Þjóðviljinn - 07.10.1979, Blaðsíða 15

Þjóðviljinn - 07.10.1979, Blaðsíða 15
Sunnudagur 7. október 1979 ÞJÓÐVILJINN — StÐA 15 Töframaðurinn frá Riga kveður sér hljóðs 36. .. Re2 + 37. Kf 1-Rc3 38. Hb2 Niöurstöður millisvæöamótsins I Riga (og jafnvel mótsins I Rio de Janeiro einnig) er ekki hægt aö túlka nema á einn veg. Hinir gömiu halda enn velli. Sigurveg- arar mótsins þeir Tal og Polugaj- evski tilheyra gömlu kynslóöinni og þeim veittist þaö heldur en ekki létt verk að krækja sér i far_ miöa i Áskorendakeppnina. Sigur Tal er einkar athyglisveröur. Þaö eru ekki mörg ár sföan aö flestir voru búnir að gefa „Töfra- manninn frá Riga” upp á bátinn en hann viröist hafa alveg sér- stakt lag á aö koma mönnum á óvart. Skákferill hans er löngu orðinn einstæður i sögu skákarinnar. Undir lok 5ta áratugsins 1957 — ’60, skalf skákheimurinn hrein- lega undir fótum hans. I einni svipan öölaöist hann öll metorö sem skákmaöur getur hugsaö sér og meö slikum glæsibrag aö ótrúlegt mátti kalla. Þegar Mik- hael Botvinnik játaöi ósigur sinn i einviginu um Heimsmeistaratit- ilinn árið 1960 hefði sá maöur veriö talinn geöveikur sem spáöi þeim ósköpum er dundu á Tal næstu lOárin.Áriö 1961 vannBot- vinnik titilinn aftur I einvigi þar sem Tal gekk ekki heill tilskógar. Ári siðar varö Tal aö hætta keppni i Askorendamótinu sem fram fór i Curacao i Karabiska hafinu, þegar sjö umferöir voru eftir. Hann var lagöur inn á sjúkrahús til uppskurðar vegna nýrnasjúkdóms sem fylgt hefur honum eins og skugginn aiit frá barnæsku. 1965 tapaöi Tal í ein- vigi um réttinn til aö skora á heimsmeistarann Petrosjan. Andstæöingur hans var Spasski. 1968 tapaði hann aftur — nú fyrir Kortsnoj — og sama ár sá Sovéska skáksambandið ekki ástæðu til aö velja hann til keppni á Olympiuskákmótið i Lugano i Sviss. Þegar Tal komst svo ekki á Millisvæöamótið i Palma De Mallorca 1970, töldu flestir daga hans talda. En upp úr þvi fór að rofa til. Frá og meö árinu 1972 tók hann aö vinna hvert skákmótið á fætur ööru og nú á siöasta ári má ljóst vera aö hann mun ekki ætla að gefa sinn hlut fyrir hverjum sem er i átökum komandi Heims- meistarakeppni. Sigrar á Skák- þingi Sovétrikjanna, taplaus sigur ásamt Karpov á sterkasta skákmóti frá upphafi vega i Mon- treal i Kanadaog nú yfirburöa sigur á millisvæöamótinu I Riga og enn taplaus. 11 sigrar og aöeins 6 jafntefli er sannarlega glæsileg frammistaöa, en um gengi Tal i Askorendakeppninni skal hafa sem fæst orb. Einhver sagði aö ef hann slyppi viö aö tefla við Kortsnoj yröi hann örugglega næsti áskorandi. Staðreyndin er nefnilega sú aö Kortsnoj hefur alveg einstakt tak á meistaranum, vinnur hann hreinlega nær alltaf þegar þeir mætast. Samkvæmt lauslegri samantekt minni þá er munurinn einhversstaöar um 10 vinningar Kortsnoj i hag. En þaö eru lika nokkur ár siöan þeir tefldu siöast og þótt ótrúlegt kunni að hljóma þá hefur still Tal breyst geypi- lega á þessum árum. Hann hefur um nokkurra ára skeiö verið einn dyggasti hjálparkokkur Karpovs og áhrif heimsmeistarans leyna sér ekki i dag. Að sjálfsögðu bregöur alltaf öðru hvoru fyrir gömlu töfrabrögbunum, en þau eru þó i hæfilegri blöndu meö markvissum strategiskum áætlunum. Dæmi frá millisvæða- mótinu: Hvftt: Michael Tal (Sovétr.) Svart: Oleg Romanishin (Sovétr.) Spænskur leikur. 1. e4-e5 2. Rf3-Rc6 3. Bb5-a6 4. Ba4-Rf6 5. 