Þjóðviljinn - 07.10.1979, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 07.10.1979, Blaðsíða 8
8 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 7. október 1979 Nú í vikunni hefur Þjóðviljinn birt frétta- pistla ágæta, sem Stefán Jón Hafstein hefur tekið saman fyrir útvarp. Þeir eru, eins og lesendur vita, byggðirá skjölum breska utanríkisráðuneytisins frá árunum 1945-48, ein- mitt þeim tíma þegar af- drifaríkir hlutir gerðust í herstöðvamálum. Ef til vill má segja sem svo, að það sé ekki margt nýtt í þessum pistlum, enda mundi höfundur þeirra ekki vilja kalla þá könnun eða rannsókn; hann blátt áfram segir frá nokkrum fróðlegum hlutum sem við blasa þegar fyrrgreindum skjölum er flett, og það gefst ekki kostur á því að leita samanburðar við aðrar heimildir — og þá einkum bandarískar og lernaðarhags munir og sjálfstæði íslands Annálar fláttskapar og vesælmennsku íslenskar. Heildarmyndin af viðleitni breskra og bandarískra sendimanna á íslandi á ofangreindum árum er mjög svipuð þeirri sem menn gátu les- ið í samantekt Þórs Whiteheads um Lýðveldi og herstöðvar, sem birt- ist i Skírni 1976, en Þór var að því leyti lukk- unnar pamfíll, að hann fékk fyrstur manna að gægjast í gögn sem áður voru niður læst og munu sum enn óaðgengileg. Hvernig var farið að? Sendimenn þessir leggja hart að forystumönnum islenskra borgaraflokka að samþykkja bandariskar herstöðvar (i út- varpspistlunum kemur reyndar litið fram um séráhugamál Breta i þessu efni). Aðalaöferð- in er sú að skirskota til við- skiptahagsmuna Islendinga og ótta islenskra stjórnmála- manna við markaðsörðugleika. Þar að auki var eftir föngum reynt að skirskota til kommúnistahræðslu, en hún virðist samt ekki oröin verulega virk til áhrifa á þeim tima sem um ræðir. A tslandi er staöan hinsvegar þannig að helstur valdamaður landsins, ólafur Thors, er teygður á milli þess ótta við markaðserfiðleika sem segir honum að gera sig blfðan við Bandarikjamenn og áhuga hans á þvi aö halda saman þeirri Nýsköpunarstjórn sem hann veitti forystu — blátt á- frarh vegna þess að hann treysti sér ekki til að stjórna landinu i blóra við sósialista og verka- lýöshreyfinguna. Og af þvi hann vissi aö hann gat ekki bæöi veitt Bandarikjamönnum herstöðvar og haldið sósialistum i stjórn, þá reynir hann að fá vini sina engilsaxneska til að fresta her- stöðvamálum sem mest — og þegar honum tekst það ekki lengur, þá reynir hann aö sleþpa með dulbúna herstöð eins og þá sem Keflavikursamningurinn 1946 fjallaði um. Um leið gerist sá ömurlegi skopleikur, að „bestu vinir Bandarikja- manna”, menn eins og Vil- hjálmur Þór og Jónas frá Hriflu, liggja i sendiherrum hinna engilsaxnesku stórvelda með klögumálum um að hinir ýmsu islensku stjórnmálamenn. og þá einkum Ólafur Thors, séu tvöfaldir i roðinu og sitji á svik- ráðum við sjálfan Sám frænda. Fleiri gögn Þessi heildarmynd er sem- sagt nokkuð hin sama og i Skirnisúttektinni. En hvoru- tveggja minnir óþyrmilega á það, hvilik nauðsyn það er að halda áfram að safna gögnum um það sem gerðist á hinu af- drifarfka timabili frá þvi i striðslok og allt þar til herinn bandariski kom aftur ódulbúinn árið 1951. Enn eru margar eyður ófylltar. Ekki aðeins vegna þess að við höfum hingað til oröið að láta okkur nægja endursögn og frásögn af