Þjóðviljinn - 07.10.1979, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 07.10.1979, Blaðsíða 10
10 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 7. október 1979 helgarvidlalíð Teikning og texti: Ingólfur Margeirsson — Hvaðsegirðugóðurinn? Hvaðeigum við að tala um? Fáðu þér sæti, helltu kaffi i bollann þinn gæsk- urinn, má ég bjóða þér sígarettu? Hvernig líður þér annars? Erekki bara alltgottað frétta? Já, hvaðviltu tala um? Að drekka sig fullan eða hengja sig „ímyndunarveikin” eftir Moliere og hitt á andstæðum vegg, stórt litaspjald sænskt um mismunandi brennivinsteg- undir. — Eigum við að tala um brennivin, segir örn um leið og hann neglir augngotur undir- ritaðs. Hann biður ekki eftir svari: — Já, hvað viltu vita vinur minn? Ég ætla strax að taka það fram að ég er ekki hættur aö drekka. Ég er ekki i bindindi. En ég er ekki með i dag. Það er heila málið. Alkóhólismi er nefnilega eins og sykursýki. Það er ákveðið efni sem þú mátt ekki snerta, vegna þess að þú ert með ofnæmi fyrir þvi. Alkóhól- ismi er sjúkdómur, alkóhólisti er sjúklingur. Já, já, segir hann, og slær höndunum um stofuna. Hér bjuggum viðSigurjón samanog stigum dansinn i eitt og hálft ár. Þá var nú oft kátt i höllinni. Það var á þeim tima sem ég var að vinna að þessu leikriti minu „Fyrsta öngstræti til hægri.” Ég var nú hálffullur allan timann þegar ég var að skrifa leikritiö, en Guði sé lof var runnið af mér þegar ég las það yfir, lagfærði og breytti. Svo var ég svo heppinn aö fá Sigurjón, hundvanan leikhúsmanninn til að gera leiktjöld, búninga og props. Svo hæg voru heima- tökin. Fáðu þér meira kaffi, vinur. — o — — Segðu mér frá þessu leik- riti þfnu... — Já, þetta fjallar um tvær ungar stúlkur sem stiga dansinn stóra. Ég reyni að draga upp lif- erni þeirra, hrottafengiö og skemmtilegt. Já, þvi það er gaman að drekka brennivín: meðan maöur þolir það. Það er fyrst þegar það truflar lifs- munstrið, sem það verður vandamál. Og þá þarf að kippa þvi i lag. Maður sem er lær- brotinn bíður ekki í marga mán- uði áður en hann leitar læknis. En leikritið, já: Stelpurnar lenda i ýmsu, og ég reyni að sýna lif þeirra frá mörgum hliðum. Ég held — (nú dokar örn örlltið viö) að ég dragi upp sanngjarna mynd af þessu lifi. — En auðvitaö tryggir áfengisvima ákveðna laus- beislun? — Já, já, heyröu, hlustaðu nú: Að vera fullur er bara afsökun. Var þetta vont svar? Ókei! Að vera drukkinn er réttur til að blaðra og láta taka eftir sér. Stökkpaliurinn er viman. Það er einmitt þetta sem ég reyni að reifa I leikritinu. Hvað snýr upp og hvaö snýr niöur. Leyfðu mér heldur að segja: Hvað liggur á borðinu þegar upp er staðið? Eða: Ég gef upp boltann og bið átekta hver skorar markið. — 0 — Þú ert skráður sem visna- söngvari i simaskránni? — Ég er vísnasöngvari. Fyrst og fremst það. En ég verð að viðurkenna, og skrifaöu þetta rækilega: Það eru tvö ár siöan ég hef eiginlega hreyft á gitar. En ég get spilaö fyrir þig ef þú vilt. Viltu þaö gæskur? örn tekur gitarinn af Reyktar sígarettur með Erni Bjarnasyni vísna- söngvara veggnum. Blessaður, ég hef ekki æft mig neitt! Áður en ég veit af er örn byrjaður að