Þjóðviljinn - 07.10.1979, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 07.10.1979, Blaðsíða 4
4 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 7. október 1979 UOWIUINN Málgagn sósíalísma, verkalýðs- hreyfingar og þjóöfrelsis ('tgefandi: Útgáfufélag újóöviljans Kramkvæmdastjóri: Eiöur Bergmann Kitstjórar: Arni Bergmann. Einar Karl Haraldsson. Kréttastjóri: Vilborg Haröardóttir l msjónarmaöur Sunnudagsblaös: Ingólfur Margeirsson. Rekstrarstjóri: Úlfar Þormóösson Auglvsingastjóri: Rúnar Skarphéöinsson Afgreiöslustjóri: Valþór Hlööversson BlaÖamenn: Alfheiöur Ingadóttir, Einar Orn Stefánsson, Guöjón Friöriksson, Ingibjörg Haraldsdóttir, Magnús H. Glslason, Sigurdór Sigurdórsson. Erlendar fréttir: Halldór Guömundsson. ; Iþróttafréttamaöur: Ingólfur Hannesson. I.josmyndir: Einar Karlsson, Leifur Rögnvaldsson. Ctlit og hönnun: Guöjón Sveinbjörnsson, Sævar Guöbjörnsson. Handrita- og préfarkalestur: Andrea Jónsdóttir, Elias Mar. Safnvöröur: Eyjólfur Arnason Auglýsingar: Sigríöur Hanna Sigurbjörnsdóttir, Þorgeir Olafsson. Skrifstofa: Guörún Guövaröardóttir, Jón Asgeir Sigurösson. Afgreiösla: Guömundur Steinsson, Kristín Pétursdóttir. Slmavarsla: Olöf Halldórsdóttir, Sigrlöur Kristjánsdóttir. Bflstjóri: Sigrún Báröafdóttir Húsmóöir: Jóna Siguröardóttir Pökkun: Anney B. Sveinsdóttir, Halla Pálsdóttir, Karen Jónsdóttir. útkeyrsla: Sölvi Magnússon, Rafn Guömundsson. Ritstjórn, afgreiösla og auglýsingar: Slöumúla 6, Reykjavik, sími 8 13 33. F*rentun: Blaöaprent hf. Jarmaö á erlenda stóriöju • Nú á haustmánuðum hefur skyndilega kveðið við mikill jarmur á erlenda stóriðju. Ekki einasta að Vísir og Morgunblaðið hafi dregið upp mynd af fegurra mannlfti og betri lífskjörum í kjölfar stóriðjuframkvæmda og innstreymis erlends fjármagns, heldur hafa Alþýðu- blaðið og Tíminn leikið undir í ýmsum tóntegundum. Vafalaust boðar þetta tillöguf lutning um stóriðju í sam- vinnu við erlenda auðhringa, þó að viðræðunefnd við erlenda aðila um orkufrekan iðnað hafi verið lögð niður er ríkisstjórnin var mynduð fyrir rúmu ári, „enda hefur ríkisstjórnin engin áform um að heimila innstreymi erlends áhættufjármagns í stóriðjufyrirtæki," eins og stendur skýrum stöf um í samstarfsyf irlýsingu stjórnar- f lokkanna. • Þessi stóriðjujarmur kemur upp þegar staða þjóðarbúsins út á við hef ur stórbatnað, þegar tekið hef ur verið til við nýsköpun i iðnaði eftir aðgerðarleysi hægri stjórnarinnar og þegar ný viðhorf blasa við í orkumálum sem gera það að verkum að Islendingar verða að f ara að ákveða hvernig þeir hyggjast ausa úr takmörkuðum orkusjóði á næstu áratugum. Oft er talað um vatnsaf lið i landinu og jarðvarmann sem óþrjótandi orkulind sem muni nægja um aldur og ævi. Þetta viðhorf er að sínu leyti jaf n mikill misskilningur eins og þegar íhaldsmenn vildu fyrir tíu til fimmtán árum flýta sér að selja alla nýtanlega raforku okkar til erlendra auðhringa því kjarnorkan myndi gera hana verðlausa innan nokkurra ára. Staðreyndin er hinsvegar sú að verði stef nt að því að framleiða innlent eldsneyti til þess að f ullnægja þörf um landsmanna að verulegu leyti mun mjög ganga á nýtan- legan orkusjóð íslands. • íslendingar verða að varðveita yfirráð sín yfir orku- lindum landsins og atvinnulífi. Á sviði innlendrar iðn- þróunar blasa við næg viðfangsefni sem eru af þeirri stærð og gerð að landsmenn ráða sjálfir við þau án f jármálalegrar íhlutunar erlendra auðhringa. AAá þar minna á verkefni á sviði skipasmíða, veiðarfæragerðar, ullar- og skinnaiðnaðar, matvælaf ramleiðslu, lífefna- iðnaðar, fóðurframleiðslu, rafeindaiðnaðar sjóefna- vinnslu á ýmsum stigum eldsneytisf ramleiðslu og á þá f jölþættu og ónýttu möguleika sem f iskiðnaðurinn felur i sér. • Sum þessara verkefna flokkast undir orkufrekan iðnað og stóriðju sem á fyllsta rétt á sér hér á landi og getur fallið með eðlilegum hætti