Þjóðviljinn - 07.10.1979, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 07.10.1979, Blaðsíða 5
Sunnudagur 7. október 1979 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 5 Þýskur rithöfundur í heimsókn Matrin Walser, einn þekktasti rithöfundur V.-Þýskalands nú á dögum, er væntanlegur til lands- ins n.k. miðvikudag, 10. október. Walser er fæddur árið 1927, eftir striðið tók hann upp nám við háskólann i Tubingen og lauk þvi með doktorsprófi i þýsku, ensku og heimspeki. Hann hefur m.a. starfað sem fréttamaður og rit- stjóri við þekkta útvarpsstöð i Þýskalandi. Fyrsta bókin eftir hann — smásagnasafn — kom út 1955 og fékk hann strax verðlaun frá „Gruppe 47”, en siðan hefur hann viðsvegar hlotið viður- kenningu sem rithöfundur i formi margra verðlauna. Hann er sjálf- ur meðlimur „Gruppe 47”, sem voru ein mikilvægustu samtök rithöfunda i Þýskalandi eftir striðið og höfðu sérstök áhrif á þróun þýskra bókmennta siðast- liöin 30 ár. Þorri verka Walsers Martin Walser, þýski rit- höfundurinn sem kemur til ís- lands á miðvikudaginn. eru skáldsögur og smásögur, en einnig hefur hann fengist við leik- rit og útvarpsleikrit. Walser er þekktur fyrir harða félagslega gagnrýni á nútímann, en ekki má heldur gleyma hinum háðska stil, sem setur sinn sérkennilega svip á verk hans. Walser les úr eigin verkum miðvikudaginn 10. október i stofu 201 i Arnagarði, kl. 20.30. Útflutningsmiðstöð iðnaðarins: Upplýsingar gáfu ekki tilefni til hækkunar Útflutningsmiðstöð iðnaðarins hefur sent frá sér eftirfarandi at- hugasemd: „Að gefnu tilefni vegna um- mæla i fjölmiðlum óskar stjórn Útflutningsmiðstöðvar iðnaðar- ins að leiðretta þann misksilning að upplýsingar frá Útflutnings- miðstöðinni hafi gefið ástæðu til þeirrar miklu hækkunnar, sem 6 manna nefnd hefur nú ákveðið á gæruverði. Um þetta vitnar best bréfið sjálft með verðupplýsingunum til Framleiðsluráðs landbúnaðarins, dagsett 7. sept. s.l. en þar koma fram verðhækkanir fyrir ýmsar erlendar gærur á bilinu 16,7 til 31% i erlendum gjaldeyri milli ára. Hækkun sú sem 6 manna nefnd ákveður á islenskum gær- um, nemur hinsvegar 51 til 66% i erlendum gjaldeyri milli ára eftir þvi við hvaða gjaldeyri er miðað. Um leið lýsir stjórn Út- flutningsmiðstöðvarinnar yfir áhyggjum sinum við þessa verð- ákvörðun, sem muni valda sútun- inni og skinnaiðnaðinum i landinu miklum erfiðleikum og koma i veg fyrir þróun hans, nema aðrar ráðstafanir verði gerðar.” NÝJAR BÆKUR frá Lystræningjanum Thor Vilhjálmsson: FALDAFEYKIR ólafur Ormsson: STÚTUNGSPUNGAR/ skáldsaga. Jón frá Pálmholti: FERÐIN TIL SÆDÝRASAFNSINS, skáldsaga. Vita Andersen: TRYGHEDS NARKOMANER, Ijóð i þýðingu Nínu Bjarkar Árnadóttur. Hans Hansen: VIL DU SE MIN SMUKKE NAVLE, skáldsaga í þýðingu Vernharðar Linnet og Margrétar Aðalsteinsdóttur. L YSTRÆNINGINN simar 71060 og 35713. Guömundur Steinsson: STUNDARFRIÐUR LEIKRIT. Vœntanlegar bœkur: GREINASAFN.Pappírskilja. Einnig til örfá innbundin eintök, aðeins afgreidd gegn staðgreiðslu. THOR VU-HJAIMSSON FALDAFEYKIR berklavamadagurinn, sunnudag 7 október Merkja- og blaðasala til ágóða fyrir starf sem styður sjúka til sjálfs- bjargar, starfsemina að Reykjalundi og Múlalundi. Sölubörn óskast kl. 10 árdegis, sunnudag. Góð sölulaun. Foreldrar -hvetjið börnin til að leggja góðu málefni lið. Merkin eru númeruð og gilda sem happdrættismiði. Vinningur er litsjónvarpstæki. Merkin kosta 300 kr. og blaðið Reykjalundur 700 kr. Afgreiðslustaðir í Reykjavík og nágrenni: S. í. B. S., Suðurgötu 10, s. 22150 Mýrarhúsaskóli, Seltjarnarnesi Melaskóli Austurbæjarskóli Hlíðaskóli Hr(sateigur43, sími 32777 Vogaskóli Álftamýrarskóli Hvassaleitisskóli Breiðagerðisskóli Skriðustekkur 11, sími 74384 Árbæjarskóli Fellaskóli Hólabrekkuskóli ölduselsskóli Kópavogur: Kársnesskóli Kópavogsskóli Digranesskóli Garðabær: Flataskóli Hafnarfjörður: Lækjarkinn 14 Reykjavíkurvegur34 Þúfubarð 11

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.