mörgum fróölegum samtölum og umræðum, heldur lika vegna þess aö okkur vantar margt til samanburðar og þá einkum islenskar heimildir. Þar með þyrftu að koma á dagskrá skýr ákvæði um það hvenær og með hvaða hætti skjöl islenska utanrikisráðuneytisins verða aðgengileg öllum þeim sem um þessi mál vilja fjalla. Agæt staðfesting Heimildir þessara ára eru i mjög mörgum greinum prýði- Iegt vopnabúr fyrir herstöðva- andstæðinga. Eins og menn vita er Þór Whitehead, sá maður sem i flest leyniskjöl timabilsins hefur rýnt til þessa, sjálfur fylli- lega samþykkur þeirri þróun, þvi vali, sem leiðir til inngöngu i Atlanshafsbandalagið og her- komunnar 1951. Þeim mun skemmtilegra var það, að geinargerðir hans hafa i reynd orðið ágæt staðfesting á mjög mörgu af þvi sem andstæöingar þessarar þróunar hafa haft á lofti allar götur frá þvi aö slagur stóð um Keflavikursamninginn 1946. Þar er mjög rækilega staö- fest, að Keflavikursamningur- inn var aldrei hugsaður sem bráðabirgðasamningur, heldur var hann liður i áformum sem urðu til á striðsárunum um að innlima Island um aldur og ævi inn i hernaðarkerfi Bandarikj- anna. Þar er staðfest, að allt tal um völlinn sem miðstöð fyrir flutninga til V-Þýskalands var fyrirsláttur — hugsunin að baki varað tryggja „atómstöð” fyrir langdrægar sprengjuflugvélar á leiö til Sovétrikjanna og Austur- Evrópu. Margtfleira má nefna i þessa veru. 1 öðrum útvarps- pistli Stefáns Jón er að finna ivitnun þar sem breskur sendiherra staðfestir þann skripaleik sem hafður var i frammi til að blekkja islenskt almenningsálit, sem árið 1946 mátti helst ekki heyra her- stöövar og hermenn nefnda — en það sjónarspil var mjög rækilega afhjúpað á sinum tima hér i þessu blaði. Sendiherrann segir: „Attunda april 1947 voru siö- ustu bandarisku hermennirnir farnir —- eða höfðu skipt um og klæðst borgaralegum fötum til að vinna fyrir bandariska flug- félagið American Overseas Airlines”. Óttinn um markaðina Sem fyrr segir er það rauður þráður i þeim glefsum úr sendi- herraskýrslum sem við höfum fengið að heyra, að þeir telja einna vænlegast að þjarma að islenskum stjórnmálaforingjum með þvi að spila á ótta þeirra við sölutregðu á fiski. Dreyfus hinn bandariski telur að væn- legast sé að freista íslendinga meö fiskkaupum. Bretar eru mjög á sömu slóðum. Shepherd hinn breski telur t.d. að hags- munir breskra togaramanna eigi að vikja fyrir fiskkaupum frá íslandi, sem að sinu leyti eigi að púkka undir vestræna * sunnudagspistíll hernaðarhagsmuni. Eftirmaður hans, Baxter, reynir eftir bestu getu að sannfæra íslendinga um að möguleikar á þvi að selja fisk fari jafnt og þétt þverrandi — en þvi megi þó reyna að bjarga við, og er þá að sjálf- sögðu látið að þvi liggja i leið- inni aö eitthvað verði Bretar og Bandarikjamenn þá að fá fyrir sinn snúö. Laumuaronskan Þrennt er forvitnilegt i þessu sambandi. t fyrsta lagi: það verður ekki betur séð en islenskir áhrifamenn hafi látið þennan ótta við markaðsörðug- leika hafa veruleg áhrif á sig þegar þeir drógust inn á her- stöðvastefnu þrátt fyrir mjög útbreidda andstööu gegn henni meðal almennings. I ööru lagi: enda þótt viðskiptahagsmunir hafi reynst mjög þungir á vogar skálinni, voru þeir lengst af lygilega sjaldan nefndir i um- ræðu um herstöðva- og sjálf- stæðismál. Og