Þjóðviljinn - 07.10.1979, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 07.10.1979, Blaðsíða 2
2 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 7. október 1979 I 3-bíó Ég var næstum þvl biiinn aB gleyma þvi hvernig er aö fara i 3-bi'ó i Reykjavik. Svo var það einn litlausan og þungan sunnu- dag, þegar enginn kemur neinu i verkoghausinnerfullur af tóma- hljóöi og tilgangsleysi lifsins blasir viö að dóttir min 12 ára stakk upp á þvi að við feðginin færum I 3-bió. Ég var strax til i þaö. , Eftir vandlega ratínsókn á biódálkum blaðanna ákváðum við aö fara á Munsterfjöldskylduna i Laugarasbió. Reyndar hélt dóttir min þvi fram að nafn myndar- innar ætti aö vera Monsterfjöl- skyldan og að þetta væri bara prentvilla i blaöinu. HUn er nefni- lega búin að læra ensku I skóla og þykist kunna nokkuð fyrir sér i þeirritungu. Seinna kom i ljós að hún hafði rangt fyrir sér þó aö skoðun hennar væri rökrétt. Viö keyptum okkur miða og settumst inn i salinn. Þar var ys og þys á krökkum á öllum aldri. Á stöku stað gnæföu þó viröulegir foreldrar upp úr mannhafinu. Beint fyrir framan okkur sátu þrir smápjakkar sem létu fara vel um sig, stungu löppunum i stólbökin fyrir framan og tuggöu poppkorn ákaflega. Þóttust þeir heldur menn með mönnum. Allt i einu fékk ég skæðadrifu af pxjppkorni yfir mig allan en strák- Stjórnin er fallin. Fyrir kratarm sem beittu fyrir sér verðbólguástæð- unni er þó staðreyndin fjöl- breyttari. Það má t.d. minna á að miklar blikur eru á lofti um formannsstöðuna innan flokks- ins. Benedikt stendur höllum fæti sem leiðtogi enda þykir mörgum Alþýðuflokksmannin- um störf utanrikisráðherra rýr. Krafan um nýjan hæfan leiðtoga er m.ö.o. i algleymingi. Og hver er það? Þaö er von að maður spyrji. En Vilmundur Gylfason hefur séð sér leik á borði og mun eflaust notfæra sér stjórnarslit- in til að ná fyrsta sæti i Reykja- vik i komandi prófkjöri. Ef kap- all Vilmundar gengur upp er Bensi út úr myndinni... Ferðaskrif- stofukóngurinn Ingólfur i Útsýn hefur ákveöið að leggja niður ferðir til Grikk- lands. Aösóknin i þessar feröir hefur verið i hlutfalli viö verð- lagninguna sem þótt hefur há, miðað við aöra valkosti ferða- langa Nú þegar upphafsmaöur hóp- ferða til Grikklands, Guðni i Sunnu er fallinn i valinn virðist svo sem aöalkeppinauti hans Ingólfi Guðbrandssyni þyki ekki iengur ástæða til þess að puða við þessa leið. Sunnumenn hófu á sinum tima þessar feröir til Grikk- lands og ætluðu væntanlega aö rétta hag sinn með þvi. En Útsýnarkóngurinn lét ekki á sér standa og hóf ferðir þangað suöur með þeim árangri að báöir féllu dauðir niður, eftir þvi sem best verður séð. Benedikt Arnason leikstjóri mun fara með aðalhlutverkið I fyrirhug- uðu sjónvarpsleikriti „Vandar- högg” eftir Jökul Jakobsson. arnir fyrir framan létu sem ekkert væri. Einn þeirra haföi i ungæðishætti. sinum hent úr heilum lófa aftur fyrir sig og liklega ætlað það einhverjum smástelpum þar skáhallt frá. Ég brást allvel við þessu og lét nægja aðdusta af mér. Allra sist vildi ég vera kallaöur leiðinlegur karl i þessu samkvæmi. Ég „ veitti athygii þremur slöttólfum á fermingaraldri hinum megin viö ganginn. Þeir voru allir með poppkorn i poka og iðkuðu þá list ákaflega að henda poppkorni upp I loftið og reyna aö gripa það með munninum. Tókst það misjafnlega enda varö gólfiö undir- þeim brátt sem poppkorns-akur. Nú koma ö þvi að myndin ætti að byrja og ljósin voru slökkt. Hófust þá mikil fagnaðarlæti, óp og blistur, sumir stöððuðu niður fótunum en aörir hentu sælgæti og bréfpokum I loft upp. Munster - fjölskyldan i Ameriku fékk boð