Þjóðviljinn - 07.10.1979, Blaðsíða 16

Þjóðviljinn - 07.10.1979, Blaðsíða 16
16 StÐA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 7. október 1979 Tónleikar Johns AAcNeal og kvartetts hans sem Jazzvakning hélt s.l. f immtudagskvöld voru ágætlega heppnaðir. Að- sóknin var heldur í skal- ara lagi, því aðeins munu u.þ.b. 300 manns hafa sótt þessa tónleika. Kvartettinn lék mest- megnis lög eftir John AAcNeal sem komið hafa út á sólóplötum hans hjá SteppleChase. Einnig lé- ku þeir nokkra gamla slagara. AAcNeal er greinilega góður trompetleikari og engin furða þó að menn hafi nefnt hann einn af arf- tökum AAiles Davis. Tón- inn hjá honum minnir nokkur á Davis, og laga- smíðar AAcNeal eru greinilegar runnar frá „Davis-Hancock-Short- er" skeiðinu eða í fram- haldi af því. bað var áberandi hva6 kvart- ettinum tókst best upp þegar hann lék tónsmiöar leiötogans McNeal, enda er hann skemmti- legur tónsmiður. Framanaf var stemmingin heldur dauf i salnum. Meölimir kvartettsins voru dálitið óöruggir enda er fsland fyrsti viðkomustaöur þeirra á þessari hjómleikaferö til Evrópu. Kvartettinn hefur ekki starfaö saman i nema tvo mánuöi að sögn John McNeal og eru þeir i John McNeal er undir greinilegum áhrifum frá Miles Davis og sýndi hann oft stórskemmtileg tilþrif sem minntu á meistarann sjáifan. félagarnir þvi ennþá aö finpússa lögln. Þetta mátti vel heyra I upphafi tónleikanna. Aheyrend- ur tóku fremur dræmt undir klappiö eftir fyrsta lagiö, en móttökurnar urðu betri eftir þvi sem á tónleikana leiö. Það kom strax i ljós aö John McNeal og trommuleikarinn ungi Mike Hyman voru bestu menn kvartettsins. beir sýndu strax mestu tilþrifin og héldu þeir keyrslunni allan timann. Bassaleikarinn virtist nokkuö stressaöur til aö byrja með og kom það nokkuð niöur á leik hans. En eftir þriðja lagið sem bassinn og trommurnar léku einleik i, óx öryggið og samspil- ið i hljómsveitinni jafnaðist með hverju laginu eftir það. 1 siðasta lagi fyrir hlé, Blues Samba eftir John McNeal voru piltarnir greinilega búnir að finna rétta tóninn og stemming- in i salnum orðin góð. Trommuleikarinn Mike Hy- man er aðeins tvitugur að aldri, en hefur samt fjögurra ára reynslu að baki. Hann býr greinilega að þessari reynslu. Gitarleikarinn Bill Bickford er 23 ára að aldri og hefur i raun- inni aldrei starfað með fastri hljómsveit. Hann hefur aðallega leikið á klúbbum i New York fram að þessu. Samt sem áður býr margt i honum og sýndi hann ágættilþrif á tónleikunum. Bill Bickford er ekki sérlega frumlegur gitarleikari, en hann gerði mjög smekklega hluti sem féllu vel að tónlist kvartettsins. Létt sóló samspil gitars og bassa og einnig gitars og tromp- ets féll I góðann jarðveg meöal áheyrenda i Laugarásbiói og klöppuðu áheyrendur þessum unga pilti lof i lófa fyrir leik sinn. Bassaleikarinn Tom Warring- ton, sem starfað hefur með stór- hijómsveit Buddy Rich, sótti einnig i sig veðrið þegar á leið og sýndi hann ágæt tilþrif undir lokin. Þegar á heildina er litið var seinni hluti tónleikanna mun betri en sá fyrri. Uppbyggingin seinni hlutann var mjög jöfn og stig magnaðist þartil hún náði hámarki i lokalaginu „Ruari” eftir McNeal. Þar var kraftur- inn mjög góður og samspilið ákaflega skemmtilegt. Þetta lag er undir sterkum afriskum áhrifum, en einnig gætir nokk- urra suöur-ameriskra áhrifa i þvi. Segja má að kvartettinn hafi verið kominn vel i gang i lokin og hefði i rauninni átt að halda nokkuð áfram. Var þeim vel fagnað og léku þeir gamla slagarann „Every- thing I Love” að lokum. Hljóðstjórn var I höndum Magnúsar Kjartanssonar á þessum tónleikum og stóð hann sig með mikilli prýði. bað er ánægjulegt til þess að vita að ekki þarf að kviða hljóðtruflun- um á tónleikum þareð undan- farið hafa þesskonar vandamál litið látiö á sér kræla. Að loknum tónleikum kvaðst John McNeal vera mjög ánægð- ur með viðtökurnar. „Fólkið var mjög hlýtt i viðmóti og fagnaði okkur vel. Það er mjög mikilvægt að fá góðar viðtökur i upphafi hljómleikaferðar. Við erum ekkert búnir að sofa i 32 tima og erum þvi mjög þreyttir, en þreytan hvarf alveg þegar við fundum andann i salnum i kvöld. Ég held samt að ég hafi aldrei verið þreyttari i vörun- um. Ég gæti örugglega ekki leikiö einn tón i viðbót i kvöld. En á morgun verðum við i Luxemborg og siðan i Antwerp- en og sið...” Það er öruggt að John McNeal og félagar eiga eftir að láta að sér kveða i jazzheiminum á næstu árum þvi að þetta eru ungir og ákveönir tónlistar- menn, sem ætla sér stóran hlut i framtiðinni. Leikur Bill Bickford gitarista var ákaflega óþvingaöur og lipur. Tónarnir runnu þægi- lega frá gitarnum hjá þessum unga tón- listarmanni. Það var greinilegt aö trommuleikarinn Mike Hyman er mikiö „efni”. Hann haföi mikil áirrif á keyrsluna hjá kvartettinum meö fjölbreyttum og liflegum áslætti sinum Tom Warrington bassaieikari er frá New York einsog hinir félagar hans þrir. Bassa- ieikur Toms var nokkuö stressaður framanaf, enda piiturinn nýkominn úr háborg stressins, en bassatónarnir uröu mýkri og ákveönari þegar á tónieikana leiö. * fringrarrim * fingrarim * fingrarím * f ringrarR'm

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.