Þjóðviljinn - 07.10.1979, Blaðsíða 24

Þjóðviljinn - 07.10.1979, Blaðsíða 24
MÚÐVIUINN Sunnudagur 7. október 1979 nafn* Nafn vikunnar er Þorsteinn ölafsson, knattspyrnumaöur úr Keflavík. Þorsteinn hefur lengi staðið í fremstu víglínu íslenskra knattspyrnu- manna Við slógum á þráðinn til Þorsteins og spurðum hann fyrst um leikina við Kalmar. — Við lékum mjög vel úti og hefðum eins getað sigrað. Allt tal i Svium um að við hefðum leikið eins og sænskt 3. deildarlið er liklega til- komiö vegna þess að Sviar eiga mjög erfitt með að kyngja þvi að hinar Norður- landaþjóðirnar geti nokkuð i samanburði við þá. — Skömmu eftir leikinn gegn Kalmar sá ég Malmö leika gegn Halmia og var sú knattspyrna sem þar var leikinn sist betri en hjá okk- ur. — Hér heima var þetta svipað en mér kom á óvart hve áhugalausir Sviarnir voru, þeir voru slappir og sérstaklega var vörn þeirra léleg. Nú varst þú í landsliöinu framanaf sumri en misstir stöðu þina. Voru það ekki mikil vonbrigði? — Jú, vissulega vegna þess að mér finnst að ég hafi átt nokkuð gott sumar. Þetta er þeirra ákvörðun og skoðun og við þvi er i rauninni ekk- ert að segja. — Liðsandinn hjá okkur var góður, en ég verð að segja það að margir voru óhressir með vinnubrögð landsliðsþjálfarans Youri Ilitchev. Þetta er staðreynd en ég vill ekki fara nánar út i þá sálma að svo stöddu. Hver er eftirminnilegasti leikurinn á ferlinum? — Það er nú af mörgu að taka en ég held að leikur tBK og Everton i Liverpool beri einna hæst. Við vorum yfir 1- 0 þegar skammt var til hálf- leiks, en máttum siðan sætta okkur við tap 2-6. Heyrst hefur að sænska stórliðið Malmö hafi borið viurnar i þig. Ertu á förum til Sviþjóöar? — Það liggur fyrir,~en ér ekki öruggt þvi segja má aö boltinn sé nú hjá þeim. Ég gerði ýmsar kröfur sem þeir eru að athuga og eftir er að sjá hvort gengur saman. — Ég var þarna úti i nær 3 ár og kunni vel við mig. Þegar ég kom heim i fyrra varð ég fyrir geysilegurri vonbrigðum með þjóðíélags- þróunina. Þetta stefnir i allt aöra átt en ég hafði vonað og mér er hreinlega hætt að lit- ast á blikuna. Þaö virðist sem mjög margir geri sér einmitt grein fyrir þessu og skilja mætavel afstöðu mina. Hefurðu hugsað þér að setjast að úti? — Það er aldrei að vita hvað maður gerir. Timinn verður að skera úr um það hvort eða hvenær við komum heim aftur. -IngH Aðalsimi Þjóðviljans er 81333 kl. 9 — 20 mánudaga til \~Æt Q ^ Kvöldsimi föstudaga. kl. 9 — 12. f.h. og 17 — 19 e.h. á laugardögum. m* Utan þess tima er hægt að ná i blaðamenn og aðra starfs- ^ Oljáj er 81348 menn blaðsins i þessum simum: Ritstjórn 81382, 81527, ^ 81257 og 81285, afgreiðsla 81482 og Blaðaprent 81348. [ Grundvallarskilyröi að þurfa ekki að vinna meira en 8 tíma á dag — Mér finnst nú að bitinn sem við verkamenn fáum af „kökunni" frægu, sé alltaf að minnka hlutfalls- lega. Þróunin hefur lengi verið sú að léttari störfin eru betur borguð en þau erfiðu og óhreinu. Ef svona heldur áfram fást bráðum engir í þau. Þetta segir Valgeir Magnússon verkamaður hjá Reykjavikur- borg. — Ég er búinn að vinna hjá borginni I 35 ár, byrjaði i mai 1944. Lengst af var ég I gatna- gerö, svokölluðum nýbyggingum en siðan i fyrra hef ég verið að sópa götur. Það er reynt aö láta okkur þessa eldri, sem erum farnir að gefa eftir, sleppa við erfiðustu störfin. Ég er með ein- hverja slæmsku i bakinu og þoli orðiö ekki mikið erfiði. — Annars er þetta ekkert á móti þvi sem var þegar ég byrjaði hjá borginni. Þá var þetta hrein þrælavinna, ekkert