Þjóðviljinn - 13.04.1980, Síða 2
2 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 13. april 1980
Gríma eða
Föstudagurinn langi rann upp,
langur og leiöinlegur. LandslýBur
setti á sig geislabaug skinhelg-
innar og keppendur i skiöalands-
mótinu á Akureyri hættu keppni.
Flugleiöir sendu engar flugvélar i
loftiö og ekki var hægt aö kaupa
pulsu úti i sjoppu.
Ef útvarpiö var opnaö mátti
heyra sungiö væmnum og klökk-
um röddum 1 gegnum móöu og
mistur svo aö lá viö aö maöur færi
aö gráta. <
Hvaö er hægt aö gera á'svona
degi?
Aö sjálfsögöu væri allt þetta til-
stand gott og blessaö ef trúartil-
beiöslan væri fölskvalaus. Ég er
samt hræddur um aö flestir láti
sér bara leiöast þennan dag og
sorgarsvipurinn á mörgum prest-
inum sé grima en ekki pina.
Sjálfur geröist ég mjög brotleg-
ur þennan dag. Ég fór á vinnustaö
minn og vélritaöi dálitiö sem ég
er aö gera fyrir sjálfan mig. I
Siöumúla var ekki nokkur sála og
dauöaþögn rikti. Vinnufriöurinn
var þvi alger.
í raun og veru er gott aö vera
stöku sinnum svona einn meö
sjálfum sér og ekki truflaöur af
neinu, hvorki sjoppum, messum
eöa biladrunum. Þaö er eins og
maöur sé kominn út 1 eyöimörk-
ina og geti loks fariö aö hugleiöa
sjálfan sig og lifiö. Af og til
gleymdi ég mér yfir vinnunni
þennan dag viö svoddan hug-
leiöingar.
Verst er þegar hugurinn er
kominn svo langa veru inn i óra-
viddir og fen heimspekinnar aö
maöur er farinn aö telja sér trú
um aö spektin sé komin yfir
pína?
mann. Mér kom t.d. allt I einu til
hugar einhvern tima i þögninni á
þessum langa föstudegi aö ég
hlyti aö vera spámaöur. Svo djúp-
ar voru hugsanir minar. Andlit
mitt forkláraöist og dásemdar-
verk nátturunnar lágu opin fyrir
mér. Ég leit til himins og sá ljós.
Þaö lá viö aö ég rifi af mér klæöi,
gengi nakinn út og hringdi á öll-
um dyrabjöllum blokkar viö Háa-
leitisbraut og öskraöi fagnaöar-
boöskap i eyru makindalegra
góöborgara sem lágu þar upp I
loft á divan og hámuöu I sig
súkkulaöimola úr páskaeggi frá
Nóa...
„Ég spámaöurinn...”!
Skyndilega áttaöi ég mig,roön-
aöi meö sjálfum mér viö tilhugs-
unina og I fátinu sem yfir mig
kom viö þessa augnabliksvitfirr-
ingu var ég næstum kominn á leiö
út I sjoppu aö fá mér lemonaöe.
En allar sjoppur voru lokaöar.
Ég komst aftur niöur á jarö-
vistarplaniö, hélt áfram aö pikka
bljúgur á ritvelina og lét prestin-
um I útvarpinu algjörlega eftir
fagnaöarboöskapinn yfir páska-
eggsétendum.
Guöjón
Þursaflokkurinn
og aðrir góðir menn hyggja nú á
flutning poppóperu i Austur-
bæjarbió. Ólafur Haukur
Simonarson og Þórarinn Eld-
járn búa sig undir að skrifa
texta og músik, en Stefán
Baldursson er I sigtinu sem leik-
stjóri. Poppóperan á aö fjalla
um Grettir Asmundsson...
Alþýðuieikhúsið
hefur átt erfitt uppdráttar að
undanförnu. Ekki hafa vanda-
mál leikhússins sist verið sú aö
lýöræðislegar aðgerðir hafa
veriö þungur baggi. Allir hafa
ráðið öllu. Nú hefur leikhúsið
hins vegar samþykkt aö ráða
tvo leikhússtjóra. Margir eru
nefndir en heitustu fram-
bjóöendurnir munu vera Ólafur
Haukur Simonarson rithöfundur
og Lárus Ýmir Óskarsson leik-
stjóri...
r
Utvegsbankinn
er 40 ára i vor. Að sjálfsögðu
veröur eitthvaö umveislur, en
bitrasta afmælisgjöfin verður
án efa niðurstaða úttektar opin-
berrar nefndar er fjallaö hefur
um málefni Útvegsbankans.
Niðurstaðan? Jú, að leggja
bankann niður ...
Olafur Haukur og Lárus Ýmir: Næstu leikhússtjórar Alþýöuleik-
hússins?
Stefán: Leikstýrir Gretti.
Vísir
hefur átt i miklum brösum.
