Þjóðviljinn - 07.10.1979, Blaðsíða 11

Þjóðviljinn - 07.10.1979, Blaðsíða 11
Sunnudagur 7. október 1979 ÞJOÐVILJINN — SIÐA 11 FORSJÓNIN Óráös- og þjáninganótt er liöin, og þjónn rithöfundarins hefur komiö honum fyrir úti i garöi, þar sem hann biður gestanna, sem ætla aö heimsækja hann á afmælisdaginn. Ritgerðar- samkeppni í tilefni barnaárs hefur stjórn Styrktar- félags vangefinna ákveðið að efna til rit- gerðarsamkeppni um efnið: Hinn vangefni í þjóðfélaginu Veitt verða þrenn verðlaun: 1. verðlaun kr. 150.000.- 2. verðlaun kr. 100.000.- 3. verðlaun kr. 50.000.- Lengd hverrar ritgerðar skal vera að minnsta kosti 6-10 vélritaðar siður. Ritgerðirnar, merktar dulnefni, skal senda skrifstofu félagsins að Laugavegi 11, Reykjavik en nafn og heimilisfang höf- undar fylgi með i lokuðu umsiagi. Félagið áskilur sér rétt til að birta opinberlega þær ritgerðir, er verðlaun hljóta. Skila- frestur er til 30. nóvember n.k. ÚTBOÐ Stjórn Verkamannabústaða i Reykjavik óskar eftir tilboðum i eftirtalda verk- og efnisþætti i 18 fjölbýlishús i Hólahverfi samtals 216 ibúðir: Franski kvikmynda- stjórinn Alain Resnais er einkum þekktur fyrir myndirnar Hiroshima, ástin mín og I fyrra í Marienbad. Mánudags- myndin sem Háskólabíó sýnir í síðasta sinn á morg- un, Forsjónin, er fyrsta myndin sem hann gerir með ensku tali. Reyndar er myndin hvorki bresk né frönsk, heldur alþjóðleg. Hún er tekin í Belgíu, Frakklandi og Bandaríkj- unum, leikararnir eru breskir og bandarískir og höfundur handritsins er breskur. Dirk Bogarle leikur son rithöf- undarins. Þjóðerniö skiptir heldur ekki neinu máli i þessari kvikmynd, sem gerist aö miklu leyti i hugar- heimi deyjandi rithöfundar. Andrúmsloftið er óraunverulegt og hvorki bundiö ákveönum staö né tima. Handritiö sömdu þeir i sam- einingu Resnais og David Mercer sem er þekkt leikritaskáld og hef- ur einnig samið fræg kvikmynda- handrit, einsog t.d. Morgan, a Suitable Case for Treatment. Handritið aö Forsjóninni (Provi- dence) er frábærlega vel samiö, samtölin meinfyndin og hnitmiö- uö og persónusköpun meö mikl- um ágætum. Reyndar er Forsjón- in eitt af þessum listaverkum þar sem ekkert bregst: kvikmynda- takan, klippingin (Resnais var klippari i 15 ár áður en hann fór aö stjórna kvikmyndum) leikur- inn og tónlistin eftir Miklos Rosza — allt skapar þetta samsteypta heild. Sagan Aldraður rithöfundur, Clive Langham (leikinn af John Giel- gud) er á hvitvinsfyllerii á sveita- setrinu þar sem hann býr eintí meö þjónustufólki sinu og skemmtir sér viö að búa til sögu um sina nánustu. Hann er illa far- inn til heilsunnar og óttast dauð- ann, sem færist æ nær honum og kannski væri hægt að segja að dauðinn væri ein af aðalpersónum myndarinnar. Sagan sem hann býr til fjallar um syni hans tvo, sem leiknir eru af Dirk Bogarde og David Werner, og eiginkonu annars þeirra, en hún er leikin af Ellen Burstyn. Auk þeirra kemur viö sögu ástkona eiginmannsins, leikin af Elaine Stritch. Þessi ást- kona rennur mjög saman við látna eiginkonu rithöfundarins og virðist ekki vera til i raunveru- leikanum. Þessum persónum stjórnar gamli maöurinn einsog leikbrúöum og lætur þær m.a. gera ýmislegt sem þær heföu áreiðanlega aldrei gert af sjálfs- dáðum. Mörg atriöin i þessari sögu eru bráðfyndin og oft bregður Res- nais á leik meö þetta frásagnar- form einsog t.d. þegar hann lætur fótbóltakappa hlaupa inn og út um dyrnar á óliklegustu svefn- herbergjum eða skiptir um raddir i