Þjóðviljinn - 07.10.1979, Blaðsíða 13

Þjóðviljinn - 07.10.1979, Blaðsíða 13
12 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 7. október 1979 Sunnudagur 7. október 1979 ÞJÓÐVILJINN — StÐA 13 Jonathan Wotzfeldt, formaður grœnlensku landstjórnarinnar i einkaviðtali við Sunnudagsblaðið VIRÐING" okkar ganga mörgum skrefum of langt. Þeim finnst vondur sjálf- stæöiskeimur af mörgum stefnu- málum okkar og leggja mun meir upp úr 250 ára samskiptum okkar við Dani. Þeir Atassut-menn álita auk þess aðildina að Efnahags- bandalaginu æskilega og eru ginnkeyptari en viö fyrir tafar- lausri nýtingu náttúruauðlind- anna. — Er hægt að setja þessa flokka I hefðbundið hægri-vinstri sam- hengi? — Það álit ég að hluta til. Þess ber að gæta að grænlenskar að- stæður eru afar frábrugðnar þeim, sem þekkjast i Evrópu. Hver þjóð elur af sér sina flokka og Siumut er fyrst og fremst grænlenskur flokkur. Til er nokk- uð, sem kallað hefur verið afrisk- ur sósialismi, kannski er til HHHBHHHHHHHflHBHi im iwfiiiiiiii iia n nmi i'ii islenskur sósialismi, altént leyfi ég mér að halda þvi fram, að Si- umut sé i leit að grænlenskum só- sialisma. — Hver eru markmið litlu Heimastjórn Græn- lendinga tók gíldi þ. 1. maí í ár, en áður hafði heima- stjórnarfrumvarpið verið samþykkt af danska þing- inu og af grænlensku þjóð- inni á almennum kosning- um í janúarmánuði. Halldór Stefánsson, sem leggur stund á mannfræði í París, var nýlega staddur á Grænlandi og tók eftir- farandi viðtal við séra Jon- athan Motzfeldt, formann grænlensku landsstjórnar- innar, á skrifstofunni í Nuuk (Godtháb). — Hver var aðdragandi græn- lensku heimastjórnarinnar? — Hér er um að ræða hluta af langri sögu grænlenskra stjórn- mála þar sem eitt leiðir af öðru. Það var um haustið 1972, eftir hinar sögulegu kosningar um að- ildina að Efnahagsbandalagi Evrópu, að ég lagði fram i Græn- landsráðinu tillögu um að lögð yrðu drög að grænlenskri heima- stjórn. Tillagan hlaut einróma stuðning grænlenskra stjórn- málamanna og blessunarlega þótti dönskum yfirvöldum krafan eðlileg. 1 janúar 1973 var svo skipuð nefnd grænlenskra stjórn- málamanna til að skýra forsend- ur grænlenskrar heimastjórnar og sérstöðu Grænlands innan rik isbeildarinna. Sú nefnd skilað áliti i febrúar 1975, sem siðan markaði starfsvið nýrrar nefnd- ar sjálfrar heimastjórnarnefndar innar, sem tók til starfa i október 1975.1 henni voru sjö grænlenskir og sjö fulltrúar danskir, ásamt formanninum, Isi Foighel laga- prófessor. Avöxturinn af starfi þessarar nefndar var heima- stjórnarfrumvarpiö, sem samþykkt var af danska þinginu og siðan af grænlensku þjóðinni i almennum kosningum i janúar á þessu ári. Þessi nýja skipan mála gekk svo i gildi 1. mai s.l.. Þótt hart hafi verið deilt um ýmis atriði i þessari löngu samningsgerð, á ég þá einkum við eignarréttinn á grænlenskum náttúruauðlindum og aðildina að Efnahagsbandalaginu, þá ein- kenndist hún að minu mati og minna vina af vinsemd. Siumut stærsti flokkurinn — Hvaö merkja svo umskiptin frá landsráði til þjóðþings og heimastjórnar? — Þau hafa i för með sér stór- felldar breytingar á stjórnkerfi landsins. í grófum dráttum verð- ur