við Kolviðarhól um eina albestu góðviðrishelgi sumarsins. Fáir sýndusig þar og skemmtun- in fór á hausinn, enda langt frá þvi aö vera kolvitlaust veður á Kol 79 við Kolviöarhól. Flestar þessara sumarhátlða eru hver annarri likar, enda ekki löng hefð að baki sllku sam- komuhaldi. Þjóöhátlðin i Vest- mannaeyjum hefur þó sérstöðu. HUn mun vera haldin I hundrað- asta sinn þessa dagana, en 105 ár eru frá fyrstu þjóöhátlð. Nokkr- um sinnum féll þjóðhátíöarhald eyjarskeggja niöur vegna styrj- alda og óárans i henni verslu. í Eyjum hafa myndast ýmsar skemmtilegar þjóðhátiðarhefðir á áranna rás. Stebbi pól var kynnir áratugum saman og Skúli Theodórs seig með tilþrifum úr Fiskhellanefi. Siggi Reim er brennukóngur enn sem fyrr, þótt alltaf sé hann jafn harðákveðinn að hætta. Hann veröur léttfættari með hver ju árinu og hleypur eins- og ekkert sé uppá Fjósaklett að kveikja i brennunni. Menningar- bragurinn á þjóðhátið hefur verið svo mikill, að jafnvel kamraverð- irhafagengið ummeðforláta kaskeiti með hvitum kolli og WC skýrum stöfum yfir derinu. Knattspyrnufélagiö Týr sér um þjóðhátiðina I ár, og þá á aö vera gott veöur, en slæmt hitt árið, þegar Þórstendur fyrir hátiðinni. Eða var þaö öfugt? Kannski fer það eftir því með hvoru félaginu maður heldur. Einar örn. ■■ : . . ■ ' ■■.■■'■'■ Hundur Alberts Guðmundssonar heild- sala, alþingismanns og borgar- fulltrúa er sagður á góðri leiö meö að verða einn valdamesti aöili I flugmálum hér. Hann á þaö nefni- lega til að vakna af værum blundi þegar flugvélar lenda eða fara á loft frá Reykjavikurflugvelli um nætur og vekur blessuð skepnan þá jafnan alla Ibúa hússins við Laufásveg með ógurlegu span- góli. Þykir þeim að vonum illt undir þessu aö búa. Svo vel vill þó til, að húsráöandi á sæti i flug- ráði. Hefur hann þar að sögn bar- Ég verð alveg óð.. ef enginn stingur upp á mér sem forseta ist mjög fyrir þvi hagsmunamáli sinu að öll flugumferð um Reykjavikurflugvöll verði bönnuð eftir klukkan hálftólf á kvöldin... Flugleiða- sparnaður I nýútkomnu fréttabréfi Flug- virkjafélags Islands má m.a. lesa eftirfarandi: „Heyrst hefur að viðgerðir á kössum, barskápum o.fl., úr flug- vélum Flugleiða, kosti 900 franka á klst. hjá Cargolux. Þessi upp- hæð jafngildir kr. 11.585 — (5/7). Um 80% af eftirliti og viðhaldi er i höndum erlendra. Heitir þetta að spara? Þann 29/6 flaug B — 727 frá Flugleiðum beint á haf út frá KF, i lágflugi, til þess aö prufa nýisett GPWS tæki. Sú athöfn heyrir tæplega undir orkusparnað.” Smekkur hverra? Það er með ólikindum hvernig dyraveröir samkomuhúsanna haga sér gagnvart gestum, sem ekki eru klæddir eftir þeirra höfði. I viðtali i útvarpi einn laug- ardagseftirmiðdaginn kom fram hjá nokkrum veitingahúsaeig- endum, að þeir telja að það sé vilji fólksins sem „stundar” þessi hús, að gestir séu klæddir sam- kvæmt ákveðnum formúlum. Gaman væri aö vita hvort þessir menn myndu taka mark á þeim gestum, sem hafa annan smekk og kjósa frekar gallabuxur en t.d. nælonskyrtur. Nýi matstaðurinn „Hornið” er að minnsta kosti ekki aö sækjast sérstaklega eftir gest- um sem eru á móti gallabuxum, þvl þar er megnið af afgreiöslu- fólkinu Iklætt gallabuxum við framleiðsluna og hefur nóg að gera. Og starfsfólk „Hótel Sögu”, sem er ótrúlega fastheld- ið á hálstau, sagði ekkert við út- lendingana sem komu á kynningu á islenskum vörum íklæddir gallabuxum og vinnuskyrtum. Þarf fólk aö skipta um þjóöerni til aö njóta þeirra sjálfsögðu mann- réttinda að klæða sig eftir eigin smekk rn ekki ann^rra? Hér vantar góðan texta handa þessum ágætu skötuhjúum og merkið hann: ,,Mynd- texti óskast”, Sunnu- dagsblað Þjóðviljans, Siðumúla 6, Reykjavik. Og munið að senda text- ana nógu snemma. Besta textann fékk beri maðurinn okkar frá Gisla Sigurtryggva- syni, sem lætur sig ekki muna um að senda okkur stöku þegar við á: Inn um annan, út um hinn endann, gengur maturinn. Og það verður svo um sinn, segir einkahreinsir þinn. Og Jóhanna Kristin sendir þennan: „Sástu ekki kaktusinn, elskan.”

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.