Þjóðviljinn - 07.10.1979, Blaðsíða 19

Þjóðviljinn - 07.10.1979, Blaðsíða 19
Sunnudagur 7. október 1979 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 19 Dæmi um svibsmynd Jacques Saulni „Forsjóninni”. er I mánudagsmynd Háskólabiós, Háskólabíó (mánudagsmynd): Forsjónin Næsta mánudagsmynd Háskólabíós veröur franska myndin FORSJÓNIN (Providence) sem Alain Resnais gerBi 1977. Hún fjallar um aldurs- hniginn rithöfund aB nafni Clive Langham sem þiáist af sársaukafullum sjúkdómi og á í harBri bar- áttu viB dauBann. Til aB flýja frá sársaukanum og drepa timann sviBsetur hann i huga sér ýmis atvik þar sem börn hans skipa stórt hlutverk. Sem dæmi um uppbyggingu myndarinnar þá imyndar rithöf- undurinn sér i einu atriöanna son sinn Claud, sem er lögfræBingur aB mennt, flytja mál á hendur her- manni semáttiaB hafa drepiB gamlan mann. SiBar kemur þessi sami hermaBur i heimsókn til konu Claud.semreyniraBnotfærasérheimsóknina til aB ögra eiginmanni sinum. Allir draumar eBa imynd- anir rithöfundarins eru i þessum dúr og þaB er ekki fyrr en I lok myndarinnar aB greiBast fer úr flækj- unni. Þá á Langham 78 ára afmæli og býBur öllum vinum og kunningjum til veislu á landareign sinni. Þar leysast málin og þegar gestirnir hverfa á brott er hann einn eftir, umvafinn hugsunum sinum en þó búinn aö öölast sálarró. Leikstjórinn Alain Resnais er 57 ára gamall frakki og hefur veriB talinn i hóp virtustu leikstjóra heims. A sinum yngri árum gerBi hann mikinn fjölda stuttramynda og heimildarmynda en þaB var ekki fyrr en 1959 aö hann kom meö sina fyrstu mynd ifuUrilengd.Þaö varHiroshima Mon Amour og afl- aöi hún honum alþjóBlegrar viöurkenningar og er enn idag talinn þekktasta mynd hans. SIBan komu myndir ein og Last Year At Marienbad (1961), Muriel (1963) og Je T’Aime, Je T’Aime (1968). Resanis er vandvirkur leikstjóri og yfirleitt lIBur langur timi milli mynda hans. Þvi var beBiö meB ó- þreyju eftir FORSJONINNI og er almennt mál manna aö sú biB hafi borgaö sig. Margt þekktra leikara fer meB stór hlutverk I myndinni. Má þar nefna John Gielgud i hlutverki rithöfundarins og DirkBogarde og EUen Burstyn I hlutverki sonar hans og tengdadóttur. David Warn- er leikur hermanninn. Tónlistin er samin og stjórn- aö af Miklos Rtasa og flutt af National Phil- harmonic Orchestra^ Tónabíó: Sjómenn á rúmstokknum Danir hafa sem kunnugt er afskaplega gaman af aö gantast á rúmstokkum. Nú eru þaB sjómenn, sem koma viB sögu. Um þessamynder Irauninni ekkert aö segja, hún er hvorki betri né verri en aörar „gáskafullar og djarfar danskar rúmstokksmyndir” sem fram- leiddareruáfæribandihjáPalladium. Ung súlka er rekin lir vinnu fyrir aö bregöast illa viö þegar yfir- maöur hennar káfar á henni. Hún er I miklu upp- námi yfir þessu, einsog gefur aö skilja, og gripur til þess ráös (?) aB sofa hjá s jómanni, sem hún hittir á förnum vegi. SjómaBurinn lendir á sjúkrahúsi eftir ástarfundinn, og þá tekur stelpan viB starfi hans á skipinu, dulbúin sem karlmaöur. SiBan upphefjast