þeim best lýst með saman- burði á landsráðinu, sem áður tiðkaðist og var ráðgefandi þing, geröi athugasemdir við ákvarö- anir, sem teknar voru i Kaup- mannahöfn, og hins vegar á nú- verandi þjóðþingi okkar, sem er löggjafarsamkunda þjóðkjörinna fulltrúa meö afmörkuð lögboðin verksvið. Þau eru sjálf stjórn- sýsla landsins, mennta- og menningarmál, atvinnumál, félagsmál og kirkjumál. Ráðgert er að aörir þættir landsmála, s.s. verslunarmál, komist aö fullu i grænlenskar hendur innan fárra ára. Þingmenn eru 21 aö tölu, kosnir til fjögurra ára I senn, þeir kjósa svo fimm manna landsstjórn i meirihlutakosningu. Hún fer með framkvæmdavaldið. — Hvaða mál verða áfram und- ir danskri stjórn? — Þau eru mörg og þýðingar- mikil, en hæst ber utanrikis- og varnarmál, ásamt þvi samkomu- lagi sem viö gerðum um nýtingu grænlenskra náttúruauðlinda. Þar féllumst viö á aö sett yröi á laggirnar sérstök nefnd skipuð fimm Grænlendingum og fimm Dönum auk formanns, en þvi hlutverki mun ég gegna. Mestu varðar um þessa nefnd, sem skal stjórna og taka ákvaröanir um nýtingu og eftirlit náttúruauð- lindanna, að báöir aðilar hafa neitunarvald ieinstökum málum. — Raunverulegir stjórnmála- flokkar hafa fyrst nú, slöastliðin þrú ár, séð dagsins ljós á Grænlandi. Hvað veldur þvl? — Afstaða manna til aðildar- innar að Efnahagsbandalaginu og skiptar skoðanir um æskilegt inn- tak heimastjórnarinnar drógu menn blessunarlega I dilka og lin- ur skýrðust. Þó var það ekki fyrr en 1977 að ok.kar flokkur, Siumut (1), var stofnaður, en hann er stærstur stjórnmálafiokka á Grænlandi og ber að langmestu leyti ábyrgð á núverandi heima- stjórn. Hana munum við verja með kjafti og klóm og sjá til þess að hún beri ávöxt. Grænlenskur sósíalismi — Hvernig skýrir þú muninn milli tveggja stærstu stjórnmála- flokkanna: Siumut og Atassut (1)? — Þar er óliku saman að jafna. Það er t.d. ekkert launungarmál, að ákveönum öflum innan Atas sut-flokksins þótti heimastjórn flokkanna tveggja: Inuit Ataqati- giit og Sulissartut Partiat (1)? — Þvi ætti nú þetta fólk sjálft aö svara. En af skrifum þeirra má læra, að Inuit Ataqatigiit vinnur að hefðbundinn marx-leninlskri flokksvél og að Sulissartut Parti- at er verkalýðsflokkur að skandinaviskri fyrirmynd, i sterkum tenglum við Grænlenska Verkalýðssambandið (ICK). Þéttbýlisstefnan danska ófarsæl — Slðan um miðja þessa öid hafa Danir leitast við af miklu kappi að byggja upp hér á Græn- landi vestrænt nútimasamfélag I eigin mynd, — mörgum virðist sú uppbygging ærið gloppótt, en hve langt var hún (eða er hún) kom- in? — Á árunum milli 1950-1960 gengu Danir harðast fram i um- byltingu samfélagsins hér á Grænlandi. Þá var gert stórátak til aö búa til grænlenska verka- lýðsstétt. Með ýmsum stjórnar- aðgerðum var séð til þess, að fólk flyttist úr dreifbýlinu, frá þorpum og veiöistöðvum til stærri bæja, þar sem unnið var að hafnargerð og verksmiðjubyggingum. A þessum timum fór einnig fram fordönskun alls skólakerfisins. Kennslan fór að langmestu leyti fram á dönsku, kennararnir voru danskir og nemendur tóku öll próf á dönsku. Nám i móðurmálinu, grænlensku, hófst ekki fyrr en á þriðja skólaári. Þéttbýlisstefnan