0-0-Be7 6. Hel-b5 7. Bb3-d6 8. C3-0-0 9. h3-Bb7 Blikkiðjan Ásgarði 7, Garðabæ Önnumst þakrennusmlði og uppsetningu — ennfremur hverskonar blikksmíöi. Gerum föst verðtilboð SIMI 53468 Tökum að okkur viðgerðir og nýsmiði á fasteignum. Smiðum eldhúsinnréttingar: einnig við- gerðir á eldri innréttingum. Gerum við leka vegna steypugalla. Verslið við ábyrga aðila TRÉSMIÐAVERKSTÆÐIÐ Bergstaðastræti 33, sími 41070. (Afbrigöi sem mikiö hefur verið i sviðsljósinu aö undanförnu. Romanishin beittiþvi m.a. I skák gegn Karpov á Spartakiööuleik- unum i sumar. Hann tapaöi um siðir eftir aö hafa haft öflugt frumkvæöi á tlmabili.) 10. d4-He8 13. Bc2-Rb8 11. Rbd2-Bf8 (Afkvæmiö er tvikynja! Ég sé ekki betur en aö Breyer-afbrigöið hafi einnig ruöst fram á sjónar- sviöiö.) 14. b4-Rbd7 15- Bb2 c5? (Hvitur var þess albúinn aö láta til skarar skriöa með framrásinni c3-c4, en svartur vill verða fyrri til meö aögeröir á miöboröinu og er það sennilega misráöiö. Traustara og betra var t.d. 15. — c6 og eftirláta hvitum aö marka stefnuna.) 16. bxc5-dxc5 17- dxe5-Rh5 (17. — Rxe5 var tæpast ráölegt. Eftir 18. Rxe5Hxe5 19. c4! He8 20. e5 er svartur I úlfakreppu. En nú er svartur peöi undir.) 18. c4 (Annars leikur svartur 18. — c4.) 18. .. Rf4 19. cxb5-axb5 20. a4! (Tryggir yfirráöin á hvitu reit- unum. C4-reiturinn rýmist fyrir riddarann og b3-reiturinn fyrir biskupinn. Merkilegt hvað skák getur stundum verið einföld.) 20. .. Db6 21. axb5-Had8? (Betra var tvimælalaust 21. — Dxb5 þó frumkvæöið sé eftir sem áöur kyrfilega I höndum hvits eftir t.d. 22. Hbl.) 22. Bc3-Dg6 (Skilyröin til aö taka b5-peöiö voru óllkt heppilegri i 21. leik þvi eftir 22. — Dxb5 23. Ba4 Db6 (23. — Dd3 24. He3.) 24. Rc4 er svarta staðan hryggileg sjón — vægast sagt.) 23. Rh4-Dg5 24. Dg4! (Þaö fer hvitum náttúrlega best aö ávaxta sitt pund i endatafli. Úrvinnslan er nú vart annaö en tæknilegt atriöi og tæpast verj- andi aö eyöa skýringum á fram- haldiö. Entakiö eftirhversu hratt og örugglega Tal „keyrir” vinn- inginn i land.) 24. .. Dxg4 25. hxg4-Rxe5 26. Ha7-Bc8 (Hótun: 29. Ba4) 27. Bb3!-Hd7 28. b6! 28. .. Hb7 32. bxa7-Hxa7 29. Bxe5-Hxe5 33. Rxc8-Hc7 30. Rc4-Hee7 34. Rb6-Hb7 31. Rd6 !-Hxa7 35. Hbl-c4 (Eða 35. o.s.frv.) Hxb6 36. Bxf7+ og svartur gafst upp. Lev Polugajevski ávann sér sæti i Áskorendakeppninni i þriöja sinn I röð. Arangur hans kemur þvi ekki á óvart. I fljótu bragði viröist Polu ekki eiga mikla möguleika I Askorenda- keppninni. 1974 tapaöi hann fyrir Karpov 2 1/2 : 5 1/2, 1977 vann hann Mecking 6 1/2:5 1/2 og tapaði sama ár 4 1/2:8 1/2 fyrir Kortsnoj. Einum of háar tölur skyldi maður ætla. Og svo maöur haldi áfram, þá er þaö hald manna að taugakerfi Poluga- jevskis þoli ekki slikt feiknaálag sem Askorendakeppninni er sam- fara. Þá er rööin komin aö Ungverj- unum. Þeir Ribli og Adorjan deildu meö sér 3ja sætinu og þurfa þvi að heyja einvigi um sæti meðal hinna 8 útvöldu. A papp- irnum er Ribli óneitanlega sterk- ari. Hann hefur undanfarin ár veriðfastur 2. borös maður Ung- verja (á eftir Portisch) og virðist alltaf vera að bæta sig. Þá má benda á að heilsa Adorjans er ekki upp á það besta. Hann ku vera magaveikur auk þess sem nokkrir aðrir kvillar hrjá hann. Á skákmótinu i Munchen siðastliöinn vetur féll hann i yfirlið i miöri skák gegn Robatch. Þegar hann raknaöi viö hélt hann þó taflmennsku áfram eins og ekkert heföi i skorist. Framgangur Ungverja á skák- sviöinu veröur nú glæsilegri meö hverju árinu sem liður. Er þar skemmst aö minnast sigurs þeirra á ólympiuskákmótinu i Buenos Aires. Allt skáklif þar i landi er mjög vel skipulagt. U.