Þjóðviljinn - 07.10.1979, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 07.10.1979, Blaðsíða 7
Sunnudagur 7. október 1979 ÞJóÐVILJINN — StÐA 7 * mér datt það í hug Guðlaugur Arason skrifar Bréf til Fríðu Komdu margblessuö i bak og fyrir min elskulega vinkona. Ég þakka þér kærlega bréfiö sem þú skrifaöir mér á dögunum. Ég veltist um her- bergisgólfiö af hlátri þegar þú sagöir mér frá rabbabaranum meö kirsuberjabragöinu. Ég þarf endilega að fá hjá þér afleggjara viö tækifæri. En satt aö segja þá finnst mér aö þú ættir að senda Þjóöviljanum þau bréf sem þú skrifar mér og láta af þvi sem þú kallar „feimni viö aö sjá sjálfa þig á prenti.” Ingó heldur þvi statt og stööugt fram aö lesendur „málgagns socialisma, verka- lýðs og þjóöfrelsis” eigi heimtingu á þvi aö kynnast þér obbolitiö. Ég biö þig aö hugleiöa það. Slæmt þótti mér aö heyra af hrakförum bónda þins i gaungunum. Þótt ég sé ekki hrossamaður, hef ég alltaf haft litla tiltrú á þessu trippi ykkar og fundist þaö vera til alls liklegt, jafnvel aö henda hús- bónda sinum af baki, eins og komiö hefur á daginn. En viö getum huggaö okkur við þaö aö áöur hafa menn fótbrotnað hér á landi þótt klerklærðir hafi veriö. Ég vona bara að sérann þinn verði kominn i gagniö um jólin svo aö hann geti þjónustað söfnuð sinn i lok þessa dæma- lausa árs. Allt er hey í harðindum Þetta fróma spakmæli hefur jafnan veriö i heiöri haft og verið tekiö tillit til hér á landi, sennilega allstaöar nema i ölafsfiröi nú i seinni tiö. A dögunum var ég á leið noröur á land og stansaöi á einum af þessum útbrældu djúpsteikingarskálum við þjóö- veg einn. Eins og þú veist þá leggja allir slikir staöir metnaö sinn i aö bjóða feröamönnum upp á sem þynnst kaffi. Þarna var virðingin fyrir þreyttum feröamanninum á svo háu stigi aö það sem selt var fyrir kaffi haföi sama litarhátt og vatniö i eldhúskrananum þegar vorleys- ingar eru i hámarki. Við borð úti i horni rakst ég á gamlan kunningja minn aö ekki að hafa uppúr sér i sumar blessaðir kallarnir” sagöi hann. „Einhverntima i ágúst feingu þeir nokkra þurrkadaga, slóu hey og seldu úr héraði. En siöan hefur ekki komiö þurr dagur i þessum firöi, menn hafa vist eitthvaö reynt að slá, en ekki náö inn neinu stráinu, ágúst- heyið i hlööum ókunnra bænda og nú standa Ólafsfirðingar noröan þar sem hann sat knýttur i herðum og sötraöi þetta dæmalausa skólpvatn. Ég fékk mér sæti hjá honum og spurði almennra tiöinda af sjó og landi. Þessi maður er orölagöur fyrir glaöværð og bjartsýni i hverjum hlut, en nú brá svo viö aö honum stökk ekki bros. Einginn fiskur i sjónum, ekkert gras á túnum, eingar kartöflur i göröum og eingin sól á lofti. Allar fréttir sem hann sagöi mér voru i ætt viö hrakfarir, harðindi og ótiö. Þaö var ekki fyrr en hann sagði mér af bændum i ölafsfirði, aö örlaöi fyrir glotti á vörum hans. „Þeir ætluöu nú heldur en frammi fyrir þvi að þurfa aö kaupa allt sitt hey ef þeir ætla aö setja eitthvað á, gefa köggla og útlent fóöur”. Fimbulvetur Þú sagöir mér frá þvi einu sinni i sumar, min kæra vinkona, aö óvenju mikið yxi af fifu á túnunum hjá ykkur. Ef eitthvað má marka gamla spá- dóma, þá boöar mikill fifu- vöxtur haröan vetur. Og vist er það, aö fleira rennir stoöum undir þaö, aö komandi vetur til- heyri ekki þeim mildari i sögu landsins. T.d. halda hrafnar sig nær húsum en venja er til og gamalt fólk hefur aldrei séö fleiri hrafnaþing i byggö á þessum árstima. Hvaö skyldu þeir vera aö diskútera? Verö- bólguna eöa kannski bjarg- ræöisnefnd? Smáfuglar hafa lika verið meira áberandi umhverfis mannabústaöi þetta haustiö en vant er. Kunnugir segja mér að hross haldi sig meira i hópum en venja er til og gángnahetjur halda þvi fram aö kindur hafi frekar haldið sig nær byggö en fjær. í sumum byggðarlögum hefur músa- gángur lika veriö i meira lagi. Þegar við leggjum allar þessar spár saman, fáum viö útkomuna: fimbulvetur. 