syngja. (Þekkir þú þá tilfinningu þegar frægir textar eru sungnir og sem þú hefur aldrei heyrt áður? Nú — þannig leið mér). — Þetta, segir örn um leið og hann lýkur textanum, var söng- urinn um spóann eftir Jóhannes úr Kötlum. (Enn verra sam- viskubit.) Það heitir „Interview”. — Og lagið er náttúrlega eftir þig, segir blaðamaður til að bjarga sér út úr ógöngunum. — Ja, ég hélt að lagið væri eftir Þorvald Arnason, en hann sór og sárt við lagöi að svo væri ekki. Nú, þá hlýtur lagiö að vera eftir mig. — En ég hef sem sagt ekkert æft mig. Og nú kemur næsta visa. — Manstu eftir laginu um Visitölu- fjölskylduna? Ég er búinn aö semja nýtt erindi við þann söng. Og án þess að biða boðanna: „Það var ópium, nóbrium librium og valium, kalsium, sódium, amfetamin, dópesin, ritalin, prelúdin, Reykjalin með hýjalln plús heimabrugg og brennivín”. — 0 — — Hvenær kemur platan? — Góð spurning! Það hefur nefnilega alltaf staðið til að gefa út hljómplötu. En svo fór bara fyrirtækið á hausinn. — Hvaða fyrirtæki? — Já, viltu að ég segi þér það? ókei. Gagn og gaman. Þetta lag átti að vera á plöt- unni: Eftir Konna Vresjvik. örn syngur um draumfarir sinar. Upphafið: „Sjálfstæðis- dansinn er brátt fyrir bi” (Hinum til huggunar eru allir flokkar teknir fyrir. Lengi lifi hlutleysisprinsippið!) Og svo: — Ingó minn viltu heyra einn söng sem ég held soldið mikið upp á? Það er gamaltlag eftir Woody, þú veist gamla Guthrie? Það er svona: Gitarleikurinn fyllir her- bergiö. — örn ertu hernámsand- stæöingur? Hann leggur gitarinn frá sér. Er þreyttur á svipinn. Svo aftur þessi æskugáski: — Mér finnst svo ótrúlegt að það sé búið að telja heilli þjóð trú um aö það sé rétt að hafaher i landi. Hvernig á maður eiginlega að ræða þetta? Hér er her frá öðrum hálfvitanum? Rökin fara á sveig við blöð i bókum. Ingó, skrifaðu þetta svona: Tjáningarfrelsið, margrómað og indælt, er það virkilega bara réttur þeirra sem vilja ljúga þvi að almenningi að allt sé i lagi? Allt I lagi, þegar allt er i stak- asta ólagi? Ha? Viltu að ég brynni músum? Viltu að ég skammist min niður i tær? Vinur minn, hugsaöu sjálfur: Eigum viö að gefa morðingjum land, sem reyndu að þurrka út bændaþjóð i Vietnam, sem þeir þekktu ekki einu sinni? Banda- riskur her sem fæst við skáta- störf? Viltu að ég svari þessari heimskulegu spurningu? I alvöru, ég er alveg mát. — 0 — — A kvöldin tekur þú við neyðarsima SAA? — Já. Samtök áhugamanna um áfengisvandamáliö eru orðin landssamtök með rúmlega 8 þúsund félags- mönnum. Hér er félagsráðgjöf, námskeið fyrir aöstandendur, Silungapollur er læknisstöð og Sogn i ölfusi endurhæfingar- miðstöð fyrir alkóhólista. Kvöldsiminn er hugsaður sem framhald af skrifskrifstofu- simanum. Hann er virkur öll kvöld ársins frá 17 til 23. — Hverjir hringja? — Aðstandendur alkóhólista, börn þeirra, eða þeir sjálfir. Sjáðu til, neyðarsiminn er aðeins notaður þegar allt er komið i rúst. Brennivinið spyr aldrei um afleiðingarnar. Þetta er ekki vont fólk, heldur er hér um að ræða eðli sjúkdómsins. Vandamálið er gifurlegt. Það eru 70 manns á biðlista að komast á Silungapoll. Og 32 á biðlista að Sogni. Free-port ferðir