eru þeir þó sá áhrifaþáttur sem mest áhrif hefur, þegar til lengdar lætur, haft á það sem kallaö er hernám hugarfarsins: i vitund mikils fjölda manna eru herstöðvar fyrst og fremst einskonar bak- trygging, einskonar aukaloðnu- stofn aö gera út á ef i harðbakka slær (þessa afstöðu má vel kalla Laumuaronsku og er hún sýnu verri en hin opinskáa aronska). Og — vel á minnst — enda þótt mikill fjöldi manna hugsi á þennan veg, gæta flestir þess að hafa um þann þanka sem fæst orð, a.m.k. opinberlega. 1 þriöja lagi sést vel af þeim áhyggjum sem sendiherrar hafa af afurðasölu Islendinga til Sovétrikjanna og annarra rikja i Austur-Evrópu, að þótt sumum kunni undarlegt að finnast, þá hafa þau viðskipti öðru hvoru verið drjúg trygging gegn þvi að Island væri gjörsamlega háð dúttlungum bandariskra og breskra stjórnvalda (og þá einnig i landhelgismálum eins Eftir Árna Bergmann og siðar kom á daginn). Að sjálfsögðu eru Islendingar háðir stærstu viðskiptaaðilum sinum, en sjálfstæði sitt geta þeir helst tryggt með þvi að dreifa þvi „ó- sjálfstæði”. Inn á gafl Útvarpspistlarnir voru ekki sist þarfir vegna þess, að eitt er fræðileg frásögn i ekki mjög út- breiddu timariti, eins og Skirni, annað að færa almenningi heim i útvarpi nokkrar upplýsingar um það hvernig stórveldi fara að þegar þau þurfa að brjóta undir sig smáriki — án þess að skjóta af fallstykkjum. Kannski þarf engum sem eitthvað hefur gluggað i samtimasögu að koma á óvart hvernig sendimenn stórvelda veifa gulrót efnahags- legrar velvildar um leið og spanskreyr efnahagslegra hefndaraögerða dillar sér fyrir aftan bak þeirra. En mönnum bregður eðlilega við þegar þeir heyra um islenska áhrifamenn. og framgöngu þeirra i þessum leik. Ömurlegt Þvi sannarlega er það ömur- legur þáttur útvarpspistlanna sem að þeim lýtur og um margt sýnu ömurlegri en það sem Þór Whitehead hefur látið frá sér fara. Við sjáum Vilhjálm Þór brosa út að miklum eyrum við skjall sendiherra, sem hefur heyrt að Vilhjálmur sé reiðubú- inn til að kljúfa Framsóknar- flokkinn i þágu Bandarikjanna og kallar hann i staðinn „föður- landsvin og stjórnvitring”. Við sjáum Ólaf Thors á ráfi milli sendiráða, biðjandi um að Bandarikjamenn hernemi land- ið áfram upp á eigin spýtur, til að hann þurfi ekki að taka á- kvarðanir sem kosta hann at- kvæði. Við sjáum hann kvarta yfir samráðherrum sinum, sem vilja fá skýr svör og tiunda fyrir sendimanni áleitins stórveldis hnútukast og orðaskipti önnur á fundum fyrstu eiginlegrar stjórnar islensks lýðveldis. Við sjáum Bjarna Benediktsson, ný orðinn ráðherra i fyrsta sinn, brugga ráð með þessum sömu sendiherrum um það, hvernig hægt sé að fá tslend- inga til að sætta sig við lægri laun og koma i veg fyrir að verkföll beri árangur. Aö þvi ó- gleymdu, að allt frá upphafi lýð- veldis hafa þessir og aörir for- ystumenn islenskra borgara- flokka talið það sjálfsagt sam- ráðsefnisitt og sendiherra vest- rænna stórvelda aö útiloka stór- an islenskan flokk, sósialista og bandamenn þeirra, frá áhrifum á stjórn landsins. Það virðist hafa tekið lygilega stuttan tima fyrir þessa forystu- menn að venjast þvi að flytja á- kvarðanir um islensk stjórn- mál, um islenskt sjálfstæði, út fyrir landhelgi með þessum og þvilikum hætti.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.