Þjóðviljinn - 07.10.1979, Blaðsíða 21

Þjóðviljinn - 07.10.1979, Blaðsíða 21
Sunnudagur 7. október 1979 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 21 Olia Framhald af bls. 6. nægjanlega oliu né á betra verði en nú er i náinni framtið,og breyt- ingará oliumarkaðinum gera það að verkum að nauðsynlegt er að islenska rikið og heildsölufyrir- tæki á þess vegum geri samninga um oliukaup Islands á næstu ár- um. Þá stendur eitt eftir það hlut- verk islensku oliufélaganna þriggja „að annast dreifingu á þeim oliuvörum sem keyptar hafa verið hingað til lands á veg- um islenska ríkisins.” Sá sem getur fundið rök fyrir þvi að slik dreifing þurfi að vera þreföld til þess að þreföld yfirbygging einkaaðila geti grætt á henni mun skrá nafn sitt á spjöld veraldar- sögunnar. Olia hefur ekki verið samkeppnisvara hér á landi og verður ekki i framtiðinni. Hún mun seljastán auglýsingar vegna þess að allir þurfa á henni að halda. Oliuheildverslun rikisins og einfalt oliudreifingarkerfi er það sem koma skal. Timinn mun hinsvegar leiða það i ljós hvort þjóðarhagsmunir i þessum efnum verða settir ofar einkahagsmun- um og sterkum flokksitökum þeirra i Framsóknarflokki og Sjálfstæðisflokki. —ekh 8 tíma vinna Framhald af 2 þurfi að vinna nema dagvinnu. Það er grundvallarskilyrði fyrir góðu lifi. Ég skil ekki ástæðurnar fyrir þvi að viö á Islandi skulum þurfa að vinna margfalt meira en frændur okkar á Norðurlönd- um. Þar nægir verkamönnum dagvinnukaupið. Kannski er raunhæfast að bera okkur saman við Færeyinga, þeir selja afurðir sinar á sömu markaði og við og þar nægir dagvinnukaupið lika. Það er eitthvað meira en litið bogið við launapólitikina á íslandi, úr þvi að ennþá skuli 8 stunda vinnudagur vera óra- fjarri. — Þessi óskaplega fjárfesting á skömmum tima hefur heldur ekki orðið til góðs, a.m.k. ekki fyrir láglaunafólk. Og tæknifram- farirnar virðast ekki koma okkur til góða. Það er alltaf jafndýrt að byggja sér hús eða ibúö. Ég held það sé alveg jafnerfitt og dýrt fyrir verkamann að koma sér upp húsnæði nú og fyrir 30-40 árum. Mér finnst þetta einkennilegt. Myndiröu velja verkamanns- starfið aftur mættirðu velja upp á nýtt? — Ég valdi nú aldrei þetta starf. Ég átti ekki um neitt annað að velja. Ég vildi verða sjómaður og sú ósk min er óbreytt ennþá. Ég var nokkrar vertlðir á sjó en ég varð að fara i land eftir að ég lenti I tveimur svo erfiðum ver- tiöum að ég hafði varla i mig þeg- ar gertvarupp. Þá fór ég iverka- mannavinnu i landi. Þaö var ekk- ert val. — hs ISS Framhald af 17. siðu. Fyrir þær konur sem fengið hafa bata er það eins og að endur- fæðast. „Það bókstaflega bylti al- gjörlega lifi minu,” sagði Janet Townsend, en henni var gefiö pro- gestogen. „Það urðu ekki fleiri rifrildi, vegna þessa, ekki fleiri árásir. En ég er sko heppin. Ef eiginmanni minum hefði ekki þótt neitt vænt um mig, hefði hann á- rieðanlega yfirgefið mig fyrir lif- andislöngu.” Erfitt reynist að komast að á þessum fáu sérdeildum sem starfa I Bretlandi (þrem) og nokkurra ára biðlisti. Það sem við getum gert i staðinn er að senda læknum nýjar upplýsingar um leið og rannsókn er fullgerð. En vandinn er bara, þvi miöur, að læknar eru svo uppteknir oftast, að þeir lesa ekki allt sem sent er til þeirra, og fara þvi ekki eftir þvi, og konum þvi haldiö áfram að gefa róandi lyf við þessu. Besta lausnin væri sú, að hin al- menni læknir tæki þessar konur til meðferðar á stofum slnum á þann hátt sem rannsóknir sýna réttar, en varla llður sá dagur að ekki komi kona til þeirra með Heimilisiönadarfélag íslands kynnir Heimilisiönaðarskólann Dagana 8. — 12. október 1979 verður sýn- ing og kynning i versluninni íslenskur Heimilisiðnaður, Hafnarstræti 3, R. Eftirfarandi námsefni verður kynnt: TÓVINNA og HALASNÆLDUSPUNI, mánudaginn 8 október kl. 2-4 e.h. KNIPL.; þriðjudaginn 9. október kl. 2-4 e.h. VATTTEPPAGERÐ, miðvikudaginn 10. október kl. 10-12 f.h. MYNDVEFNAÐUR, fimmtudaginn 11. október kl. 2-4 e.h. KROSSVEFNAÐUR, föstudaginn 12. október kl. 2-4 e.h. Auk