1 fyrsta sinn óska ég þess aö ekkert væri að marka þessi gömlu teikn. En til þess aö foröast húngursneyö, þá ráölegg ég þér aö birgja þig vel upp af þessari dæmalausu rabbararasultu meö kirsuberja- bragöinu, þvi eins og Ólafsfirö- ingar segja: Allt er hey i haröindum. .» Oskir um opinberun Aöurnefndur kunningi minn sem ég hitti á leib minni norður, minntist á þig aö fyrra bragði. Hann sagðist hafa lesið öll bréfin til þin og vildi nú ólmur fá að vita hver þú værir, hvar þú byggir og hver klerkur þinn væri. En samkvæmt samningi okkar á milli gat ég ekki orðiö viö ósk hans og hef ég algjörlega haldiö i heiðri þaöloforö mitt aö segja eingum hverra manna þú sért. Þó fer ekki hjá þvi aö mig lángi stundum til þess aö láta ýmislegt fjúka um nágranna þina og byggðarlag. En það verður bara aö biba þess tima aö viö getum talast við undir fjögur augu. Margur maðurinn þykist samt vita hver þú ert, en ekki ber öllum saman. Þér hefur verið feinginn bústaöur i öllum landshlutum, meira að segja á Ölafsfirði! Einn læröur maður kom aö máli við mig á dögunum og var heldur þúngt i honum hljóðiö; sagöi aö ég væri að gera þér og þinu fólki illan leik með þvi aö blanda séra þinum alltaf inni þessi bréfa- korn; hélt þvi fram aö prestar ættu aö vera stikkfri svo leingi sem nafns þeirra væri ekki getið. Ég ber þetta hér með undir ykkur hjónin. Jæja, ljúfan og dúfan, ég læt þessu lokið aö sinni. Ég þarf endilega aö segja þér nánar frá húnversku mannlifi i næsta bréfi þar sem ég hef nú flutt mig um set og er sestur aö til sveita norðanlands. Mér segir svo hugur um aö hér sé rabbabarinn ekki aðeins með kirsuberja- bragði heldur romm, vanillu og jafnvel brómberjabragöi. Ég sendi þér krukku fyrir jólin. Að venju: minar bestu kveðjur til barna þinna og allra aöstandenda. Biö ég sérstak- lega ab heilsa bónda binum og legg ég hermeö inn óskir um snaran bata i brotna fæti og aö hann meigi gánga heill til messu á jólunum. Ekki veitir okkur af aö virkja alla guöhrædda presta ef veturinn á aö veröa sem spáð hefur verið. Þinn auömjúkur aödáandi og eilifur þræll skriðandi i duftinu fyrir gubdómlegum fótum þinum, ávallt umhugsandi og fyrirbiðjandi i bliöu og striöu, talandi um þig vakinn og sofinn, heill sem óheill, rekandi áróöur fyrir lifsskoðunum þinum um aldur og eilifö, i logni sem roki, sól sem regni. Guölaugur Arason. P.S. Nýjustu fréttir herma aö bændur i Ólafsfirði hyggist nú allir setja á stofn hænsnabú. Hvernig list þér á? Þrjátíu ár frá stofnun DDR Þrjátiu ár eru liðin frá stofnun DDR, Þýska alþýðuveldisins. Fjórum árum eftir stríðslok var útséð um að sameinað Þýskaland mundi ekki rísa úr ösku heims- styrjaldarinnar. Tals- menn DDR hafa lengst af kennt Vesturveldunum um: þau hafi sett sér- staka stjórnarskrá fyrir sin þrjú hernámssvæði í Vestur-Þýskalandi þegar í maí 1949 og það hefði verið rökrétt svar að stofna sérstakt lýðveldi á hernámssvæði Sovétríkj- anna. Fyrstu árin eftir ofangreind tiöindi var sameining Þýska- lands oftar en ekki á