Þjóðviljinn - 07.10.1979, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 07.10.1979, Blaðsíða 9
Sunnudagur 7. október 1979 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 9 Robert Jacobsen frá Danmörku: ,,Lego” (1974-76). Stál Unnið viö samsetningu „Instalation” eftir Viggo Andersen (1979) frá Noregi. OLAFUR LARUSSON: 15. Skúlptúr- Biennalinn í Antwerpen 170 skúlptúrar eftir 70 listamenn frá Norður- löndunum eru nú til sýnis i AAiddelheim-garðinum. Yfirskrift Biennalsins að þessu sinni er að gefa sem gieggsta mynd af því sem er að gerast i skúlp- túr á Norðurlöndunum. Rétt er aB lýsa litiö eitt safn- inu i Middleheim en það var stofnað 1950 af þáverandi borgarstjóra Antwerpen og þvi fundinn staður á herrasetri sem reist hafði verið á siðari hluta 18. aldar. Skúlptúreign safnsins er komið fyrir i garðinum sem sem er 18 hektarar (þar af 6 hektarar fyrir Biennalinn). Nú er eign safnsins 270 skúlptúrar 110 teikningar auk 28 skúlp- túra sem safnið hefur i vörslu i eign annarra.Við safnið bæbast svo jafnt og þétt ný verk, þvi keypt er á hverjum Biennal nokkur verk. Tilgangur safnsins er að safna skúlptúr frá Rodin til þessa dags. Ætla má að þetta sé eitt stærsta safn sinnar teg- undar i heiminum i dag. Bienalinn 1951 er fyrsta alþjóðlega sýn- ingin haldin i Middelheim og þótti hann takast það vel að ákveðið var að gera alþjóölegan Biennal að föstum liö. A þeim sýningum sem haldnar hafa verið siðan hefur verið sýnt frá nær öllum löndum Evrópu, Norður- og Suður Ameriku og nokkrum löndum Asiu. Allt fyrirkomulag er mjög athyglis- vert, og virðist miklu fé varið bæði i safnið og Biennalinn. Sýningin Af þeim sem sýna er rétt fyrst frægan að telja Danann Robert Jacobsen sem sýnir miklar stálmyndir. og er óþarfi að skýra hans verk svo þekktur sem hann er. Tveir aðrir Danir vöktu sérstaklega athygli fyrir verk sin, þeir Björn Nögárd og Per Neble. Verk Björns, „Draumakastalinn” er einskon- ar hof sem gert er úr blönduöu efni og tekst honum að skapa mjög sérstæða tilfinningu (Björn Nörgárd sýndi 1978 á Kjarvalsstöðum). Verk Per Neble samanstóð af 30 raf- magnsklukkum sem hann kom fyrir á við og dreif um sýningar- svæðið og hét Project fyrir Middelheim. Af Finnunum bar Mauno Hartman af með verk sin sem eru gerð úr trédrumbum úr gömlum mannvirkjum voru verk hans i senn stilhrein og gáfu góða tilfinningu fyrir efn- inu sem hann notar. Mesta breiddin virtist vera hja Norðmönnum, og vakti verk Siri Aurdals, „Enviroment, kveðja til Lukasar” athygli en það er gert úr miklum plaströrum, og verk Viggos Andersens, „Instalation” var gert úr þrem gróðurhúsum sem dreift var i fyllstu merkingu um stórt svæði. (Viggó sýndi á Kjarvals- stöðum 1978.) Erfiðast er að gera sérstaka grein fyrir þætti Svia sem voru með nokkuð jafnt lið, þó er rétt að geta Per Olof Uttvedt, sem var með þrjár trévélar. Þá er röðin komin að Islend- ingunum en þeir voru aðeins fimm Jón Gunnar Arnason, Niels Hafstein, Jóhann Eyfells, Ólafur Lárusson og Hallsteinn Sigurðsson. Verki Jóns Gunnars „Fljótandi sólspeglar” sem eru nokkurskonar baujur kom hann fyrir i tjörn garðsins og mynd- uðu þeir linu þvert yfir hana; annað verk hans „Sólvagn” var hinsvegar staðsettur á flöt þar sem sýningargestir gátu dregið hann til að vild. Jóhann var með útblásinn skúlptúr gerðan úr slöngum og hét Marathon Totem Kom hann sinu verki einnig fyrir i tjörninni. Níels var með verk sem hann kallar „Sex hlutir með sögum” og voru það sex trédrumbar raðað upp i beina linu og sögum komið fyrir á mismunandi vegu i enda þeirra. Ólafur var með verk sem heitir „Nafnlaust I og II” og voru bæði verkin gerð úr speglum og var þeim báðum komið fyrir inni i skóginum. Hallsteinn hafði þvi miður lent i farmannaverkfallinu með verk sin og voru þau ekki komin á staðinn þegar undirritaður var staddur á staðnunven þau kom- ust þó upp stuttu siðar. Taka skal fram að Norræni menn- ingarmálasjóðurinn styrkti sýn- inguna og ef svo hefði ekki verið hefðum við Islendingarnir ekki getað tekið þátt i þessari sýn- ingu, en kostnaður okkar við feröir, efni, uppihald og tækni- lega aðstoð var allur greiddur af þeim og stökk það á fleirri hundruðum þúsunda. Vart þarf að taka fram að ekki var um neinn styrk héöan að heiman að ræða. Jón Gunnar Arnason við sóispegla sina. (1979). Ólafur Lárusson kemur fyrir verki sinu „Nafnlaus II” (1978- 1979) gerðu úr speglum og tré. Björn Nörgárd: Draumakastali (1979). Blandað efni. Jóhann Eyfells við samsetningu Marathon Totem.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.