nema hand- afliö. Nú vinna vélarnar þetta að mestu. Borgin eignaðist sinn fyrsta krana 1946 og það voru mikil viðbrigði. Blekking að tala um 40 stunda vinnuviku Valgeir Magnússon vcrkamaður: — Það er ekkert fremur nú en fyrir 40 árum hægt fyrir verkamenn að lifa af dagvinnu. — Ljósm. —eik. En kaupiö, hefur það ekki hækkað mikið á þessu timabili? — 1 krónutölu, jú. Núna er tlmakaupiö hjá mér 1290 kr. Það er þriðji taxti verkamanna hjá borginni og þvi er náð eftir þriggja ára starf. Vikukaupið fyrir dagvinnu er þvi 51.600 þús. kr. En 1944 var timakaupið 6 kr. 62 aur. Þetta kann aö virðast æði- mikil hækkun en mér er stórlega til efs aö raunagildi peninganna sem við fáum i hendurnar hafi aukist svo nok'kru nemi. — Baráttan fyrir 40 stunda vinnuviku var ævinlega ein mikil- vægasta krafa okkar verka- manna i öllum samningaað- gerðum um áratuga skeið. Þegar þessi krafa nær gvo fram aö ganga er hún bara á pappirnum. Mér finnst þáð blekking að tala um 8 stunda' vinnudag. Það er ekkert fremur nú en fyrir 40 árum hægt fyrir verkamann að lifa af dagvinnu. Ég held að engin fjölskylda geti lifað af rúmlega 200 þús. kr. á tnánuöi. — Ég er þess vegna alls ekki viss um að kaup verkamanna nú og fyrir 30-40 árum sé svo ýkja- mikiö hærra þegar allt kemur til alls. Vinnan er aftur á móti meiri þannig að allir geta fengið eftir- og næturvinnu og með þessari gifurlegu miklu vinnu er hægt að komast af. Uppmæling — tímakaup Hvernig stendur á þvi að verkamenn hafa ekki náð fram betri samningum? — Ég get nú ekki fullyrt mikið um það, og ástæðurnar fyrir þvi eru eflaust margar. En hinu er ekki að neita að ósamræmið milli kauptaxta Dagsbrúnarmanna er orðiö gifurlega mikiö og það eykst viö hverja nýja samningagerð. Það er samiö um timakaup, en stór hluti iðnaðarmanna vinnur alls ekki i timavinnu. Trésmiðir, múrarar og málarar eru svo til allir i uppmælingu og það er allt annað. Launin i ákvæöisvinnu eru ekkert sambærileg við venjuleg verkamannalaun. Þetta skapar misræmi milli iðnaöarmanna og verkamanr.a, og þetta misræmi held ég að veröi erfitt að leiðrétta. Það þarf að koma til gjörbreyttur hugsunar- háttur. En burtséð frá kaupinu sjálfu hafa verkamenn fengið þó nokkrar kjarabætur á öðrum svið um. Nú erum viö i lífeyrissjóði og eins var Styrktarsjóður Dags- . brúnar mikil réttárbót. 1 vetur gengu I gildi lög um þriggja mánaða ve i k i ndaor1of verkamanna sem hafa unnið i 5 á og lengur, og nú er heldur ekki lengur hægt að segja mönnum upp fyrirvaralaust. Uppsagnarfrestur er einn mánuður eftir eins árs starf, 2 mán. eftir tveggja ára starf og 3 eftir þrjú ár. Góður aðbúnaður Hvernig er aöbúnaður verka- manna sem stunda útivinnu? — Hann er alveg til fyrirmynd- ar hjá borginni. Þessir vinnu- skúrar eru finustu vistarverur og það er mikill munur frá þvi sem var. Þá voru þetta bara fleka- skúrar sem fluttir voru á vörubil á milli vinnustaða. En svona vinna er náttúrlega kaldsöm á veturna. Við vorum eins og útigangshross hérna áður fyrr; héldum áfram hvernig sem viðraði, bara meðan sá útúr augunum. Þetta er oröiö ööruvisi núna með tilkomu vélanna. Við i gatnahreinsuninni þurfum á veturna að hreinsa niðurföll. Þau stiflast i frostum og það má ekki dragast þó að veöur séu slæm. Það er eitthvað bogið við þetta Hvaða kjarabætur telur þú brýnastar fyrir verkamenn? — Að kaupiö nægi til aö ekki Framhald á bls. 21. Rætt við Valgeir Magnússon verkamann hjá Reykjavikurborg

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.