þ.b. 30 skákmenn eru á launum hjá rlkinu þó starfsheiti þeirra komi mörgum spánskt fyrir sjónir. T.a.m. eru Ribli og Adorj- an báöir titlaöir járnbrautar- starfsmenn! Samvinna sterkustu skákmanna Ungverja er löngu þekkt og hópar stórmeistara taka aö sér aö rannsaka byrjanir, endatöfl og allt annað sem viökemur skákinni. Þegar menn hafa svo boriö saman bækur sinar má fá ansi nákvæma niðurstööu. Þaöfer altént ekki á milli mála aö stjórnandi svarta liösins i eftir- farandi skák er maöur sem kann sitt fag. Millisvæðamótið i Riga: 2, umferð. Hvitt: Slim Bouaziz (Túnis) Svart: Zoltan Ribli (Ungv.land) Sikileyjarvörn 1. e+c5 7. 0-0-Be7 2. Rf3-d6 8. Í4-0-0 3. d4-cxd4 9. Khl-Dc7 4. Rxd4-Rf6 io. a4-Rc6 5. Rc3-a6 n Rb3 6. Be2-e6 („Þannig tefldu menn iðulega á árunum fyrir seinni heimsstyrj- öldina en nú þykir þetta ekki mjög visindaleg taflmennska”, segir Larsen i skýringum sinum við þessa skák. Gæfulegra þykir aö biöa t.d. meö Be3. Eftir 11. — Bd7 er hægt að leika 12. Rb3. Biskupinn á c8 á nefnilega heima á b7-reitnum!) 11. .. b6 13. Del-Hac8 12. Bf3-Bb7 14. Be3-Hfe8! (Góöur leikur.E-linan á það til aö opnast i stööum sem þessum.) 15. Hcl-Rd7 16. g4? (Ekkert nema veiking á eigin kóngsstööu. Hvitur varö aö biöa átekta og reyna aö halda sér fast). 16. .. Ra5! (Þekktur leikur á þekktum stööum. Veikinginá peöastööunni á drottningarvængnum er óveru- leg miöaö viö hversu mjög svört- um eykst rými til athafna.) 17. Rxa5-bxa5 19. b3-Db8! 18. Bd2-Rc5 (Hárfinn leikur. Drottningin er á leið til a8 þar sem hún eykur þrýstinginn á peðamiöborð hvits. Þaö er vart hægt aö finna raun- hæfa áætlun fyrir hvitan i þessari stöðu. Hann er liklega þegar kominn meö strategiskt tapaö tafl.) 20. De2-Da8 22. exd5 21. g5-d5! (Eöa 22. e5-Re4 og hvitur er illa beygöur. Hann á t.a.m. undir högg aö sækja eftir c-linunni.) 22. .. exd5 24. Rbl-Rxd2 23. Dg2-Re4 25. Dxd2 (Eða 25. Rxd2 Ba3! o.s.frv.) 25. .. Bb4 26. c3 am^m km 1P ■ ’ ■ wm n 111 «H wm. a ; WIJ±i 26. .. d4 ! (Afgerandi.) 27. cxb4-Bxf3+ 31. Rxd2-Dcl + 28. Kgl-He2 32. Rfl-axb4 29. Hxf3-Hxd2 33. Kg2-Dc2 + 30. Hxc8+-Dxc8 34. Kg3-Kf8 — og hvitur gafst upp, enda frekari barátta gjörsamlega von- laus. Ribli átti afmæli sama dag og þessi skák varö tefld. Hann heföi vart getaö óskaö sér betri af- mælisgjafar. Sé annars fariö út I þá sálma þá eru til ýmsar kynd- ugar sögur um gjafir þær sem skákgyðjan, Caissa, hefur útdeilt á afmælisdegi hinna ýmsu skák- manna. 1 mörgum tilvikum hefur hún veriö afar rausnarleg, i öðrum litt. Þannig eru menn sammála um aö sú allra nötur- legasta hafi komið til handa Tigran Petrosjan þegar hann hélt upp á 40 ára afmæli sitt þann 17. júni 1969, meö þvi aö sættast á jafntefli i 23. einvigisskákinni viö Boris Spasski og tapa um leiö heimsmeistaratitlinum sem hann hafði haldiö 6 undangengin ár. Svona til aö klykkja út f þessum þætti ætla ég að bregöa mér I gervi spámannsins: 1 Áskorenda- keppninni á næsta ári taka þátt þessir skákmenn: Tal, Poluga- jevski, Ribli, Kortsnoj, Spasski, Petrosjan, Portisch og HObner. Engum held ég þó auönist tit- ilinn aö hreppa nema ef vera skyldi Viktor Kortsnoj — og þá eftir löng og ströng málaferli... 36. Rxc4 (En ekki 36. Bxc4?? Bc5 og svart- ur vinnur manninn til baka.) &&& Sáluhjálp í viólögum Ný þjónusta — Simaþjónusta frá kl. 17-23 alla daga vikunnar. SIMI 81515 Þjáist þú af áfengis- vandamáli? Er áfengisvandamál einhvers náins' aö eyðaleggja þitt lif? Hrinndu - og ræddu málið SAMTÖK AHUGAFÓLKS UM ÁFENGISVANDAMÁLIÐ

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.