miklar ástarflækjur, misskilningur og fleira skemmtilegt, þangaö tá allt fellur i ljúfa löö, „ástin ogsiögæöiö sigra um siöir” einsog segir i sýningar- skránni. Nýja bíó: Fyrirboðinn II ■'■■■■■■ i ■ ww u í résa Með bestu óskum AlþýBublaöiö vonar aö þaB sé ar&bær fjárfesting hjá rikinu aö kosta alla þessa stjóra til utan- landsferöa. Aö þeir njóti vistar- innar erlendis og komi endur- nærBir heim. AlþýöublaBiB Hrútleiðinlegt Hvenær ætla starfsmenn sjón- varpsins aö venja sig af þvi aö plaga þjóöina meB jafn hrút- leiöinlegum gripasýningum og umræöuþátturinn i sjónvarpssal um landbúnaöarmál á þriöju- dagskvöldiö? Ahorfendur heföu áreiöanlega fremur kosiö aö fá ekta hrútasýningu á skjáinn. Þaö er þó altént líf og fjör Lkringum hrútana, allavégaum fengitimann. Og enginn barlómur. Alþýðublaðið Yfirlýsing Þá kunni ég betur viö staöinn er hægt var aö ganga milli hæöa, Bandarisk frá 1978 Leikstjóri Don Taylor Sonur Kölska heldur áfram djöflalátum sinum i beinu áframhaldi af fyrri FyrirboBa. Ekki leggur hann þó miklar nýjungar til málanna enda flest af óþokkapörum piltsins upptaliö i fyrri mynd. Menn deyja þó I myndinni á hugvitlegan hátt, enda greind myrkrahöföingjans aö baki. Fyrir þá sem enn hafa gaman af djöfladýrkun og satanisma gæti þessi mynd eflaust kiltaB taugar þeirra. En hún er ekkert nýtt innlegg I sinni grein... Háskólabíó: Árás á lögreglustöð 13 (Assault on Precinct 13) Bandarisk frá 1976 Leikstjóri John Carpenter. Þessi mynder gerö undir talsveröum áhrifum frá Alfreö gamla Hitchcock. 1 henni segir frá átökum sem veröa þegar borgarskæruliBar ráöast á lög- reglustöö og lögreglumenn og fangar taka hraust- lega á móti. Þetta er önnur mynd leikstjórans Carpenters. Hún er gerö af nokkrum vanefnum, og er þaö ekki sagt henni til lasts, þvertá móti. Myndin er nokkuB vel gerö, einkum hvaB varöar kvikmyndatöku og klippingu. Carpenterhefur einnig séö um tónlistina I myndina. Þegar á allt er litiö tekst honum aB skapa spennu i anda meistara Hitchcocks. Laugarásbió: Skipakóngurinn Bandarlsk frá 1978 Leikstjóri J. Lee Thompson Anthony Quinn er aö veröa sérfræöingur I aö leika fræga Grikki. ABur hefur hann gert Zorba aö ó- geymanlegri persónu (reyndar aldrei komist al- mennilega úr þvi hlutverki) og nú reynir hann aö gera hiö sama viB Onassis sáluga. Hinsvegar er Ari gamli kannski ekki fulleins merkilegur, alla vega veröur útkoman slæm. Jacquline Bisset sem er ágætis leikkona verBur ekki heldur sannfærandi sem nafna hennar Kennedy — siöar Onassis. Slikar tilraunir til aö gera samtiöarpersónur aö kvik- myndapersónum eru yfirleitt dæmdar til aB mis- lukkast — sérstaklega þegar fjallaö er um samruna efstu nafna yfirstéttarinnar eins og ofangetnar persónur. I hæsta lagi verBur útkoman flugelda- sýning á borB viB daöur vikupressunnar. Regnboginn: Sjónvarpsdella Myndin á aö gerast 1985, málssókn er hafin á hendur sjónvaröstöövar, sem haft hefur slik áhrif á fólk, aö það er hætt að mæta til vinnu til að missa ekki af dagskránni. Við