dagskrá, en langt er síöan á hana hefur verið minnst i alvöru. Enda er þaö mála sannast, aö hvaö sem vinir Sambandslýöveldisins i Nato eða bandamenn DDR i Varsjárbandalagi annars hugsa, þá hefur enginn þeirra minnsta áhuga á aö sjá sterkt og sameinað Þýskaland í miöri álf- unni. DDR hefur lengst af æfi sinn- ar staöið í haröri baráttu fyrir alþjóölegri viðurkenningu, og uröu margir, einkum vinstri- sinnar og frjálslyndir menn til Blysför f Berlin á stofndegi DDR 1949. aö taka undir þá kröfu, sumir af samúð, aörir i anda raunsæis. Segja má aö þessari þróun hafi verið lokið 1973 þegar DDR fékk aöild aö Sameinuðu þjóöunum, en þá var nokkuð liðið frá því aö stjórn Vestur-Þýskalands haföi gefiö upp tilkall sitt til að vera eini umbjóöandi þýskrar þjóö- ar. Margir vinstrisinnar hafa fylgst af áhuga með þróun DDR: menn tengdu eins og að likum lætur miklar vonir viö viöleitni til að skapa nýtt sam- félag á þeim rústum sem nas- isminn og styrjöldin höföu eftir skilið, viöleitni sem i DDR var stjórnaö af kommúnistum og sósíalistum, sem höföu margir aö baki hetjulega baráttu viö fasismann. Þaö var mjög margt sem geröi þessum mönnum erfitt fyrir. Þeir tóku viö Berlin og Dresden I rústum, þeir tóku við landi sem miklu snauðara yar og lakar iðnvætt en vesturhlut- inn, þeir uröu aö gjalda Sovét- mönnum verulegar striös- skapabætur meöan vesturhlut- inn fór fljótlega aö fá drjúga fjárfestingarsjóöi aö vestan. Og sú einangrun sem Bonnstjórnin reyndi aö halda DDR i stóö viö- skiptum og fleiru fyrir þrifum. Þegar á þetta er litið þá. er ljóst að DDR hefur á 30 árum náö verulegum efnahagslegum árangri og þá einnig i félags- málum. DDR er mesta vel- feröarriki um austanveröa Evrópu. Framleiðslan þar er talin risa undir svipuðum meöalkjörum og á Bretlandi (eöa svo segir Guardian). Þar fyrir utan hafa margir oröið til að lofa þeirra trygginga- og heil- brigðiskerfi. Skólakerfiö i DDR er bæöi fjölbreytt og haganlega saman tvinnaö svo ekki myndist i þvi blindgötur. Leikhús Brechts, Berliner Ensemble, varö aödáunarefni og áhrifa- valdur um alla álfuna. DDR varö feiknarlegt iþróttaveldi — iþróttamót voru reyndar sterk- ur þáttur i aö afla rikinu álits og viöurkenningar. DDR hefur ekki fremur en önnur þau riki um austanverða álfu, sem tóku sér samheitiö „alþýðuveldi”, sloppiö viö vandkvæöi sem fólgin eru i sjálfu stjórnkerfi þess. Vanda- mái sem tengd eru-þunghentri miöstýringu efnahagslifs og samsöfnun alls pólitiks valds á hendur hins ráðandi flokks, SED. Hin siöari ár höfum viö jafnt og þétt haft spurnir af þeim sem andæfðu þessu kerfi og vildu á þvi breytingar. Og þaö hefur veriö einkennandi fyrir DDR aö þeir sem þar hafa haft i frammi andóf, i nafni frelsis til gagnrýni og myndug- leika alþýöu,hafa yfirleitt veriö sósialistar, hafa haft sig i frammi i nafni betri sósialisma, öðruvisi sósialisma. Þaö nægir aö minna á menn eins og Havemann, Biermann, Heym, Bahro: einn er i stofufangelsi, annar i útlegö, hinn þriöji i ó- náð, sá fjórði i fangelsi. Stjórn- völd i DDR hafa sjálf stefnt gegn sér mannréttindakröfum vinstrisinna um alla álfu — þeir mega sjálfum sér þakka þá dapurlegu staöreynd aö á af- mælinu er fyrst spurt um þaö: hverjir veröa náðaðir? Viöskipti Islendinga viö DDR hafa veriö allmikil. Kaupskapur hefúr gengiö greiölega, allstór hópur Islendinga hefur numiö i DDR og hingað hafa komið listamenn ágætir. ab

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.