Þjóðviljinn - 05.08.1979, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 05.08.1979, Blaðsíða 8
8 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 5. ágúst 1979. Björn Þorsteinsson flytur erindi sitt um Snorra fyrir framan Reykhoitsskóia (Ijósm. GFr). Bjöm Þorsteinsson: SNORRI STURLUSON Erindi flutt í Reykholti, áfangastað Alþýðu- bandalagsmanna í sumarferð s.l. sunnudag Góöir félagar og pilagrimar. Vel komin til hins helga staöar, Reykholts I Borgarfiröi. Hér i kirkjugaröi hvila jarö- neskar leifar þess manns, sem mótaöi öllum fremur eitthvert sérstæöasta timabil islenskrar sögu, Sturlungaöldina, og átti mikinn þátt 1 aö afkristna okkur Islendinga. Hann vararkitekt ný- sköpunar i bókmenntum og menningu á 13. öld og upphafsmaöur antilegendunnar eöa veraldlegrar helgisögu innan Islendingasagna og reisti islenskri tungu virki forms og braga. Snorri Sturluson geröi Ut- skeriðsem viö byggjum aö menn- ingarmiðstöð sem átti sér ekki lika um sinn og gerir þær kröfur til okkar að við erum oft ekki menn til aö rækja þær. Norðmenn hefur Snorrieinnig settl vanda og gerir til þeirra miklar kröfur. — Annar slikur maður hefur aldrei fæðst hér á landi. Ég bauö honum Páli Bergþórs- syni að skrifa i Þjóöviljann fyrir þessa ferð það sem ég vissi merk- ast um Snorra Sturluson, en hann vildi að ég segði ykkur þaö hér á þessum stað. Mér fannst hann vera aösetja mig 1 sömu klípu og sumir aörir hafa ratað I á þessu ári barnaskaparins. Lltill karl verður aðeins minni á þvi að fjalla um hluti sem hann ræður ekki við, og enginn hefur nokkru sinni ráðiö við Snorra Sturluson, Þess vegna var hann drepinn hér að böðlum og kerfisþrælum. A okkar dögum hefur séra Gunnar Benediktsson unnið það afrek aö frelsa minningu Snorra úr hönd- um fræðimanna og leiða fram aö lærdómur hrekkur oft skammt til skýringa á snillingum. — Nil er hafin ný fræðimannaatlaga að minningunum, svo aö þiö eigið ekki von á góöu. Fyrsti jarðvarma- tœknir sögunnar Snorri var borgfirskur stór- bóndi og fyrsti nafngreindi „jarð- varmatæknir” sögunnar eins og þið sjáiö við Snorralaug. Hann átti miklar nautahjarðir og eitt harðindavor missti hann á annaö hundrað nautgripi, en stóö jafn- réttur eftir aö sögn. A hans dög- um lifðu íslendingar á kjöti af nautum, svlnum og alifuglum og ræktuðu korn, sem þeir notuðu reyndar til bjórgeröar. Ég býst við að Snorrihafi drukkið talsvert af bjór. Hann var stórbóndi, stór- höfðingi og stjórnmálamaöun — átti og hafði umboð yfir stór- eignum i þremur landsfjórö- ungum, átti fjölda goðorða og var lögsögumaður. Lög- sögumaöur var framkvæmda- stjóri islensku sameinuðu þjóðanna eða goðanna, sem rlktu misjafnlega fullvalda I héruðum og héldu allsherjarþing I hinni miklu New York á Þing- velli við öxará. Þar áttí Snorri stærstu salarkynnin og bjó I Val- höll. Á dögum Snorra Sturlusonar var Island eins konar smækkuö útgáfa af þeirri heimskringlu, sem við byggjum I dag, og þar glimdu menn við skyld vandamál og kveiktu bál og bræðravig. Snorri var um skeiö fram- kvæmdarstjóri þeirra, sem stóöu gegn grundvallarbreytingum á kerfinu eöa kerfisleysinu á tslandi. — Hann var róttækur Ihaldsmaður, ef þiö kannist við fyrirbrigöið. Snorri var lendur maöur Noregskonungs, hafði svarið hon- um trúnaöareiða eins og margir aörir, sem komu til hirðarinnar, en þangaö fór hann til samninga vegna ófriöar milli landanna. Hann gekkst aldrei undir neina þegnskyldu við Hákon Noregs- konung, sem var unglingur, þegar Snorri var við hirðina i fyrra skiptið. Slöar þegar Hákon eltist ogefldist að völdum geröist Snorri leyndarjarl uppreistarliös I Noregi gegn Hákoni. Þá var sameinaö veldi konungs og kirkju I Noregi orðiö hættulegt goða- valdinu lslenska. Auðvitaö var þá of seint vaknaö til vitundar um hættuna; uppreistin mistókst og þeir vorubáðir drepnir, Skúli jarl og Snorri Sturluson, en Hákon liföi. Þar með losnaði Snorri við að verða nokkru sinni