Ekki sist hefur það verið
áhyggjuefni blaðsins að allir
hæfir blaðamenn hafa flúið
blaöið. Eftir að Ellert Schram
tók við ritstjórn blaösins höföu
Þórarinn Eldjárn: Asamt
Þursaflokknum og Óiafi Hauki
fæöist popp-ópera um Gretti
Asmundsson.
flestir búist við aö blaöamönn-
um myndi fjölga. Siðustu fréttir
eru hins vegar þær aö einn hæf-
asti fréttamaður blaðsins,
Jónina Michaelsdóttir sé hætt
og tekið viö starfi fram-
kvæmdastjóra Viöskipta og
verslunar. Mun Visir skrifa sig
sjálfur i framtiöinni?
Forsíðumyndin
Forslöumyndin er aö þessu
sinni eftir bandariska lista-
manninn Milton Glaser.
Hann er aöallega þekktur
fyrir grafisk verk, teiknar
mikiö bókarkápur, gerir
veggspjöid og annast mynd-
skreytingar fyrir blöö og
timarit.
Milton Glaser er þekktur
sem áhrifamikill kennari viö
hinn fræga listaskóla
„School of Visual Arts” og
hann er einnig enn af frum-
kvöölum The Push Pin
Studio sem annast hefur
listasýningar um allan heim.
Glaser var eitt sinn spurö-
ur um mismun þess aö ann-
ast hönnun og skapa list.
Hann svaraöi: „Hönnun er
fágun á hversdagslegum
hlutum en list er þróttur aö
breyta áliti almúgans á
raunveruleikanum.”
-im
Okkur semur ekki, mér og tækninni. Helst vildi ég hverfa aftur
til fyrri tima, rækta gulræturnar I bakgaröinum og mjólka mina
eigin belju. Minn æðsti draumur er aö liggja á hnjánum á ár-
bakka og þvo þvottinn minn I gjálfrandi tæru vatni Aðsjálfsögöu
á þessi athöfn aö fara fram undir suörænni sól, mig dreymir ekki
um aö brjóta gat á ísinn fyrst. Þaö mun þvi ekki gerast aö blööin
hrópi af forsiöu: Búrfellsvirkjun stöövast vegna sængurfata-
flækju. ,
En ég er raunsæ og geri ekki ráö fyrir aö yfirvinna meöfæddan
ótta minn viö beljur, þaö á sérstaklega viö um þessar hyrndu, né
að ég eigi eftir aö krjúpa á lækjarbakka meö vikuþvottinn, 28
nærbuxur, 28 boli, 28 sokkapör, fern sængurföt og sitt litið annaö
smotteri.
Þess vegna leita ég, illu heilli, á náöir tækninnar. Og þaö er
broguö náö. Ég er löngu farin aö efast um aö miskunn sé eitt af
skapgeröareinkennum tækjaguösins.
Eins og góö visitölufjölskylda eigum viö sjónvarp. Þaö er einn
sá alsjálfstæöasti einstaklingur sinnar geröar sem ég hef hitt.
Fyrst fylgdi þvi innbyggt loftnet. Þaö þótti okkur nokkur akkur,
þvi viö höföum ekkert útinet. Stundum tókst okkur, meö tilfær-
ingum, aö koma draugunum niöur I fjóra. Þetta var sérlega
skemmtilegt þegar glæpamenn voru á skerminum, þeir urðu
enn skuggalegri meö fjóra skugga á hælunum. Siöan brotnaði
annaö loftnetsprikiö af og þá fækkaöi draugunum um tvo. Viö
fluttum, og þá ákvaö tækiö aö starfa aöeins I nánu samneyti viö
kjöt. Þaö sást aðeins i þvi ef ég hélt utan um þaö. Ég nennti þvl
ekki og þar sem ég réöi ekki mann i aö liggja á tækinu, þái hætti
þaö þessu aftur. Svo fengum viö loks útiloftnetiö sem allir viö-
geröarmenn voru búnir aö úrskuröa einu batavon tækisins.
Þá fyrst frikaöi þaö. Þaö haföi löngum veriö næm og viökvæm
sál, nú fór þaöá taugum. Þegar viö kveikjum á RUV, þá heyrum
við öll samskipti allra leigubilastööva og farstööva i heiminum,
viö náum hverjum einasta bor og ryksugu á suöurlandsundir-
lendi, og viö vitum ef einhver snýr simaskifu i húsinu.
En það er ekkert. Skermurinn ákvaö aö taka upp ný mynd-
gæöi. Hann sendir nú út i tigulskóp. Island litur út eins og megin-
land Afriku, menn leika billiard með eggjum og öll mannshöfuö
eru mjög flöng og skreytt túperuðu hári eins og Pompadour. Nú
oröiö finnst okkur eölilega skapaö fólk ákaflega annarlegt til höf-
uösins.
