Þjóðviljinn - 07.10.1979, Blaðsíða 14

Þjóðviljinn - 07.10.1979, Blaðsíða 14
14 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 7. október 1979 Sjálfstjórn er sama og sjálfsvirðing Stærsta blokk Nuuks. Húsnæbisvandamál Nuukbúa eru geigvænleg. t rétt rúmlega 9000 manna bæjarfélagi eru 600 einstaklingar skráftir húsnæftislausir hjá félagsmálastofnuninni. Hingaft var veiftimönnum og fjölskyldum þeirra sópaft og hér stóft tii aft unga út agaftri verkalýftsstétt á upp- gangsárunum milli 1960-1970. Fyrsta danska húsift, sem reist var á Grænlandi árift 1728 af Hans Egede. Fæðingarstaða- reglan — Ég las þaft i Atugagd- liutit/Gröniandsposten, aft danska Hagstofan hefir upplýst aft Danir — efta útlendingar á Grænlandi — þéni þrisvar sinn- um meira en nemur meftaiiaun- um Grænlendings. Dani á Græn- landi hefur aö meftaltali 83 þús. danskar krónur I skattskyld árs- laun en Grænlendingur 27 þús.. Nota Danir Grænlendingá, sem ódýrt vinnuafl á láglauna- svæöi? — Rætur þessa launamisréttis liggja aftur til G-60 áætlunarinnar svokölluftu, sem varft til á sinum tima i Grænlandsráöuneytinu i Kaupmannahöfn. í samræmi vift þessa áætlun var innleitt árift 1964 nýtt fyrirkomulag á launagreiftsl um, hin svokallaöa „fæöingar- staftarregla” (födestedskriter- iet), sem tryggöi aösendu dönsku vinnuafli langtum hærri laun en grænlenskri alþýöu fyrir sömu störf. Þessi skipan mála var rétt- lætt meö þvi, aö nauftsyn bæri til, aft laöa sérmenntaft fólk til Grænlands meö einhverjum hættf' og bæta þvi öll þau óþægindi, sem fylgja aöseturskiptum. „Fæftingarstaöarreglan” var einkar ógæfuleg ráöstöfun, eins konar fleygur milli Dana og Grænlendinga, sem gerfti hina siöarnefndu aft annars flokks fólki: 1 upphafi sjöunda áratugarins fékk landsráftift þvi komiö til leiö- ar aö launajöfnunarstefnu var hrundift af staö, þó alltof hægt færi. Nú, er Siumut-flokkurinn hefur tekiö vift stjórnartaumun- um á Grænlandi, munum vift tryggja meft ýmis konar laga- setningu aft skriftur komist á þau mál. — En fæftingarstaöarreglan er enn I fullu gildi? — Já, þvi ber ei aft leyna. Grænlands- verslunin í eigin hendur — Hvaö veldur þvl, aft grænlenskt samfélag dagsins I dag hefir þörf fyrir 1.3 miljarfta danskra króna úr dönskum rikis- kassa? — Húsnæftisskortur i nýju stóru bæjarfélögunum útheimtir mikl- ar og rándýrar byggingafram- kvæmdir. Allt byggingarefniö er innflutt og svo til eingöngu unnift af dönskum verktökum og aö- sendu vinnuafli. Hér er um gifur- leg útgjöid aft ræfta. Svo eru þessi hús kynt meft innfluttri oliu, sem sifellt hækkar i verfti, — jarfthiti er ekki okkar gull. Uppbygging atvinnuveganna er enn i fullum gangi og f járfrek. Vift þessar aftstæftur er efnahagsaft- stoft frá Danmörk óumflýjanleg, enda umsamin. — Þá eru þaft utanrlkisviftskipt- in — er jalnvægi á nokkurn máta hugsanlegt á Grænlandi milli út- flutnings og innflutnings án grundvallarbreytinga efnahags- lifsins? — Lars Emil Johannsen lands- stjórnarmaöur atvinnumála okk- ar stjórnar störfum atvinnumála- nefndar, sem skipuö er bæfti stjórmálamönnum og fulltrúum hinna ýmsu starfshópa. Þessi nefnd skal m.a. leita róttækra leifta til þess aft draga úr óhag- stæftum viftskiptajöfnufti. Þar hefur borift á góma aft leggja ein- hverjar hömlur á innflutning, er viö tökum Grænlandsverslunina I okkar hendur innan tveggja til þriggja ára. Einnig hefur nefndin mælt meö leit nýrra markaöa fyrir útflutningsvörur okkar. Unnift verftur sleitulaust aft konn- un þessara mála. Herstöðvamálin — Ameriski