umboðs- maður annarra en dýrlinga.sem hann hafði að féþúfu. Hann hefur veriökirkjuræningi að dómi and- legs valds útí I Evrópu, en hann neytti þess að það náði ekki til hans. Alinn upp í kirkjustríðum Snorri hlaut kristilegt uppeldi hjá voldugasta goða landsins, hinum konungborna Jóni Lofts- syni I Odda á Rangárvöllum, og frá heilagri kirkju var honum komin viöfeðm heimssýn. Afi Jóns, Sæmundur fróði, hafði fundið upp það ágæta kerfi að höföingjar, goðar, hefðu fjár- og fræöslumál kirkjunnar I sinum höndum, kirkjan væri hér á landi ambátt veraldarvaldsins, en I flestum löndum álfunnar var kirkjan drottnandi vald um daga Snorra Sturlusonar. Kirkjur voru hér vlgðar dýrlingum, sem töld- ust eiga þær. Hér i Reykholti stóö Péturskirkja, sem átti jöröina, Snorri Sturluson var að réttu landseti hjá Pétri postula, en gleymdi vlst aö greiða afgjöldin bæði hér og af ýmsum öðrum stööum. Auðvitað var féð betur komiö hjá Snorra en öllum öðrum, en kirkjan hlaut þó að ganga eftir slnu. Þorlákur biskup helgi geröi áhlaup.á drottinvald leikmanna yfir kirkjueignum, en því var hrundiö að mestu af Jóni Lofts- syni, og þar með hófust kirkju- striöin fyrri, sem ég nefni svo, því að Staöamál eru núorðið allt of merkingarlaust heiti á jafn- grimmum og byltingarsinnuöum átökum. Þá skrifaði Islendingur, eflaust aö tilstuðlan Oddaverja, Sverris sögu um Færeying, sem gerðist kirknabrjótur I Noregi og bannfæröur konungur Norö- manna. Þar með varð sagna- ritun I höndum íslenskra höfðingja aö stórpólitlsku bar- áttutæki fyrir alræöi þeirra yfir fjárafla kirkjunnar. A þetta tæki lærði Snorri Sturluson meðan hann var I fóstri hjá Jóni Loftssyni í Odda. Hann var skáld og rithöfundur og öllum mönnum vlgfimari á vettvangi orðslistar. Hann var orðvitur að sögn vinar sins, Sturlu Bárðarsonar, sem orti eitt sinn tilhans er hann gekk frá laugu: Eiguð áþekkt mægi orðvitur sem gat forðum,— Káta ekkjan Faðir Snorra, Sturla Þóröarson i Hvammi I Dölum, Hvamms-Sturla (d.1183), var þingskörungur og ræðusnillingur, „vitur og tungumjúkur” segir Sturlunga. Og móðir Snorra, Guðný Böðvarsdóttir frá Göröum á Akranesi og komin af Agli Skalla-Grlmssyni, var skörungur mikill og eflaust frásagnaglöð. Ung var hún gefin fimmtugum karli og ekkjumanni vestur í Döl- um og átti með honum 5 börn, þrjá sonu og tvær dætur. — Sturla karlinn hafði átt mörg börn meö öðrum konum áður, en þau koma litiö við sögu, en börnin hennar Guðnýjar uröu svo umsvifamikil um sfna daga að timabilið er við þau kennt og nefnt Sturlungaöld, en ekkert tlmabil annað í sögu okkar er kennt viö einstaka ætt. Sturlungaöld, timabilið hans Snorra, á sér enga llka og auð- vitað ekki Snorri heldur, og hún móðir hans var fágæt kona. Þegar Sturla karlinn andaðist 1183 gerðist hún káta ekkjan, tóksaman við Arasterka Þorgils- son á Stað á Snæfellsnesi, sonar son Ara fróöa, fór 1 siglingu með honum til Noregs og eyddi föður- arfi Snorra sonar slns, jafnviröi tveggja meöaljarða eða 30-40 milljónum króna I dag í okkar margföllnu peningum. Hérheima eftirlét hún Þórði syni slnum, Helgu, dóttur Ara. Þau urðu ekki ásátt, og tældi þá Þórður tíl sln konu Bersa Vermundarsonar auðga á Borg á Mýrum. Eftir þaö bjó Bersi með dóttur sinni, Herdisi, sem giftist nokkru síðar Snorra Sturlusyni, sem fór meö hana suður I Odda. Þá sat Bersi uppi rúinn konu og dóttur og and- aöist af öllu saman, en Snorri settist að á Borg. Guöný Böðvarsdóttir, káta ekkjan, naut ekki lengi Ara sterka, þvl aö hann lést af afl- raunum í Noregi, og fór hún þá heim og tók við búi I Hvammi, en var síðar ráðskona hjá Snorra syni slnum. Hún andaðist I Reykholti 1221 og mun grafin hér I kirkjugarði. Uppreisnarbókmenntir Um daga Snorra var fólk veraldlega sinnaö I besta lagi I Borgarfiröi og frekt bæði til fjár og ásta og vægast sagt frjálslynt I trúarefnum. Annars vegar eigraði Gvendur góði Hólabiskup hérum sveitir og vígði björg og brunna, en