leikurunum. Dauðinn En Forsjónin er svo sannarlega engin gamanmynd þótt fyndnin sé eitt af einkennum hennar. Hugarheimur rithöfundarins sem er jafnframt leiksvið myndarinn- ar er óhugnanlegur og myrkur staöur þar sem dauöinn er alls- staöar yfirvofandi, þjáningarfull- ur og raunverulegur. Látna eigin- konan eða ástkona sonarins, er lika boöberi dauöans, i sögunni er hún að deyja úr krabbameini. Inn i myndina eru fléttaðar svip- myndir frá iþróttaleikvangi þar sem engir iþróttaleikir fara fram, heldur húkir fólk þar og biður og stundum koma hermenn og leiða fólk burt. Þaö fer ekki hjá þvi aö áhorfendum detti I hug leik- vangurinn i Chile, þótt ekkert bendi til þess aö veriö sé að tala beinlinis um hann Feig stétt önnur einkenni dauöans og hrörnunarinnar eru veggir sem springa, sprengingar, eldsvoöar, slys, lögreglusirenur osfrv. Þaö ereinsog heimurinn sé aö farast. Og þaö er ekki aöeins einkaheim- ur rithöfundarins sem er aö far- ast. t lokaatriðinu sem gerist I „raunveruieikanum” tala feögarnir um borgarastéttina. Annar þeirra segir, að borgari sé maður sem ekki skilur hug- myndafræöi nýs tima. En hinn svarar þvi til, aö borgarinn vilji ekki skilja þessa hugmyndafræði, vegna þess að hún beinist gegn þeim verðmætum sem honum séu helgust. Ot úr þessum texta er auðvelt að lesa þann boðskap að dauðinn ásæki ekki aöeins rithöf- undinn heldur þá stétt sem hann er fulltrúi fyrir. Sá óhugnaður sem fylgir þessum dauða hlýtur að gefa til kynna að samúð höf- undanna sé með þessari deyjandi stétt (sem þeir tilheyra sjálfir) og að nýi timinn veki þeim ótta. Að öllu samanlögðu held ég að óhætt sé að fullyrða að Forsjónin verði i framtiðinni talin með þeim myndum sem Resnais hefur gert bestar. Þeir kvikmyndaunnendur sem enn eiga eftir að sjá hana eru eindregið hvattir til að láta sig ekki vanta i Háskólabió á morg- un. 1. Málún, úti og inni 2. Járnsmiði 3. Hreinlætistæki og fylgihlutir útboðsgögn verða afhent á skrifstofu VB Mávahlið 4 gegn 20.000.- kr. skilatrygg- ingu. Tilboðin verða opnuð þann 15.október. Stjórn Verkamannabústaða. VISIS mmsmsm þau auglýstui VISi: „Hringt alls staðar fró” , /?£*>< I \ '°»n, ' !/«► ,lr'n. t*f*Jn*’ tvL* <* Bragi Sigurftsson: — Ég auglýsti allskonar tæki til Ijósmyndunar, og hefur gengið mjög vel að selja. Það var hringt bæði úr borginni og utan af landi.Éghef áöurauglýst i smáauglýsingum Visis, og alltaf fengiö fullt af fyrirspurnum. „Eftirspurn i heilo viku'' PáU Sigurösson : — Simhringingarnar hafa staöiöi heila viku frá þvi aö ég auglýsti vélhljóliö. Ég seldi þaö strax, og fékk ágætis vérö. Mér datt aldrei i hug aö viöbrögöin yröu svona góö. ,Vísisouglýsingar neegjo ' m Valgcir l'áisson: - Vi6 hjá Valþör sf. fðrum fvrst a6 auglýsa teppahreinsunina i lok júli sl. og fengum þá strax verkefni. Vi6 auglýsum eingöngu i Visi, og þa6 nægir fullkomlega til a6 halda okkur gangandi allan daginn. Jilboðið kom ó stundinni" Skarphéðinn Kinarsson: - Kg hef svo góöa reynslu af smáauglys ingum Visis aö mér datt ekki annaö i hug en aö auglýsa Citroeninn þar, og fékk tilboöá stundinni. Annars auglýsti ég bilinn áöur i sumar, og þá var alveg brjálæöislega spurt eftir honum, en ég varö aöhætta viöaö selja i bili Þaö er merkilegt hvaö máttur þessara auglýs- inga er mikill. Selja, kaupa, leigja, gefa, leita, finna......... þii gerír það i gegn um smáauglýsingar Visis VISIR Smáauglýsingasiminn ers86611

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.