Þaö má vera án kassans, en þaö er verra meö þvottavélina. Ég
átti vél sem haföi bilaö 26 sinnum á 6 árum. Þá hætti ég aö láta
gera viö hana. Heilinn var ónýtur og takkinn auk þess dottinn af.
En, þegar ég útskúfaöi henni kom i ljós aö þaö haföi ekkert amaö
aö henni nema skortur á mannlegu samneyti. Hún þvoöi eins og
engill ef ég bara sat hjá henni, snéri fyrrverandi takkanum með
töng og skrúfaöi sjálf fyrir og frá vatninu. Þvi miöur lak hún dá-
litiö mikiö.
Svo ég keypti þvottavél fyrir ritlaunin, oröin þreytt aö sitja á
klóinu og prjóna marga tima á dag. Aö visu var fariö aö fara þaö
orö af mér aö ég væri svo iðin aö ég gripi i prjóna ef ég þyrfti aö
setjast andartak á klósettiö, en ég fórnaöi þessari mannorösbót
fyrir hagræöinguna.
Tveir ungir menn eyöilögöu á sér bakiö fyrir lifstiö viö aö
koma nýja tækniundrinu upp á þriöju hæö. Ég las siöan margra
siöna bækling og setti nýju þvottavélina I gang. Hún þvoöi — en á
meöan hljóöaöi hún og kveinaði eins og þúsund breimakettir eft-
ir aö læöunum var útrýmt.
Fullsödd á gölluöum þvottavélum og einnig meö þaö 1 huga aö
þessi hljóö sannfæröu ibúa hússins um aö ég heföi fengiö mér
gamalt fjaörarúm og nýjan elskhuga, hringdi ég I viögeröar-
þjónustuna. Maöurinn var mættur áöur en ég lagði tóliö niöur,
enda tækiö I ábyrgö.
Ekkert aö henni, sagöi hann, en gólfiö mitt, þaö var ekki nógu
gott. Konan sem bjó hér áöur var lika alltaf meö vesen út af sinni
vél. En þeir vissu aö þaö var ekkert aö vélunum, gólfiö var mein-
gallaö.
Og enn kveinar hún og veinar. Ég hef tekið þaö ráö aö standa á
stigapallinum og syngja á meöan vélin þvær til aö sanna aö þaö
er ekki ég sem veld þessum hljóöum.
Nú var ég sátt viö tilveruna. Ég horföi helst ekki á sjónvarpið
og gat þvegiö án þess aö halda i hendina á vélinni. Eldavélin, Is-
skápurinn og þeytarinn voru öll i lagi og ég gat óhiridraö búiö til
mat. Uppþvottaburstinn og kústurinn voru enn handknúín, en ég
er meö lifstiöarábyrgöarskirteini á lúkunum á mér1 hjá sjúkra-
samlaginu og ætla ekki aö skipta á þeim og einhverju sem bilar
eftir áriö.
Þá bilaöi auövitaö Isskápurinn. Ég trúöihonum varla. Hér
þekki ég isskápa á fertugsaldri sem aldrei hefur þurft aö gera
annaö viö en þvo þeim ööru hverju, og minn gefst upp eftir fjagra
ára starf. Ég reyndi aö horfa á björtu hliðarnar, hann hitaði aö
minnsta kosti ekki matinn.
Ég hringdi i viðgeröarmanninn og féll snöggt inn i breytta
tima. Isskápamenn koma ekki heim, skápurinn kemur til
þeirra. I nokkra daga gekk ég I kringum ferlikiö, en tók svo tvo
menn og vagn á leigu og kom skápnum til höfuöstööva sérfræö-
inga I kælitækjum.
Eitt barniö leit flutningana örvæntingaraugum og spurði:
„Fáum viö þá ekkert aö boröa á meöan?” Skömmu seinna
spuröi annaö barn: „Hvenær kemur skápurinn aftur, ég er orö-
inn svo leiöur á svona mat sem geymist.”
Þaö leiö þvi ekki á löngu áöur en ég var mætt á linunni aö vitja
um skápinn. Nehh, þeir höföu ekkert gert viö hann, það var
nefnilega svo dýrt.
„Skjóttu”, sagöi ég, ,,ég sit”. Og þarna tókst veröbólgunni loks
aö lama mig. Maöur tekur þvi meö jafnaöargeöi þegar mjólk og
tóbak og brennivin og svoleiöis lifsnauösynjar hækka, þvi annars
yröi maöur geöveikur. En þaö er reiöarslag aö borga meira^yrir
viögerö á ungum og hraustum isskáp en hann kostaði fyrir stuttu
siöan.
Þaö sem verra er, á agnarbroti úr eiliföinni hrundi sjálfs-
blekking min. Draumurinn um afturhvarfiö til hins frumsfæöa
varö rústir einar.
Ég er reiöubúin aö borga hvaö sem er til aö fá skápinn minn
■ aftur.