aðrir migu I vatnsbólin og töldu það á borð viö meðal Gvendarvigslu — og þeir voru til sem töldu sig ekki þekkja dýrlingabein frá hross- leggjum. Hér var hvorki hugsað né starfað eftir forskrift neins drottinsvalds, og veraldlega sinn- uðu fólki er ávallt annarra um mannllfið en skýjaglðpum, hverr- ar ættar sem þeir eru. Kirkju- valdið var orðiö hættulegt islenskum höfðingjum, svo aö þeir æstust til andstöðu og beittu ýmsum brögðum, og Snorri greip til pennans og Egils saga komst á bókfell, einhver stórkostlegasta helgisaga sem samin hefur verið. Kirkjustaðir voru vlgöir dýrling- um, sem áttu sér sögur, ágætar sögur margir hverjir. A Borg yar Mikaelskirkja, þar rikti Mikjáll erkiengill „valdsherra heilagra I paradls” I striðinu mikla við drekann illa og herskara hans, og Mikjáll var vörður leyndardóms máttarorösins, sem guð skóp með himin og jörð. Orðin eru til alls fýrst, og mennskir menn bjuggu einnig yfir orðkynngi. Egill Skallagrímsson bjargaði höfði sínu með orðsins list, byggði hin- um himneska vlkingiMikjáli út af Borg og lagði undir sig Borgar- fjörðinn. Mikjáll erkiengill er bókmenntaleg fyrirmynd Egils Skallagrlmssonar og skapaður til þess að striða kirkjuvaldinu. Snorri Sturluson hefur vlst skemmt sér konunglega, en hann var ofsnjall og afkristnaði okkur Islendinga óviljandi. Bókmennt- irnar sem við erum aö státa af voru framleiddar af Sturlungum I krikjustrlðum, allar hinar upp- runalegustu, og Snorri var höfuðsnillingurinn. „öllum er á heyrðu þótti það eina satt” Hér I Reykholti sat Sturla Sig- hvatsson löngum veturinn 1230-31 og lagði „mikinn hug á að láta rita sögubækur eftír bókum þeim er Snorri setti saman”, segir I Sturlungu. Snorri var orövitur og um Oðin segir hann I 6.kap. Heimskringlu, aö „hann var svo fagur og göfugligur álftum, þá er hann sat með sinum vinum, að ölium hló hugur við... Hann talaöi svo snjallt og slétt, aö öllum er á heyröu þótti þaö eina satt. Mælti hann allt i hendingum, svo sem nú er þaö kveöið, er skáld- skapur heitir”. — Þetta er draumsýn Snorra um hinn fullkomna mann, og hfinn reyndi að nálgast draum- sýninat hann var skáld og liföi sem skáld og skrifaði um skáld- skap. Hér á þessum staö gekk hann um stéttar og sat viö skrift- ir og I laugu með sveinum slnum og ræddi um pólitik og skáldskap, en hann var einkum þekktur sem ágengur höfðingi, skáld og höf- undur Snorra-Eddu, lykilsins að leyndardómum skáldamáls og braglistar. Snorra-Edda hefurjafnan veriö vinsæl bók og grundvallarrit Islenskrar tungu, en Heims- kringla veröur hér ekki kunn að ráði fyrr en á þessari öld. Hins vegar var hún þýdd á dönsku á 16. öld og gefin út undir höfundar- nafni I Kaupmannahöfn 1633, en á frummálinu birtist hún ekki fyrr en um 1800. Engin norræn bók hefur haft jafnvlðtæk og djúpstæð áhrif á bókmenntir, listir og þjóð- ernisbaráttu og Heimskringla. Hún er auðvitað einkum heilög ritning Norðmanna. Siðustu 400 árin hafa þeir sökkt sér ofan I Heimskringlu og kafað þar eftir upphafi rikis slns, og þangað hafa norskir rithöfundar og listamenn sótt sér ómælt efni. í Danmörku og Svlþjóö hefur Heimskringla einnig skipað virðulegan sess meöal helgra bóka, ef svo má aö orði komast. Hingað náði hún ekki fyrr en á 19. öld, en þá tók Einar Þveræingur, fyrsti her- stöðvaandstæðingurinn aö blanda sér I stjórnmálin. Hann vildi ekki leigja Ólafi Noregskonungi her- stöð I Grimsey, og Jón Sigurðsson segist I brefi 1867 heldur vilja „sitja á bekk meö Einari gamla Þveræing, en meö Gissuri jarli” (bréf 1911, 421). Snorri lét llfið I jarðhúsi af þvl aöhann var óháður fullvalda ein- staklingur, sem gerði smámenni svo skelfd aö þau þoröu ekki aö llta hann augum. Islenskum sagnfræðingum ætti hann að vera sifelld áminning um viösýni, sjálfstæði I ályktunum, sambúð meö sigruðum, en vantrú á forskriftabækur og teoriur. „Og Framhald á 21. siðu.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.