eru að visu aflagðar, en deild 10 á Kleppi annast einnig meðferð áfengissjúklinga. Vinur minn, alkóhólismi er ekki ræfilskapur eins og margir hafa á tilfiiíningunni. Alkóhólismi er sjúkdómur. Sko, þú verður alkóhólisti á tvennan hátt: t fyrsta lagi með þvi að drekka nógu mikið brennivin og i öðru lagi með þvi að umgang- ast alkóhólista nógu lengi. Og skrifaðu innan sviga: „Þegar þessi samloka er höfð i huga, getur maður imyndað sér hvernig börnin fara út úr þvi. „Fyrir alkóhólista er aðeins einn læknir: Hann sjálfur. En ég er sem sagt ekki farinn i bindindi. Ég er bara ekki með i dag. Kannski hafa vinirnir horfið. Ég er einangraðri. Þetta er orðiö annaö lif, rólegri ver- öld, ég á ekki samleið meö fólkinu sem drekkur. Ég er ein- faldlega aö gera eitthvað annaö. —im örn Bjarnason lætur móðan mása og er á skömmum tima búinn að kolrugla undirritaðan á sinn elskulega hátt: blaða- maðurinn hefur fullt i fangi með að svara spurningum i stað þess að spyrja. En vikjum að umhverfinu: Við sitjum i nota- legri risibúð visnasöngvarans og rithöfundarins að Skipa- sundi, mikið um bækur, gitar á vegg sömuleiðis alls kyns plaköt og pornógrafiskar klippi- myndir. — Þessa mynd gerði ég, segir örn, hún heitir „Prinsessan á bauninni”. Þetta er sjálf prins- essan, þarna eru áhorfendur og svo Sveinn lengst til hægri. Hann er soldið miður sin. Hérna er önnur mynd, gerð handa vini minum Hilmari Helgasyni, hann flytur inn Canon-vélar, þess vegna eru allar þessar vélar þarna, og bera stelpan er klippt úr Rapport. Hann Sigur- jón (Jóhannsson leiktjalda- málari) kenndi mér þessa klippitækni. Það er fjári gaman að fást við svona en vera ekki alltaf að skrifa. Viltu sigarettu? örn stingur að mér sigarettu og lyftir Dunhill kveikjara. — Þetta er tvöhundruð- þúsundkróna kveikjarinn minn. Vinkona min færði mér hann. Meðan örn kveikir sér i sigar- ettunni, horfir blaðamaður á tvö plaköt, annað af leiksýningunni En að sjálfsögðu fer leikritið viðar. Ekki sist fær skólakerfið smávink. Sjáðu til, borgaralegt skólakerfi fabrikkerar vinnuafl, en það er alls engin áhersla lögð á manneskjuna sjálfa. Jafnvel háskólagenginn maður kann ekki að bregðast viö jafn einföldum hlut eins og að lenda i ástarsorg. Já, við skulum taka þetta dæmi: hvað gerir maður sem lendir i ástar- sorg? Jú, hann drekkur sig annað hvort fullan eða hengir sig, eða kannski hvorttveggja: og þarna hefur þú skólann i hnotskurn: Manneskjan er aukaatriði, það er veriö aö gera hana aö góöum framleiöanda, að auðmjúkum þjóni. Kjafta ég mikið? En leyfðu mér að segja þó þetta: Fyrir bragðið eru tilfinningar krakk- anna vanræktar. Og hver verður útkoman? Jú, krakk- arnir botna hvorki upp né niður i sjálfum sér! Þau vita alls ekki hvað þau vilja. Og þá er svo auðvelt að láta hassið eða brennivinið taka ákvörðunina. Þar liggur jú lifshamingjan. Nú auðvitað strandar stór hluti i vimugjafanum sjálfum. Og ekki bætir það úr skák. Þú skilur, það hviiir einhver ævintýra- ljómi yfir drykkjunni. Það er nefnilega fint að vera fullur. Að vera drukkinn tryggir manni að ganga i augun á kvenfólki!

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.