danska reynd- ist aö flestu leyti afar ófar- sæl og i kjölfar hennar sigldi heill hafsjór af nýjum samfé- lagsvandamálum. I ljósi þessa, skýri ég þá miklu áherslu, sem við i Siumut-flokknum leggjum á málefni dreifbýlisins. Við ákváð- um i trássi við vilja Atassut- manna, að landsstjórnin skyldi skipuð fimm mönnum en ekki fjórum eins og fyrirhugað hafði veriö I heimastjórnarfrumvarp- inu. Sá fimmti skal vinna að sér- stökum málefnum dreifbýlisins, en þar býr fjórðungur grænlensku þjóðarinnar. Frá smábyggðar- kjörnum og veiðistöðvum — svo sem Upernavik, Umanaq, Thule og Scorsbysund-svæðunum — stundar þetta fólk veiðar, einkum selveiðar. Við viljum allt til vinna, að þetta fólk fái áfram lif- að sinu lífi og geti verið stolt af þvi. Innan skólakerfisins fer jafn- framt fram eins hröð afdönskun og kennaraskorturinn framast leyfir og grænlenskan er aftur orðin opinbert skólamál en danskan aö fyrsta erlenda mál- inu, sem kennt er. Almenn áfengisskömmtun — Hverjar eru ástæöurnar fyrir hinum gifurlegu áfengisvanda- málum, sem þið eigið við að striða I þessu samfélagi? — Menn verða að gera sér grein fyrir, hvað það þýðir fyrir menningu þjóðar og þá um leið fyrir lif einstaklinganna, sem endurspegla hana, að fá yfir sig holskeflu erlendra áhrifa. Sjálfur ólst ég upp I 200 manna þorpi, þar sem allir lifðu af heföbundnum veiöiskap. Sá heimur stóö á göml- um grunni. Tæknivæðing hins grænlenska samfélags hefur hins vegar kippt fótunum undan mörgum. En þessi vandamál eru fjarri þvi að vera óyfirstiganleg og ég er þvi sannfærður um, að við vinnum bug á þeim. Almenn áfengisskömmtun, sem gekk I gildi 1. ágúst s.l., er liður I þeirri baráttu. — Er atvinnuleysi verulegt á Grænlandi? — Þvi miður er þar um að ræða eitt af höfuðvandamálum okkar nú og miklu alvarlegra en lesa má úr opinberum tölum dönskum (2). — Hefur landsstjórnin uppi ráðagerðir um að draga úr að- streymi erlends (dansks) vinnu- afls með lagasetningu? — Já, þær aðgerðir eru i bigerð og verða sennilega mjög óvinsæl- ar íitávið Við búum þegar við mikið atvinnuíeysi og stórir ár - gangar ungs fólks eru i uppsigl ingu. Við munum gera allt, sem við megnum, til þess aö tryggja að þessi æskulýður, þegar þar aö kemur um miðjan næsta áratug, hafi starfa. Við getum ekki látið viðgangast óheft aðstreymi erlends vinnuafls. Þvi er þörf þeirrar forsjálni, sem við ætlum að tryggja með lagasetningu, vonandi með samþykki dönsku stjórnarinnar, þótt mál þetta sé eflaust I óþökk Efnahagsbanda- lagsins. Framhald á 14. slðu Slöllur I berjamó Tekin I kristinna manna tölu. Þrjár á sparifötum. í öllum stærri bæjum Grænlands er oliuknúið raforkuver. „Jarðhitinn er ekki okkar gull”. Unnið að pökkun sjólax. Efnahagsbandalagið skammtar Grænlendingum laxveiðikvóta: 1200 tonn. Sá afli kom inn á tæpúm mánuði og grænlenskir sjómenn þykjast illa hlunnfarnir. Kennaraskólinn i Nuuk æðsta menntastofnun landsins. Hans Egede, Grænlandspostulinn. t kjölfar hans sigldi fagnaðarcrindið og einokunarverslunin. Hér stendur hann nú, 250 árum siðar, umlukinn Carlsbergúrgangi. Texti og myndir Halldór Stefánsson

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.