inn í atvinnulíf lands- manna. Þess þarf hinsvegar að gæta að iðnaður af slíku tagi sé i höndum (slendinga og sé byggður upp innan ramma víðtækra þjóðhagsáætlana, þar sem ríkt tillit er tekið til skynsamlegrar auðlindanýtingar og æskilegrar atvinnu — og byggðaþróunar í landinu. • Innlend iðnþróunarverkefni krefjast í senn meiri hugkvæmni, langsærri skipulagningar og hagsýni, en hin sem hingað berast eingöngu vegna þeirri orku og aðstöðu sem við höfum yfir að ráða, og er orðin eftir- sóknarverð vegna þess að þrengt er að stóriðjuverum víða um heim. Ekki ætti að leika vafi á því, að hvoru verkefninu íslendingar eiga f remur að beita sér. Það er ekki aðeins að í innlendu fyrirtækjunum, sem byggja á heimafengnum auðlindum, jafnt orku og hráefnum, sé arður og áhætta okkar megin, heldur munu tengsl þeirra við annan iðnað í landinu verða náin og sú þekking sem af glímunni við þau sprettur koma öðrum atvinnu- greinum til góða. ( Þrátt fyrir þetta eru þeir f jölmargir áhrifaaðilarnir í þjóðfélaginu sem ekki vilja glima en á hinn bóginn ólmir fórna langtímahagsmunum þjóðarinnar fyrir stundar- gróða.Undir forystu Magnúsar Kjartanssonar sló vinstri stjórnin '71 til'74 varnagla við óheftri ásókn erlends auð- magns í íslenskt atvinnulíf. Takist að verja þá stefnu sem vinstri stjórnin markaði, að íslenska ríkið eigi að vera meirihlutaaðili í öllum stóriðjufyrirtækjum, verða engar kollsteypur teknar í slíkri iðnþróun hérlendis, þar eð f járhagsgeta þjóðarinnar verkar þar sem temprandi hemill. Sé nægilega fast staðið á þeim hemli á að vera tryggt að nýting orkulinda landsins verði í höndum landsmanna sjálfra og þær ekki seldar eða þeim ráðstafað um ófyrirsjáanlega framtíð fyrir ímyndaðan stundarhagnað. En hvað sem því líður verður nú að snúast af alefli gegn jarminum á erlenda stóriðju. -ekh. # úr aimanakínu Allar götur síðan sú fræga „Svarta skýrsla” fiskifræðing- anna kom út og gerði meiri usla i islensku þjóðlifi en flest annað hin siðari ár, hafa fiskveiðar og fiskifriðun verið meira til um- ræðu hér á landi en önnur mál, af eðliiegum ástæðum. Fisk- veiðar, sem i gegnum aldirnar hafa verið óheftar og allt gert sem hægt hefur verið til að auka þær sem mest og aldrei þótti mönnum nógu mikill afli, voru allt i einu takmarkaðar. Sild- veiöar, þorskveiðar, loðnuveið- ar, rækjuveiðar, allt takmark- að. Örlæti Frá þvi útflutningur sjávar- afurða hófst á íslandi hafa þær verið fluttar út óunnar. Aðeins hráefni til vinnslu. Þeir sem hafa keypt af okkur þetta hrá- efni hafa siðan fullunnið það og selt á margföldu verði. Jafnvel nú, eftir að takmarkanir hafa verið settar á fiskveiðar heyrist varla rödd sem hvetur til full- Örlátir íslendingar vinnslu sjávarafurða hér á landi. Afram skal haldið að rétta þeim þjóðum sem kaupa af okkur hráefnið, miljarða kr. gróða uppi hendurnar með fúll- vinnslu þessafla sem við gætum hæglega unnið sjálf og hirt ágóðann af. Þetta er mikið ör- læti. Menn þrátta aftur á móti um það hvort veiða megi tonn- inu meira eða minna af þessu hráefni til handa öðrum þjóöum að vinna úr og græða á. íslands sild A fjölmörgum veitingahúsum suður á sólarströndum Spánar er boöið uppá mareneraða Islands sild. Þegar að var gáð kom i ljós að ákveðin heildsala þar syðra flutti inn tslands sild. Og þessi tslands sild var flutt til Spánar frá Sviþjóð og seld þar á 850 peseta kg. i heildsölu, sem svarar til 5 þúsund króna isl. Hér er um að ræða sild sem Svi- ar kaupa af okkur saltaða niður i tunnur. Slöan fullvinna þeir hana og selja út um alla Evrópu. Þessum sfldarmarkaði gætum við ráðið ef við vildum, við eigum hráefnið, en enginn virðist hafa áhuga á þessari fullvinnslu, utan örfáir menn sem hafa fiktað við niðurlagn- ingu, meira af áhuga en kunnáttu, enda hefur hvert slys- iö á fætur öðru átt sér stað, vegna þess að kunnáttumenn van tar. Það er fyrst núna