um að höfuð fjölskyldunnar Herbert Munster hefði erft lávarðstitil og drauga- lega höll á Englandi og gerði hún sér ferð þangaö á hendur til að vitja eigna sinna. Fjölskyldan þessi er öll i ætt við Fransenstein og Dracula nema dóttir ein yndis- fógur. Glasileg kappaksturshetja fékk auövitaö ást á dótturinni og Hrafn Gunnlaugssonn leikstýrir leikritinu og hefur fariö mjög ótroðnar slóðir i leikaravali eins og nafn Benedikts gefur til kynna. Benedikt er einn af af- kastamestu og þekktustu leik- stjórum landsins og fer ekki sömu sögum af leiktúlkun hans. Bergsteinn Jónsson ,cand. mag, er á Irlandi þessa helgi ásamt rekstrar- stjóra Þjóðviljans, Úlfari Þormóðssyni. Kikjara i skráar- gatinu sýnist að þeir kumpánar séu að reyna að fá farþega i Þjóðviljadagskrá flutta til Bel- fast, þar sem rlkir striðsástand eins og kunnugt er. Gálgahúmor kikjarans verður að fá aö njóta sin af þessu tilefni Viimundur: Úr rikisstjórn( i prófkjör Ingóifur: Grikkland ei meir. kysstust þau einu sinni I tungls- ljósi. Krakkarnir i 3-bíó létu karamellubréf óspart fljúga og mörg virtust hafa meiri áhuga á þeim sem sat fyrir aftan þau en myndinni sjálfri. Undirtektir viö æsiviðburðum myndarinnar voru þvi heldur dræmar. Þaö var helst einu sinni þegar ofsahræddir þjónar um borð i skemmtiferða- skipinu United States rákust á félaga sinn svo að hann steyptist ágólfið þannig aö allt sem var á bakkanum þeyttist i ýmsar áttir. Þá varö geysilegur hlátur i bió og krakkarnir kættust hjartanlega yfir þessum óförum. Allt kom þetta kunnuglega fyrir sjónir og skyndilega minntist ég þess að liklega var ég ekki alltaf prúöur og stilltur drengur fyrir svona aldarfjórðungi. Eitthvað' rámar mig i að hafa klifraö yfir stóla, klipið I stelpur, öskraö, æpt oglátiðöllum illumlátum -þegar svo bar undir og einmitt i þessu umhverfi. Þá var það Roy Rogers og Trigger og þá voru hasar- blaðabýtti i staö poppkorns. Best aðsegja ekki margt. Þegar nánar er að gáð. Guðjón og leggur hann þvi til að þessi liöur írlandsferðar Þjóðviljans 25. okt. nk., verði nefndur: Göngurferð á vigvöllinn! Brandarastríðið geisar milli Norðmanna og Svia. Þessi skrýtla er nýkomin frá Noregi: Svii er á gangi á götu i Osló. Hann vekur forvitni vegfarenda vegna þess að hann er með svin i bandi. Að lokum stansar einn Norðmaður og spyr: ,.yHvar náðir þú i þenn- an?” ,,Ég vann hann i bingó”, svaraði grisinn. Og svo einn á Norðmenn: Veistu af hverju Jesús Kristur fæddist ekki i Noregi. Af þvi það var engin leiö að finna þrjá vitringa. Bergsteinn: Skemmtiganga á vigvöllinn Benedikt: t aöalhlutverki hjá Hrafni íslenska járnblendifélagið hf. að Grundartanga Staða rannsóknarmanns íslenska járnblendifélagið hf. að Grundartanga auglýsir stöðu rannsóknar- manns lausa til umsóknar. Starfið felst i sýnatöku við uppkeyrslu hráefna til ofns og við útskipun kisil- málms. í starfinu felst auk þess úrvinnsla sýnanna i sýnavinnslustofu. Að lokum verður hluti starfsins efnagreiningar á rannsóknarstofu. J Reynsla á sviði sýnatöku og kunnátta i efnafræði er ekki skilyrði til starfsins en hinsvegar ótviræður kostur. Laun og kjör fara eftir samningi verka- lýðsfélaganna og járnblendifélagsins. Umsóknir um stöðuna skulu sendar félag- inu að Grundartanga póststöð 301 Akranes fyrir mánudaginn 21. október. Umsóknar- eyðublöð fást á skrifstofum félagsins að Grundartanga og Lágmúla 9, Reykjavik, og i bókabúðinni á Akranesi. Nánari upplýsingar veitir Jón Halfdánar- son, forstöðumaður rannsókna, i sima (93)-2644 á skrifstofutima. Grundartanga, 4. október 1979.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.