fáum að fylgjast með einni slikri dagskrá, sem varir frá þvi eldsnemma á morgnana til seint á kvöldi. Myndin er farsakennd ádeila á þá lágmenningu og þaÐ auglýsingaskrum sem sjónvarpinu er ætlað aö bera á borB fyrir neyt- endur. ■■■■■■■■■■■■■■■■■ hitta fólk og heimsækja samloku- barinn sem mikill missir er aö. Ég hef heyrt á mörgum að óá- nægja riki meöal gesta staðarins á þessari breytingu og margir fastagestir óðals fari nú frekar i Hollywood. ÞaB ætla ég lika hér meö að gera. Dagblaðið U mhverf isvandamá lin v leyst Gervigras á Laugardalsvöll. Fyrirsögn I Tfmanum Orð í tima töiuð Fólk lætur blekkjast i Frihöfn- inni. Fyrirsögn I Dagblaðinu Þörf áminning Vatnsveita Reykjavikur vill, aö gegnu tilefni, benda á að öllum öörum en Slökkviliöi Reykjavikur viö skyldustörf og starfsmönnum vatnsveitunnar er stranglega bannaöaö taka vatnúrbrunahön- um. Auglýsing I blöðunum. visna- mál % Umsjón: Adolf J. Petersen Fornu reynast kynnin kær í siöustu Visnamálum var sagt frá ferB sem félagar i KvæÐamannafélaginu IBunni fóru til Hveravalla þann 26. júli 1969, og endaöi þátturinn þá, þegar fariB var um Skógarhóla og komiö upp fyrir Sandá. Hér veröur feröasögunni haldiB áfram og hún hafin þegar komiö var á Bláfellsháls; þar varnumiöstaöar viB stóru vörö- una, fólkiö fór út úr bilunum til aö gera skyldu sina viö hollvætti heiöarinnar og lét hver þrjá steina i vörBuna. Adolf kvaö: Fjallahreimur fyllir sál, fögnuð heima vandar. Heiðin geymir huldumál, hljóðir sveima andar. Viö Hvitárbrúna gömlu uröu allir aö fara úr bilunum og ganga yfir brúna; á meöan rigndi meira en nokkru sinni fyrr. Magnús Jónsson frá Barði sem þekkir vel islenska náttúru og veit aö hún getur oröiö æriö gustmikil, en lika ljúf, kvaB kjark I alla: Við höfum fengið skilrnarskúr úr skýjaruðning hranna, er skemmir ekki skemmtitúr skálda og listamanna. öllu þvi er guö oss gaf gjarna» yfir vökum. Vatnið hriynur ætlð af andans vængjatökum. EkiB var inn Tjaldanes og Svartártorfur; eitthvaö hefur rofaö til, eöa svo fannst Ingþór Sigurbjörnssyni; hann kvaö: Teigir skaut i himin heiöan heimur fjalla brattur skln íaðminn opnar bjartan brei,'an. biýður gestum heim til sin. Jóhannes Jónsson frá Aspar- vik sá gróðurinn i Svartártorf- um og undi honum vel og sagöi: Blllinn veginn áfram ekur allt er hér I kyrrð og ró. Auðnin hverfur, yndi verkur ofurlitil mosató. Viö skála Fer&afélagsins i Hvitárnesi var viöstaöan stutt, Adolf sem var kynnir í feröinni sagöi frá þvi sem markveröast var aö sjá og heyra, meöal ann- ars þvi aö menn hafi þóst verða varir par viö ioftanda i skálan- um sem sæktist eftir aö komast i rúm til manna af hvoru kyni sem var, og bætti viö: Hér er inni ekkert spaug eftir að húma tekur, þar kynnast menn við kynja- draug sem kynúðina verkur. Þegar haldiö var frá skálan- um var rigningunni aö slota svo Andrés Valberg kvað: Aðan flæddi allt I kaf, er það vert að muna, viö höfum kveðið okkur af alla rigninguna. Þetta varö orö aö sönnu; þaö hætti aö rigna en