hin allra siðustu ár, sem Háskóli tslands, þess lands sem lifir eingöngu á framleiðslu matvæla, setur á stofn deild til að mennta mat- vælafræðinga. En i gegnum tið- ina hefur þessi sami skóli fram- leitt lögfræðinga, viöskipta- fræðinga og hagfræðinga svo dæmi séu nefnd af þarf minni stéttum, eins og vinarbrauð. Fullar frystigeymslur af íslenskum hrognum Kunningi minneinn,sem itæp 40 ár hefur fengist við niður- suðu og niðurlagningu matvæla, einkum sjávarafurða uppá Akranesi, sagði mér þá sögu að hann var fyrir nokkrum árum á leið til Þýskalands til að kynna sér nýjungar á þessum iðnaði. Hann kom i leiðinni við i alveg nýrri niðursuðu og niðurlagn- ingarverksmiðju i Danmörku. Honum var þar boðið að skoða verksmiðjuna og þar á meðal frystiklefana. Þegar inni þá kom gaf að llta sneysa fulla frystiklefa af grásleppuhrogn- um frá tslandi. Danirnir sögðu honum að þeir keyptu eins mik- ið og þeir mögulega gætu fengið af söltuðum grásleppuhrognum frá tslandi, full innu þau sem kaviar og seldu á margföldu verði. Nú er það svo að Islendingar flytja út um það bil 80% af öllum þeim grásleppuhrognum sem til eru í heiminum. Þar af leiðir að við getum, ef við viljum, ráðið heimsmarkaðnum á fullunnum grásleppuhrognum. Hvers vegna þá ekki að gera það? Helmingi hærra verð t viðtali sem Þjóöviljinn átti við Guðberg Ingólfsson, fisk- verkanda i Garöinum i siðustu viku,kom fram, að með þvi að þurrka saltfiskinn og selja hann þannig unnan út, fæst rúmlega helmingi hærra verð fyrir hann en ef hann er seldur út blautur eins og nú er gert að mestu. Það kom einnig fram i þessu samtali aðNorðmennbanna aö flytja út blautan saltfisk. Þar i landi er skylda að þurrka hann, til þess að fá eins hátt verö og mögulegt er fyrir þessa dýrmætu vöru. En örlæti okkar tslendinga er svo mikið að við seljum Spánverj- um og Portúgölum fiskinn óþurrkaðan á lágu verði, en sið- an þurrka þessir kaupendur fiskinn heima hjá sér og selja á margföldu verði, en saltfiskur er lúxusmatur i Suöurlöndum og aðeins á færi hinna efnaðri að kaupa hann. Við Islendingar, sem eigum ómældan jarðhita óvirkjaðan gætum þvi á allra ódýrasta hatt þurrkað allan okkar saltfisk Sigurdór Sigurdórsson skrifar sjálfir og fengið 5500 dollara fyrir tonnið i stað 2600 eins og nú er fyrir blautfisk. Að visu skal viðurk,ennt að við getum ekki hoppað inná alla þessa markaði rétt eins og ekkert væri. Mark- aði þarf að vinna upp og það tekur sinn tima. Það er heldur ekki nóg að vinna upp einhvern markað eins og Islendingar hafa stundum gert, en sinna honum siðan ekki neitt. Menn þurfa að leggja alla alúð við þá markaði sem unnist hafa ef þeir ætla að halda þeim. Það forskot sem við gætum haft umfram aðrar þjóðir i þessum efnum er að okkar hráefni er betra en flestra annarra. Og sé full- vinnsla þess i lagi, þá er erfitt að keppa við okkur. Mörg fleiri dæmi i þessum efnum mætti nefna, svo sem fiskilifur, en sem kunnugt er henda Islendingar nær allri þeirri lifur sem fæst úr afla tog- aranna. Þar fer meira en mil- jarður árlega i sjóinn vegna þess að litið sem ekkert fæst fyrir lifrina i landi ef hún fer að- eins i lýsisvinnslu og enginn sinnir þvi-að sjoða niður lifur nema ein niðursuöuverksmiðja, HB Co á Akranesi. Forráða- menn þess fyrirtækis segja að nú séu þeim að opnast allir markaðir, vegna þess að Norð- menn, sem hafa ráðið markaðn- um, geta ekki lengur sinnt hon- um vegna mengunar iþeim fiski sem þeirveiða, en sem kunnugt er, er lifur viðkvæmust allra lif- færa fyrir sliku, þar sem hún vinnur óþverran úr fiskinum. Þessvegna spyr maður, hvers vegna iósköpunum, sköpum við ekki atvinnu i landi, samfara þvi að fá miljarðatugi meira af gjaldeyri i þjóðarbúiö með þvi að fullvinna sjálfir okkar fiskaf- uröir? Hversvegna látum við öðrum það eftir? Hversvegna þetta örlæti?

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.