þessa eru fyrirhuguð námskeið I eftirfarandi námsefni veturinn ’79-’80. Vefnaður, vefnaður fyrir börn, hnýtingar, prjón, baldering, orkering, jólaföndur, frjáls útsaumur, tuskubrúðugerð, þjóð- búningasaumur, útskurður. Skrifstofa Heimilisiðnaðarskólans er að Laufásvegi 2, simi 15500. Opin: þriðjudaga kl. 10-12 f.h. og fimmtu- daga kl. 2-4 e.h. Skólastjóri H iiii HHiiin i Eiginmaður minn og faðir okkar Jens P. Hallgrímsson frá Vogi i Skerjafirði verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju þriðjudaginn 9. október kl. 10.30 fyrir hádegi. Sigriður (Mafsdóttir Guðbjörn Jensson Ólafur Jensson Guðfinna Jensdóttir Ketill Jensson if-ÞJÓÐLEIKHÚSIB LEIGUHJALLUR 6. sýning i kvöld kl. 20 Blá aðgangskort gilda 7. sýning miðvikudag kl. 20 STUNDARFRIÐUR þriðjudag kl. 20 fimmtudag kl. 20 Litla sviðið: FRÖKEN MARGRÉT i kvöld kl. 20.30 Næst siðasta sinn. Miðasala 13.15 — 20. Simi 1- 1200 /@t\ alþýdu- leikhúsid Blómarósir i Lindarbæ Sunnudag kl. 20.30. miðvikudag kl. 20.30. Miðasala kl. 17-19, sýningar- daga til kl. 20.30. Simi 21971. sömu kvartanir. Og heimilislækn- irinn, ef vel er, er sá eini sem get- ur fylgst með allri fjölskyldunni: Ef t.d. Jón litli pissar i rúmið vegna breyttrar hegðunar móö- urinnar, er þýðingarlitið að senda hann til sérfræðings, svo tekið sé dæmi. Það sem kemur i veg fyrir að vandamál þetta leysist að fullu, er sem stendur peningamálin. Peningaskortur til sérdeilda og til að senda lækna á námskeið. Staö- reyndin er sú að með þvi að lækna þessar konur myndi landið spara miljónir króna I töpuðum vinnu- stundum, forða fólki frá slysum, koma i veg fyrir misþyrmingar á börnum, og einnig væri i sumum tilfellum hægt að koma i veg fyrir skilnaði hjóna, Þetta virðist ekki vera nægilega ljóst heilbrigöis- yfirvöldum, sem gjarnan spara á röngum stöðum, yfirvöldum, þar sem stór hluti starfsfólks eru karlmenn. Að lokum má til gamans (!) segja frá einni konunni sem þekkti þetta af eigin raun, og sagðist vildi óska þess að karl- menn færu á túr svona einu sinni, svo þeir myndu skilja I það minnsta. — Ætli séu nokkur svona vandamál á Islandi? — (Þýtt úr Woman ’79) 81333 DJOÐVIUINN RIKISSPiTALARNIR lausar stödur LANDSSPÍTALINN Tvær stöður AÐSTOÐARLÆKNA við Barnaspitala Hringsins eru lausar til umsóknar. Stöðurnar veit- ast i 6 mánuði frá 1. desember n.k. Umsóknir er greini aldur, menntun og fyrri störf sendist Skrifstofu rikisspitalanna fyrir 12. nóvember. Upplýsingar veitir yfirlæknir Barnaspitala Hringsins i sima 29000. RÆSTINGASTJÓRI óskast til starfa við Landspitalann frá 1. janúar n.k. Æskilegt er að um- sækjandi hafi húsmæðrakennara- próf eða sambærilega menntun svo og reynslu i verkstjórn. Umsóknir er greini aldur, menntun og fyrri störf sendist skrifstofu rikis- spitalanna fyrir 20. nóvember n.k. Nánari upplýsingar gefur hjúkrunarforstjóri i síma 29000. HJÚKRUNARFRÆÐINGAR óskast nú þegar á skurðdeild Land- spitalans. Upplýsingar veitir hjúkrunarforstjóri i sima 29000. KLEPPSSPÍTALINN LÆKNARITARI óskast til starfa við Kleppsspitalann sem fyrst. Stúdentspróf eða hliðstæð menntun áskilin ásamt góðri vélritunar- kunnáttu. Umsóknir er greini aldur, menntun og fyrri störf sendist Skrif- stofu rikisspitalanna fyrir 15. októ- ber. Upplýsingar um starfið gefur læknafulltrúi i sima 38160. Reykjavik 7. október 1979. SKRIFSTOFA RÍKISSPÍTALANNA EIRÍKSGÖTU 5, SíMl 2900(1 Auglýsið í Þjóðviljanum ’"6 N ■ ■ Norræn meimingarvika 1979 Sunnud. 7. okt. kl. 20:30 Finnski baritónsöngvarinn Jorma Hynninen syngur lög eftir Vaughn Willi- ams, Yrjö Kilpinen, Jean Sibelius og Hugo Wolf. Undirleikari er Ralf Gothóni. Mánud. 8. okt. kl. 20:30 Birgitte Grimstad skemmtir með visna- söng (2. tónleikar). Aðgöngumiðar seldir i Norræna húsinu. í sýningarsölum: Verk eftir danska listamanninn Carl-Henning Pedersen. Opið kl. 14:00 til 19:00. í bókasafni og anddyri: Sýning á myndskreytingum norrænna lista- manna við ritverk H.C. Andersens. Verið velkomin NORRÆNA HÚSIO

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.