sendiherrann var nýlega i heimsókn hér I Nuuuk (Godthðb). Var framtift ameriskra herstöftva á dagskrá? — Herstöövarmálin voru jú rædd og viö i landsstjórninni höf- um lagt á það áherslu, aft núver- andi skipan mála sé upprunnin við allt aftrar sögulegar aðstæöur en nú rikja á Grænlandi. Græn- land er stærsta eyja i heimi, 2700 km. skilja aft nyrsta og syösta odda hennar. Þvílikt landflæmi hlýtur að hafa mikla hernaöar- lega þýöingu eins og heimsmál- um er háttaft í dag. Vift erum ekki nema fimmtiuþúsund manns, sem búum hér. Satt best aft segja, þá held ég ekki að viö megnum aft breyta tafli stórveld- anna. Vift höfum bent á aö jafn- vel þó aft ameriska herstöftin á Islandi sé framlag ykkar til NATO, þá hafift þiö upp úr krafs- inu nokkurn efnahagslegan stuftning. Þvi höfum vift tilkynnt amerisku stjórninni, aö okkur finnist þaft eftlilegt, rétt og skyn- samlegt, aft ef herstöftvar veröi á- fram i okkar landi, þá komi á móti viss stuöningur af þeirra hálfu. Þaft tjón, sem hefftbundnir atvinnuvegir hafa beöiö i Thule- héraftinu af völdum amerisku ris- herstöövarinnar, er vissulega vandmetift i aurum, svo og jarö- næftift i Syftra-Struamfiröi. En þessi mál veröa til frekari um- ræftu á Landsþinginu nú I haust. Aðildin að EBE ný áþján — 1 kosningunum 1972 greiddu yfir 70% Grænlendinga atkvæfti gegn aftild aft Efnahagsbandalagi Evrópu. Þift voruft innlimuft engu aft slftur. Hvafta þýftingu hefur þetta haft fyrir Grænland? — Fyrst og fremst vakti þaft grænlensku þjóöina til vitundar um aö Grænland' og Danmörk gætu átt gjörólikra hagsmuna aft gæta. Kosningaúrslitin> og eftir- leikurinn hrundu af staft deilun- um um eignarréttinn á græn- lenskum náttúruauftlindum og þeirri þjóftlegu vakningu, sem leiddi til heimastjórnar. Kosningaúrslitin frá 1972 eru heldur ekki fallin I gleymsku. Landsstjórnin, meö stuftningi Si- umut-flokksins, mun beita sér fyrir þvi, aft nýjar kosningar um aftildina fari fram áöur en sér- samningar okkar viö Efnahags- bandalagift renna út árift 1982. Meirihluti grænlensku þjóöar- innar er i dag tvimælalaust hlynntur úrsögn. — Hvert er mikilvægi þeirra rúmlega 200 miljóna danskra króna, sem Efnahagsbandalagift hefur veitt á s.l. sex árum til upp- byggingarinnar á Grænlandi? — Þessi spurning er gjarnan lögft fyrir okkur og henni er I sjálfu sér auösvaraft. Vift höfum barist fyrir þvl um árabil, aft vift Grænlendingar réftum okkur sjálfir. Aftildin aft Efnahags- bandalaginu er berlega andstæft þeirri stefnu. 1 henni sjáum viö nýja áþján, sem engin efnahags- aftstoft fær létt. — Er þaft ekki Efnahagsbanda- lagift, sem ákvarftar hámarks- afla ykkar á eigin miftum? — Arlega þurfum viö aft semja um þá hluti vift valdhafana I Bríissel, sem einnig skammta öftrum Efnahagsbandalagsþjóö- um veiftikvóta á okkar miftum. — Hvernig gæti Grænland hugsanlega sagt sig úr Efnahags- b. eitt og sér, ef þaft er enn ótvf- ræftur hluti af Konungsveldinu Danmörk? — Vift höfum orft dönsku stjórn- arinnar fyrir þvi, aft hún muni ekki snúast gegn væntanlegri úr- sögn okkar, hljóti hún samþykki meirihluta grænlensku þjóöar- innar i almennum kosningum. Dönsk yfirvöld hafa hins vegar varaft okkur vift miklu efnahags- legu tjóni, sem þau meina aft hlotist gætu af þeim aögeröum. — Litift þift i Siumut-Ilokknum á heimastjórnina, sem áfanga á lengri leift efta sem takmark I sjálfu sér? Er heimastjórnin spor i áttina aft fullum sambandsslit- um? — Þvl get ég ekki svaraft I dag. Vift höfum barist fyrir heima- stjórn og hana höfum viö fengiö. Nú