þokan rikti eftir, þó meö nokkrum rofum. Liklega hefur Ólafur Þorkelsson séö til sólar, þvi hann sagði: Meðan ég hef sólar sýn og seytla óöar góðir, alitaf ber ég ást til þin tsland fóstra og móðir. Brátt var ekiö inná Kjöl eftir aöalveginum og Adolf kynnir leiöina: Nú er ekiö inná Kjöl, er þar vegur greiður, hann er eins og hefluð fjöl hlykkjóttur og breiöur. Lágskýjaö var og þokuioft; á Fjóröungsöldu var numiö staöar, fólkið steig úr úr bilun- um, þá var skyggni orðiö allgott svo að vel sást til hins viöfeðma fjallahrings. Fagurt er á fjöllunum núna, er haft eftir Höllu Jónsdóttur, og það hefur fleirúm fundist. Ekki tók langan tima aö kom- ast siöasta áfangann og ná settu marki aö komast til Hvera- valla, farangur var tekinn úr bilunum og tjöld reist, þeirra á meöal stórt tjald sem Kvæöa- mannafélagiö á og er kallað baöstofan; um hana haföi Adolf þetta að segja: Baðstofan er bursta-há, en brestur skör og þilin, þó vanti ljóra og vindskeið á veitir hún skjól og ylinn. Griöiö var til hitunartækja, flestir hitu&u vatn i te e&a kaffi, engir höföu leitaö á vit bakkus- ar, en þó;Þórhildur Sveinsdóttir sá Ingþór Sigurbjörnsson sem er bindindismaður, vera eitt- hvað að pukrast meö ilát og vökva I; hún sag&i: Ingþór ljóöin lipru kvað, leysti margan vanda. En nú er farið nett I það nú er hann að blanda. Aö likindum hefur þaö bara veriö vatn I kaffi sem Ingþór var meö; en að þvi neyttu mun honum hafa runnið i brjóst við kaffiilminn, þvi Þórhildur bætti viö: Friður rikir, fjörið dofnar, faldar ævi-vefurinn. Andinn vakir, Ingþór sofnar, ilmar kaffi-þefurinn. Meö I feröinni voru tvær ljós- mæöur vel hagmæltar, en létu litiö á þvi bera, en Magnús Jónsson frá Baröi taldi rétt aö reyna að glæöa anda þeirra og sagö;: Eg hef fregnað að hér væru yfirsetukonur tvær; yrkja kanski að þær færu ef viö bara vermum þær. Ymsir héldu aö Magnús heföi fengiö ofurlitinn ástarsting i hjartað, svo Adolf kvaö: Þegar „ljósan” ljós á brá leit ’ann hýrum augum, ósköp varð hann eitthvað þá óstyrkur á taugum. Eftir dálitla stund þóttist Adolf sjá hvaö var aö gerast hjá Magnúsi og bætti við: Nú er Magnús alveg orðinn ástfanginn i „ljósunum”, hefur bláeyg hringaskorðin honum fórnað rósunum. Svo kom aö þvi aö ljós- mæöurnar buöu Magnúsi aö koma i tjaldiö til sin og drekka kaffisopa. Adolf fannst fara vel á þvi og sagöi: Gæfan leggur eleði lið, geislar eggjun tðfravaldsins. Astir beggja unir við innan veggja sumartjaldsins. Sagt hefur veriö aö reimt sé á Hveravöllum, myrkraliö setji hroll að sumum en komi hárum til aö risa á ö&rum; þvi þótti Ing- þór Sigurbjörnssyni ráölegra að ákalla herrann á hæðum, áöur en hann gengi til náöa og kvaö: Þegar allt er orðiö hijótt og á bæn vér föllum, gef oss öllum góða nótt guð á Hveravöllum. Átrúnaöurinn I þessu tilfélli er ekki ætiö sá sami hjá öllum Adolf haföi þetta aö segja: Þegar ég leggst á værðar ver vættur drauma lýsir, alltaf vaka yfir mér álfar, tröll og disir.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.