Þjóðviljinn - 07.10.1979, Blaðsíða 23

Þjóðviljinn - 07.10.1979, Blaðsíða 23
Sunnudagur 7. október 1979 ÞJÓÐVILJINN — StÐA 23 Umsjón: Vilborg Dagbjartsdóttir Stelpurnar eru duglegar að skrifa Tvær stelpur fá kort frá Kompunni í þessari viku. Lilja Sigurðardótt- ir, Högnastöðum í Hruna- mannahreppi, sendi rétt lausnarorð við síðustu krossgátu og teikningu af Pétri postula. Ennfremur sendi hún fallega mynd af Jesú á krossinum. Undir krossinum krýpur María móðir hans grát- andi. María er í bláum kjól. Hún spennir greipar og tárin hrynja yfir hend- ur hennar. Margir lista- menn haf a valið sér þetta þema í myndlist, tónlist eða skáldskap. Slík upp- stilling er þá nefnd Mater dolorosa eða Hin harm- þrungna móðir. Guðrún Jóhanna Jóns- dóttir, 13 ára, Flókagötu 56, Reykjavík sendi rétta ráðningu á Talnaleik í siðasta blaði. Guðrún Jó- hanna hefur í mörg ár haft samband við Komp- una og hefur birst eftir hana margvíslegt efni. Nú er Guðrún Jóhanna byrjuð í Hagaskóla, og vonast Kompan eftir að fá frá henni fréttir úr skólanum. Sagan af SENOL „Ertu hamingjusam- ur?" „Nei, það er éq ekki." Senol Barkirkesen, 12 ára gamall tyrkneskur drengur, svaraði spurningu blaðamanns viðdagblaðið Cumhuriet í Istanbul. Samkeppnin var haldin í júní 1978. Það var mikið fjallað um hana í f jölmiðlum og dag- blöð og listatímarit birtu myndir af veggmynd Senols. Verðlaunin sem hann fékk voru bók. Sögu Senols Barkirke- sen hefði ekki verið veitt nein athygli ef blaða- manni frá Cumhuriet, Aykup Toturoglu, hefði ekki dottið í hug að for- vitnast um hann. „Um hvað var bókin sem þú fékkst?" spurði blaðamaðurinn Senol. „Það veit ég ekki." „Hvað þá, hefur þú ekki litið í hana?" „Ég var aldrei nema 15 daga í skólanum þegar ég var sjö ára. Svo ég kann hvorki að lesa né skrifa." „Hvers vegna varstu ekki lengur í skólanum?" „Ég var nýkominn hingað úr þorpinu með pabba og mömmu og fimm systkinum. Fyrst létu þau innrita mig í skólann, en svo tóku þau mig úr honum, af því að kennarinn sagði að ég þyrfti að hafa skólatösku, stílabók, blýant, reglu- stiku og strokleður. Við áttum enga peninga. Það var þess vegna. Mamma grét í marga daga, en við höfðum engin ráð. Pabbi hefur unnið á götunum í fimm ár með gamlan kerruræfil. Ég læri hjá honum." „Og núna, hvernig vegnarþér núna?" spurði blaðamaðurinn til að fá meira fram. „Pabbi er ofsalega skapillur. Sérstaklega þegar hann er fullur. Hann lúber okkur öll. Mömmu líka. Sjáðu á mér hausinn, hann er allur í örum, hann lemur mig alltaf í hausinn. Ég er svo hræddur við hann að stundum þori ég ekki heim. Ég sting líka af f rá söluborðinu okkar. Ég flækist um göturnar. Ég fer í bíó. Þegar ég er þreyttur fer ég til ömmu. Ég reyki pakka á dag og fæ peninga fyrir sígarett- um hjá mömmu, sem vinnur á veitinga- húsi." Hann lýsti samkeppn- inni þannig: „Einu sinni þegar ég var að rangla á götunni kom ung kona til mín í mannþrönginni. Hún spurði mig hvort ég kynni að teikna. Ég svaraði ekki. Hún fór með mig að vegg og fékk mér máln- ingu og pensil. Ég byrjaði að mála kerruna hans pabba. í fyrsta skipti á ævinni teiknaði ég það sem mér bjó í brjósti. Ég varð steinhissa þegar þau sögðu mér að mín mynd væri sú besta." Myndin hans Senols var kvikmynduð af kunnáttu- fólki og var sýnd upp- eldisf römuðum og hún varð umræðuef ni í hópum menningarvitanna, en engum datt í hug að kynna sér aðstæður og kjör drengsins eða það hvort hann kynni að lesa og skrifa. Og meðan haldið er upp á alþjóðlegt barnaár, heldur þessi gáfaði drengur áfram á braut sem leiðir til af- brota. Engin tilraun er gerðtil að hjálpa honum. Skrítlur Kennarinn: Hvaða' tennur taka menn síðast? Nemandinn: Fölsku tennurnar. Kennarinn: Hvað er það á manninum sem samsvarar klaufunum á nautinu? Nemandinn: Skó- hlífarnar Það var einu sinni kóngur sem átti páfa- gauk. Kóngurinn ætlaði að halda veislu og eldhús- stúlkan gerði búðing en þá kom páfagaukurinn og skeit í búðinginn. Þá varð eldhússtúlkan svo reið að hún kastaði hníf á hann svohann varð sköllóttur. Þegar veislan byrjaði kom sköllóttur maður í veisluna. Þá sagði páfa- gaukurinn: „SkeisJ þú líka í búðinginn?" Pétur poduii. Yærafcwpa. L^mrorL ho*- qáiunm var Hetbur. Eq Serér /r|a t«yn<i sf lesú S kossinum éo^ vona þú /£>frc <r n&nd. /ær Siýur^áré. ffopfíá ú öérum. flrnes&slu

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.