er aft sjá hvernig hún reynist i framkvæmd. Verfti þeir, sem slft- ar taka vift af okkur óánægftir meft eftli hennar og útlit, finnist hún ganga of skammt, vona ég aft þeim auftnist aft finna nýjar leiftir. Viljum samvinnu r við Islendinga — tsland og Grænland eru bæfti harftbýl lönd i norfturhöfum. Þjóftirnar, sem þau byggja, eiga afkomu sina undir sjónum. Saga þeirra beggja er mörkuft niftur-' lægingu danskrar nýlendukúgun- ar. Finnst þér ástæfta til þess aft stuft’a aft aukinni samvinnu tslendinga og Grænlendinga, jafn vel þó aft illa hafi tekist til vift fyrstu tilraunir i þá átt hér á vesturströndinni fyrir u.þ.b. 500 árum? — Þaft mun vera rétt, aft fyrstu kynni þessara tveggja þjófta munu ekki hafa veriö til neinnar fyrirmyndar, en þær erjur eru nú gömul saga. Vift viljum stuftla aft sem mestri samvinnu vift Islendinga um allt er varöar fiskveiöar á N-Atlants- hafinu og I þvi sambandi erum viö reiftubúnir til samninga um rétt- láta lausn Jan Mayen-deilunnar. Eínnig hafa Islendingar af mikilli reynslu aft miftla, sem gæti orftift okkur kærkomin hjálp vift uppbyggingu sjávarútvegs- ins. Allt til þessa hefur samvinn- an vift Islendinga veriö hvaft mest á svifti sauftfjárræktar á Suftvest- ur-Grænlandi, en til þeirra mála þekki ég gjörla af búsetu minni I Qaqortoq (Julianeháb). Sjálfur sauftfjárstofninn er islenskur og grænlenskir fjárbændur hafa þvi eftlilega sótt til Islands menntun og reynslu. Þar hefur þeim veriö einkarvel tekift og vinátta kvikn- aft. Aætlunargerö sauftfjárræktar- innar á s-vestur-Grænlandi hefur á undanförnum árum veriö unnin I samvinnu viö starfsmenn islensku tilraunastöftvarinnar aft Keldnaholti meft Ingva Þorsteins- son I fararbroddi. Sjálfur hef ég feikimikinn áhuga á þessum mál- um, þvl mér segr svo hugur, aö grænlensk sauöfjárrækt eigi mikla framtift fyrir sér og aft inn- an skamms muni hún veita ólikt fleira fólki vinnu en i dag. A svifti mennta- og menningar- mála mættu samskiptin aukast til mikilla muna, en ófáir Græn- lendingar hafa samt sótt nám lengri efta skemmri tima á tslandi. Margir þeirra eru nú i á- hrifastöftum og vilja gjarnan stuftla aft auknum tengslum viö næstu nágranna okkar, íslendinga. — Og aft lokum, Jonathan Motz- feldt landsstjórnarformaftur, ein nærgöngul spurning: Nú starfaftir þú sem prestur, þú ert guftfræftingur aft mennt. Hvaft sneri þér aö stjórnmáium? (Hugsar brosandi smástund) — Ég ólst upp i smáþorpi, þar sem allir voru veiftimenn. Þar voru menn sjálfstæftir og sjálfum sér nægir um flesta hluti. Siftar varft mér ljóst aft ástandift var öllu ömurlegra vifta annars staftar meftal samlanda minna. 1 prest- starfinu hef ég haft einstakt tæki- færi til þess aft kynnast náiö, gegnum fólk, sem hefur leitaft til min, öllum þeim félagslegu vandamálum, sem dunift hafa yf- ir samfélag okkar undanfarin 25- 30 ár. Sú sannfæring óx meö mér jafnt og þétt, aft eina leiftin aft far- sælu samfélagi á Grænlandi lægi um sjálfstjórn, aft Grænlendingar réöu sinum málum sjálfir. Mér varft ljóst, aft á engan annan máta fengi þjóftin endurheimt sjálfs- virftingu sina, en hún er nauðsyn- legur hvati allra annarra dáfta. Þar sem ég leitast ætift viö aft vera sannfæringu minni trúr, varft ekki komist hjá þvl aft taka þátt I pólitiskri baráttu. Orftskýringar: 1) Siumut = áfram Atassut = samband Inuit Ataqatigiit = samherjar Sulissartut Partiat = verka- mannaflokkurinn. 2) Almennt er talift, aft um 20% þjóftarinnar sé atvinnulaus.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.